Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins

Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.

Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji hf. og hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Init ehf. eru hvort um sig ofar­lega á lista Credit­Info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki, sem kynntur er í dag. Í flokki stórra fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja er Sam­herji í 4. sæti á lista á meðan að Init er í 4. sæti í flokki lít­illa fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja.

Vera þess­ara tveggja félaga við topp­inn á listum yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki kann að koma ein­hverjum spánskt fyrir sjón­ir, enda hafa bæði Sam­herji og Init verið til umfjöll­unar á umliðnum miss­erum fyrir hluti sem afar erfitt er að tengja við orðið fram­úr­skar­andi.

Sam­herji og stjórn­endur þess félags eru til rann­sóknar hjá yfir­völdum hér­lendis vegna meintra mútu­greiðslna í rekstri félags­ins í Namibíu og sömu­leiðis eru skatta­mál félags­ins til rann­sóknar.

Í vor var einnig opin­berað að Sam­herji rak áróð­urs­stríð gegn blaða­mönnum og ákveðnum fjöl­miðlum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Það var gert með vit­und og vilja æðstu yfir­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Fyrr á árinu sagði frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kveikur frá mörg­hund­ruð millj­óna króna við­skiptum Init, sem hafði árum saman haldið utan um tölvu­kerfi fyrir helstu líf­eyr­is­sjóði lands­ins, við starfs­menn og hlut­hafa félags­ins. Fram kom í umfjöllun Kveiks að svo virt­ist sem eig­endur Init hefðu reynt að fela raun­veru­legan hagnað sinn af vinnu við tölvu­kerfi líf­eyr­is­sjóð­anna fyrir eig­endum og not­endum kerf­is­ins.

Í úttekt sem Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóða (RL) lét end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Ernst & Young vinna vegna máls­ins kom fram að fyr­ir­tækið hefði brotið á samn­ingum sínum við RL og að ekki feng­ist séð að eðli­legur rekstr­ar­til­gangur hefði að öllu leyti legið að baki greiðslum frá Init til félaga í eigu hlut­hafa og starfs­manna. Í gær til­kynnti RL að líf­eyr­is­sjóðir hygg­ist taka yfir rekstur á hug­bún­að­ar­kerf­inu úr höndum Init, vegna brota félags­ins á samn­ingi þess við RL.

Hvað þarf til að vera „fram­úr­skar­andi“ hjá Credit­In­fo?

Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki er vottun sem félagið Credit­Info býður íslenskum fyr­ir­tækjum upp á að kaupa, meðal ann­ars til þess að „nýta hana í mark­aðs­efni og ásýnd fyr­ir­tæk­is­ins.“ „Þannig sjá bæði við­skipta­vin­ir, starfs­fólk og sam­starfs­að­ilar að þú ert með heil­brigða starf­semi í hraustum rekstri,“ segir á vef Credit­Info – og fyrir neðan er hnappur sem á stendur „Já takk kaupa vott­un“.

Auglýsing

Ef fyr­ir­tæki kaupir vott­un, sem kostar 99.000 kr. án vsk. fær félag­ið, að því gefnu að það upp­fylli ákveðin skil­yrði, við­ur­kenn­ing­ar­skjal, bæði í ramma og á raf­rænu formi, og leyfi til að nota merki Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja í kynn­ing­ar­efni.

„Til þess að telj­ast fram­úr­skar­andi þurfa fyr­ir­tæki að upp­fylla ströng skil­yrði. Aðeins afreks­fólk atvinnu­lífs­ins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja og þær gefa vís­bend­ingar um að þau séu lík­legri til að ná árangri og stand­ast álag en önn­ur,“ segir í kynn­ing­ar­efni á vef Credit­In­fo. Þar fyrir neðan eru skil­yrðin þulin upp:

  • Fyr­ir­tækið er í láns­hæf­is­flokki 1-3
  • Árs­reikn­ingi skal skilað á réttum tíma lögum sam­kvæmt
  • Hefur skilað árs­reikn­ingi til RSK síð­ustu þrjú ár
  • Fyr­ir­tækið er virkt sam­kvæmt skil­grein­ingu Credit­info
  • Rekstr­ar­tekjur að lág­marki 50 millj­ónir króna síð­ustu þrjú ár
  • Fram­kvæmd­ar­stjóri skráður í fyr­ir­tækja­skrá RSK
  • Rekstr­ar­hagn­aður (EBIT) jákvæður síð­ustu þrjú ár
  • Ársnið­ur­staða jákvæð síð­ustu þrjú ár
  • Eig­in­fjár­hlut­fall a.m.k. 20% síð­ustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 millj­ónir króna síð­ustu þrjú ár

Alls eru 878 fyr­ir­tæki á lista Credit­Info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki í ár. Í fyrra voru þau 842 tals­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent