Árið 2021 var frábært ár fyrir íþróttirnar

Viðar Halldórsson skrifar um mennskuna í íþróttunum og þau mikilvægu skref sem stigin voru í átt til meiri mannúðar innan þeirra á árinu.

Auglýsing

Heiti þessa pistils kann ef til vill að koma ein­hverjum spánskt fyrir sjón­ir; að árið sem er að líða hafi verið frá­bært fyrir íþrótt­irn­ar. Fyrir það fyrsta þá setti Covid-á­standið íþrótta­starf­inu tals­verðar skorður á árinu, og eins þótti árangur okkur Íslend­inga á stærstu sviðum íþrótt­anna ekki merki­leg­ur. Sem dæmi má nefna þótti mörgum árangur okkar fólks á Ólymp­íu­leik­unum vera óvið­un­andi og karla­lands­liðið í knatt­spyrnu átti í vök að verj­ast innan sem utan vall­ar. Stærsta mál íþrótt­anna reynd­ist vera KSÍ-­málið svo­kall­aða, þar sem þó nokkrar ásak­anir komu fram um kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi gull­kyn­slóðar lands­liðs­manna karla­lands­liðs­ins okkar í knatt­spyrnu gagn­vart kon­um, og um þöggun knatt­spyrnu­sam­bands­ins á mál­un­um. Það mál hefur haft mikla eft­ir­mála, sem ekki eru enn til lykta leidd­ir, en hafa þó haft í för með sér að lands­liðs­menn voru teknir úr lið­inu, for­maður og stjórn knattspyrnu­sam­bands­ins sögðu af sér, og sam­fé­lags­um­ræðan var mikil og til­finn­inga­þrung­in.

Einnig opin­ber­aði það mál að íþrótta­hreyf­ingin í heild sinni var ekki í stakk búin til að takast á við slík mál, þar sem ferlar virð­ast víða hafa verið óljósir og ýmis mál voru óupp­gerð, og enn fremur að eitt­hvað væri hugs­an­lega í ólagi í kúltúr íþrótt­anna. En þó atburða­rás KSÍ-­máls­ins síð­ustu mán­aða hafi verið sárs­auka­full fyrir mikið af því fólki sem að mál­unum kom, og óþægi­leg fyrir marga aðra – og það skal ekki gert lítið úr því – þá má halda því fram að atburðir árs­ins hafi allt í senn verið mik­il­vægir, tíma­bærir og nauð­syn­leg­ir, í stóra sam­hengi hlut­anna. 

Íþróttir og félags­leg vanda­mál

Það er margt gott um íþrótt­irnar að segja. Íþrótta­hreyf­ingin myndar stærstu frjálsu félaga­sam­tök lands­ins og teng­ist meiri­hluti lands­manna íþrótta­hreyf­ing­unni með einum eða öðrum hætti. Íþrótta­hreyf­ingin hefur skilað mik­il­vægu sam­fé­lags­legu hlut­verki til að mynda í formi jákvæðrar félags­mót­unar barna og ung­menna sem og til alls kyns for­varna og lýð­heilsu. Eins hafa íþrótt­irnar glatt land­ann og skapað fjöl­breytt störf og afleiður fyrir íslenskt efna­hags­líf. Íþróttir hafa þannig mótað og virkjað fjöl­breyttan félags-, menn­ing­ar- og mannauð um langa hríð hér á landi, ein­stak­lingum og sam­fé­lag­inu til heilla. Þar hefur fjöldi fólks í gegnum tíð­ina unnið ómet­an­legt starf. 

Auglýsing
En íþrótt­irnar hafa einnig glímt við sín mein. Félags­fræðin hefur í gegnum tíð­ina leit­ast við að varpa ljósi á félags­leg vanda­mál sem leyn­ast undir sléttu yfir­borði sam­fé­lags­ins, og und­an­farin tutt­ugu ár hefur und­ir­rit­aður kennt nám­skeið í félags­fræði íþrótta við íslenska háskóla þar sem sér­stak­lega hefur verið fjallað um íþróttir í víðu félags­legu sam­hengi sem og félags­leg vanda­mál innan þeirra. Þau fræði sýna að með vax­andi afreks­á­herslum í íþrótt­unum þá hefur íþróttakúlt­úr­inn orðið óheil­brigð­ari og ómann­úð­legri, þar sem alls kyns mis­rétti og for­dómar hafa verið hluti af menn­ingu og venjum íþrótta. Sér­stak­lega hefur kúlt­úr­inn verið bendl­aður við það sem hefur verið kallað eitruð karl­mennska (e. toxic mascul­ini­ty), sem vísar til þátta í fari karla eins og að þeir sýni hörku og grimmd, til­lits­leysi og yfir­vald í garð ann­arra, og beri  auk þess með sér for­dóma og nei­kvæð við­horf gegn ákveðnum hópum sam­fé­lags­ins, eins og kon­um, sam­kyn­hneigðum og þeim sem eru á ein­hvern hátt öðru­vísi en staðalí­mynd íþrótta­kemp­unnar segir til um. Í slíkum kúltúr er óæski­legt að sýna veik­leika­merki, maður verður að bíta á jaxl­inn og harka af sér án þess að kveinka sér, sama hvað á bját­ar. Íþrótt­irnar geta verið harður og firrtur heimur og oft á tíðum hefur kappið borið feg­urð­ina ofur­liði – eins og séra Frið­rik var­aði við á sínum tíma. 

Þátta­skil í íþrótt­un­um?

Á árinu opin­ber­uð­ust hin duldu mein íþrótt­anna þegar ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni, mis­notkun og þöggun litu dags­ins ljós, og gerðu jafn­framt kröfu á íþrótta­sam­fé­lagið um að taka á þeim meinum í því mark­miði að gera íþrótt­irnar heil­brigð­ari og upp­byggi­legri. Og íþrótta­hreyf­ingin hefur reynt að bregð­ast við og er hún, í þessum skrif­uðu orð­um, að vinna hörðum höndum við að takast á við vand­ann og upp­ræta hann. Regn­hlíf­ar­sam­tök íþrótt­anna, ÍSÍ og UMFÍ, eru búin að taka málin föstum tökum og gang­ast við því for­ystu­hlut­verki sem þau eiga að sinna í íþrótta­hreyf­ing­unni. Íþrótta­sam­böndin og íþrótta­fé­lögin mörg hver eru búin að fara í gagn­gera nafla­skoðun í þessum efnum þar sem þau hafa skerpt á jákvæðum og heil­brigðum gildum íþrótt­anna, og end­ur­skoðað við­brögð, vinnu­brögð og ferla þegar eitt­hvað kemur uppá í starf­inu. Skila­boðin til stjórn­ar­fólks, þjálf­ara og iðk­enda eru orðin skýr; for­dóm­ar, og alls kyns áreitni og ofbeldi eiga ekki að líð­ast í íþrótt­um.

Og skila­boðin eru byrjuð að ná í gegn. Ég veit dæmi þess að meist­ara­flokkslið í knatt­spyrnu karla hafi bætt inn ákvæði í sekt­ar­sjóð leik­manna þess efnis að ef leik­menn liðs­ins eru staðnir að því að beita nei­kvæðri orð­ræðu gegn kon­um, sam­kyn­hneigðum eða öðrum, þá þurfi þeir að greiða sekt í sekt­ar­sjóð­inn. Þegar leik­menn eru farnir að taka það upp að berj­ast gegn for­dómum og mis­rétti innan íþróttalið­anna sinna, þá eru það merki um að skila­boðin séu að ná í gegn. Í því felst stóri sig­ur­inn. Ég vil hér með nota tæki­færið og skora á önnur lið að fylgja þessu for­dæmi. Því þegar að breyt­ing­arnar fara að raun­ger­ast innan íþrótt­anna með þessum hætti, þá vaknar raun­veru­leg von um að það sé hægt að laga það sem aflaga er í kúlt­úrn­um, og að íþrótt­irnar verði heil­brigð­ari og mann­eskju­legri fyrir alla.

Mennskan í íþrótt­unum

Merki þess að íþrótt­irnar séu að kom­ast á rétta braut hvað varðar mennsk­una í íþrótt­unum sáust líka úti í heimi. Á árinu neit­aði jap­anska tenn­is­konan Naomi Osaka til dæmis að koma fram á blaða­manna­fundum í tengslum við stór­mót þar sem hún treysti sér ekki til þess vegna and­legs álags. Svip­aða sögu má segja af banda­rísku fim­leika­stjörn­unni Simone Biles sem dró sig úr keppni á Ólymp­íu­leik­un­um, einnig vegna and­legs og lík­am­legs álags. Stóru frétt­irnar í þessum sögum eru ann­ars vegar að stór­stjörnur í íþróttum fóru að koma fram og við­ur­kenna veik­leika sína á árinu, í stað þess að fela þá eins og til hefur verið ætl­ast hingað til, og hins vegar að heim­ur­inn tók afstöðu þeirra fagn­andi. Í stað þess að for­dæma þessar íþrótta­konur fyrir að sýna veik­leika, þá voru þær hylltar fyrir það hug­rekki að stíga fram, við­ur­kenna van­mátt sinn og sýna heim­inum að þær væru mann­legar og heil­brigð­ar, en jafn­framt að það væri íþróttaum­hverfið sem væri óheil­brigt. Simone Biles var í kjöl­farið víða valin ein af mann­eskjum árs­ins, þrátt fyrir að hafa ekki unnið nein gull­verð­laun á Ólymp­íu­leik­unum fyrr á árinu, eins og til var ætl­ast fyrir leik­ana. Og mennsk­una mátti líka sjá þegar danski fót­bolta­mað­ur­inn Christ­ian Erik­sen féll niður eftir hjarta­stopp í fyrsta leik liðs­ins í Evr­ópu­keppn­inni í knatt­spyrnu í sum­ar, þar sem við­brögð leik­manna á vell­in­um, sem og knatt­spyrnu­heims­ins alls, ein­kennd­ust af mann­legri sam­kennd og stuðn­ingi. Við þetta má bæta þeim tíð­indum – sem ættu ekki að heyra til tíð­inda ef allt væri eðli­legt – að sam­kyn­hneigðir karlar opin­ber­uðu loks kyn­hneigð sína í íþróttum eins og knatt­spyrnu og í Amer­íska fót­bolt­an­um, og fengu mik­inn stuðn­ing frá íþrótta­sam­fé­lag­inu í kjöl­far­ið.  

Skila­boðin eru skýr

Sam­kvæmt fornri kín­verskri speki þá er fyrsta skref hvers ferða­lags jafn­framt það mik­il­væg­asta. Árið 2021 var í því sam­hengi frá­bært ár fyrir íþrótt­irnar því á árinu voru stigin mik­il­væg skref í átt til meiri mann­úðar í íþrótt­un­um. Í mínum huga eru skila­boð árs­ins skýr; mennskan var sig­ur­veg­ari árs­ins í íþrótt­un­um, á meðan firr­ingin um harða og sterka íþrótta­mann­inn sem nær árangri, hvað sem árang­ur­inn kann að kosta, tap­að­i. 

Auglýsing
Lærdómur árs­ins er því ef til vill sá að þó að keppn­is­legur árangur sé vissu­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur, eins og að vinna til verð­launa á Ólymp­íu­leik­um, þá eru gildi íþrótt­anna fyrir heil­brigði, heilsu og mannúð sam­fé­lags­ins enn mik­il­væg­ari heldur en gull­verð­laun­in. Árið 2021 mark­aði þannig þátta­skil. Sjúk­ling­ur­inn var búinn að vera lengi veikur en nú er búið að ráð­ast á meinið og er sjúk­ling­ur­inn á bata­vegi. Nú þarf sjúk­ling­ur­inn að hlúa vel að sér, passa upp á sig, og gera allt sem í hans valdi stendur til að ná fullri heilsu. Atburðir árs­ins hafa, með öðrum orð­um, komið okkur í dauða­færi á að ráð­ast á und­ir­liggj­andi mein íþrótt­anna (og sam­fé­lags­ins alls) með það að mark­miði að gera íþrótt­irnar heil­brigð­ari og upp­byggi­legri en þær hafa verið um langa hríð, kom­andi kyn­slóðum til heilla. 

Að lokum

Eins erfitt og átak­an­legt KSÍ-­málið hefur reynst okk­ur, þá hefur það gert okkur kleift að rýna undir yfir­borð íþrótt­anna og koma auga á djúp­stæð­ari og almenn­ari vanda en við vildum almennt við­ur­kenna; að það er eitt­hvað í kúlt­úrnum sem er í ólagi – og á það auð­vitað ekki ein­ungis við í íþrótt­un­um, heldur einnig á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. En nú er lag að við­ur­kenna vand­ann og takast á við hann og getur íþrótta­hreyf­ingin verið í far­ar­broddi í þeim efn­um. Það er því við hæfi að enda þennan pistil á að rifja upp ríf­lega ald­ar­gömlum hvatn­ing­ar­orð Dr. Björns Bjarna­sonar frá Við­firði þar sem hann, í árdaga skipu­lags íþrótta­starfs hér á landi, reynd­ist sann­spár um bjarta fram­tíð íþrótt­anna á öld­inni sem leið. Í dag, 113 árum síð­ar, leyfi ég mér að halda því fram að atburðir árs­ins geti markað þátta­skil í að end­ur­heimta mannúð íþrótt­anna og segi, eins og Dr. Björn sagði þá: „Er þetta ekki dag­roði nýrrar íþrótta­ald­ar, fyr­ir­boði kjark­mik­illar kyn­slóð­ar.”

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit