Árangur í skugga heimsfaraldurs

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Árið 2021 hefur verið mjög sér­stakt fyrir okkur öll vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, líkt og árið 2020 var. Ég er sann­færður um að 2022 verði okkur betra þó það gefi á bát­inn þessa dag­ana. Okkur hefur á þessum skrítnu tímum tek­ist að verja vel­ferð­ar­kerf­ið, vernda líf og heilsu fólks og styðja við atvinnu­líf og fólkið í land­inu. Við höfum líka tek­ist á við fjöl­mörg önnur verk­efni og náð árangri. Þegar ég lít yfir kjör­tíma­bilið og árið 2021 og þau verk­efni sem bæði rík­is­stjórnin og ég höfum verið að vinna að, horfi ég stoltur til baka. Tölu­verðar breyt­ingar urðu á högum mínum þegar ný rík­is­stjórn var kynnt en þar tók ég við sem félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. Hjá ráðu­neyt­inu eru margir stórir og mik­il­vægir mála­flokkar sem snerta okkur flest á einn eða annan hátt og ég hlakka mikið til að takast á við ný og krefj­andi verk­efni á næstu árum.

Blað­inu snúið við í lofts­lags­málum

Á síð­asta kjör­tíma­bili var kyrr­staða áranna á undan í lofts­lags­málum rof­in. Fjár­mögnuð aðgerða­á­ætlun leit dags­ins ljós á fyrsta ári rík­is­stjórn­ar­innar með það að mark­miði að draga úr losun og auka kolefn­is­bind­ingu. Rann­sókn­ir, vöktun og stjórn­sýsla lofts­lags­mála hefur verið styrkt til muna. Á árinu 2021 voru stigin stór og mik­il­væg skref sem munu skipta miklu máli fyrir næstu ár og ára­tugi. Í febr­úar voru mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda efld til muna með sam­eig­in­legu mark­miði með Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi, í júní var mark­miðið um að ná kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040 lög­fest á Alþingi og í sept­em­ber var fyrsta stefna Íslands um aðlögun sam­fé­lags­ins að lofts­lags­breyt­ingum sam­þykkt af rík­is­stjórn. Ísland er eitt rúm­lega tíu ríkja í heimi sem hafa lög­fest kolefn­is­hlut­leysi. Með allri þess­ari stefnu­mótun hefur verið lagður nauð­syn­legur grunnur að frek­ari árangri í lofts­lags­málum á kom­andi árum. Ný rík­is­stjórn stefnir nú að enn frek­ari metn­aði með sjálf­stæðu los­un­ar­mark­miði upp á 55% árið 2030, óháð sam­starf­inu við ESB og Nor­eg, og ekki verða gefin út leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands. Með þeim áherslum sem rík­is­stjórnin hefur ýmist lög­fest eða boðað á árinu 2021 skipar Ísland sér í hóp þeirra ríkja sem metn­að­ar­fyllstu mark­miðin hafa í lofts­lags­mál­um.

Árangur far­inn að sjást

Ég er mjög stoltur af því að fram­lög rík­is­sjóðs til umhverf­is­mála hafa auk­ist um rétt tæp 50% á síð­asta kjör­tíma­bili. Fjár­magn til lofts­lags­mála í umhverf­is­ráðu­neyt­inu einu juk­ust um yfir 700% á sama tíma og verða aukin um 1 millj­arð króna á ári á tíma­bil­inu 2022-2031 sam­kvæmt áætl­unum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrsta stöðu­skýrsla aðgerða­á­ætl­unar í loft­lags­málum sem gefin var út á árinu sýnir að vinna er hafin við allar aðgerð­irnar 50 sem eru í áætl­un­inni og ætlað er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þar af eru 47 ýmist komnar vel á veg eða í fram­kvæmd og þrjár í und­ir­bún­ingi. Skipið stefnir nú í rétta átt. Við sjáum vís­bend­ingar um sam­drátt í losun þegar skoð­aðar eru los­un­ar­tölur síð­ustu tveggja ára, þó vissu­lega gæti þar líka áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Nú þarf bara að hlaupa enn hraðar og ná enn meiri árangri og það verður eitt stærsta verk­efni stjórn­mál­anna á næstu árum.

Félags­legar aðgerðir og atvinnu­á­tak á tímum kór­ónu­veiru

Rík­is­stjórnin hefur gripið til víð­tækra aðgerða sem ætlað er að veita mót­vægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 far­ald­ur­inn hefur á við­kvæma hópa í sam­fé­lag­inu. Sér­stakt átak var gert í heilsu­efl­ingu og örvun á félags­starfi aldr­aðra en eldra fólk hefur þurft að þola skerta sam­veru og félags­lega ein­angrun vegna Covid-19 far­ald­urs­ins. Einnig var gripið til fjöl­breyttra aðgerða sem mið­uðu að því að styðja við börn og við­kvæma hópa í sam­fé­lag­inu.

Við settum af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“ þar sem mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Það er skemmst frá því að segja að átakið gekk frá­bær­lega og hefur verið ráðið í tæp 7.500 störf frá því að það fór af stað. Atvinnu­leysi hefur sömu­leiðis minnkað mik­ið, eða úr 11,4% í mars í 4,9% í nóv­em­ber. Þar hafa þær aðgerðir sem stjórn­völd réð­ust í skipt sköp­um.

Mót­taka fólks frá Afganistan

Núna rétt fyrir jólin komu 22 ein­stak­lingar frá Afganistan en þeir voru hluti af þeim hópi sem íslensk stjórn­völd sam­þykktu að taka á móti frá Afganistan vegna valda­töku Tali­bana. Um 60 manns voru áður komin til lands­ins. Mót­taka fólks­ins hefur kraf­ist mik­ils sam­starfs, bæði inn­an­lands sem og utan, til að láta allt ganga upp og hafa allir lagst á eitt við að koma fólk­inu í öruggt skjól. Fyrir það ber að þakka sér­stak­lega.

Auglýsing

Ráð­gjaf­ar­stofa inn­flytj­enda­mála var opnuð á árinu, en til­drög hennar má rekja til þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem þing­menn Vinstri grænna lögðu fram á Alþingi árið 2018. Mark­miðið með stofnun ráð­gjafa­stof­unnar er að tryggja betri og mark­viss­ari ráð­gjöf til inn­flytj­enda. Þá voru fyrstu samn­ingar und­ir­rit­aðir við sveit­ar­fé­lög um sam­ræmda mót­töku við flótta­fólk en þetta markar tíma­mót og eru stór, jákvæð skref í mál­efnum flótta­fólks og inn­flytj­enda. Þau sveit­ar­fé­lög sem skrifa undir samn­ing­inn skuld­binda sig til þess að veita öllu flótta­fólki sam­bæri­lega þjón­ustu. Það er mik­il­vægt að við tökum á móti flótta­mönnum með mark­vissum stuðn­ingi sem hjálpar þeim að aðlag­ast nýju lífi og sam­fé­lagi.

Framundan er að móta stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda, en í mínum huga er mik­ill auður fólg­inn í því að taka á móti fólki frá öðrum lönd­um. Það þurfum við að gera vel.

Heil­brigð­is­kerfi á veiru­tímum

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur nú staðið í nærri því tvö ár. Álag á heil­brigð­is­kerf­ið, félags­þjón­ustu, skóla, lög­gæslu, atvinnu­líf og almenn­ing hefur verið mjög mik­ið. En sam­staða okkar allra hefur skilað ótrú­legum árangri í þess­ari bar­áttu. Ég vil þakka fram­línu­starfs­fólki fyrir að hafa ýtt hverri hindr­un­inni á fætur annarri úr vegi og staðið sig ótrú­lega vel við krefj­andi aðstæð­ur. Ég vona inni­lega að það muni sjá fyrir end­ann á þessu á árinu 2022 þó far­ald­ur­inn sé í miklum vexti nú um stund­ir.

Á þessu ári var haldið áfram með það áherslu­mál að efla heilsu­gæsl­una sem fyrsta við­komu­stað fólks í heil­brigð­is­kerf­inu, en við í VG höfum alla tíð lagt ríka áherslu á það. Þá hefur áhersla á geð­heil­brigð­is­mál verið stór­auk­in, ekki síst í ljósi far­ald­urs­ins, og bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut hefur verið haldið áfram. Ný lýð­heilsu­stefna til árs­ins 2030 var sam­þykkt á Alþingi í vor þar sem áhersla er á heilsu­efl­ingu og for­varnir sem eiga að við­halda og bæta heil­brigði fólks og koma í veg fyrir sjúk­dóma. Skiln­ingur fólks á mik­il­vægi lífs­stíls og for­varna fer vax­andi og því er mik­il­vægt að hafa skýra stefnu­mótun á þessu sviði. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir efri ár ævi okk­ar, en stórar áskor­anir bíða okkar í sam­hæf­ingu mál­efna eldra fólks, ekki síst milli heil­brigð­is­kerfis og félags­þjón­ustu.

Launa­munur kynj­anna áfram brýnt við­fangs­efni

Mikið hefur áunn­ist í jafn­rétt­is­málum á kjör­tíma­bil­inu og ber þar hæst ný lög­gjöf um þung­un­ar­rof, sem tryggir konum sjálfs­for­ræði yfir eigin lík­ama og ný lög um kyn­rænt sjálf­ræði hafa aukið rétt­indi hinsegin fólks til muna. Í árs­lok 2021 lagði svo for­sæt­is­ráð­herra fram frum­varp á Alþingi um jafna með­ferð utan vinnu­mark­aðar sem tekur til trú­ar, lífs­skoð­un­ar, fötl­un­ar, ald­urs, kyn­hneigð­ar, kyn­vit­und­ar, kynein­kenna og kyntján­ing­ar. Frum­varpið bíður með­ferðar Alþingis og verði það sam­þykkt er það mik­il­vægur þáttur í inn­leið­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks á Íslandi og rétt­ar­bót fyrir fleiri hópa sam­fé­lags­ins.

Annað sem ég vil nefna og er gríð­ar­lega mik­il­vægt er stofnun starfs­hóps sem skip­aður var rétt fyrir ára­mót um launa­jafn­rétti og jafn­rétti á vinnu­mark­aði. Nýleg launa­rann­sókn sýnir að aðgerðir stjórn­valda, meðal ann­ars með jafn­launa­vott­un, hafa minnkað kyn­bund­inn launa­mun. Könn­unin sýnir þó að þessi tæki sem notuð hafa verið eru ekki full­nægj­andi til að leið­rétta launa­mun sem stafar af kyn­bund­inni skipt­ingu vinnu­mark­að­ar. Ég bind vonir við að starfs­hóp­ur­inn nái að fanga með heild­stæðum hætti hvernig hægt er að meta heild­stætt virði ólíkra starfa og leið­rétta þannig kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Rík­is­stjórnin mun halda áfram að vinna ötul­lega að jafn­rétt­is­málum með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi.

Loks­ins fram­farir í stefnu og lög­gjöf í úrgangs­málum

Á und­an­förnum árum hefur Ísland ekki stað­ist sam­eig­in­leg mark­mið Evr­ópu­ríkja um hlut­fall end­ur­vinnslu af heim­il­is­úr­gangi. Ég tel að með nýrri heild­ar­stefnu í úrgangs­málum sem ég kynnti á þessu ári og víð­tækri breyt­ingu á úrgangs­lög­gjöf­inni sem Alþingi sam­þykkti í júní síð­ast­liðnum höfum við tryggt að á næstu þremur til fimm árum verði við­snún­ingur í úrgangs­málum á Íslandi til hins betra. Skylt verður að flokka úrgang, líf­rænt tekið frá sér­stak­lega, flokkun sam­ræmd á öllu land­inu, hag­rænir hvatar nýttir í auknum mæli í þágu umhverf­is­ins og neyt­enda og Úrvinnslu­sjóði gefin stjórn­tæki til að fylgj­ast með afdrifum end­ur­vinnslu­úr­gangs.

Með þessu eru stigin stór skref í átt að inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerfis hér­lend­is. Mark­miðið með hringrás­ar­hag­kerf­inu er að draga úr auð­linda­notk­un, auka líf­tíma auð­linda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hag­kerf­inu sem úrgang­ur. Slíku hag­kerfi þarf að koma á í stað línu­legs fram­leiðslu­ferl­is, þar sem vörur eru not­að­ar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan ein­fald­lega hent.

Um síð­ustu ára­mót tóku síðan gildi reglur sem banna afhend­ingu plast­burð­ar­poka í versl­un­um, en það er í sam­ræmi við Evr­óputil­skipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plast­pok­um. Í júlí síð­ast­liðnum tóku svo gildi reglur sem banna mark­aðs­setn­ingu ákveð­inna einnota plast­vara hér­lend­is. Og, í sept­em­ber tók ég ákvörðun um að ráð­ast í umfangs­mikla strand­hreinsun í sam­starfi við félaga­sam­tök og Umhverf­is­stofnun í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun um plast­mál frá árinu 2020. Þá kom út á árinu aðgerða­á­ætlun gegn mat­ar­só­un, en þessar áætl­anir eru mik­il­vægur þáttur í inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerfis hér­lend­is.

Stór skref í nátt­úru­vernd

Aldrei hafa fleiri svæði verið frið­lýst en á þessu kjör­tíma­bili. Á árinu 2021 skrifað ég undir 19 frið­lýs­ingar þar sem margar mik­il­vægar nátt­úruperlur lands­ins voru frið­lýst­ar. Má þar nefna Látra­bjarg sem er eitt stór­brotn­asta fugla­bjarg lands­ins og með þeim stærstu við Norð­ur­-Atl­ants­haf, nátt­úru­und­rið Stór­urð og hluti Gerp­is­svæð­is­ins á Aust­ur­landi. Vatna­jök­uls­þjóð­garður var stækk­aður á þremur svæðum og einnig Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull. Fimm svæði voru frið­lýst gegn orku­nýt­ingu og þar með komið í var gegn virkj­un­um, þar af hluti af þremur stórum vatna­svið­um. Þá urðu Drangar í Stranda­sýslu fyrsta svæðið á Íslandi sem frið­lýst var sem óbyggt víð­erni. Frið­lýs­ingin var að frum­kvæði land­eig­enda. Um er að ræða stóran áfanga í nátt­úru­vernd á Íslandi. Með öllum þessum frið­lýs­ingum tryggjum við að næstu kyn­slóðir fái að njóta stór­kost­legrar feg­urðar margra merk­is­staða í íslenskri nátt­úru. Okkar bíður enn að stofna Hálend­is­þjóð­garð en það er á stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Mikil und­ir­bún­ings­vinna átti sér stað á kjör­tíma­bil­inu sem mun áfram nýt­ast til þessa mik­il­væga verk­efn­is.

Upp­bygg­ing inn­viða á nátt­úru­vernd­ar­svæðum hélt áfram af krafti um allt land, og fjöldi stíga, útsýnis­palla, sal­erna og fleiri inn­viða voru byggð. Opnuð var gesta­stofa á Ísa­firði fyrir Horn­stranda­friðland og ríkið festi kaup á hús­næði gamla grunn­skól­ans í Skútu­staða­hreppi fyrir gesta­stofu Vatna­jök­uls­þjóð­garðs og vernd­ar­svæð­is­ins við Mývatn og Laxá. Fram­kvæmdir héldu áfram við gesta­stofur á Hell­issandi og Kirkju­bæj­ar­klaustri. Þessir inn­viðir munu auka vernd á nátt­úru­vernd­ar­svæðum og efla fræðslu og upp­lýs­inga­miðlun um íslenska nátt­úru til gesta svæð­anna.

Það er ekki hægt að skilja við umræðu um nátt­úru­vernd án þess að nefna end­ur­heimt vist­kerfa, en á árinu tók rík­is­stjórnin það skref að taka þátt í alþjóð­legu átaki um end­ur­heimt skóga, svo­nefndri Bonn-á­skorun og setti sér það mark­mið að árið 2030 vaxi birki­skógar á 5% lands­ins í stað 1,5% nú. Mark­miðið er því að meira en þre­falda útbreiðslu birkis á þessum ára­tug og vinna að mörgum alþjóð­legum mark­miðum á sama tíma: stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um, auka verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og sporna gegn land­hnign­un. Með breyt­ingum á stjórn­ar­ráð­inu skap­ast nú á nýju kjör­tíma­bili ein­stakt tæki­færi til að sam­þætta end­ur­heimt vist­kerfa og sjálf­bæra land­nýt­ingu bænda, sem er bæði stórt nátt­úru­vernd­ar­mál og lofts­lags­mál.

Byggjum rétt­látt sam­fé­lag

Mörg verk­efni bíða rík­is­stjórn­ar­innar allrar og mín í ráðu­neyti félags­mála og vinnu­mark­aðar á næstu miss­er­um. Í við­leitni okkar til að skapa rétt­lát­ara sam­fé­lag eigum við að líta til þeirra sem lakast standa, efla skiln­ing á fjöl­breytni sam­fé­lags­ins og tryggja rétt­indi allra hópa. Þannig er á stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur að lög­festa Samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og setja á fót sér­staka Mann­rétt­inda­stofn­un. Stefnt er að því að koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks. Móta á heild­stæða stefnu í mál­efnum útlend­inga. Og, litið verður sér­stak­lega til bættrar afkomu fátæk­ustu hópanna á meðal eldra fólks og örorku­líf­eyr­is­þega. Fátækt á ekki að líð­ast í því vel­meg­un­ar­sam­fé­lagi sem við lifum í og útrýma þarf því böli og þeim fjötrum sem fátækt­inni fylgja.

Hluti af því að búa til rétt­lát­ara sam­fé­lag er að takast á við lofts­lags­breyt­ingar með félags­legt rétt­læti að leið­ar­ljósi. Ný rík­is­stjórn hefur sett sér afar metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­málum sem krefst aðkomu alls sam­fé­lags­ins. Rétt­lát umskipti eru þar lyk­il­at­riði.

Það eru því mörg brýn verk­efni framund­an. Við þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima hjá sér og takast á við auk­inn ein­mana­leika og ein­angrun þessa hóps. Við þurfum að end­ur­skoða örorku­líf­eyr­is­kerfið þannig að þau sem ekki geta séð sér far­borða fái mann­sæm­andi stuðn­ing á sama tíma og við hvetjum til atvinnu­þátt­töku þeirra sem geta unnið með sveigj­an­legri störfum og hluta­störf­um. Við þurfum áfram að efla heilsu­gæsl­una sem fyrsta við­komu­stað í heil­brigð­is­kerf­inu, draga enn frekar úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga með áherslu á við­kvæma hópa og efla áfram geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þá eru áform rík­is­stjórn­ar­innar um sér­stakt átak til upp­bygg­ingar á leigu­hús­næði fyrir fatlað fólk og eldri borg­ara innan almenna íbúða­kerf­is­ins mik­il­vægur þáttur í að tryggja fólki þak yfir höf­uðið á betri kjör­um.

Hér hafa verið nefnd nokkur stór verk­efni sem ný rík­is­stjórn hefur sett á odd­inn og ég hlakka til að vinna að.

Gleði­legt nýtt ár

Á því kjör­tíma­bili sem er nýhafið bíða stórar áskor­anir á mörgum svið­um, ekki síst í lofts­lags­mál­um, í heil­brigð­is­kerf­inu og vegna öldr­unar þjóð­ar­inn­ar, vegna tækninýj­unga og varð­andi stöðu örorku­líf­eyr­is­þega, inn­flytj­enda og eldra fólks. Sjálfur tekst ég auð­mjúkur á við ný verk­efni og mun leggja mitt af mörkum í þeim efn­um. Við höldum ótrauð áfram að vinna að rétt­lát­ara og betra sam­fé­lagi.

Að lokum óska ég ykkur öllum gleði­legs árs og far­sældar á kom­andi ári.

Höf­undur er félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra og vara­for­maður Vinstri grænna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit