Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta

Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.

Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Auglýsing

Franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ardian France SA hefur gert sam­komu­lag við Sím­ann um einka­við­ræður og helstu skil­mála í tengslum við mögu­lega sölu Sím­ans á dótt­ur­fé­lagi sínu, Mílu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef Kaup­hall­ar­innar í morg­un.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hyggj­ast bæði Sím­inn og Ardian að vinna við að ljúka samn­inga­við­ræðum og skrifa undir skuld­bind­andi samn­ing eins fljótt og auðið er. Ef af verður mun franska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið bjóða íslenskum líf­eyr­is­sjóðum aðkomu að kaup­un­um.

Inn­viðir í eigu erlendra fjár­festa

Ef kaupin ganga í gegn gæti farið svo að inn­viðir þriggja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækja lands­ins verði í eigu erlendra fjár­festa. Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður keypti banda­ríska fjár­fest­ing­ar­fé­lagið PT Capi­tal Advis­ors hlut Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar í Nova í síð­asta mán­uði og á því nær allt hlutafé félags­ins núna.

Auglýsing

Með þessum eign­­ar­hlut hafa PT Capi­­tal Advis­ors því eign­­ast helm­ings­hlut í Senda­­fé­lag­inu ehf. sem er í eigu Nova og Sýnar og sér um fjar­­skipta­inn­viði félag­anna beggja. Nova hefur einnig und­ir­­ritað kaup­­samn­ing um kaup banda­ríska fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins Colony Capi­­tal Inc. á öllu hlutafé í öðru dótt­­ur­­fé­lagi sínu, Nova Senda­­stað­ir, sem sér um senda­­staði, síma­­möstur og símat­­urna félags­­ins. Kaupin eru nú til yfir­­­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Í lok mars til­­kynnti Sýn einnig að fyr­ir­tækið hefði skrifað verið undir samn­ing um sölu og end­­ur­­leigu á síma­möstrum og fjar­skipta­turnum félags­ins. Einnig var minnst á samn­ing­inn í síð­­asta árs­hluta­­upp­­­gjöri Sýn­ar, en hann á eftir að fá sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Fjár­­­fest­­arnir voru ekki nefnd­ir, en Við­­skipta­­blaðið hafði áður greint frá því að um væri að ræða sjóð í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­­sjóðs­ins Dig­i­­tal Colony.

Sím­inn hugað að sölu Mílu lengi

Um svipað leyti og Sýn greindi frá aðskiln­aði inn­­viða og þjón­­ustu til­­kynnti Sím­inn flutn­ing eigin far­síma­dreifi­­kerfis og IP-­­nets til Mílu, inn­­viða­hluta félags­­ins. Þessi flutn­ingur myndi skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ust­u­­fyr­ir­tækis og Mílu sem inn­­viða­­fyr­ir­tæk­is, sam­­kvæmt fjár­­­festa­kynn­ingu. Félagið bætti einnig við að verið væri að skoða hvort aðskilja ætti fjár­­­mögnun Mílu frá fjár­­­mögnun Sím­ans.

Kjarn­inn greindi svo frá því í fyrra­haust að fjár­­­festar höfðu lagt fram ófor­m­­legar fyr­ir­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­leg kaup á Mílu. Hins vegar sagði fyr­ir­tækið að engar ákvarð­­anir hefðu verið teknar um söl­una.

Í síð­­asta árs­hluta­­upp­­­gjöri Sím­ans kemur einnig fram að fjár­­­fest­ing­­ar­­bank­inn Laz­­ard ásamt Íslands­­­banka hafi verið ráðnir til að ráð­­leggja um stefn­u­­mark­mið og fram­­tíð­­ar­­mög­u­­leika Mílu. Einnig kæmi til greina að skoða breyt­ingar á eign­­ar­haldi Mílu.

Full ástæða til að fylgj­ast með inn­viða­sölu

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­asta mán­uði hefur þjóðar­ör­ygg­is­ráð fundað um sölu fyr­ir­tækj­anna á eigin innvið­um, en að mati ráðs­ins er full ástæða til að fylgj­ast með henni.

Ráðið telur einnig mik­il­vægt að greina áhættu­þætti sem tengj­ast þess­ari sölu, en það hefur tjáð sig um álita­mál tengd henni í nýlegum skýrsl­um. Sam­kvæmt ráð­inu er nauð­­syn­­legt út frá þjóð­ar­­ör­ygg­is­­sjón­­ar­miði og alls­herj­­­ar­­reglu að rýna í fjár­­­fest­ingu í mik­il­vægum innviðum sam­­fé­lags­ins, ekki síst erlendri fjár­­­fest­ingu. Þeirra á meðal eru inn­­viðir í net- og fjar­­skipta­­kerfi, en ráðið telur að hætta geti skap­­ast ef eig­endur geta haft áhrif á virkni þeirra.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Sím­ans mun fyr­ir­tæk­ið, ásamt Ardi­an, vinna með hinu opin­bera að upp­lýs­inga­gjöf og örygg­is­málum sem tryggja hags­muni lands­manna. Þá hafa und­ir­bún­ings­við­ræður að slíku fyr­ir­komu­lagi þegar haf­ist um að tryggja að rekstur inn­viða félags­ins sam­rým­ist þjóðar­ör­ygg­is­hags­munum hér eftir sem hingað til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent