Skýrslan sem Ísland ákvað að fjármagna vegna Samherjamálsins tilbúin til kynningar

Tæpum tveimur árum eftir að upp komst um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu er nú tilbúin skýrsla, sem Ísland fjármagnaði, sem er fyrsti þáttur í úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar í þróunarríkjum.

Kristján Þór Júlíusson, sem brátt lætur af störfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sem brátt lætur af störfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
Auglýsing

Á morg­un, mánu­dag, verður kynnt skýrsla af hálfu sjáv­ar­út­vegs­skrif­stofu Alþjóða­mat­væla­stofn­un­ar­innar (FAO) sem íslensk stjórn­völd höfðu frum­kvæði að því að láta vinna, í kjöl­far þess að ljóstrað var upp um vafa­sama við­skipta­hætti félaga á vegum Sam­herja í Namibíu í nóv­em­ber árið 2019.

Um er að ræða fyrsta hlut­ann af úttekt á við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir í þró­un­ar­ríkj­um, en að stuðla að slíkri úttekt var ein af þeim sjö aðgerðum sem rík­is­stjórnin boð­aði að ráð­ist yrði í, „í því skyni að auka traust á íslensku atvinnu­lífi“ eftir að Namib­íu­málið skók íslenskt sam­fé­lag.

Hvað verður í þess­ari skýrslu?

Í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu vegna kynn­ingar skýrsl­unnar segir að und­ir­bún­ingur fyrir næsta áfanga þess­arar úttektar sé þegar haf­inn, en fyrsti áfang­inn er, eins og áður hefur komið í svörum ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans, kort­lagn­ing á þeim fisk­veiði­samn­ingum sem um er að ræða.

„Þetta er ekki upp­taln­ing á samn­ing­um, heldur grein­ing á því hvernig slíkir samn­ingar eru: hvað þeir eigi sam­eig­in­legt og hvað sé ólíkt með þeim, með svæð­is­bund­inni áherslu sem tekur til­lit til mis­mun­andi aðstæðna og grein­ing á helstu efn­is­at­riðum fisk­veiði­samn­inga,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Í svari ráðu­neyt­is­ins sagði að FAO teldi að ekki væri til úttekt á þessu efni og því væri það „mik­il­væg for­­senda fyrir frekara starfi í þessu sam­­bandi að skýra við­fangs­efnið frekar með því að skoða mis­­mun­andi gerðir og eðli samn­inga og mis­­mun­andi stöðu milli hinna ýmsu svæða heims­ins“.

Unnið í tengslum við annað verk­efni hjá FAO

Þegar Kjarn­inn spurði ráðu­neytið út í gang mála við úttekt­ina fyrir um ári síðan feng­ust þau svör að búið væri að móta verk­efnið og ná nið­ur­stöðu varð­andi ýmis forms­at­riði.

Auglýsing

Í svar­inu sagði einnig að úttektin yrði unnin í tengslum við annað verk­efni sem er þegar væri gangi hjá alþjóða­stofn­un­inni, sem myndi ein­falda stjórn­­un­­ar­vinnu í kringum verk­efn­ið.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skrif­lega út í málið á þingi og fékk þau svör, í nóv­em­ber í fyrra, að verk­efnið myndi skipt­ast í fjóra áfanga og Ísland hefði ákveðið að fjár­magnað að minnsta kosti þann fyrsta.

Nú er sá áfangi að baki og verður skýrslan kynnt á veffundi sem hefst kl. 14 á morg­un. Þar mun Liam Campling, pró­fessor við Queen Mar­y-há­skól­ann í Lund­únum kynna nið­ur­stöður skýrsl­unn­ar. Hægt er að kynna sér málið nánar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent