Hver hefur eftirlit með eftirlitinu?

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um „eftirlitsiðnaðinn“ og segir hann hafa „blásið langt út fyrir mörk skynseminnar“.

Auglýsing

Það er gömul og góð klisja að nýta síð­ustu daga árs­ins til þess að líta yfir far­inn veg og gera upp hvað fór vel á árinu og hvað mátti betur fara. Um þessar mundir höfum við lifað og hrærst í ver­öld kór­ónu­veirunnar í um tvö ár og öll okkar til­vist verið mörkuð af far­aldr­in­um. Á þessum tveimur árum höfum við lært margt en einnig þurft að venj­ast fjöl­mörgum tak­mörk­unum á athafna­frelsi okkar sem okkur hafði ekki áður órað fyr­ir.

Það er tákn­rænt að sam­hliða þessum nýja veru­leika hefur eft­ir­lits­iðn­að­inn verið í miklum blóma. Hann hefur vaxið ört, reglu­gerð­ar­ferlíkið hefur auk­ist og rík­is­stofn­anir hafa jafnt og þétt aukið vald­heim­ildir sín­ar, bætt við sig starfs­fólki og fengið aukin fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði. Þetta hefur ekki gerst í skugga far­ald­urs­ins heldur ágerst yfir lengri tíma en hefur e.t.v. aldrei verið aug­ljós­ara en einmitt núna.

Auglýsing

Það er af nógu að taka af ágangi eft­ir­lits­stofn­ana á árinu sem var að líða, bæði af stórum málum og smá­um, en öll eru þau mik­il­væg. Sem betur fer hafa mörg þeirra fengið umfjöllun í fjöl­miðl­um. Í ljósi til­efn­is­ins er ágætt að nýta þennan vett­vang til að stikla á stóru í mála­flokkn­um.

Stór mál og smá – en öll mik­il­væg

Eitt af þeim málum sem fékk minni umfjöllun en það átti skilið var skoðun atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is, eins og þá hétu, með eft­ir­lits­kerfi hins opin­bera með mat­væl­um, holl­ustu­háttum og meng­un­ar­vörn­um. Þetta er í dag­legu tali nefnt heil­brigð­is­eft­ir­litið og er í dag bæði í höndum rík­is­stofn­ana og heil­brigð­is­nefnda sveit­ar­fé­laga á tíu svoköll­uðum heil­brigð­is­eft­ir­lits­svæð­um. Eft­ir­litið hefur í núver­andi mynd legið undir mik­illi gagn­rýni vegna þess að sá fjöldi stjórn­valda sem fer með eft­ir­litið hafi leitt til þess að kröfum í eft­ir­lit­inu sé mis­jafn­lega fram­fylgt og að gjald­skrár eft­ir­lits­að­ila séu mis­mun­andi. Allt eru þetta kunn­ug­leg stef þegar kemur að eft­ir­lits­iðn­að­in­um.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, þáver­andi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ósk­uðu eftir því að KPMG myndi greina fram­kvæmd þessa eft­ir­lits. Nið­ur­staða grein­ing­ar­innar var sú að end­ur­skoða þurfi núver­andi eft­ir­lits­kerfi, m.a. þar sem ósam­ræmis gæti í fram­kvæmd opin­bers eft­ir­lits og skrán­ingum eft­ir­lits­að­ila, auk þess sem 39% munur sé á hæsta og lægsta tíma­gjaldi heil­brigð­is­nefnda. Ég get ekki sagt að þessi nið­ur­staða hafi komið stór­kost­lega á óvart.

Auglýsing

Sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mála þáver­andi rík­is­stjórnar var lögð áhersla á að ein­falda reglu­verk í þágu atvinnu­lífs og almenn­ings og að stjórn­sýsla sé skil­virk og rétt­lát. Þetta rímar vel við stjórn­ar­sátt­mála hinnar nýju rík­is­stjórnar sem segir að mar­visst verði „... unnið að því að auka sam­keppn­is­hæfni og sveigj­an­leika íslensks atvinnu­lífs með því að draga úr hindr­unum í gild­andi reglu­verki og tryggja að ný lög­gjöf sé skýr og skil­virk.“ Er þá ekki best að gera nákvæm­lega það? Það er ekki eftir neinu að bíða.

Sátt Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna sam­runa Festi og N1 árið 2018 hefur verið mikið í deigl­unni. Í árs­skýrslu sinni á árinu 2021 benti stjórn Festi hf. á að þving­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefðu engu skil­að, neyt­endum til hags­bóta. Þannig hafi t.d. elds­neyt­is­stöðvar Dæl­unnar verið seldar til „nýs aðila á mark­aði“ en innan fárra miss­era endað í hönd­unum á Skelj­ungi, einum helsta sam­keppn­is­að­ila Fest­ar. Þá hafi þving­anir til sölu versl­un­ar­innar á Hellu engu skil­að. Í tvígang hafi Festi reynt að selja hana til nýrra aðila, þ.e. Sölu­skál­ans Land­vega­móta ehf. í jan­úar 2019 og í árs­byrjun 2020 til Sam­kaupa. Hins vegar hafi leigusal­inn að hús­næði versl­un­ar­innar komið í veg fyrir kaupin í bæði skiptin en þar á í hlut sveit­ar­fé­lagið Rangár­þing eystra. Það sér hver maður að þarna þjón­aði öflug hags­muna­gæsla fyrir neyt­endur svo sann­ar­lega hlut­verki sínu.

Þrjár millj­ónir fyrir teppa­aug­lýs­ingu

Þá kemur upp í hug­ann mál Alan Talib teppa­sala. Neyt­enda­stofa lagði á hann eina hæstu sekt í sögu stofn­un­ar­inn­ar, alls 3 millj­ónir króna. Á síð­ustu tveimur árum má finna tugi mála hjá stofn­un­inni er varða ólög­mætar verð­merk­ing­ar, aug­lýs­ingar og/eða til­boð. Fyrir liggur að hæsta sektin sem lögð hefur verið á brot­legan aðila á tíma­bil­inu var 150.000 krón­ur, eða 5% af sekt­ar­fjár­hæð Alan Talib.

Fram kom í fjöl­miðlum að Alan var veittur eins dags frestur til að svara ásök­unum Neyt­enda­stofu. Almennt er slíkur frestur 14 dagar hið minnsta. Að tveimur dögum liðnum beitti Neyt­enda­stofa í fyrsta skipti í sögu stofn­un­ar­innar úrræði sem felur í sér tíma­bundið bann á við­skipta­hætti. Skil­yrði fyrir beit­ingu slíks banns er að hætta sé á að við­skipta­hátt­semi „skaði veru­lega“ heild­ar­hags­muni neyt­enda. Um nokk­urs konar neyð­ar­úr­ræði er að ræða sem ber að beita í alvar­leg­ustu til­fell­um. Stofn­unin taldi verð­merk­ingar í aug­lýs­ingum teppa­sala falla þar und­ir. Verð­merk­ingar ann­arra fyr­ir­tækja á Íslandi hafa ekki verið þess heið­urs aðnjót­andi hingað til.

Þá ber einnig að nefna má Ágústs Bein­teins Árna­sonar og refs­ins Gústa jr. MAST fékk veður af því að ungi mað­ur­inn héldi ref sem gælu­dýr. Stofn­unin fékk leit­ar­heim­ild og full­tingi lög­reglu til að leita á heim­ili hans að refnum og hugð­ist taka ref­inn af drengn­um. Lög­maður Ágústs hefur í fjöl­miðlum bent á að engin lög eða reglur banni að eiga ref sem gælu­dýr á Íslandi.

Fjöl­miðla­nefnd vildi ekki verða eft­ir­bátur Neyt­enda­stofu og MAST og úrskurð­aði í lok októ­ber­mán­aðar að hlað­varpið Dr. Foot­ball hafi brotið gegn reglum um skrán­ing­ar­skyldu fjöl­miðla og bann við áfeng­is­aug­lýs­ing­um. Nefndin lagði sekt á hlað­varpið upp á 500 þús­und krón­ur, eða sem nemur 5% af árs­veltu hlað­varps­ins. Hver er grund­völl­ur­inn fyrir þessu og hvaða for­dæmi er stofn­unin að setja? Eiga nú öll hlað­vörp lands­ins, sem skipta lík­lega hund­ruð­um, að skrá sig sem fjöl­mið­il?

Ríkin í rík­inu

Fram­an­greind upp­taln­ing sýnir að eft­ir­lits­iðn­að­ur­inn hér á landi hefur blásið langt út fyrir mörk skyn­sem­inn­ar. Við hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins höfum kallað eftir að sam­eina þurfi eft­ir­lits­stofn­an­ir, líkt og fram kemur í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórn­ar, en að auki þarf að huga vel að hlut­verki stofn­an­anna. Víða þarf að grípa til vand­legrar end­ur­skoð­unar á stjórn­sýslu þess­ara stofn­ana með hags­muni almenn­ings og fyr­ir­tækja í land­inu fyrir brjósti. Íslensk fyr­ir­tæki þurfa oft á tíðum mörg ólík leyfi frá hinu opin­bera fyrir starf­semi sinni og oft eru það sömu eft­ir­lits­að­il­arnir sem sinna eft­ir­liti með sömu fyr­ir­tækj­unum vegna mis­mun­andi leyfa, án þess að það hafi nokk­urt hag­ræði í för með sér.

Treysta þarf atvinnu­líf­inu til þess að gegna lyk­il­hlut­verki við fram­kvæmd innra eft­ir­lits og umb­una á fyr­ir­tækjum sem tekið hafa upp og starfa eftir slíkum kerf­um. Umbunin getur falist í færri heim­sóknum utan­að­kom­andi eft­ir­lits­að­ila og nið­ur­fell­ingu eða lækkun gjald­heimtu af þeirra hálfu.

Hafa verður að leið­ar­ljósi að eft­ir­lit sé ávallt eins ein­falt og mögu­legt er og sam­ræmt á land­inu öllu. Svæða­skipt­ing eft­ir­lits, án sam­ræmdrar túlk­unar og beit­ingar á regl­um, er algeng hér á landi. Nefna má sem dæmi áður­nefnt mat­væla­eft­ir­lit og heil­brigð­is- og meng­un­ar­eft­ir­lit sem heil­brigð­is­nefndir sveit­ar­fé­laga á tíu eft­ir­lits­svæðum um landið sjá um, án full­nægj­andi sam­ræm­ingar þeirra í milli. Þá má nefna starf­semi bygg­ing­ar­full­trúa og eld­varn­ar­eft­ir­lit, sem ekki lúta neinni sam­ræm­ingu í túlkun laga og reglna milli umdæma.

Stjórn­völd gegna mik­il­vægu hlut­verki við að tryggja þá umgjörð og umhverfi sem gerir atvinnu­líf­inu kleift að blómstra og því skora ég á ráða­menn að setja sér ára­móta­heit fyrir árið 2022 um að greiða götu ofan­greindra hug­mynda og koma þessum málum til betri veg­ar. Það yrði okkur öllum til mik­illa hags­bóta.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit