Aðlögun er búin að vera og heyrir sögunni til

Sabine Leskopf segir að við eigum ekki einungis að sætta okkur við fjölbreytileikann heldur skilgreina hann sem eðlilegt ástand.

Auglýsing

Við könn­umst öll við umræð­una um hvort var á und­an, eggið eða hæn­an. Það sama gildir svo sem um hug­taka­notk­un, spurn­ingin er hvort við þurfum fyrst að búa til hug­tak um fyr­ir­bæri eða eitt­hvað verður til og svo kemur orð yfir það. Kannski er hið rétta að orð kemur ein­ungis fram þegar þörf er á því, ef við erum ekki að tala um eitt­hvað eða teljum okkur ekki þurfa á því að halda, þá kemur orðið ekki eða nær aldrei flugi.

Orðið sem ég vil gefa hér vængi til að ná flugi til að verða von­andi orð árs­ins 2022, er rétt að yfir­gefa hreiðrið núna. Orðið er inn­gild­ing.

Íslensku­pró­fess­or­inn Eiríkur Rögn­valds­son hefur fjallað um nýyrði og bendir á að orðið var upp­haf­lega þýtt af Berg­lindi Rós Magnús og lýsti skóla án aðgrein­ing­ar. En lítum aðeins nánar á hug­tökin sem notuð eru í umræð­unni.

Í umræðu um inn­flytj­endur hafa verið að skil­greind þrjú hug­tök sem lýsa nálgun okkar og standa fyrir ákveðin við­horf. Þau eru:

  1. aðlögun
  2. fjöl­menn­ing­ar­stefna
  3. inn­gild­ing

Aðlög­un 

Aðlögun má skil­greina sem til­raun til að breyta því sem er öðru­vísi í það sem fyrir er.

Í mínum (út­lenska) mál­skiln­ingi er aðlögun alltaf tengd sagn­orð­in­u“að laga“. Við þurfum að laga þegar eitt­hvað er bilað eða passar ekki. Í þessu til­felli er ég ekki Íslend­ingur eins og allir hinir (hvað sem það nú þýð­ir) og nú þarf að breyta mér og beygla þangað til ég passa inn í mót­ið. Ef við hugsum þetta svona, ef loka­tak­markið er að ég verði Íslend­ingur eins og hinir þá er ég dæmd til að mis­heppnast, því ég verð það aldrei. Í mínu til­felli þá byrj­aði ég ekki að tala íslensku fyrr en ég flutti hingað á fer­tugs­aldri, ég losna aldrei við hreim­inn eða mál­villur hér og þar. Þekk­ing og reynsla, ekki bara mín eigin heldur þjóð­ar­minni fylgja mér og ef þetta er ann­að­hvort einskis virði eða jafn­vel talið vera byrði þá er ég, og önnur sem eins er komið fyr­ir, dæmd út á jað­ar­inn.

Auglýsing
Aðlögun gengur sem sagt út frá því að til sé eitt sam­fé­lag, eitt mynstur, ein gerð af „réttri menn­ingu“ og þar fyrir utan er lít­ill hópur sem verður að laga sig að hinum til að fá aðgang að öllu sem sam­fé­lagið býður upp á. Ein­falt er að sjá að það getur aldrei gengið upp og ef við inn­flytj­endur eigum að hafa það mark­mið að skilja við allt sem við erum eða vorum og byrja á núlli að mótast, aðlagast, ef allt það sem við höfum fram að færa er einskis virði og sam­fé­lagið lítur ein­ungis á það sem vantar í okkur þá erum við dæmd til að vera alltaf ann­ars flokks Íslend­ing­ar. Og ekki bara við en líka næstu kyn­slóð­ir.

Aðlög­unin er í raun kúg­un­ar­tæki meiri­hluta sem vill ekki sam­þykkja þau sem öðru­vísi eru, eða halda þeim fyrir utan vegna þess að þau eru þannig. Þetta er ekki endi­lega með­vit­að, engin ill­girni, ein­ungis ótti við að þurfa að laga sig að því sem er fram­andi og nýtt. Hug­myndin um aðlögun er meira að segja hugsuð sem góð­verk, að gera inn­flytj­endum kleift að taka þátt í sam­fé­lag­inu á for­sendum þess en ekki þeirra.

Fjöl­menn­ing

Fjöl­menn­ing­ar­stefnan hefur verið leið sem Ísland hefur farið að und­an­förnu, þetta er sam­fé­lag sem heldur fjöl­menn­ing­ar­há­tíðir og telur sig vera upp­lýst og fram­sækið vegna þess en hleypir samt ekki inn­flytj­endum í ábyrgð­ar­stöður eða hindrar menntun erlendra ung­menna vegna þess að þau tala ekki Norð­ur­landa­mál. Það vantar alls ekki umburð­ar­lyndi á Íslandi, það er meira að segja mjög mik­ið, vil ég segja, en þegar útlend­ingar leita sér að annarri vinnu en fyrir verka­menn rekast þeir aftur og aftur á kröfu um að tala full­komna íslensku, ensku og Norð­ur­landa­mál.  Þar með er búið að skella dyrum á vel­flesta inn­flytj­endur sem kannski hafa góða þekk­ingu og hæfi­leika til að starfa á til­teknum vett­vangi.

Þetta skref í þróun sam­fé­lags­ins okkar var kannski bara aðeins mann­legri fram­leng­ing á aðlög­un. Hér er gert ráð fyrir aðeins betri stuðn­ingi en þetta breytir í raun­inni engu um við­horf­ið: þeir sem koma utan frá þurfa að breyta sjálfum sér til þess að fá aðgang að því sem yfir­burða­sam­fé­lagið hefur fram að færa. Sem er á end­anum ein­fald­lega rétt­læt­ing á úti­lokun á þeim sem ná ekki að breyta sjálfum sér nægi­lega mik­ið, hvort sem það er vilj­andi eða ef þeir ein­fald­lega fá ekki tæki­færi til þess.

Inn­gild­ing 

Inn­gild­ing er mæl­an­legt mark­mið um þátt­töku allra í því sem sam­fé­lag hefur upp á að bjóða í mennt­un, atvinnu­mögu­leik­um, lýð­heilsu, opin­berri stjórn­sýslu, menn­ingu, íbúa­lýð­ræði.

Þátt­taka allra í sam­fé­lag­inu er and­staða við úti­lokun og til þess að ná því mark­miði þarf að auka sýni­leika þeirra mis­mun­andi mögu­leika sem í boði eru og ryðja þarf úr vegi hindr­unum sem koma í veg fyrir að fólk nýti þessi tæki­færi.

Fjöl­breyti­leiki hefur alltaf marga kosti, felur í sér betri ákvarð­ana­töku, fleiri hug­myndir o.s.frv. Um þetta efast fáir, en það er þó van­metið í við­skipta­líf­inu að bland­aðar stjórnir af konum og körlum skila betri árangri, mis­mun­andi sjón­ar­mið eru uppi, áhættu­sækni fær á sig annan blæ og þar fram eftir göt­un­um.

Inn­gild­ing þýðir ekki að við gerum engar kröfur til dæmis varð­andi íslensku­kunn­áttu eða mann­rétt­indi sem gilda í okkar sam­fé­lagi hér. Inn­gild­ing er ein­fald­lega öðru­vísi nálg­un, annað við­horf.

Inn­gild­ing gengur út frá því að hver ein­stak­lingur fái að njóta sín til fulls og sam­fé­lagið þarf að vera þannig upp­byggt að það gerir honum það kleift. Einmitt eins og skóli án aðgrein­ingar sem snýst ekki um að sleppa til­teknu náms­efni heldur að efla kerfið svo það úti­loki eng­an.

Auglýsing
Inngilding felur í sér að litið er á okkur öll sem verð­mæta ein­stak­linga, hvern á sinn hátt og gengur ekki út frá því að allir þurfi að vera eins til þess að hlutir gangi vel eða að sá sem er aðeins öðru­vísi sé meiri háttar trufl­un. Þetta er í raun­inni svipuð hugsun og algild hönnun er varð­andi götur og bygg­ing­ar. Ef við hönnum skóla fyrir börn sem eru ekki með hreyfi­höml­un, þá lendum við í vand­ræðum þegar eitt barn mætir í hjóla­stól. Þá er rokið upp til handa og fóta og við er bætt römpum og lyftu ef pen­ingar eru til en barnið kemst alltaf bara í hluta af bygg­ing­unni og finnur hvaða byrði það er fyrir skóla­sam­fé­lag­ið. Í dag hönnum við þá bygg­ingar frekar þannig að þetta vanda­mál kemur aldrei upp, bygg­ingin á að ganga upp fyrir alla, hvort það kemur barn með hreyfi­höml­un, sjón­skerð­ingu – eða þá annað tungu­mál.

Inn­gild­ing krefst þess ekki af ein­stak­lingum að þeir þurfi að breyt­ast í öllu til þess að fá aðgang að sam­fé­lag­inu. Inn­gild­ing raðar ekki fólki eftir verð­mætum út frá einni hug­mynd og gild­is­mati heldur lítur á fjöl­breyti­leik­ann  sem kost, jafn­vel und­ir­stöðu jákvæðrar þró­un­ar. Inn­gild­ing krefst hins vegar af kerf­inu að sé nægi­lega sveigj­an­legt að allir hafi tæki­færi til að taka þátt.

Þetta þýðir að þeir sem hafa búið hér alla ævi þeir sleppa ekki við að þurfa að læra. Heim­ur­inn breyt­ist og ekki bara vegna íbúa­sam­setn­ingar hér á landi. Við þurfum líka að læra að umgang­ast lofts­lags­breyt­ingar eða tækni­lega þró­un, það er ekk­ert öðru­vísi. Jú, það þarf stundum að breyta aðeins til þegar maður skilur að eitt­hvað er orðið úrelt eða var kannski aldrei svo snið­ugt. Það var nú fyrst pínu vesen að læra að flokka í stað­inn fyrir að henda bara öllu í sömu rusla­föt­una. En með dálitlu fram­taki þá lærist það og manni líður eig­in­lega miklu betur vit­andi að maður leggur sitt af mörkum til að bjarga umhverf­inu.

Á þennan hátt er sam­búð fólks af mörgum menn­ing­ar­heimum aldrei nein ógn við menn­ingu þeirra sem hafa búið hér alla ævi. Kannski er ein­fald­ast að slá á hræðslu þeirra með að skoða mat­ar­menn­ingu – ég kom til Íslands í fyrsta skipti 1991 var úrval á veit­inga­stöðum enn frekar fábrot­ið, það voru samt komnir ein­hverjar staðir sem buðu upp á ítalskan eða asískan mat. Svo bætt­ust fleiri og fleiri inn í þennan hóp, til dæmis tapa­s-­staðir með spænska smá­rétti. Á síð­ustu 2-3 árum hef ég tekið eftir því að fjöl­margir veit­inga­staðir bjóða nú upp á að borða frekar 2-3 smá­rétti en eina stóra mál­tíð. En úrvalið er alls ekki bara spænskt heldur er líka heil­mikið af íslenskum réttum í boði. Inn­blást­ur­inn kom að utan sem við­bót en svo gerði íslenskt sam­fé­lag – eða frekar sam­fé­lagið á Íslandi – þetta að sínu og allir græða á því, eng­inn missir neitt. Og úrvalið er orðið það mikið að allir finna eitt­hvað sem þeim líður vel með án þess að láta trufla sig af ein­hverjum stöðum sem bjóða ekki upp á upp­á­halds­mat­inn þeirra.

Við þurfum sem sagt ekki fjöl­menn­ing­ar­stefnu fyrir inn­flytj­end­ur, heldur algilda hönnun fyrir allt sam­fé­lag­ið.

Inn­gild­ing þýðir að við sættum okkur ekki bara við fjöl­breyti­leik­ann heldur skil­greinum það sem eðli­legt ástand að við erum ekki öll eins og það er ábyrgð okkar sem fara með völd að skapa rammann í kringum það svo að allir vinni.

Og hér er ég nú að ein­hverju leyti sam­mála skæð­ustu gagn­rýnendum í athuga­semda­kerf­unum sem benda á hvað hefur farið úrskeiðis á Norð­ur­lönd­unum í mál­efnum inn­flytj­enda. Því þessi hálf­kæra leið að vera góð við útlend­inga en hleypa þeim samt ekki að hefur ekki gengið upp heldur skapar tví­skipt sam­fé­lag til fram­búð­ar. Mín leið út úr því er hins vegar ekki meiri úti­lokun heldur minni – eða frekar sagt, eng­in.

Höf­undur er borg­­ar­­full­­trúi Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiÁlit