Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum

Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.

Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Auglýsing

Verð­bólga hér á landi á síð­ustu mán­uðum hefur verið jafn­mikil og með­al­verð­bólgan hjá OECD-­ríkjum og tölu­vert minni en í Banda­ríkj­un­um. Sömu­leiðis hefur hús­næð­is­verð hækkað minna hér­lendis að raun­virði heldur en í Banda­ríkj­un­um, Nor­egi og í öðrum OECD-­ríkj­um. Þetta kemur fram þegar hag­tölur frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD) og Evr­ópu­sam­band­inu eru skoð­að­ar.

Nálægt með­al­tali OECD

Í byrjun árs var verð­bólgan hér á landi hærri en í lang­flestum Evr­ópu­löndum og hafði hún hækkað hrað­ast af öllum þeirra eftir að far­ald­ur­inn skall á. Síðan þá hefur hún hins vegar hald­ist nokkuð stöðug hér­lend­is, á meðan verð á neyslu­vörum hefur hækkað hratt í nágranna­lönd­un­um.

Auglýsing

Eins og sést á mynd hér að neðan er verð­bólgan nú svipuð og með­al­verð­bólga OECD-­ríkja, í fyrsta skipti frá byrjun síð­asta árs. Í síð­asta mán­uði nam árs­hækkun neyslu­verðs­vísi­töl­unnar 4,4 pró­sentum á Íslandi, sem er meiri en 4,1 pró­senta verð­bólgan í Nor­egi á sama tíma en þó tölu­vert minni en 5,4 pró­senta verð­bólgan í Banda­ríkj­un­um.

Mynd: Kjarninn. Heimild: OECD.

Ísland kemur enn betur út ef tekið er til­lit til þess að aðferðir til að mæla verð­bólgu eru mis­mun­andi á milli landa. Ef svokölluð sam­ræmd neyslu­verðs­vísi­tala, sem tekur ekki til­lit til breyt­inga á verði eigin hús­næð­is, er not­uð, mæld­ist verð­bólgan hér á landi 3,7 pró­sent í ágúst, í stað 4,3 pró­senta. Á sama tíma nam með­al­verð­bólgan í aðild­ar­ríkjum OECD 4,3 pró­sent­um.

Ekk­ert frá­brugðið við hús­næð­is­mark­að­inn

Svipað er uppi á ten­ingnum þegar hækk­anir í hús­næð­is­verði eru bornar saman á milli landa, þróun síð­ustu mán­aða hér á landi virð­ist vera í takti við það sem er að ger­ast í nágranna­lönd­um. Líkt og myndin hér að neðan sýnir nam árs­hækkun hús­næð­is­verðs á Íslandi um átta pró­sentum í sum­ar.

Mynd: Kjarninn. Heimild: OECD.

Til sam­an­burðar hækk­aði raun­verð hús­næðis að með­al­tali um 9 pró­sent í OECD-­ríkjum á sama tíma­bili, en hækk­unin nam 10 pró­sentum í Nor­egi og 13 pró­sentum á Íslandi.

Kristín Arna Björg­vins­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Seðla­banka Íslands, gerði þróun fast­eigna­verðs að umfjöll­un­ar­efni sínu í viku­rit­inu Vís­bend­ingu í byrjun mán­að­ar­ins. Sam­kvæmt henni hefur hús­næð­is­verð hækkað með svip­uðum hætti hér­lendis og í nágranna­löndum Íslands, en hækk­unin er lík­lega afleið­ing þess að seðla­bankar ákváðu að lækka vexti í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent