Rithöfundasambandið fordæmir ljóta aðför að æru rithöfunda og fréttafólks

„Það er með öllu ólíðandi að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu,“ segir í ályktun RSÍ.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni
Auglýsing

Aðal­fundur Rit­höf­unda­sam­bands Íslands (RSÍ) for­dæmir þá „ljótu aðför að mál- og tján­ing­ar­frelsi sem og æru rit­höf­unda og frétta­fólks sem opin­ber­ast hefur síð­ustu daga í fréttum af Sam­herja og þeim vinnu­brögðum sem þar eru stund­uð“.

Þetta kemur fram í ályktun sam­bands­ins sem finna má á vef­síðu þess en aðal­fund­ur­inn var hald­inn í gær.

Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá því um síð­ustu helgi að lög­mað­ur­inn og almanna­tengsla­ráð­gjaf­inn Þor­björn Þórð­ar­son hefði flett upp eignum rit­höf­und­ar­ins Hall­gríms Helga­sonar í bæði fast­eigna­skrá og öku­tækja­skrá til þess að kom­ast að því hvort rétt væri að hann ætti Tesla-bif­reið, sem reyndar er í eigu nágranna hans. Hug­myndin hefði verið að nota Teslu-­eign­ina gegn honum á opin­berum vett­vangi. Hall­grímur sagði í sam­tali við Kjarn­ann að honum hefði brugðið er hann komst að því að njósnað hefði verið um sig með þessum hætti.

Auglýsing

Í ályktun RSÍ segir að það sé með öllu ólíð­andi að stund­aðar séu ofsókn­ir, njósnir og skæru­hern­aður gegn frétta­mönn­um, rit­höf­undum og öðrum sem taka þátt í opin­berri umræðu í sam­fé­lag­inu.

„Eitt af hlut­verkum Rit­höf­unda­sam­bands Íslands er að standa vörð um tján­ing­ar­frelsið og verja frelsi og heiður rit­list­ar­inn­ar. Félags­menn líta það því alvar­legum augum þegar stór­fyr­ir­tæki og stjórn­endur þess, sem hafa hagn­ast gríð­ar­lega á því að nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­inn­ar, nota fé og mannauð til að ráð­ast gegn og gera til­raunir til að grafa undan skrif­andi stétt­um, svo sem rit­höf­undum og fjöl­miðla­fólki, og þar með lýð­ræð­inu sem grund­vall­ast á frjálsri og óheftri umræð­u,“ segir í álykt­un­inni.

Þá for­dæmir aðal­fundur RSÍ einnig til­raunir Sam­herja til að hafa áhrif á for­ystu í Blaða­manna­fé­lagi Íslands og stjórn­mála­hreyf­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent