Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda

Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.

Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Auglýsing

Hagn­aður Face­book á þriðja árs­fjórð­ungi nam níu millj­örðum doll­ara, eða sem nemur rúmum 1.166 millj­örðum króna. Þá hefur not­endum sam­fé­lags­mið­ils­ins fjölgað um sex pró­sent síð­ustu tólf mán­uði og eru nú 2,9 millj­arð­ar. Hagn­að­ur­inn á sama tíma í fyrra var 7,8 millj­arðar doll­ar­ar, eða sem nemur rúmum 1.010 millj­örðum króna, og kemur þó nokkuð á óvart að hagn­að­ur­inn í ár sé hærri þar sem sam­fé­lags­miðl­aris­inn hefur mætt ýmsum hindr­unum upp á síðkast­ið. Upp­hæðin kemur einnig á óvart í ljósi bún­aðs í nýrri upp­færslu Apple stýri­kerfis sem gerir það erf­ið­ara að verkum að beina sér­stökum aug­lýs­ingum að til­teknum hópi not­ena.

Frances Haugen, fyrr­ver­andi starfs­maður Face­book, steig fram sem upp­­­ljóstr­­ari í byrjun mán­að­ar­ins. Gögn sem hún lét af hendi til Wall Street Journal, og kölluð hafa verið Face­book-skjölin, gefa til kynna að Face­­book leggi meiri áherslu á gróða frekar en öryggi not­enda sinna og hafi hylmt yfir sönn­un­­ar­­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­­urs í gróða­­skyni. Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, tjáði fjár­festum á mánu­dag, þegar árs­hluta­upp­gjörið var kynnt, að umfjall­anir um fyr­ir­tækið í kjöl­far upp­ljóstrana Haugen hafi fyrst og fremst dregið fram falska mynd af fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing
Auk gagna­lek­ans hafa bil­­anir og ítrek­aðar vitna­­leiðslur Zucker­berg og ann­­arra starfs­­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þing­­nefnd öld­unga­­deild­­ar­­þings Banda­­ríkj­anna veikt stöðu Face­book. Þá hafa fjöl­miðlar vest­an­hafs ítrekað gagn­rýnt Face­book fyrir að leyfa hat­urs­orð­ræðu að við­gang­ast á miðl­in­um.

Nú er staðan sú að Face­­book vill ekki lengur vera þekkt fyrst og fremst sem sam­­fé­lags­mið­ill og af þeirri nei­­kvæðu athygli sem mið­ill­inn hefur fengið heldur vill fyr­ir­tækið ein­blína á fram­­tíð­ina og hyggst til­kynna um nafn­breyt­ingu á fyr­ir­tæk­inu á árlegri ráð­stefnu Face­book, sem ber yfir­skrift­ina Collect, á fimmtu­dag.

Yngstu not­end­unum gæti fækkað um tæpan helm­ing innan tveggja ára

Þrátt fyrir að not­endum Face­book hafi fjölgað heilt á litið hefur tán­ingum og not­endum á þrí­t­gusaldri fækkað til muna. Þetta er þróun sem Face­book hyggst sporna gegn.

Not­endum í yngsta ald­urs­hópn­um, 13-19 ára, hefur fækkað um 13 pró­sent frá 2019 og gera spár ráð fyrir að þeim fækki um allt að 45 pró­sent á næstu tveimur árum. Upp­lýs­ing­arnar koma frá rann­sak­endum Face­book og voru settar fram í minn­is­blaði fyrr á þessu ári. Þar kemur einnig fram að því yngri sem not­and­inn er, því ólík­legri er hann til að nota Face­book að stað­aldri.

Í Face­book-skjöl­unum má finna eitt og annað sem snýr að áhrifum mið­ils­ins á ungt fólk, meðal ann­ars skað­­leg áhrif Instagram á ungar stúlkur hvað varðar lík­­ams­í­­mynd og umdeildar til­­raunir Face­­book til að ná til ung­­menna. Ljóst er að Face­book á verð­ugt verk­efni fyrir hönd­um, ætli mið­ill­inn sér að „end­ur­heimta týndu kyn­slóð­ina“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent