Það er veiran sem skerðir frelsi okkar

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild HÍ, skrifar um sérkennilega blindu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing

Hún er sér­kenni­leg blinda þing­manna og ráð­herra Sjálf­stæð­is­manna sem geta ekki séð ein­falt sam­band orsakar og afleið­ing­ar. Þau hafa talað fyrir frelsi á tíma heims­far­aldrar og talið sjálfum sér og örlitlum hópi skoð­ana­systk­ina að aðgerðir sótt­varn­ar­yf­ir­valda sé um að kenna en það sé ekki veiran sjálf sem valdi þessu. Ráð­herrar eru nú í óða önn að beita frelsi barna fyrir sér. Þetta eru að mínu mati ódýrir og næstum ógeð­felldir póli­tískir frasar meðan þau leggja aldrei fram nein rök máli sínu til stuðn­ings.

Við megum aldrei falla í þá gryfju að tala í frös­um, að lofa ein­földum lausn­um.  Mér finnst næsta aug­ljóst að það er veiran sem hefur skert frelsi okk­ar. Auð­vitað kann ég að hafa rangt fyrir mér en mín skoðun bygg­ist meðal ann­ars á því að ég hef ekki enn séð neitt dæmi um þjóð sem hefur farið þá leið að halda sam­fé­lag­inu opnu en hafa ekki seint og um síðir þurft að beygja sig undir vilja veirunnar með mun harð­ari aðgerðum en við höfum séð hér á landi. En auð­vitað kann ég hafa rangt fyrir mér, en ég vildi þá gjarnan heyra af slík­um  dæm­um. Þór­dís Kol­brún ráð­herra kvartar yfir því að bara sé horft á sýk­ing­ar­tölur og dauðs­föll  Það er einn mæli­kvarði. Þór­dís virð­ist þó gefa í skyn að þessi góði árangur hér á landi hafi verið keyptur með frels­is­skerð­ingu okk­ar, ekki síst barna og ung­linga. 

En hvað með stöðu ung­menna og barna hér á landi? Það er látið í það skína að þessi hópur hafi þurft að taka á sig byrðar umfram jafn­aldra sína í nágranna­ríkj­um. Börn og ung­lingar þurfa félags­líf, þau þurfa að umgang­ast jafn­aldra og þau þurfa frelsi. Þegar við beitum börnum og ung­lingum fyrir mál­stað okkar þá er það minnsta sem maður getur gert að færa ein­hver rök fyrir máli sínu. Ég hef engin rök séð að börn og ung­menni á Íslandi hafi þurft að færa meiri fórnir en í nágranna­ríkjum austan hafs eða vest­an. Ég held raunar að þau hafi fengið meira frelsi á þessum hrika­lega erf­iða tíma en í mörgum nágranna­ríkjum okk­ar. Enn og aft­ur, kannski hef ég rangt fyrir mér en ef svo er vildi ég sjá í það minnsta ein­hver rök í mál­inu. Hvað með athafna­frelsi og atvinnu­líf. Hefur það verið tak­markað meira hér á landi en annar stað­ar? Ef að viljum tryggja frelsi þurfum við að vita hvernig það er gert á tímum heims­far­ald­urs. Við þurfum rök og við þurfum gögn. Ann­ars er lík­legt að frels­inu verði fórnað á alt­ari póli­tísks rétt­trún­að­ar.

Auglýsing
Við höfum end­ur­tekið farið flatt á því að telja okkur vita hvernig þessi veira muni hegða sér. Þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri á mörgum sviðum er veiran er ekki horf­in. Við sjáum þó mun minni skaða af henni en áður. Þar ræður mestu bólu­setn­ing og einnig breyt­ing á eðli veirunn­ar. Þessa árang­urs sér svo sann­ar­lega merki í hlut­falls­lega mun minni inn­gripum í frelsi okkar en á fyrstu miss­erum far­ald­urs­ins. Það skýrist meðal ann­ars af bólu­setn­ing­um, mark­vissum far­sótt­ar­inn­gripum byggt á klass­ískum aðferðum og glæ­nýjum aðferðum byggt á sam­einda­erfða­fræði. Veiran hefur ótví­rætt breyst og hún mun von­andi smátt og smátt læra að lifa í meiri sátt og sam­lyndi við okkur mann­fólk­ið. Það kann að vera að hún sé nú þegar farin að gera það. Mark­mið far­sótt­ar­yf­ir­valda eru þó kýr­skýr. Þau láta frels­is­skerð­andi inn­grip ekki ráð­ast af hráum smit­töl­um. Það er aug­ljóst ef við berum saman aðgerðir í dag þegar nokkur hund­ruð manns smit­ast á hverjum degi borið saman og við aðgerðir fyrir ári síð­an. Far­sótt­ar­yf­ir­valda hafa allt frá þeim tíma sem megin þorri full­orð­inna var bólu­settur miðað aðgerðir við hversu margir verða svo fár­veikir að þeir þurfa að leggj­ast inn á spít­ala eða inn á gjör­gæsl­ur. Þetta þýðir sjálf­krafa að þegar við náum betri árangri að verj­ast veirunni, t.d. með bólu­setn­ingum eða þegar veiran lag­ast að okkur með minni skaða þá munu aðgerðir sjálf­krafa drag­ast saman og að lokum hverfa. Það ger­ist þegar við höfum náð hjarð­ó­næmi eða þegar veiran er næsta skað­lít­il. Þetta er skýrt og gott dæmi um mark­vissa fram­tíð­ar­sýn. Þetta er fyr­ir­sjá­an­legt en tekur þó til­lit til þess and­stæð­ings sem við erum að berj­ast við. 

Ef að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur aðra fram­tíð­ar­sýn þá þarf hún að skýra hana út með betur útfærðum hætti en að bera fyrir sig frelsi barna og ung­menna án þess að hafa nein hand­bær rök fyrir máli sínu. Þegar for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill hafa fleiri mæli­kvarða á árangur vil ég vita hvaða mæli­kvarðar það eru og sjá hvernig við stöndum okkur í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir. Það er svo sann­ar­lega í lagi að spyrja spurn­inga. En þegar for­ystu­fólk í sam­fé­lag­inu spyr mán­uðum saman sömu spurn­ing­anna án þess að gera minnstu til­raun til að svara þeim sjálft eða með hjálp sér­fræð­inga og fræði­manna sem þau hafa aðgang að þá finnst mér lítið mark tak­andi á slíkum spurn­inga­flóði. Ég vona að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins leiti mark­visst að svörum við spurn­ingum sínum á nýju ári. Næst þegar þau vilja nýjar leiðir þá er ósk­andi að þau hafi svör við spurn­ingum sínum og leiðir til lausnar byggt hald­góðri þekk­ingu. Það hafa far­sótt­ar­yf­ir­völd gert og á það hefur heil­brigð­is­ráð­herra hingað til hlust­að. Meg­in­þorri þjóðar hefur stutt heil­brigð­is­yf­ir­völd og það geri ég líka.

Höf­undur er pró­fessor við Lækna­deild HÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar