Facebook hugar að nýrri ímynd og skiptir um nafn

Facebook ætlar að skipta um nafn í næstu viku í takt við áherslubreytingar fyrirtækisins í átt að svokölluðu „metaverse“, hugtaki sem Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur kallað næstu kynslóð internetsins.

Áherslubreytingar eru fram undan hjá Mark Zuckerberg og Facebook, sem vill ekki lengur vera fyrst og fremst þekkt sem samféllagsmiðill.
Áherslubreytingar eru fram undan hjá Mark Zuckerberg og Facebook, sem vill ekki lengur vera fyrst og fremst þekkt sem samféllagsmiðill.
Auglýsing

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, hyggst til­kynna nafna­breyt­ingu sam­fé­lags­mið­ils­ins á árlegri ráð­stefnu Face­book, Conn­ect, sem fer fram á fimmtu­dag­inn í næstu viku, 28. októ­ber. Nýja nafnið gæti þó verið afhjúpað fyrr sam­kvæmt heim­ildum tækni­mið­ils­ins The Verge. Sam­fé­lags­mið­ill­inn Face­book eins og við þekkjum hann mun lík­lega ekki breyt­ast mik­ið. Nafn fyr­ir­tæk­is­ins, Face­book, er það sem breyt­ist en sam­fé­lags­mið­ill­inn Face­book fer undir hatt fyr­ir­tæk­is­ins líkt og Instagram, Whatsapp og Oculus, smá­forrit og sam­fé­lags­miðlar sem eru í eigu Face­book.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að Face­book er í krísu. Gagna­leki, bil­anir og ítrek­aðar vitna­leiðslur Zucker­berg og ann­arra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þing­nefnd öld­unga­deild­ar­þings Banda­ríkj­anna hafa veikt stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Nú er staðan sú að Face­book vill ekki lengur vera þekkt fyrst og fremst sem sam­fé­lags­mið­ill og af þeirri nei­kvæðu athygli sem mið­ill­inn hefur fengið heldur vill fyr­ir­tækið ein­blína á fram­tíð­ina. Sam­kvæmt Zucker­berg felst fram­tíðin í meta­ver­se.

Auglýsing

Meta­ver­se: Sam­bland af raun­veru­leika og sýnd­ar­veru­leika þar sem allt er mögu­legt

En hvað er þetta meta­verse sem for­stjór­inn er svona spenntur fyr­ir? Við því er í raun ekki eitt ein­falt svar. Í við­tali í júlí sagði Zucker­berg að á næstu árum muni almenn­ingur hætta að líta á Face­book sem sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki og þess í stað líta á Face­book sem meta­ver­se-­fyr­ir­tæki.

Hug­takið Meta­verse á rætur sínar að rekja í vís­inda­skáld­sög­una Snow Crash eftir Neal Steph­en­sen sem kom út árið 1992. Meta­verse vísar í sam­spil raun­veru­leika og sýnd­ar­veru­leika. Face­book sér meta­verse fyrir sér sem ver­öld á net­inu þar sem not­endum er nán­ast ekk­ert óvið­kom­andi. Í meta­verse er hægt að sinna vinnu, leikjum og sam­skiptum í sýnd­ar­veru­leika. Meta­verse „verður það sem skiptir máli, og ég held að þetta verði stór hluti af þróun inter­nets­ins eftir að það varð aðgengi­legt í sím­um,“ sagði Zucker­berg í sam­tali við The Verge í sum­ar.

Þró­unin er haf­in. Í dag starfa um 10 þús­und starfs­menn Face­book að upp­bygg­ingu sem snýr að meta­ver­se, meðal ann­ars við þróun og hönnun á sýnd­ar­veru­leika­gler­augum sem verða ómissandi hluti af meta­verse og Zucker­berg er því sann­færður um að gler­augun verði jafn ómissandi og snjall­símar áður en langt um líð­ur. Ein helsta áskorun Face­book verður án efa að sann­færa not­endur um ágæti meta­ver­se, hug­taks sem hefur í raun ekki fengið merk­ingu meðal almenn­ings enn sem komið er.

Fake­book eða Horizon?

Zucker­berg hefur lítið viljað gefa upp um nafna­breyt­ing­una en ýmsar get­gátur eru komnar á kreik, ekki síst á Twitt­er, helsta sam­keppn­is­að­ila Face­book, þar sem „Fa­ke­book“ eða „Faceplant“ virð­ast falla best í kramið.

Nöfn sem þykja lík­legri að verði fyrir val­inu eru nöfn á borð við Virtu­el, Conn­ect og Horizon. Það síð­ast­nefnda er heiti sem Face­book hefur unnið með í tengslum við sýnd­ar­veru­leika síð­ustu miss­eri. Biðin eftir nýja nafn­inu ætti ekki að vera löng ef rétt reyn­ist að Zucker­berg ætli að til­kynna nafnið í síð­asta lagi á ráð­stefn­unni Conn­ect, árlegri ráð­stefnu Face­book, næst­kom­andi fimmtu­dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent