Það er veiran sem skerðir frelsi okkar

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ, skrifar um sérkennilega blindu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing

Hún er sér­kenni­leg blinda þing­manna og ráð­herra Sjálf­stæð­is­manna sem geta ekki séð ein­falt sam­band orsakar og afleið­ing­ar. Þau hafa talað fyrir frelsi á tíma heims­far­aldrar og talið sjálfum sér og örlitlum hópi skoð­ana­systk­ina að aðgerðir sótt­varn­ar­yf­ir­valda sé um að kenna en það sé ekki veiran sjálf sem valdi þessu. Ráð­herrar eru nú í óða önn að beita frelsi barna fyrir sér. Þetta eru að mínu mati ódýrir og næstum ógeð­felldir póli­tískir frasar meðan þau leggja aldrei fram nein rök máli sínu til stuðn­ings.

Við megum aldrei falla í þá gryfju að tala í frös­um, að lofa ein­földum lausn­um.  Mér finnst næsta aug­ljóst að það er veiran sem hefur skert frelsi okk­ar. Auð­vitað kann ég að hafa rangt fyrir mér en mín skoðun bygg­ist meðal ann­ars á því að ég hef ekki enn séð neitt dæmi um þjóð sem hefur farið þá leið að halda sam­fé­lag­inu opnu en hafa ekki seint og um síðir þurft að beygja sig undir vilja veirunnar með mun harð­ari aðgerðum en við höfum séð hér á landi. En auð­vitað kann ég hafa rangt fyrir mér, en ég vildi þá gjarnan heyra af slík­um  dæm­um. Þór­dís Kol­brún ráð­herra kvartar yfir því að bara sé horft á sýk­ing­ar­tölur og dauðs­föll  Það er einn mæli­kvarði. Þór­dís virð­ist þó gefa í skyn að þessi góði árangur hér á landi hafi verið keyptur með frels­is­skerð­ingu okk­ar, ekki síst barna og ung­linga. 

En hvað með stöðu ung­menna og barna hér á landi? Það er látið í það skína að þessi hópur hafi þurft að taka á sig byrðar umfram jafn­aldra sína í nágranna­ríkj­um. Börn og ung­lingar þurfa félags­líf, þau þurfa að umgang­ast jafn­aldra og þau þurfa frelsi. Þegar við beitum börnum og ung­lingum fyrir mál­stað okkar þá er það minnsta sem maður getur gert að færa ein­hver rök fyrir máli sínu. Ég hef engin rök séð að börn og ung­menni á Íslandi hafi þurft að færa meiri fórnir en í nágranna­ríkjum austan hafs eða vest­an. Ég held raunar að þau hafi fengið meira frelsi á þessum hrika­lega erf­iða tíma en í mörgum nágranna­ríkjum okk­ar. Enn og aft­ur, kannski hef ég rangt fyrir mér en ef svo er vildi ég sjá í það minnsta ein­hver rök í mál­inu. Hvað með athafna­frelsi og atvinnu­líf. Hefur það verið tak­markað meira hér á landi en annar stað­ar? Ef að viljum tryggja frelsi þurfum við að vita hvernig það er gert á tímum heims­far­ald­urs. Við þurfum rök og við þurfum gögn. Ann­ars er lík­legt að frels­inu verði fórnað á alt­ari póli­tísks rétt­trún­að­ar.

Auglýsing
Við höfum end­ur­tekið farið flatt á því að telja okkur vita hvernig þessi veira muni hegða sér. Þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri á mörgum sviðum er veiran er ekki horf­in. Við sjáum þó mun minni skaða af henni en áður. Þar ræður mestu bólu­setn­ing og einnig breyt­ing á eðli veirunn­ar. Þessa árang­urs sér svo sann­ar­lega merki í hlut­falls­lega mun minni inn­gripum í frelsi okkar en á fyrstu miss­erum far­ald­urs­ins. Það skýrist meðal ann­ars af bólu­setn­ing­um, mark­vissum far­sótt­ar­inn­gripum byggt á klass­ískum aðferðum og glæ­nýjum aðferðum byggt á sam­einda­erfða­fræði. Veiran hefur ótví­rætt breyst og hún mun von­andi smátt og smátt læra að lifa í meiri sátt og sam­lyndi við okkur mann­fólk­ið. Það kann að vera að hún sé nú þegar farin að gera það. Mark­mið far­sótt­ar­yf­ir­valda eru þó kýr­skýr. Þau láta frels­is­skerð­andi inn­grip ekki ráð­ast af hráum smit­töl­um. Það er aug­ljóst ef við berum saman aðgerðir í dag þegar nokkur hund­ruð manns smit­ast á hverjum degi borið saman og við aðgerðir fyrir ári síð­an. Far­sótt­ar­yf­ir­valda hafa allt frá þeim tíma sem megin þorri full­orð­inna var bólu­settur miðað aðgerðir við hversu margir verða svo fár­veikir að þeir þurfa að leggj­ast inn á spít­ala eða inn á gjör­gæsl­ur. Þetta þýðir sjálf­krafa að þegar við náum betri árangri að verj­ast veirunni, t.d. með bólu­setn­ingum eða þegar veiran lag­ast að okkur með minni skaða þá munu aðgerðir sjálf­krafa drag­ast saman og að lokum hverfa. Það ger­ist þegar við höfum náð hjarð­ó­næmi eða þegar veiran er næsta skað­lít­il. Þetta er skýrt og gott dæmi um mark­vissa fram­tíð­ar­sýn. Þetta er fyr­ir­sjá­an­legt en tekur þó til­lit til þess and­stæð­ings sem við erum að berj­ast við. 

Ef að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur aðra fram­tíð­ar­sýn þá þarf hún að skýra hana út með betur útfærðum hætti en að bera fyrir sig frelsi barna og ung­menna án þess að hafa nein hand­bær rök fyrir máli sínu. Þegar for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill hafa fleiri mæli­kvarða á árangur vil ég vita hvaða mæli­kvarðar það eru og sjá hvernig við stöndum okkur í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir. Það er svo sann­ar­lega í lagi að spyrja spurn­inga. En þegar for­ystu­fólk í sam­fé­lag­inu spyr mán­uðum saman sömu spurn­ing­anna án þess að gera minnstu til­raun til að svara þeim sjálft eða með hjálp sér­fræð­inga og fræði­manna sem þau hafa aðgang að þá finnst mér lítið mark tak­andi á slíkum spurn­inga­flóði. Ég vona að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins leiti mark­visst að svörum við spurn­ingum sínum á nýju ári. Næst þegar þau vilja nýjar leiðir þá er ósk­andi að þau hafi svör við spurn­ingum sínum og leiðir til lausnar byggt hald­góðri þekk­ingu. Það hafa far­sótt­ar­yf­ir­völd gert og á það hefur heil­brigð­is­ráð­herra hingað til hlust­að. Meg­in­þorri þjóðar hefur stutt heil­brigð­is­yf­ir­völd og það geri ég líka.

Höf­undur er pró­fessor við Lækna­deild HÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar