Rugl, veiran, kerfið sem brást, hrunið og konan sem hefði átt að vera meira „kallinn“

Fjölmörg viðtöl birtust á Kjarnanum á árinu sem er að líða sem vöktu athygli víða. Þetta eru þau fimm sem voru mest lesin á árinu 2021.

viðtöl2021old.jpg
Auglýsing

5. Verðum að ganga í takt og „hætta þessu rugli“

Stórar spurn­ingar vakna þegar fjallað er um skóla án aðgrein­ingar og vanga­velt­urnar verða síðan enn stærri varð­andi aðra kima sam­fé­lags­ins. For­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands sagði í við­tali við Kjarn­ann í júlí að nú væri komið að því að við Íslend­ingar spyrðum okkur hvernig við viljum haga okkar mál­u­m. 

Viljum við vera aðgrein­andi í eðli okkar eða gyrða okkur í brók og takast á við erfið mál­efni?

Lestu við­talið í heild sinni hér.

4. „Ekk­ert furðu­legt“ við að bólu­settir smit­ist

Í júlí mætti veiran aft­ur, þrátt fyrir að allar tak­mark­anir inn­an­lands hefðu verið látnar falla niður nokkrum vikum áður og þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra lýst því yfir að við værum að „end­ur­heimta á ný það sam­fé­lag sem okkur er eðli­legt að búa í og sem við höfum þráð.“

Þrennt skýrði helst fjölgun smita á Íslandi, því landi heims sem er var hvað lengst komið í bólu­setn­ing­um: Bólu­setn­ing minnk­aði líkur á smiti en kom ekki í veg fyrir það, aflétt­ing aðgerða og þar af leið­andi breytt hegðun fólks og í þriðja lagi land­nám hæf­asta afbrigðis veirunnar til þess tíma, delta-af­brigð­is­ins. „Lands­lagið breytt­ist mikið með delt­unn­i,“ sagði Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur í við­tali við Kjarn­ann.

Lestu við­talið í heild sinni hér.

3. Flókið að fást við fólk sem lætur sann­leik­ann ekki þvæl­ast fyrir sér

Kerfið brást Helgu Björgu Ragn­ars­dóttur harð­lega eftir að hún upp­lifði stöðugt áreiti borg­ar­full­trúa í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Auglýsing
Í við­tali við Kjarn­ann í júní gagn­rýndi hún fjöl­miðlaum­fjöllun um málið en það hafði haft marg­vís­legar alvar­legar afleið­ingar á and­lega og lík­am­lega heilsu hennar þar sem hún var ein­ungis orðin „skugg­inn af sjálfri“ sér á tíma­bili. Nú kvað þó við annan tón – og sagð­ist Helga Björg vera búin að finna sína rödd og ætl­aði hún að svara fyrir sig hér eft­ir.

Lestu við­talið í heild sinni hér.

2. Tugir inn­herja­svika­mála órann­sökuð þegar Fjár­mála­eft­ir­litið hætti rann­sóknum

Und­an­farin ár hefur Jared Bibler, sem starf­aði hjá Lands­bank­anum þar til skömmu fyrir hrun banka­kerf­is­ins í októ­ber 2008 og síðar sem rann­sak­andi hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu frá 2009-2011, verið að skrifa bók um reynslu sína af góð­ær­inu, hrun­inu og eft­ir­málum þess á Ísland­i. 

Hún kom út í Bret­landi í byrjun októ­ber og heitir Iceland’s Secret. Kjarn­inn ræddi við Jared í aðdrag­anda útgáfu henn­ar. 

Lestu við­talið í heild sinni hér.

1. Mis­tökin sem ég gerði var að vera ekki meiri „kall­inn“, að vera ekki meiri „stjór­inn“

Sól­veig Anna Jóns­dóttir hætti skyndi­lega sem for­maður Efl­ingar í lok októ­ber. Fyrsta við­talið við hana eftir þann atburð birt­ist í Kjarn­anum 6. nóv­em­ber. Þar sagði hún sig og sam­starfs­fólk sitt hafa náð ótrú­legum árangri í bar­áttu sinni fyrir bættum kjörum verka- og lág­launa­fólks en að starfs­fólk Efl­ingar hefði ekki skilið bar­átt­una. Krafa hefði verið uppi innan félags­ins um að aðflutt fólk aðlag­aði sig að því frekar en félagið að fólk­inu. Á end­anum hafi hópur óánægðra starfs­manna bolað henni í burtu. Græðgi og sjálftöku­stemn­ing væri í kringum Efl­ingu sem sé nokk­urs konar ríki í rík­inu.

Lestu við­talið í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk