Heimurinn er betri en við höldum

Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að taka ​fegurð heimsins og árangrinum sem náðst hefur sem áminningu um að það er svo ótalmargt gott þarna úti sem er þess virði að berjast fyrir og það er hægt að takast á við áskoranirnar.

Auglýsing

Frétta­ann­álar um ára­mót sýna okkur skelfi­legan heim, fullan af átök­um, nátt­úru­ham­förum og öðrum hörm­ung­um.

Á ári eins og þessu þar sem heims­far­aldur riðlar enn dag­legu lífi víð­ast hvar er kannski ekki furða að þessar sam­an­tektir leiti í nei­kvætt far. En ann­álar nýlið­ins árs eru ekki mjög frá­brugðnir ann­álum fyrri ára. Satt best að segja væri lík­lega erfitt að gera upp á milli ára með sam­an­burði frétta­ann­ála í árs­lok.

Þegar tekið er saman allt það skelfi­leg­asta sem gerst hefur á heimskringl­unni á heilu ári verður alltaf af nógu að taka. Að ekki sé talað um þegar því eru gerð skil þannig að sem mest sé gert úr hörm­ung­un­um. Dramat­íska stefið úr Carm­ina Burana er vin­sælt á þessum vett­vangi.

En gefa þessir ann­álar - eða dag­legar frétta­sam­an­tektir símiðl­anna - okkur raunsanna mynd af heim­in­um?

Horfum fyrst á nýliðið ár. Ímyndum okkur að geim­verur hefðu sent hingað sendi­nefnd til vís­inda­starfa. Þær sem hefðu rann­sakað mann­kynið síð­ast­liðið ár hefðu séð að flest lifðum við frekar rólegu og til­breyt­ing­ar­litlu lífi þar sem þörfum okkar var að lang­mestu leyti full­nægt og lítið gerð­ist mark­vert.

Flest erum við jú frið­elskandi, heið­ar­legar og vel mein­andi mann­eskjur sem erum að reyna að gera okkar besta fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okk­ur. Og flestum gengur okkur þetta bara bæri­lega og gerum heim­inn örlítið betri á hverjum degi.

Auglýsing
Enda er það svo að ef við setjum svo upp stóru gler­augu sög­unnar og skoðum heim­inn í ára­tugum frekar en dög­um, vikum og mán­uðum - þá blasir hrein­lega við mynd sem er þver­öfug við þessa „síð­ustu og verstu” síbylju. Heilt á litið hefur nefni­lega aldrei verið betra að vera mann­eskja á jörð­inni en einmitt núna þegar við sem getum lesið þetta lif­um! Nær allar þær ótelj­andi hörm­ungar sem drápu, örkuml­uðu og gerðu líf for­feðra okkar ömur­legt hafa hjaðnað eða jafn­vel verið útrýmt með öllu.

Ein helsta fyr­ir­mynd mín - Hans Ros­l­ing - hafði ein­stakt lag á því að koma einmitt þessum boð­skap á fram­færi. Setja í sam­hengi raun­veru­legt ástand mál­anna og beina athygl­inni að þeim hlutum sem raun­veru­lega krefj­ast henn­ar. Ég læt fylgja nokkrar myndir úr bók­inni hans - Raun­vit­und (e. Fact­ful­ness) - til áminn­ingar um brot af því sem hefur áunnist:

Fréttir sem afþrey­ing

Fæst af því sem við sjáum í fréttum eru upp­lýs­ingar sem við getum nýtt okkur í dag­lega líf­inu. Það er því erfitt að verj­ast þeirri hugsun að fréttir séu fyrst og fremst afþrey­ing. Hvers vegna við kjósum svo afþr­ey­ingu sem veltir sér upp úr ljót­leika heims­ins og brenglar þar með mynd okkar af honum er rann­sókn­ar­efni í sjálfu sér.

Ein­hverjar fréttir af nærum­hverfi okkar geta sann­ar­lega verið gagn­leg­ar, en þegar kemur að heims­frétt­unum væri lík­lega gagn­leg­ara ger­ast áskrif­andi að viku­legum skýrslum geim­ver­anna en þeirri frétta­miðlun sem við búum við.

Munum þetta þegar við hlustum á frétta­ann­ála og „upp­gjör árs­ins", en gerum samt ekki lítið úr þeim sjálf­sprottnu vand­ræðum sem mann­kynið hefur komið sér í með ýmsum hætti - helst þeim að ganga um of á umhverfi okk­ar. Þvert á móti: Tökum feg­urð heims­ins og árangrinum sem náðst hefur sem áminn­ingu um að það er svo ótal­margt gott þarna úti sem er þess virði að berj­ast fyrir og það er hægt að takast á við áskor­an­irnar til að sem flestir geti notið sem lengst og sem best.

Líf­speki hagamús­ar­innar Pílu pínu sem Krist­ján frá Djúpa­læk gaf líf í sígildri barna­bók er nefni­lega ekki svo fjarri lagi:

„Heim­ur­inn er betri en við höld­um, hitt er flest af okkar sjálfra völd­um.”

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri GRID. Hann er hlut­hafi í Kjarn­­anum og situr í stjórn rekstr­­ar­­fé­lags­ mið­ils­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit