Austurland 2021: Árið eftir skriðurnar

Sá atburður sem mest markaði árið 2021 á Austurlandi varð reyndar árið 2020, segir ritstjóri Austurfréttar. Eftirköst skriðufallanna á Seyðisfirði í desember það ár vörðu allt árið, munu vara næstu ár og finnast mun víðar en bara á Seyðisfirði.

Auglýsing

Byrjum á að fara aðeins aft­ur. Um miðjan dag þann 15. des­em­ber 2020 var lýst yfir óvissu­stigi. Mikið hafði rignt á Seyð­is­firði dag­ana á und­an, til við­bótar við mikla leys­ingu þar sem í byrjun mán­að­ar­ins hafði fallið mik­ill snjór. Seinni part þann dags féllu fyrstu skrið­urn­ar. Með öðrum orð­um: skrið­urnar byrj­uðu rétt eftir að óvissu­stigi var lýst yfir og engin hús voru rýmd fyrr en hlíðin var mætt. Þetta er mik­il­vægt, því síðar vökn­uðu spurn­ingar um hvort verk­lag hefði verið óskýrt um hver tæki ákvörðun um rým­ingu, blæ­brigða­munur er á ferl­inu við aur­skriður og snjó­flóð. Eftir á ríkti til­finn­ingin um að við­brögðin hefðu alltaf verið skrefi á eft­ir.

Áfram rigndi næstu tvo daga, þótt ekki kæmu fleiri stórar skrið­ur. Að morgni föstu­dags­ins 18. des­em­ber féll skriða sem hreif með sér mann­laus hús. Allan þann dag, í grenj­andi rign­ingu, voru verk­takar og fleiri að störfum við að hreinsa til í bænum og reyna að tryggja öryggi fólks. Laust fyrir klukkan þrjú heyrð­ust þrum­ur, nema þetta voru ekk­ert þrum­ur, heldur hlíðin að koma niður af ákafa og á svæði sem ekki var búist við. Strax í kjöl­farið var bær­inn rýmd­ur. Í miðju Covid-á­standi var öll­um, sem staddir voru á Seyð­is­firði, smalað í Herðu­breið, skrá­settir og beðnir að drífa sig strax upp í Hér­að.

Auglýsing

Næstu daga á eftir hættu að rigna og smám saman fengu Seyð­firð­ingar að fara aftur heim. Flestir náðu því fyrir jól, en alls ekki all­ir. Rým­ingu af síð­ustu hús­unum var ekki aflétt fyrr en í febr­úar á þessu ári. Það er að segja af þeim sem enn má búa í.

Tog­streita um trygg­ingar

Strax eftir skrið­urnar var farið að vinna í trygg­inga­mál­um. Strax í byrjun árs breytti sveit­ar­fé­lagið skipu­lagi þannig að end­ur­upp­bygg­ing væri ekki heimil á skriðu­svæð­inu. Þar með var tryggt að eig­endur þeirra húsa sem eyðilögð­ust fengu greiddar bætur frá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu út frá bruna­bóta­mati, sem á Seyð­is­firði er umtals­vert hærra en fast­eigna­mat­ið.

Á sama tíma var unnið í nýju hættu­mati fyrir stað­inn. Bráða­birgða­út­reikn­ingar sýndu að ákveðin hús tald­ist ekki vera hægt, eða svara kostn­aði, að verja. Íbúum var þannig bannað að flytja aftur í þau. Þeir fá húsin bætt úr Ofan­flóða­sjóði, í gegnum sveit­ar­fé­lag­ið, á grund­velli mats sem meðal ann­ars byggir á fast­eigna­verði í bæn­um. Sem fyrr segir er það oft­ast lægra en bruna­bóta­matið. Það þýðir að þeim sem bannað er að búa í húsum sínum fá lægri bætur en þeir sem misstu þau algjör­lega.

Síðan er það fólkið sem má búa í húsum sínum en eru stór­skemmd, svo að segja fok­held eftir skrið­urn­ar. Það hefur ekki hátt heldur hvíslar þegar segir frá stappi sínum við að fá trygg­ingar sem dugi fyrir end­ur­bót­unum sem það þurfi að fara í.

Loks er það atvinnu­hús­næð­ið. Nýleg úttekt sýnir að ríf­lega 75% flat­ar­máls atvinnu­hús­næðis á Seyð­is­firði er á hættu­svæði C, mestri hættu. Hætta getur þurfti starf­semi, jafn­vel dögum sam­an, vegna yfir­vof­andi hættu. Trygg­inga­fé­lög bæta ekki slíkar stöðv­an­ir. En stærra mál er að engar bætur virð­ast vera að fá til að verja atvinnu­hús­næði eða byggja upp utan hættu­svæð­is, þótt greitt sé af því í Ofan­flóða­sjóðs eins og öðrum fast­eign­um. Hve lengi þola stór atvinnu­rekst­ur­inn slíka rekstr­ar­ó­vissu?

Varnir og hreinsun

Hreins­un­ar­starfið á Seyð­is­firði hófst strax milli jóla og nýárs 2020. Það gekk furðu­vel, þann sjö­unda jan­úar var búið að moka í gegnum skrið­una. Það blasti við mikil eyði­legg­ing á skriðu­svæð­inu, brak út um allt, bygg­ingar í hengl­um. Hreins­unin gekk samt furðu hratt, í mars var svæðið orðið til­tölu­lega snyrti­legt, í apríl byrjað að sá gras­fræj­um, snemma í júní eig­in­legri hreinsun lokið og stráin farin að koma upp. Í lok mán­að­ar­ins var skriðan orðin til­tölu­lega græn. Þá var merki­legt að sjá hversu mjög svæðið hafði skipt um svip.

Sam­hliða hreins­un­inni voru reistar bráða­birgða­varn­ir. Efni úr skrið­unni var mokað upp í garða til að verja byggð­ina næst Búð­ará og við Nauta­klauf. Á reglu­legum íbúa­fundum var farið yfir gang mála við hreinsun og mögu­legar varn­ir. Þegar aftur þurfti að grípa til rým­ingar í októ­ber varð ljóst, að minnsta kosti út frá tölvu­lík­ön­un­um, að þær varnir sem komnar voru teld­ust til­tölu­lega traust­ar.

En það er langt frá því að byggðin sé enn fylli­lega var­in. Eftir er að leysa málin ofan Botna­hlíð­ar, þar sem byggðin er hvað þétt­ust. Ráð­herr­ar, sem komu austur vik­urnar eftir ham­far­irn­ar, hétu því að styðja við nauð­syn­lega upp­bygg­ingu. Íbúar treysta því að ekki verði bið á efnd­um.

Lof­orð og efndir

Þeir hafa nefni­lega ástæðu til að efast. Í byrjun febr­úar var skrifað undir samn­inga um bygg­ingu sex íbúða á vegum rík­is­ins til að bregð­ast við skorti á íbúða­hús­næði í kjöl­far ham­far­anna. Fyrstu fyr­ir­heit voru að þær gætu verið til­búnar í byrjun sum­ars. Nú, ári síð­ar, hefur ekki einu sinni verið sótt um bygg­ing­ar­leyfi. Ábyrgð­ar­að­ilar benda flestir hver á annan og ljóst er að orsak­irnar eru sam­verk­andi. Kannski hefði þó verið betra að lofa minni en vinna hrað­ar.

Hverjar eru helstu orsak­irn­ar? Í fyrsta lagi þegar óvissa er um hættu á stóru land­svæði verður minna eftir til að byggja á. Á Seyð­is­firði þurfti þess vegna að taka upp skipu­lag og finna örugg svæði. Úr varð að fót­bolta­vell­inum var fórn­að. Von­ast var til að hægt væri að veita skipu­lags­ferl­inu flýti­með­ferð, en það reynd­ist ekki hægt. Síðan þurfti að ganga frá lóð­un­um. Sveit­ar­fé­lagið hefur sagt að ekki hafi staðið á því, utan seink­unar á skipu­lag­inu, sem í stóra sam­heng­inu var óveru­leg.

Fram­kvæmda­að­il­arnir hafa lent í vand­ræð­um. Verð­hækk­anir á bygg­inga­efni, vegna skorts og flutn­inga­vand­ræða í Covid-far­aldr­in­um, hafa gert það að verkum að end­ur­skoða þurfti áætl­an­ir. Þá hefur fram­kvæmda­gleði á Aust­ur­landi þýtt að ekki er hlaupið að því að fá smiði í verk á svæð­inu.

Þess utan er umræð­an, sem stöðugt hefur verið í gangi, um hvernig húsa­myndin og til­heyr­andi menn­ing­ar­saga, sem glat­að­ist í ham­för­unum verði byggð upp aft­ur.

Ný hætta

Við Íslend­ingar höfum eftir árið 1995 brugð­ist skipu­lega við snjó­flóða­hættu. Við þekkjum hana orðið nokkuð vel. Atburð­irnir á Seyð­is­firði sýna að við eigum margt eftir ólært hvað varðar skriðu­föll. Þegar hefur verið bent á veik­leika og mis­ræmi í lög­gjöf­inni, fyrir báðar ham­fara­gerð­ir, varð­andi bætur á hús­næði.

En við, eins og aðr­ir, erum að læra um hvað olli ham­för­un­um. Í byrjun mán­aðar birti Time Mag­azine grein um rann­sókn kanadískra og banda­rískra vís­inda­manna sem bendir til þess að snjó­koma við norð­ur­skautið muni á næstu ára­tugum umbreyt­ast í rign­ingu. Línu­ritið sem fylgir er slá­andi, því það sýnir svo miklar sveiflur í aukn­ingu rign­ingar á haustin, á kostnað snjóa. Þótt í umfjöllun Time sé miðað við Græn­land, lýsir hún því sem gerð­ist á Seyð­is­firði. Fyrir ein­hverjum árum hefði moksnjóað þar, jafn­vel mynd­ast snjó­flóða­hætt, en í des­em­ber 2020 gerði ham­fara rign­ingu. Það var eig­in­lega ekki fyrr en eftir á sem ljóst varð hversu mikil hún var. Úrkoman í bæn­um, þar sem veð­ur­stöðin er, var nefni­lega minni en í fjall­inu.

En þessi rann­sókn segir okkur að við þurfum að auka vöktun og rann­sóknir á skriðu­hættu hér­lend­is. Tryggja þarf fjár­magn og fólk með þekk­ingu í þær rann­sókn­ir. Það vill nefni­lega oft gleym­ast að sama kvöld og skrið­urnar féllu á Seyð­is­firði var gripið til umfangs­mik­illar rým­ingar á Eski­firði. Athug­un­ar­menn lýstu því síðar að þeir hefðu hrein­lega horft á sprung­urnar í veg­inum upp í Odds­skarð stækka.

Lofts­lags­breyt­ingar þýða að við þurfum að bregð­ast við vá, sem við höfum áður lítið þekkt til, á svæðum sem við höfum ekki reiknað með þeim áður. Hluti hætt­unnar á Seyð­is­firði liggur í þiðnun sífrera lengst uppi í Strand­ar­t­indi, sem gnæfir yfir athafna­svæði Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Áhyggjur eru af þiðnun sífrera víða á norð­ur­slóðum en stað­reyndin virð­ist að við vitum voða­lega lítið um sífrera­svæði hér­lend­is.

Ári eftir ham­far­irnar standa Seyð­firð­ingar merki­lega keik­ir. Þar hefur fast­eigna­verð verið á upp­leið og fjöl­skyldu­fólk flutti í bæinn í sum­ar. Rekst­ur, sem stöðv­að­ist í kjöl­far ham­far­anna, er kom­inn aftur af stað. Margir munu samt berj­ast lengi við eft­ir­köstin, fjár­hags­leg sem and­leg. Þótt fyrstu áhrif atburð­anna hafi verið stað­bundin standa samt eftir ærin verk­efni sem við þurfum að takast á við sem þjóð. Mestu skiptir þó að eng­inn meidd­ist alvar­lega, þótt krafta­verk sé að allir hafi sloppið lif­andi. Fjöldi fólks á ótrú­legar sögur sem áfram þarf að skrá­setja og varð­veita.

Annað að austan

Hlý­ind­in:

Sum­ar­ið, einkum júlí­mán­uð­ur, var eins heitt og nokkur man. Ferða­tak­mark­anir erlendis út af far­aldr­inum þýddu líka að Íslend­ingar flykkt­ust aust­ur. Þetta varð reyndar kómískt á köfl­um, tjald­svæðin voru svo smekk­full og stækkuð þar sem kostur var. Gestir þorðu ekki að hreyfa sig af fleti sínu, því þeir vissu að þeir ættu ekk­ert auð­velt með að kom­ast að ann­ars stað­ar. Margir gest­anna hafa síðan haft orð á hvað það hafi verið gaman að koma aust­ur, hvað það hafi verið margt að skoða og gera, þeirra stutti frí­tími hafi alls ekki verið nægur og vilji koma aft­ur. Von­andi verður sum­arið 2021 sum­arið sem kynnti Aust­ur­land, lands­hluta sem oft er svo fjar­læg­ur, fyrir Íslend­ing­um.

En þetta var reyndar ekki ein­tóm sæla. Umferðin á Fagra­dals­braut­inni var orðin á við Miklu­braut­ina og hlý­indin ollu því að vatns­ból þorn­uðu upp.

Loðn­an:

Eftir tveggja ára loðnu­leysi veidd­ist loðna á ný í byrjun árs. Stóri vinn­ing­ur­inn kom svo í haust þegar til­kynnt var um stærsta loðnu­kvóta í ára­tug. Ærið verk verður að veiða hann og selja því vinnslan hefur breyst frá síð­ustu stór­ver­tíð. Efna­hagur Íslend­inga byggir enn veru­lega á fisk­veiðum og þegar þær ganga vel skilar það sínu í þjóð­ar­bú­ið. Vegna loðnu­kvót­ans, sem að lang­mestu er landað á Aust­fjörð­um, er vænst auk­ins hag­vaxtar á næsta ári. Við þreyt­umst aldrei á að minna á hvað við leggjum til þjóð­ar­bús­ins – um leið og við spyrjum hvað við fáum til baka.

Orku­upp­bygg­ing:

Um mitt sumar var skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu milli Fjarða­byggð­ar, Copen­hagen Invest­ment Partners og Lands­virkj­unar um upp­bygg­ingu græns orku­garðs á Reyð­ar­firði. Orku­garð­ur­inn byggir á að fram­leiða raf­elds­neyti, vetni, með að greina vatn í frum­efni sýn með raf­magni. Fleiri stór fyr­ir­tæki hafa síðan bæst í hóp­inn, enda ýmsir mögu­leikar á hlið­ar­fram­leiðslu.

Orku­garð­ur­inn er afurð þró­unar í orku­skiptum sem virð­ist vera kom­inn á meiri ferð en við mörg gerum okkur grein fyr­ir. Það er ekki bara umhverf­is­vænt, heldur hag­kvæmt, fyrir flutn­inga­fyr­ir­tæki að skipta úr jarð­efna­elds­neyti yfir í vetni, sem virð­ist ætla að verða orku­gjafi þunga­flutn­inga, til dæmis frakt­skipa.

En sam­hliða þessu steðjar líka að okkur nauð­syn­leg umræða sem verður að enda með ákvörðun um orku­öflun og flutn­ing. Þurfum við að virkja meira á ákveðnum svæð­um? Hvernig komum við orkunni þangað sem hún er not­uð? Hvernig tryggjum við að nóg sé til staðar þegar á þarf að halda til að orku­skiptin séu raun­hæf? Sú stað­reynd að fiski­mjöls­verk­smiðj­urnar þurfi að keyra á olíu á nýhaf­inni loðnu­ver­tíð er sorg­leg.

Síðan má minna á að breskt-­banda­rískt fyr­ir­tæki kynnti í nóv­em­ber fyr­ir­ætl­anir sínar um risa­vax­inn vind­myllu­garð úti fyrir Aust­fjörð­um. Þá orku á að selja beint um sæstreng til Bret­lands. Engar reglur eru hins vegar enn hér­lendis um orku­öflun á hafi úti. Hvað finnst okkur um þetta? Hvað ætlum við að gera í mál­un­um?

Höf­undur er rit­stjóri Aust­ur­glugg­ans og Aust­ur­frétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit