Rugl, veiran, kerfið sem brást, hrunið og konan sem hefði átt að vera meira „kallinn“

Fjölmörg viðtöl birtust á Kjarnanum á árinu sem er að líða sem vöktu athygli víða. Þetta eru þau fimm sem voru mest lesin á árinu 2021.

viðtöl2021old.jpg
Auglýsing

5. Verðum að ganga í takt og „hætta þessu rugli“

Stórar spurn­ingar vakna þegar fjallað er um skóla án aðgrein­ingar og vanga­velt­urnar verða síðan enn stærri varð­andi aðra kima sam­fé­lags­ins. For­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands sagði í við­tali við Kjarn­ann í júlí að nú væri komið að því að við Íslend­ingar spyrðum okkur hvernig við viljum haga okkar mál­u­m. 

Viljum við vera aðgrein­andi í eðli okkar eða gyrða okkur í brók og takast á við erfið mál­efni?

Lestu við­talið í heild sinni hér.

4. „Ekk­ert furðu­legt“ við að bólu­settir smit­ist

Í júlí mætti veiran aft­ur, þrátt fyrir að allar tak­mark­anir inn­an­lands hefðu verið látnar falla niður nokkrum vikum áður og þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra lýst því yfir að við værum að „end­ur­heimta á ný það sam­fé­lag sem okkur er eðli­legt að búa í og sem við höfum þráð.“

Þrennt skýrði helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er var hvað lengst komið í bólu­setn­ing­um: Bólu­setn­ing minnk­aði líkur á smiti en kom ekki í veg fyrir það, aflétt­ing aðgerða og þar af leið­andi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi land­nám hæf­asta afbrigðis veirunnar til þess tíma, delta-af­brigð­is­ins. „Lands­lagið breytt­ist mikið með delt­unn­i,“ sagði Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur í við­tali við Kjarn­ann.

Lestu við­talið í heild sinni hér.

3. Flókið að fást við fólk sem lætur sann­leik­ann ekki þvæl­ast fyrir sér

Kerfið brást Helgu Björgu Ragn­ars­dóttur harð­lega eftir að hún upp­lifði stöðugt áreiti borg­ar­full­trúa í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Auglýsing
Í við­tali við Kjarn­ann í júní gagn­rýndi hún fjöl­miðlaum­fjöllun um málið en það hafði haft marg­vís­legar alvar­legar afleið­ingar á and­lega og lík­am­lega heilsu hennar þar sem hún var ein­ungis orðin „skugg­inn af sjálfri“ sér á tíma­bili. Nú kvað þó við annan tón – og sagð­ist Helga Björg vera búin að finna sína rödd og ætl­aði hún að svara fyrir sig hér eft­ir.

Lestu við­talið í heild sinni hér.

2. Tugir inn­herja­svika­mála órann­sökuð þegar Fjár­mála­eft­ir­litið hætti rann­sóknum

Und­an­farin ár hefur Jared Bibler, sem starf­aði hjá Lands­bank­anum þar til skömmu fyrir hrun banka­kerf­is­ins í októ­ber 2008 og síðar sem rann­sak­andi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu frá 2009-2011, verið að skrifa bók um reynslu sína af góð­ær­inu, hrun­inu og eft­ir­málum þess á Ísland­i. 

Hún kom út í Bret­landi í byrjun októ­ber og heitir Iceland’s Secret. Kjarn­inn ræddi við Jared í aðdrag­anda útgáfu henn­ar. 

Lestu við­talið í heild sinni hér.

1. Mis­tökin sem ég gerði var að vera ekki meiri „kall­inn“, að vera ekki meiri „stjór­inn“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir hætti skyndi­lega sem for­maður Efl­ingar í lok októ­ber. Fyrsta við­talið við hana eftir þann atburð birt­ist í Kjarn­anum 6. nóv­em­ber. Þar sagði hún sig og sam­starfs­fólk sitt hafa náð ótrú­legum árangri í bar­áttu sinni fyrir bættum kjörum verka- og lág­launa­fólks en að starfs­fólk Efl­ingar hefði ekki skilið bar­átt­una. Krafa hefði verið uppi innan félags­ins um að aðflutt fólk aðlag­aði sig að því frekar en félagið að fólk­inu. Á end­anum hafi hópur óánægðra starfs­manna bolað henni í burtu. Græðgi og sjálftöku­stemn­ing væri í kringum Efl­ingu sem sé nokk­urs konar ríki í rík­inu.

Lestu við­talið í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk