Vitskert veröld

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veltir fyrir sér hvað sé að í íslensku samfélagi. Og kemst að því að það sé ansi margt.

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra er verð­laun­aður fyrir við­skipti árs­ins með því að selja 35% hlut Rík­is­ins í Íslands­banka á und­ir­verði sem færði fjár­festum 29 millj­arða króna á silf­ur­fati, á nokkrum vik­um. Sér­stök verð­laun voru svo veitt við­skipta­manni árs­ins fyrir að selja Mílu, eina mik­il­væg­ustu fjar­skipta­inn­viði þjóð­ar­innar úr landi, og senda um leið him­in­háa kröfu á neyt­end­ur, á meðan arð­greiðslum við­skipt­anna verður ráð­stafað á blóð­ugar hendur nafn­tog­aðra útrás­ar­vík­inga og lær­linga þeirra. 

Banka­stjóri Arion banka er verð­laun­aður fyrir sögu­legan hagnað á tímum kreppu­á­stands hjá þjóð­inni. Í umsögn er honum sér­stak­lega hrósað fyrir háar arð­greiðslur og upp­kaup á eigin bréfum bank­ans. Lítið fer fyrir sam­fé­lags­legri ábyrgð eins og hversu mörgum hann hefur sagt upp störfum eða hversu mörgum úti­búum hefur verið lokað eða þjón­usta í þeim stór­lega skert.

Árið virð­ist ein­kenn­ast af end­ur­komu þekktra útrás­ar­dólga úr banka­hrun­inu sem kepp­ast við að hreinsa út verð­mæti úr fyr­ir­tækjum sem þeir hafa kom­ist yfir, sum þeirra fyr­ir­tækja eru að mestu í eigu almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina sem sitja eftir með tómar skeljar og ára­tuga skuld­bind­ing­ar.

Kunn­ug­legar aðferðir hér á ferð.

Atvinnu­leysi náði hámarki á árinu sem og hækkun hluta­bréfa, hagn­aður fjár­mála­fyr­ir­tækja og afkoma flestra skráðra félaga í Kaup­höll íslands.

Arð­greiðslur og upp­kaup eigin bréfa hafa ekki verið hærri frá hruni og stefnir í að bæti veru­lega í á næsta ári. Á sama tíma hafnar Alþingi til­lögu FF um hækkun banka­skatts í 0,376% með nær öllum greiddum atkvæð­u­m.   

Ein alvar­leg­asta hús­næð­iskreppa síð­ustu ára­tuga vofir yfir og leiga á þriggja her­bergja íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kostar meira heldur en útborg­aður elli­líf­eyr­ir. Heil­brigð­is­kerfið er að þrotum komið og for­sæt­is­ráð­herra talar um grænar fjár­fest­ing­ar. Mest allur stuðn­ingur rík­is­ins vegna heims­far­ald­urs­ins hefur farið til atvinnu­lífs­ins.

Rík­is­stjórn­in, Seðla­bank­inn og tals­menn sér­hags­muna eru síðan sam­mála um að kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir séu helsta ógnin við stöð­ug­leika.  

Skipuð vit­stola verum,

Skelfi­legar afleið­ingar ópíóða lyfja voru árum saman töluð niður af lyfja­fram­leið­endum og stjórn­mála­fólki í þeirra eigu. Fram­leiðsla þeirra og sala skil­uðu ævin­týra­legum hagn­aði þótt þau hefðu vitað af gríð­ar­legri skað­semi og hrika­legum lang­tíma afleið­ing­um.

Græðgi sama hvað. 

John­son & John­son, Teva, Endo og All­ergan bætt­ust í hóp lyfja­fyr­ir­tækja sem eru sökuð um að hafa gert lítið úr hætt­unni af lang­tíma­notkun ópíóða­verkja­lyfja, til þess að geta selt og grætt meira. 

Tæp­lega hálf milljón Banda­ríkja­manna hefur lát­ist af völdum ofskömmt­unar ópíóða síð­ustu tvo ára­tugi. Um 50 þús­und lét­ust vegna þeirra á árinu 2019.

Auglýsing
Bandarískir dóm­stólar féllust svo á sam­komu­lag við lyfja­fyr­ir­tækið John­son & John­son um að greiða New York-­ríki 230 millj­ónir doll­ara, eða sem nemur tæpum 30 millj­örðum króna, í dómsátt, ­gegn því að fyr­ir­tækið hætti fram­leiðslu slíkra lyfja á Banda­ríkja­mark­að.

Alþjóð­lega ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið McK­insey náði einnig sam­komu­lagi við banda­ríska ríkið um að fyr­ir­tækið greiði 573 millj­ónir Banda­ríkja­dala, 74.5 millj­arða króna, í sátt vegna ásak­ana um að ráð­gjöf McK­insey til lyfja­fyr­ir­tækj­anna hafi aukið á ópíóða­far­ald­ur­inn ban­væna í land­inu.

Bara á árinu 2014 sköp­uðu ópíóðar 11 millj­arða Banda­ríkja­dala hagnað fyrir lyfja­fyr­ir­tækin sem sam­svara 1.435 millj­örðum íslenskra króna.

Eins og í fjár­mála­hrunin 2008 voru raun­veru­legur ger­endur ekki sóttir til saka eða sak­felldir heldur not­uðu brot af illa fengnum gróða til að kaupa sig frá sök.

Staðan á erlendum fjár­mála­mörk­uðum er ógn­væn­leg og minnir um margt á aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008, sem svo afhjúpaði eina umfangs­mestu spill­ingu innan alþjóð­lega fjár­mála­kerf­is­ins í nútíma sögu. Seðla­bankar heims­ins hafa séð til þess að keyra upp núver­andi bólu með hrárri pen­inga­prent­un, magn­bund­inni íhlut­un, á skala sem ekki á sér hlið­stæð­u. 

Aldrei í sög­unni hefur hluta­bréfa­verð verið eins hátt og aldrei í sög­unni hefur hækk­un­ar­ferlið verið lengra í árum talið. Rétt eins og í aðdrag­anda hruns­ins 2008 haga sér allir þannig að verðið á hluta­bréfum geti ekki farið annað en upp. 

Óhætt er að full­yrða að allt sem fer upp kemur ein­hvern tíma nið­ur. Sér­stak­lega þegar fjár­mála­mark­aðir eiga í hlut.

Ótví­ræðir sig­ur­veg­arar árs­ins eru fjár­magns­eig­end­ur, fjár­mála­kerfið og hluta­bréfa­mark­að­ir. Tap­arar eru þeir sem borga reikn­ing­inn á end­an­um.

Sem heyja stríð sín á milli,

Yfir 12 millj­ónir Sýr­lend­inga hafa misst heim­ili sín í stríð­inu sem nú hefur staðið í ára­tug. 

Sprengjum rignir yfir íbúa á Gaza og eld­flaugum er skotið til baka. Tíu manns úr sömu fjöl­skyldu voru drepin í loft­árás Ísra­els­hers á flótta­manna­búðir á Gaza og skrif­stofur alþjóð­legra fjöl­miðla voru jafn­aðar við jörðu.

Aðstand­endur tíu almennra borg­ara, sem voru myrtir í Kabúl í dróna­árás Banda­ríkja­hers í lok ágúst, vilja að haldin verði rétt­ar­höld. Sjö börn voru á meðal fórn­ar­lambanna, það yngsta tveggja ára.

10.000 börn í Jemen hafa annað hvort verið drepin eða illa særð frá því átök hófust. 

Her­inn í Mjan­mar hefur myrt hund­ruð almennra borg­ara á götum úti. Þar á meðal eru börn. 

Reglu­legar fréttir af yfir­fullum bátum af flótta­fólki sem far­ast og týn­ast. Sak­laust fólk sem í von­leysi og örvænt­ingu leggur líf sitt og barna sinna í stór­hættu til þess eins að eiga mögu­leika á betra lífi. Minnst 1.300 manns hafa drukknað á leið sinni yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Þeir sem kom­ast á leið­ar­enda mæta for­dómum og útskúfun, fang­elsuð í flótta­manna­búðum við hörmu­legar aðstæð­ur.

Ég segi skoðun mína,

Hátíð ljóss og friðar er áminn­ing um stöðu okkar í sam­fé­lag­inu og hjá sumum rauða spjaldið ef þeir standa illa félags­lega og/eða fjár­hags­lega. Við erum ríkt sam­fé­lag, ekki bara af ver­ald­legum gæðum og auð­lind­um, heldur líka af sam­kennd og náunga­kær­leik. 

En eitt­hvað höfum við villst af leið. 

Það er búið að reka fleyg á milli stétta, fleyg á milli tekju­hópa, fleig á milli mennt­aðra og ómennt­aðra, fleyg á milli full­frískra og veikra. Sam­kenndin er ekki eins og hún var og við tölum minna saman um það sem skiptir máli. Okkur varðar minna um þá sem eru í verri stöðu eða minna mega sín, nema á tylli­dögum þegar við kaupum arm­band, nælu, gloss, álf eða neyð­ar­kall. Sam­viska í dag kostar 2.500 kall á mán­uði hjá UNICEF og stað­fest­ingu af her­leg­heit­unum á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Við lifum í yfir­borðs­kenndri ver­öld sam­fé­lags­miðla, og tökum þátt í yfir­borðs­kenndum leik. 

Vit­andi vel að við erum ekki nema einum launa­seðli frá því að geta staðið skil á skuld­bind­ingum okk­ar, eða alvar­legum veik­indum frá algjöru tekju­hrun­i. 

Hvenær kemur röðin að okkur og hverja biðjum við þá um hjálp?

Við erum að fjar­lægj­ast hvort ann­að.

Auglýsing
Erum við að tapa sam­fé­lags­legum gildum okkar og sam­heldni? Erum við að tapa fyrir gervi­ver­öld sam­fé­lags­miðla sem finna sífellt nýjar leiðir til að fjar­lægja okkur frá raun­veru­leik­anum og gild­unum sem okkur voru kennd? 

Úthugs­aðir Algrímar draga athygl­ina frá því sem mestu máli skipt­ir. Því þeir vita meira um okkur en við sjálf? Munum við enda sem þrælar eigin veik­leika hverjir sem þeir kunna að ver­a? 

Tæknin er alltaf langt á undan okkur og það er alltaf eitt­hvað nýtt sem tals­mönnum sér­hags­muna dettur í hug. 

Hvað drífur fólk áfram sem er á móti hækkun atvinnu­leysis og örorku­bóta?

Það nýjasta er að fagna mjög og tala upp Gigg hag­kerfið eða hark hag­kerf­ið. Það sé svo stór­kost­legt að fólk geti unnið hvar sem er og hvenær sem er, ótryggt, án veik­inda­réttar eða laun­aðs orlofs. 

Og sam­hliða því munu fyr­ir­tækin spara launa­tengd gjöld og aðrar trygg­ing­ar. 

Jú þetta gengur sjálf­sagt upp þegar eft­ir­spurn eftir gigg­urum er meiri en fram­boð. En hvað ger­ist þegar þetta snýst við og eft­ir­spurn eftir vinnu­afli verður minni en fram­boð sem er nær öruggt að ger­ist þar sem fólks­fjölgun er mun meiri en fjölgun starfa, þá mun tækni­þróun og sjálf­virkni­væð­ing að öllum lík­indum fækka störfum enn frekar? Eitt­hvað sem blasir við ef þró­unin heldur áfram sem horf­ir. 

Nýj­ustu kröfur atvinnu­rek­enda er að fólk hafi aukið frelsi og sveigj­an­leika til vinnu. Í því felst að fólk fái að ráða hvenær það vinnur dag­vinnu. Að það geti unnið dag­vinn­una sína á næt­urnar og um helg­ar. Geti verið á föstum dag­vinnu mán­að­ar­launum en unnið minna einn mán­uð­inn en meira þann næsta, jafn­vel sól­ar­hringum sam­an, án þess að yfir­vinna sé greidd sér­stak­lega. 

Hvað gengur þessu fólki raun­veru­lega til? 

Þetta mun spara fyr­ir­tækj­un­um, sem ganga almennt mjög vel, gríð­ar­legar upp­hæðir í launa­kostn­aði og hús­næð­i. 

Einnig hefur far­vegur fyrir gul stétt­ar­fé­lög verið graf­inn. Stétt­ar­fé­lög sem fara ekki í verk­föll, eru hlið­holl atvinnu­rek­endum eða bein­línis stjórnað af þeim og vinnu­aflið hefur enga félags­lega eða stjórn­un­ar­lega aðkomu að.

Þetta er auð­vitað sturl­un.   

Er fram­tíð­ar­sýn tals­manna sér­hags­muna virki­lega sú að fólk standi í röðum eftir vinnu, eða fyrstir koma, fyrstir fá, nokkra klukku­tíma á álags­punktum tísku­vöru­versl­ana eins og í Bret­landi? Að verk­efnin falla til þeirra sem bjóða lægst? Að afkom­endur okkar geti stundað vinnu á öllum tímum sól­ar­hrings­ins á dag­vinnu­kaupi eða stríp­uðum töxt­um?

Er þetta sú arf­leið sem við viljum sjá sam­fé­lagið okkar þró­ast í og börnin okkar og afkom­endur vitna til þegar okkar verður minnst?

Hvað get ég gert, 

Ábyrgð okkar er mik­il. Hvernig sam­fé­lagi ætlum við að skila til barna okkar og afkom­enda þeirra? Það erum við sem mótum þá mynd og það erum við sem getum breytt af leið. En til þess þurfum við að vakna. Við þurfum að horfa inn­á­við og taka afstöðu. Afstöðu gegn græðgi og sér­hags­muna­gæslu. Afstöðu gegn afvega­leið­ingu umræð­unnar og lyg­un­um. Afstöðu gegn því nið­ur­broti á gild­unum sem okkur var kennt. Við þurfum að safn­ast saman og standa sam­an. Við þurfum að hugsa um okkar veik­ustu bræður og systur og setja það sem við­mið um það hvernig við stöndum okkur sem heild. 

Við getum það alveg og við getum það sam­an.

Við í verka­lýðs­hreyf­ing­unni, bæði á almennum mark­aði og hjá hinu opin­bera, þurfum að skrifa nýjan sam­fé­lags­sátt­mála. Ég er sam­mála for­manni BSRB að lyk­ill­inn sé að ganga sam­einuð fram og skrifa okkar sögu. Nýja ósagða sögu sem skrifuð verður á okkar for­send­um. 

Ég er einn af þeim og þeir eru ég, 

Rúna Sif Rafns­dóttir bjarg­aði lífi Elds Elís Bjarka­son­ar, lít­ils dauð­vona drengs, þegar hún­ gaf hon­um lif­ur.

Har­aldur Þor­leifs­son, sem hagn­að­ist um millj­arða á sölu fyr­ir­tækis síns til Twitt­er, tók þá eft­ir­tekt­ar­verðu og fáheyrðu ákvörðun um að greiða skatta af söl­unni á Íslandi. Í stað þess að greiða sem allra minnst til sam­fé­lags­ins, eins og við­tekin venja auð­manna er, vildi hann greiða sem mest og til sam­fé­lags­ins. Ekki nóg með að rampa upp Reykja­vík aug­lýsti hann eftir fólki og fjöl­skyldum í neyð til að styðja við fjár­hags­lega yfir jól­in.

Þús­undir fram­línu­fólks í heil­brigð­is­geir­an­um, í verslun og þjón­ustu hefur staðið vakt­ina við að halda sam­fé­lag­inu gang­andi á tímum heims­far­ald­urs við afar erf­iðar og krefj­andi aðstæð­ur.

Sjálf­boða­liðar hjálp­ar­sveit­anna sem leggja líf sitt í hættu við að bjarga öðrum og fjölda félaga­sam­taka sem hjálpa til við lina þján­ingar sam­landa sinna án launa eða end­ur­gjalds.

En oft fæ ég snert, 

Ég hef skrifað hátíð­ar­greinar í Kjarn­ann síð­ustu ár og átti árið í ár ekki að vera und­an­tekn­ing frá þeirri hefð. Ég byrj­aði að skrifa en var alveg stíflað­ur. Ekki vegna þess að ég hafði ekk­ert að skrifa um heldur var það of mik­ið. 

Það er eitt að skrifa um allt það nei­kvæða og allt það jákvæða sem ger­ist í okkar sam­fé­lagi en að koma því í form sem fær fólk til að hugsa eða snerta er ann­að. Stundum leit­ast ég eftir fyr­ir­sögnum til fá inn­blástur og hug­myndir og stundum stendur bunan út úr lykla­borð­inu án þess að ég hafi nokkuð fyrir því, þegar mér finnst sam­fé­lagið tala í gegnum mig.

En stundum er ég stopp.

Kvöld eitt í aðdrag­anda jóla var ég, eins og oft áður að hlusta á tón­list. Þessi gömlu góðu. Ein­hverra hluta vegna datt texta­brot úr lagi Pétur heit­ins Krist­jáns­sonar í huga minn. Vit­skert ver­öld eftir Einar Vil­berg. 

Ekki veit ég nákvæm­lega hvað höf­undi gekk til eða nákvæma mein­ingu þeirra orða sem hann skrif­aði. En þau veittu mér inn­blástur á þessum tíma­punkti og súmmer­uðu nokkurn vegin það sem mér lá á hjarta. 

Eins og við gerum flest leggjum við mis­jafna túlkun og til­finn­ingar í ljóð og list­ir, túlkum með okkar nefi og tengj­umst með mis­mun­andi hætti. Pétur Krist­jáns­son þekkti ég ekki en hitti hann þegar ég var á leið til Dan­merkur á tón­leika með Roll­ing Sto­nes árið 1995, án þess að fara nánar út í flug­ferð þá, hafði hann ein­hverja ótrú­lega nær­veru sem hefur setið í mér alla tíð síðan og hafði kannski áhrif á efn­is­tökin sem hér fara. Mögu­lega er þetta bara hall­æris­legur pist­ill en hann er ein­lægur og frá hjart­an­u.   

Af blygð­un, mig langar til dauð­ans,

Árið 2020 lét­ust minnst 47 ein­stak­lingar sem tóku sitt eigið líf. Ákvörðun að lífið sé ekki þess virði að lifa í því. Af hverju  tölum ekki um það? Þetta eru álíka margir og lét­ust af slys­förum síð­ustu 5 árin. Hvað er að í okkar sam­fé­lagi og hvað veld­ur? Er okkur virki­lega meira umhugað um grímu­skyldu eða hvort við komumst á bar­inn eða í jólaglög­gið án þess að fara í hrað­próf?

Hvað er að í okkar litla sam­fé­lagi?

Geð­heil­brigð­is­þjón­usta er í molum og ekki virð­ist nokkur leið til að sann­færa stjórn­völd um mik­il­vægi for­varna og gjald­frjálsrar geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Ekki nokkur leið þó flestum sé ljós sá lang­tíma­á­vinn­ing­ur. Því þó að við séum hænu­skrefi nær því að gera bót þar á fylgir fjár­magnið ekki. Meiru máli skiptir að lækka banka­skatt og veiði­gjöld og vinna í að aðlaga lög og reglu­verk til frek­ari arð­semi sér­hags­munafla og til fjár­fest­inga þeirra í innvið­um. For­gangs­verk­efni eins og gler­höll undir rík­is­banka á dýrasta bygg­ing­ar­reit bæj­ar­ins, lækkun banka­skatts, sala rík­is­eigna á und­ir­verði til útval­inna, for­dæma­lausum fjár­austri til atvinnu­lífs­ins og óstjórn­legri með­virkni með skattaund­anskotum og græðgi útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna. 

Með­virkni þeirra er með­virkni okk­ar. Öðru­vísi hefði núver­andi rík­is­stjórn ekki umboð.

Og með­virknin kostar manns­líf. 

Vit­skert ver­öld

Skipuð vit­stola verum

Sem heyja stríð sín á milli

Ég segi skoðun mína

Hvað get ég gert 

Ég er einn af þeim og þeir eru ég 

En oft fæ ég snert 

Af blygð­un, mig langar til dauð­ans,

Höf­undur er for­maður VR. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit