Mynd: Bára Huld Beck Nýr stjórnarsáttmáli kynntur 28. nóvember 2021
Mynd: Bára Huld Beck

Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi

Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð. Eldra og tekjuhærra fólk er ánægðast með nýju stjórnina og þrír af hverjum fjórum telja að hún haldi út kjörtímabilið.

Það var kosið til Alþingis 25. sept­em­ber. Rík­­is­­stjórnin hélt velli í kosn­­ing­unum og bætti við sig tveimur þing­­mönnum frá kosn­­ing­unum 2017. Flokk­­arnir þrír sem hana mynd­uðu, Vinstri græn, Sjálf­­stæð­is­­flokkur og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur, voru þó með fjórum þing­­mönnum fleiri en þeir höfðu þegar kosið var síð­­­ast 2017 þar sem tveir þing­­menn Vinstri grænna yfir­­­gáfu flokk­inn á liðnu kjör­­tíma­bili vegna óánægju með stjórn­­­ar­­sam­­starf­ið.

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn var óum­­deildur sig­­ur­­veg­­ari kosn­­ing­anna. Hann bætti við sig 6,6 pró­­sent fylgi og fimm þing­­mönn­um, en alls 13 eru á hans vegum á Alþingi á kom­andi kjör­­tíma­bili. Það er besta nið­­ur­­staða hans í kosn­­ingum frá árinu 2013, en vert er þó að taka fram að árin 2016 og 2017 fékk Fram­­sókn sína verstu útreið í sögu flokks­ins sem spannar nú meira en eitt hund­rað ár. 

Hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja: Sam­fylk­ing, Við­reisn og Píratar höfðu ætlað sér annað hvort saman eða í sitt­hvoru lagi að vera alvöru kostur í rík­is­stjórn. Það gekk ekki eft­ir. Sam­an­lagt fylgi hinnar frjáls­­lyndu miðju­­flokka var 28 pró­­sent árið 2017. Það dróst saman um 1,2 pró­­sent­u­­stig milli kosn­­inga.

Lokaniðurstöður þingkosninga 25. september 2021

Sá flokkur sem tap­aði mestu milli kosn­­inga var Mið­­flokkur Sig­­mundar Daviðs Gunn­laugs­­sonar sem fékk 5,5 pró­­sent atkvæða og þrjá þing­­menn. Það er rúm­­lega helm­ingi minna en flokk­­ur­inn fékk 2017 en framan af kosn­­inga­­kvöld­inu mæld­ist flokk­­ur­inn alls ekki inni á þingi.

Þing­­mönnum Mið­­flokks­ins fækk­aði svo úr þremur í tvo þegar Birgir Þór­ar­ins­son yfir­gaf flokk­inn og gekk til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, tveimur vikum eftir kosn­ing­arn­ar. 

Lang­dregnar við­ræður

Við blasti að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir myndu reyna að halda stjórn­ar­sam­starf­inu áfram og snemma lá fyrir að það yrði gert á þeim for­sendum að Katrín Jak­obs­dóttir myndi halda áfram sem for­sæt­is­ráð­herra þrátt fyrir að flokkur hennar hafi tapað næst mestu fylgi allra flokka milli kosn­inga, alls 4,3 pró­sent. 

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar tóku hins vegar mun lengri tíma en flestir höfðu vænt­ingar um. Nýr stjórn­ar­sátt­máli var ekki kynntur fyrr en 28. nóv­em­ber, rúmum tveimur mán­uðum eftir kosn­ing­ar. Eina skiptið á síð­ustu þremur ára­tugum sem slíkar við­ræður hafa tekið lengri tíma var eftir kosn­ing­arnar 2016, þegar þær tóku 74 daga. Þá var hins vegar afar erfitt að mynda rík­­is­­stjórn og allir flokkar sem náðu inn á þing reyndu fyrir sér við stjórn­­­ar­­mynd­un. 

Langur sátt­máli umgjörð utan um ólíkar áherslur

Stjórn­ar­sátt­mál­inn var nokkuð lengri en sömu flokkar gerður fjórum árum áður (9.645 orð nú en 6.212 þá) og bar þess merki að vera umgjörð utan um sam­­starf flokka sem hafa mis­­mun­andi póli­­tískar áhersl­­ur. 

Þar kom meðal ann­ars fram að stefnt yrði að því að lækka skatta, selja banka og láta fjár­magns­eig­endur greiða útsvar. Auð­velda átti fyr­ir­tækjum að virkja vind og end­ur­skoða lög um ramma­á­ætl­un. Hærri end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar voru festar í sessi en Mið­há­lend­is­þjóð­garður heyrði sög­unni til og heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár í þverpóli­tísku sam­starfi líka. Opnað var á fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í innvið­um, til­kynnt að stjórn yrði sett yfir Land­spít­al­ann og frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is­þega yrði tvö­fald­að. 

Meiri athygli vakti þó verka­skipt­ingin milli flokk­anna og sú upp­stokkun á stjórn­ar­ráð­inu sem greint var frá sam­hliða. Ráð­herrum var fjölgað um einn í tólf og ráðu­neytum fjölgað um tvö (áður sátu tveir ráð­herrar í atvinnu­vega­ráðu­neyt­in­u). Mála­flokkum var skipt með öðrum hætti en áður og mörg ráðu­neyti munu fá nýtt heit­i. 

Katrín hélt for­sæt­is­ráðu­neyt­inu eins og búist var við en Svan­dís Svav­ars­dóttir færði sig yfir í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son varð félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætti við sig við­bótar ráð­herr­an­um. Sig­urður Ingi Jóhanns­son er nú inn­við­a­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dóttir ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra og Willum Þór Þórs­son sett­ist í heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið.

Bjarni Bene­dikts­son var eini ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem flutti sig ekki um set, og heldur áfram sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Hann hefur gegnt því emb­ætti nán­ast sleitu­laust frá árinu 2013, ef undan eru skildir nokkrir mán­uðir á árinu 2017 þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir fór í utan­rík­is­ráðu­neytið og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir stýrir nýju ráðu­neyti vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­mála. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son sett­ist svo óvænt í ráðu­neyti umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála. 

Jón Gunnarsson bættist við ráðherraliðið. Hann var áður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um nokkurra mánaða skeið árið 2017.
Mynd: Bára Huld Beck

Einn ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks frá síð­asta kjör­tíma­bili hætti stjórn­mála­þátt­töku fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, Krist­ján Þór Júl­í­us­son. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Jón Gunn­ars­son var gerður að dóms­mála­ráð­herra í að minnsta kosti 18 mán­uði til að fylla það skarð í ráð­herra­hópn­um, en til­kynnt var að Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, myndi taka við ráð­herra­emb­ætti að þeim tíma liðn­um. 

Gert er ráð fyrir að breytt skipun stjórn­­­ar­ráðs­ins, sem felur í sér til­­­færslu mála­­flokka milli ráðu­­neyta og fjölgun þeirra úr tíu í tólf, kosti 505 millj­­ónir króna á ári. 

Kjós­endur allra stjórn­ar­flokka ánægðir

Um miðjan des­em­ber var birt könnun sem Gallup um ánægju fólks með end­ur­nýjað rík­is­stjórn­ar­sam­starf. Hún sýndi að því eldra sem fólk er og því hærri sem tekjur þess eru, því ánægð­­ari er það með áfram­hald rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­­ur. 

Kjós­­endur allra stjórn­ar­flokk­anna eru mun ánægð­­ari með ráða­hag­inn en óánægð­­ir. Alls segj­­ast 92 pró­­sent kjós­­enda Sjálf­­stæð­is­­flokks vera ánægðir með nýskip­aða rík­­is­­stjórn og 84 pró­­sent kjós­­enda Fram­­sókn­­ar­­flokks eru sama sinn­­is. Ein­ungis fjögur pró­­sent Sjálf­­stæð­is­­manna og sex pró­­sent Fram­­sókn­­ar­­manna eru óánægðir með stjórn­­ina. 

Alls 71 pró­­sent stuðn­­ings­­manna Vinstri grænna eru ánægðir með nýskip­aða rík­­is­­stjórn og ein­ungis átta pró­­sent þeirra eru óánægð­­ir. 

Heilt yfir er helm­ingur lands­­manna ánægður með nýskip­aða rík­­is­­stjórn en tæp­­lega þriðj­ungur óánægð­­ur. Þá telja flest­ir, næstum þrír af hverjum fjórum, að stjórn­­­ar­­sam­­starfið muni halda út kjör­­tíma­bil­ið. Ein­ungis 17 pró­­sent telja það ólík­­­legt. Alls eru 42 pró­­sent lands­­manna ánægðir með val á ráð­herrum í rík­­is­­stjórn­­ina en 36 pró­­sent óánægð­­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar