Lítum upp

Andri Sigurðsson segir að til þess að vinna bug á fátækt verði að sameinast um innviðauppbyggingu í samfélaginu sem miði að því að skapa raunverulegt efnahagslegt réttlæti fyrir vinnandi fólk með öðrum lausnum en markaðslausnum.

Auglýsing

Á tímum nýfrjáls­hyggj­unnar var okkur seld hug­mynd um að stjórn­mál snú­ist fyrst og fremst um frelsi ein­stak­lings­ins, per­sónu­frelsi, kynja­jafn­rétti og kyn­frelsi. Við máttum öll vera eins hinseg­inn og hýr og við vildum (eða ekki) en á sama tíma yrðu engar breyt­ingar gerða til að tryggja efna­hags­legt rétt­læti eða binda enda á fátækt eða heim­il­is­leysi. Ekk­ert yrði raun­veru­lega gert sem dragi úr völdum eða auði hinna ríku á sama tíma og leyni­þjón­ustur og kaup­hallir vest­ur­landa hófu að vefja sig með fána hinsegin sam­fé­lags­ins. Ef vinstrið á að ná vopnum sínum verður það að sam­ein­ast um efna­hags­legar fram­farir sem sam­einar vinn­andi fólk gegn þeim sem vilja verja óbreytt ástand og óbreytt valda­hlut­föll.

Með þessu er ég á engan hátt að draga úr mik­il­vægi þeirra rétt­inda sem hefur tek­ist að ná fram á sviði jafn­réttis síð­ustu ára­tugi heldur aðeins að benda á að á sama tíma hefur okkur farið aftur þegar kemur að jöfn­uði og fátækt. Skattar hafa hækkað á vinn­andi fólk og kostn­aður okkar við að lifa hefur hækkað mik­ið. Margt fólk hefur vaknað upp við að lifa í okur­sam­fé­lagi þar sem launin duga oft ekki fyrir eðli­legu lífi.

Þessar stað­reyndir eru afleið­ingar ríkj­andi hug­mynda­fræði hægr­is­ins (og því miður hluta vinstr­is­ins), nýfrjáls­hyggju, og þróun kap­ít­al­ism­ans und­an­farna ára­tugi. Kerfi sem leit­ast við að einka­væða sífellt stærri hluta sam­fé­lags­ins og brjóta niður almenna vel­ferð. Við eigum öll að geta notið þess að vera eins og við viljum og elskað þá sem við viljum án þess að ótt­ast fátækt eða sífellt hækk­andi hús­næð­is­kostn­að. Ef vinstrið á að ná vopnum sínum verður það að end­ur­heimta traust verka­fólks. Lausn­irnar eru allar til og það þarf enga stjórn­mála­lega nýsköpun til þess að finna út hvernig hægt sé að auka jöfnuð eða laga hús­næð­is­kerf­ið. Lausn­irnar eru allar þekktar en vinn­andi fólki skortir vald til þess að inn­leiða þær.

Auglýsing

Ef síð­ustu ár hafa kennt okkur eitt­hvað er það að nóg er til af pen­ing­um. Þetta má sjá um allan heim. Á sama tíma og Seðla­bankar heims­ins pumpa út óskilj­an­lega stórum fjár­hæðum og stór­fyr­ir­tæki vest­ur­landa skila met hagn­aði, sjáum við vinn­andi fólk berj­ast í bökk­um. Eitt­hvað er ekki alveg eins og það á að vera. En á sama tíma og þetta hefur orðið ljóst að ríkið geti í raun prentað mun meira af pen­ingum en áður hefur verið við­ur­kennt (án þess að það leiði til verð­bólgu) er líka ljóst að sú upp­götvun er lít­ils virði ef verka­fólk er gott sem valda­laust í eigin sam­fé­lagi. En ef verka­fólk hefði völd þá gæti það beitt afli rík­is­ins til þess að gera svo­lítið stór­kost­legt: Byggt inn­viði og lækkað kostnað okkar allra við að lifa um stórar upp­hæðir á sama tíma og við tökum stór skref í átt til þess að vinna bug á fátækt og hlýnun jarð­ar. Og allt án þess draga kraft úr atvinnu­líf­inu heldur þvert á móti aukið þrótt atvinnu­lífs­ins á sama tíma. Eða í það minnsta stórs hluta þess.

Með því að beita afli rík­is­ins getum við gert það sem Banda­ríkin gerðu eftir krepp­una miklu og var stór þáttur í því að landið er það stór­veldi sem það er í dag þó tals­vert hafi hallað undan fæti síð­ustu ára­tugi. Þetta er sama leið og Kína hefur notað á síð­ustu árum til að stór­bæta lífs­skil­yrði þar í landi. Það er ein ástæða þess að lífslíkur í Kína eru í fyrsta sinna betri heldur en í Banda­ríkj­un­um. Með því að byggja upp öfl­ugt opin­bert hús­næð­is­kerfi, sam­göngu­kerfi, og fjár­festa í heil­brigð­is­kerf­inu og menntun getum við lækkað kostnað almenn­ings um tugi og hund­rað þús­unda á mán­uði. Bók­staf­lega. Við erum að tala um alvöru ókeypis heil­brigð­is­þjón­ustu og menntun og öruggt hús­næði fyrir alla. COVID-­tím­inn hefur sýnt okkur þetta er hægt og að fjár­mun­irnir séu til stað­ar.

Gott dæmi um svona inn­viða­upp­bygg­ing er upp­bygg­ing ASÍ á Bjargi íbúð­ar­fé­lagi sem sýnir að hægt er að lækka hús­næð­is­kostnað fólks um hund­rað þús­und á mán­uði með því að not­ast við óhagn­að­ar­drifnar lausnir fjár­magn­aðar af ríki og sveit­ar­fé­lögum í stað mark­aðs­lausna. Slíkt myndi ekki aðeins vera rétt­látt heldur hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu­lífið þar sem stór­lega myndi draga úr þrýst­ingi á launa­hækk­anir og sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins batna sem því nem­ur. Slíkt myndi þar að auki draga úr verð­bólgu­þrýst­ingi sem er stórt vanda­mál innan hag­kerfa sem leggja of mikla áherslu á mark­aðs­lausn­ir. Miðað við hvað hægrið talar mikið um sam­keppn­is­hæfni er það eitt af undrum ver­aldar að inn­viða­upp­bygg­ing sem þessi sé nán­ast aldrei nefnd í því sam­hengi.

Ástæðan er sú að þessar hug­myndir ganga gegn skamm­tíma hags­munum og skamm­tíma­gróða margra fyr­ir­tækja og kap­ít­alista og þrengja að mögu­leikum margra til að hagn­ast á kostnað vinn­andi fólks. Hægrið hefur und­an­farna ára­tugi byggt upp stjórn­mál sem ganga í stórum atriðum út á að afneita aðkomu rík­is­ins að upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. En þó öflug inn­viða­upp­bygg­ing myndi fara gegn hags­munum margra kap­ít­alista (að­al­lega þeirra sem hafa komið sér vel fyrir á rík­is­jöt­unni) myndi hún koma sér vel fyrir aðra vegna lægri launa­kostn­aðar og sterk­ari inn­viða. Stór hluti hins fjár­mála­vædda kap­ít­al­isma er hins vegar ófær um að horfa til lengri tíma og skipu­lag margra fyr­ir­tækja er oft­ast nær talið í mán­uðum og árs­fjórð­ungum en ekki árum eða ára­tug­um.

Mark­mið verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á kom­andi kjör­tíma­bili og þeirra stjórn­mála­hreyf­inga sem vilja ná árangri í því að vinna bug á fátækt verður að vera að sam­ein­ast um upp­bygg­ingu eins og þeirri sem er lýst hér á und­an. Upp­bygg­ingu sem miðar að því að skapa raun­veru­legt efna­hags­legt rétt­læti fyrir vinn­andi fólk með öðrum lausnum en mark­aðs­lausn­um. Slík upp­bygg­ing verður aðeins að veru­leika ef hreyf­ingar vinn­andi fólks ná saman og skilja stuðn­ings­flokka nýfrjáls­hyggj­unnar eft­ir.

Höf­undur er félagi í Sós­í­alista­flokki Íslands

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar