Facebook hugar að nýrri ímynd og skiptir um nafn

Facebook ætlar að skipta um nafn í næstu viku í takt við áherslubreytingar fyrirtækisins í átt að svokölluðu „metaverse“, hugtaki sem Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur kallað næstu kynslóð internetsins.

Áherslubreytingar eru fram undan hjá Mark Zuckerberg og Facebook, sem vill ekki lengur vera fyrst og fremst þekkt sem samféllagsmiðill.
Áherslubreytingar eru fram undan hjá Mark Zuckerberg og Facebook, sem vill ekki lengur vera fyrst og fremst þekkt sem samféllagsmiðill.
Auglýsing

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, hyggst til­kynna nafna­breyt­ingu sam­fé­lags­mið­ils­ins á árlegri ráð­stefnu Face­book, Conn­ect, sem fer fram á fimmtu­dag­inn í næstu viku, 28. októ­ber. Nýja nafnið gæti þó verið afhjúpað fyrr sam­kvæmt heim­ildum tækni­mið­ils­ins The Verge. Sam­fé­lags­mið­ill­inn Face­book eins og við þekkjum hann mun lík­lega ekki breyt­ast mik­ið. Nafn fyr­ir­tæk­is­ins, Face­book, er það sem breyt­ist en sam­fé­lags­mið­ill­inn Face­book fer undir hatt fyr­ir­tæk­is­ins líkt og Instagram, Whatsapp og Oculus, smá­forrit og sam­fé­lags­miðlar sem eru í eigu Face­book.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að Face­book er í krísu. Gagna­leki, bil­anir og ítrek­aðar vitna­leiðslur Zucker­berg og ann­arra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyrir þing­nefnd öld­unga­deild­ar­þings Banda­ríkj­anna hafa veikt stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Nú er staðan sú að Face­book vill ekki lengur vera þekkt fyrst og fremst sem sam­fé­lags­mið­ill og af þeirri nei­kvæðu athygli sem mið­ill­inn hefur fengið heldur vill fyr­ir­tækið ein­blína á fram­tíð­ina. Sam­kvæmt Zucker­berg felst fram­tíðin í meta­ver­se.

Auglýsing

Meta­ver­se: Sam­bland af raun­veru­leika og sýnd­ar­veru­leika þar sem allt er mögu­legt

En hvað er þetta meta­verse sem for­stjór­inn er svona spenntur fyr­ir? Við því er í raun ekki eitt ein­falt svar. Í við­tali í júlí sagði Zucker­berg að á næstu árum muni almenn­ingur hætta að líta á Face­book sem sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tæki og þess í stað líta á Face­book sem meta­ver­se-­fyr­ir­tæki.

Hug­takið Meta­verse á rætur sínar að rekja í vís­inda­skáld­sög­una Snow Crash eftir Neal Steph­en­sen sem kom út árið 1992. Meta­verse vísar í sam­spil raun­veru­leika og sýnd­ar­veru­leika. Face­book sér meta­verse fyrir sér sem ver­öld á net­inu þar sem not­endum er nán­ast ekk­ert óvið­kom­andi. Í meta­verse er hægt að sinna vinnu, leikjum og sam­skiptum í sýnd­ar­veru­leika. Meta­verse „verður það sem skiptir máli, og ég held að þetta verði stór hluti af þróun inter­nets­ins eftir að það varð aðgengi­legt í sím­um,“ sagði Zucker­berg í sam­tali við The Verge í sum­ar.

Þró­unin er haf­in. Í dag starfa um 10 þús­und starfs­menn Face­book að upp­bygg­ingu sem snýr að meta­ver­se, meðal ann­ars við þróun og hönnun á sýnd­ar­veru­leika­gler­augum sem verða ómissandi hluti af meta­verse og Zucker­berg er því sann­færður um að gler­augun verði jafn ómissandi og snjall­símar áður en langt um líð­ur. Ein helsta áskorun Face­book verður án efa að sann­færa not­endur um ágæti meta­ver­se, hug­taks sem hefur í raun ekki fengið merk­ingu meðal almenn­ings enn sem komið er.

Fake­book eða Horizon?

Zucker­berg hefur lítið viljað gefa upp um nafna­breyt­ing­una en ýmsar get­gátur eru komnar á kreik, ekki síst á Twitt­er, helsta sam­keppn­is­að­ila Face­book, þar sem „Fa­ke­book“ eða „Faceplant“ virð­ast falla best í kramið.

Nöfn sem þykja lík­legri að verði fyrir val­inu eru nöfn á borð við Virtu­el, Conn­ect og Horizon. Það síð­ast­nefnda er heiti sem Face­book hefur unnið með í tengslum við sýnd­ar­veru­leika síð­ustu miss­eri. Biðin eftir nýja nafn­inu ætti ekki að vera löng ef rétt reyn­ist að Zucker­berg ætli að til­kynna nafnið í síð­asta lagi á ráð­stefn­unni Conn­ect, árlegri ráð­stefnu Face­book, næst­kom­andi fimmtu­dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent