Mynd: Pexels

Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand. Þessar aðgerðir hafa spilað lykilhlutverk í stórauknum hagnaði kerfislega mikilvægu bankanna, sem högnuðust meira á fyrstu níu mánuðum ársins en þeir hafa gert innan heils árs frá árinu 2015. Tugir milljarða verða greiddir út til hluthafa í nánustu framtíð.

Árið 2021 var að mörgu leyti ár bank­anna. Þeir græddu á tá og fingri og nýttu sér það svig­rúm sem stjórn­völd og Seðla­banki Íslands veitti þeim til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum út í ystu æsar. 

Eftir að hafa tapað sam­tals 7,2 millj­­­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 end­uðu stóru bank­­­arnir þrír með sam­eig­in­­­legan hagnað upp á 29,8 millj­­­arða króna á öllu síð­­­asta ári. 

Arion banki (22,1 millj­­arður króna), Lands­­bank­inn (21,6 millj­­arðar króna) og Íslands­­­banki (16,6 millj­­arðar króna) högn­uð­ust svo um sam­tals 60,3 millj­­arða króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Mestur hagn­aður féll til á þriðja árs­fjórð­ungi, eða alls 23 millj­­arðar króna. 

Sam­eig­in­­legur hagn­aður bank­anna á þessu níu mán­aða tíma­bili er meiri en hann hefur verið innan heils árs frá árinu 2015. 

Aðgerðir yfir­valda skiptu miklu máli

Hvað var gert til að skapa þessar aðstæð­ur? Tvennt má nefna sér­stak­lega. Ann­ars vegar var svo­kall­aður sveiflu­jöfn­un­ar­auki afnum­inn tíma­bundið í fyrra­vor. Hann er við­­­­bót­­­­ar­­­­kröfur á eigið fé fjár­­­­­­­mála­­­­fyr­ir­tækja umfram lög­­­­bundnar eig­in­fjár­­­­­­­kröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­inu. Ef mikil hætta er á þenslu getur Seðla­­­­bank­inn hækkað auk­ann til að koma í veg fyrir of mik­inn útlána­vöxt, en ef hætta er á sam­drætti getur bank­inn lækkað auk­ann til að efla útlána­­­­getu fjár­­­­­­­mála­­­­fyr­ir­tækj­anna. 

Þegar sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auk­inn var afnumin í mars í fyrra var það gert til að auka þrótt efna­hags­lífs­ins til að takast á við afleið­ingar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins ­með því að skapa svig­­­­rúm til nýrra útlána sem átti að nema allt að 350 millj­­­­örðum króna. Þorri þessa svig­­­rúms hefur verið nýtt í að lána til hús­næð­is­­­kaupa. En aukið aðgengi að ódýru láns­fé, vegna þess að stýri­vextir voru lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent, hefur líka haft sitt að segja um hækkun á hluta­bréf­um. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands hefur hækkað um 112 pró­sent frá því í mars í fyrra. 

Á einu ári hafa hluta­bréf í Arion banka hækkað um 104 pró­­­sent, hluta­bréf í Kviku banka um 73 pró­­­sent og bréf í Íslands­­­­­banka hafa hækkað um 55 pró­­­sent frá því í sum­­­­­ar, þegar hann var skráður á mark­að. Lands­bank­inn er ekki skráður á mark­að.

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd ákvað í sept­­em­ber síð­­ast­liðnum að end­­­ur­vekja sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auk­ann til að auka þrótt kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna þriggja til að lána heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. Seðla­bank­inn hóf svo vaxta­hækk­un­ar­ferli í vor og nú eru stýri­vextir komnir í tvö pró­sent.

Ríkið gaf eftir millj­arða­tekjur

Hins vegar var banka­skattur lækk­aður hraðar en áður var stefnt að, úr 0,376 í 0,145 pró­­­sent á heild­­­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­­arða króna. Alls borga fimm fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­­­arnir þrír: Lands­­­bank­inn, Íslands­­­­­banki og Arion banki.  

Lækkun bankaskatts var hluti af fyrsta aðgerðarpakkanum sem ríkisstjórnin kynnti til sögunnar til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
Mynd: Bára Huld Beck

Síð­­­asta rík­­­is­­­stjórn, sem nú hefur end­­­ur­nýjað sam­­­starf sitt, hafði lengi stefnt að því að lækka skatt­inn, sem hafði skilað rík­­­is­­­sjóði miklum tekjum í kjöl­far banka­hruns­ins, fyrst með að leggj­­­ast af krafti á þrotabú föllnu bank­anna og síðan með því að leggj­­­ast á starf­andi íslenska við­­­skipta­­­banka.

Í kjöl­far kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur­s­ins var lækk­­­­un­inni flýtt og gjald­hlut­­­­fallið var fært  niður í 0,145 pró­­­­sent vegna skulda í árs­­­­lok 2020. Hún kom því öll til fram­­­kvæmda í fyrra í stað þess að verða í skrefum á fjórum árum. 

Fyrir vikið lækk­­­aði álagður banka­skattur sem rík­­­is­­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­­sent. 

Áætlað er að hann verði 4,8 millj­­­arðar króna í ár og tæp­­­lega 5,3 millj­­­arðar króna á næsta ári.

Skörp lækkun banka­skatts­ins, hefur ekki skilað því að vaxta­munur banka hafi lækkað sem neinu nemur en spilað inn í miklar hækk­­­­­anir á virði hluta­bréfa í þeim bönkum sem skráðir eru á mark­að.

Hafa tvö­fald­ast að stærð

Eigið fé bank­anna þriggja, sem voru stofn­­settir á grunni fall­inna fyr­ir­renn­­ara sinna haustið 2008,  hefur vaxið mik­ið. Það var sam­an­lagt tæp­­lega 300 millj­­arðar króna árið 2008 en var komið upp í rúm­­lega 667 millj­­arða króna sam­an­lagt í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins. Á manna­­máli þýðir það að bank­­arnir eru rúm­­lega tvisvar sinnum stærri nú en þeir voru við stofn­un.  

Erfitt er hins vegar að horfa ein­ungis á krónur þegar rýnt er í hagn­að­­ar­­tölur kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna hér­­­lend­­is. Taka verður til­­lit til þess að þeir högn­uð­ust að stóru leyti áður á eigna­­sölu og betri end­­ur­heimtum á lán­­um.

Tekjur bank­anna á þessu ári eru allt ann­­ars eðl­­is. Þær falla ann­­ars vegar til vegna auk­inna vaxta- og þókn­ana­­tekna og hins vegar til vegna þess að var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslur á lánum fyr­ir­tækja sem lentu í vanda eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á hafa verið dregnar að hluta til bak­a. Þar hafa aðgerðir stjórn­­­valda og seðla­­banka til að örva efna­hags­­kerfið í kjöl­far kór­ón­u­veiru­krepp­unnar skipt miklu máli. Þær hafa leitt til mik­illa verð­hækk­­ana á hús­næð­is­­mark­aði vegna stór­auk­innar eft­ir­­spurn­­ar, aðal­­­lega vegna þess að vextir voru lækk­­aðir skarpt. Þá hefur hluta­bréfa­verð rúm­­lega tvö­­fald­­ast frá því í mars í fyrra. 

Arð­semi eigin fjár mjög mikil

Einn mæli­kvarði sem er not­aður til að mæla árangur banka er arð­­semi eigin fjár. Þangað til í ár var hún hæst á árunum 2010 og 2016 (tæp­­lega 16 pró­­sent að með­­al­tali hjá öllum þremur bönk­­um). Í ár stefnir hún í að vera sú hæsta í mörg ár. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var arð­­semi eigin fjár hjá Lands­­bank­­anum 10,9 pró­­sent, hjá Íslands­­­banka 11,7 pró­­sent og hjá Arion banka heil 15,2 pró­­sent. Allt er þetta yfir mark­miðum bank­anna. 

Þegar horft er á síð­­asta birta árs­fjórð­ung, sem hófst í byrjun júlí og lauk í lok sept­­em­ber, er arð­­semin enn hærri. Hjá Arion banka var arð­­semin 17 pró­­sent, hjá Íslands­­­banka 15,7 pró­­sent og hjá Lands­­bank­­anum ell­efu pró­­sent. Það er ekki langt frá bestu árum bank­anna eftir hrun. 

Tíma­bil hárra arð­greiðslna og mik­illa end­ur­kaupa runnið upp

Íslands­banki var skráður á markað í sumar þegar ríkið seldi 35 pró­sent af hlut sínum í hon­um. Stefna rík­is­stjórn­ar­innar er að selja rest­ina af eign­ar­hlut sínum á næstu tveimur árum. 

Íslandsbanki var skráður á markað í júní. Hér sést Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans, hringja inn viðskipti með bréf í bankanum við það tilefni.
Mynd: Nasdaq Iceland

Yfir­­­lýst mark­mið bank­ans er að greiða út 50 pró­­­sent af hagn­aði hvers árs í formi hefð­bund­inna arð­greiðslna. Þá ætlar hann auk þess að nýta umfram eigið fé bank­ans til frek­­­ari arð­greiðslna eða kaupa á eigin bréf­­­um.

Sá kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna sem hefur leitt útgreiðslur til hlut­hafa sinna á því tíma­bili sem liðið er frá því að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á er hins vegar Arion banki. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 greiddi Arion banki 25,5 millj­­­arða króna til hlut­hafa sinna í formi arðs upp á 2,9 millj­­­arða króna með end­­­ur­­­kaupum á eigin bréfum þeirra upp á 22,7 millj­­­arða króna. 

Bank­inn hefur þegar til­­­kynnt að hann ætli að kaupa eigin bréf af hlut­höfum fyrir tíu millj­­­arða króna á síð­­­­­ustu þremur mán­uðum árs­ins og greiða þeim 11,3 millj­­­arða króna í arð. Það þýðir að frá byrjun árs og með þeim arð- og end­­­ur­­­kaupa­greiðslum sem hann hefur þegar ákveðið mun Arion banki skila 46,8 millj­­­örðum króna til hlut­hafa sinna. 

Í kynn­ingu á mark­aðs­degi Arion banka, sem fór fram í nóv­­em­ber, kom fram að von sé á meiru. Miðað við mark­mið Arion banka um hvert eig­in­fjár­­­hlut­­­fall hans ætti að vera telja stjórn­­­endur bank­ans hægt að losa um 30,1 millj­­­arð króna til við­­­bótar til hlut­hafa án þess að fara niður fyrir þau mörk. Ef salan á greiðslu­mið­l­un­­­ar­­­fyr­ir­tæk­inu Valitor til ísra­elska fyr­ir­tæk­is­ins Rapyd, sem ákveðin var í sum­­­­­ar, verður sam­­­þykkt af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu eiga að losna á bil­inu átta til ell­efu millj­­­arðar króna til við­­­bótar sem hægt yrði að greiða út til hlut­hafa. 

Því er ljóst að ef áform Arion banka um arð­greiðslur og end­­­ur­­­kaup frá byrjun síð­­­asta árs og þangað til að hlut­­­fall eig­in­fjár­­þáttar 1 hjá bank­­­anum er komið niður í 17 pró­­­sent ganga eft­ir, og Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­ilar söl­una á Valitor, munu hlut­hafar hans fá um 84,9 til 87,9 millj­­­arða króna út úr honum frá byrjun árs 2020 og þar til þessu útgreiðslu­­­ferli er lok­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar