Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda

Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.

Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Auglýsing

Hagn­aður Face­book á þriðja árs­fjórð­ungi nam níu millj­örðum doll­ara, eða sem nemur rúmum 1.166 millj­örðum króna. Þá hefur not­endum sam­fé­lags­mið­ils­ins fjölgað um sex pró­sent síð­ustu tólf mán­uði og eru nú 2,9 millj­arð­ar. Hagn­að­ur­inn á sama tíma í fyrra var 7,8 millj­arðar doll­ar­ar, eða sem nemur rúmum 1.010 millj­örðum króna, og kemur þó nokkuð á óvart að hagn­að­ur­inn í ár sé hærri þar sem sam­fé­lags­miðl­aris­inn hefur mætt ýmsum hindr­unum upp á síðkast­ið. Upp­hæðin kemur einnig á óvart í ljósi bún­aðs í nýrri upp­færslu Apple stýri­kerfis sem gerir það erf­ið­ara að verkum að beina sér­stökum aug­lýs­ingum að til­teknum hópi not­ena.

Frances Haugen, fyrr­ver­andi starfs­maður Face­book, steig fram sem upp­­­ljóstr­­ari í byrjun mán­að­ar­ins. Gögn sem hún lét af hendi til Wall Street Journal, og kölluð hafa verið Face­book-skjölin, gefa til kynna að Face­­book leggi meiri áherslu á gróða frekar en öryggi not­enda sinna og hafi hylmt yfir sönn­un­­ar­­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­­urs í gróða­­skyni. Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, tjáði fjár­festum á mánu­dag, þegar árs­hluta­upp­gjörið var kynnt, að umfjall­anir um fyr­ir­tækið í kjöl­far upp­ljóstrana Haugen hafi fyrst og fremst dregið fram falska mynd af fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing
Auk gagna­lek­ans hafa bil­­anir og ítrek­aðar vitna­­leiðslur Zucker­berg og ann­­arra starfs­­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þing­­nefnd öld­unga­­deild­­ar­­þings Banda­­ríkj­anna veikt stöðu Face­book. Þá hafa fjöl­miðlar vest­an­hafs ítrekað gagn­rýnt Face­book fyrir að leyfa hat­urs­orð­ræðu að við­gang­ast á miðl­in­um.

Nú er staðan sú að Face­­book vill ekki lengur vera þekkt fyrst og fremst sem sam­­fé­lags­mið­ill og af þeirri nei­­kvæðu athygli sem mið­ill­inn hefur fengið heldur vill fyr­ir­tækið ein­blína á fram­­tíð­ina og hyggst til­kynna um nafn­breyt­ingu á fyr­ir­tæk­inu á árlegri ráð­stefnu Face­book, sem ber yfir­skrift­ina Collect, á fimmtu­dag.

Yngstu not­end­unum gæti fækkað um tæpan helm­ing innan tveggja ára

Þrátt fyrir að not­endum Face­book hafi fjölgað heilt á litið hefur tán­ingum og not­endum á þrí­t­gusaldri fækkað til muna. Þetta er þróun sem Face­book hyggst sporna gegn.

Not­endum í yngsta ald­urs­hópn­um, 13-19 ára, hefur fækkað um 13 pró­sent frá 2019 og gera spár ráð fyrir að þeim fækki um allt að 45 pró­sent á næstu tveimur árum. Upp­lýs­ing­arnar koma frá rann­sak­endum Face­book og voru settar fram í minn­is­blaði fyrr á þessu ári. Þar kemur einnig fram að því yngri sem not­and­inn er, því ólík­legri er hann til að nota Face­book að stað­aldri.

Í Face­book-skjöl­unum má finna eitt og annað sem snýr að áhrifum mið­ils­ins á ungt fólk, meðal ann­ars skað­­leg áhrif Instagram á ungar stúlkur hvað varðar lík­­ams­í­­mynd og umdeildar til­­raunir Face­­book til að ná til ung­­menna. Ljóst er að Face­book á verð­ugt verk­efni fyrir hönd­um, ætli mið­ill­inn sér að „end­ur­heimta týndu kyn­slóð­ina“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent