Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins

Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.

Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji hf. og hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Init ehf. eru hvort um sig ofar­lega á lista Credit­Info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki, sem kynntur er í dag. Í flokki stórra fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja er Sam­herji í 4. sæti á lista á meðan að Init er í 4. sæti í flokki lít­illa fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja.

Vera þess­ara tveggja félaga við topp­inn á listum yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki kann að koma ein­hverjum spánskt fyrir sjón­ir, enda hafa bæði Sam­herji og Init verið til umfjöll­unar á umliðnum miss­erum fyrir hluti sem afar erfitt er að tengja við orðið fram­úr­skar­andi.

Sam­herji og stjórn­endur þess félags eru til rann­sóknar hjá yfir­völdum hér­lendis vegna meintra mútu­greiðslna í rekstri félags­ins í Namibíu og sömu­leiðis eru skatta­mál félags­ins til rann­sóknar.

Í vor var einnig opin­berað að Sam­herji rak áróð­urs­stríð gegn blaða­mönnum og ákveðnum fjöl­miðlum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Það var gert með vit­und og vilja æðstu yfir­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Fyrr á árinu sagði frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Kveikur frá mörg­hund­ruð millj­óna króna við­skiptum Init, sem hafði árum saman haldið utan um tölvu­kerfi fyrir helstu líf­eyr­is­sjóði lands­ins, við starfs­menn og hlut­hafa félags­ins. Fram kom í umfjöllun Kveiks að svo virt­ist sem eig­endur Init hefðu reynt að fela raun­veru­legan hagnað sinn af vinnu við tölvu­kerfi líf­eyr­is­sjóð­anna fyrir eig­endum og not­endum kerf­is­ins.

Í úttekt sem Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóða (RL) lét end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Ernst & Young vinna vegna máls­ins kom fram að fyr­ir­tækið hefði brotið á samn­ingum sínum við RL og að ekki feng­ist séð að eðli­legur rekstr­ar­til­gangur hefði að öllu leyti legið að baki greiðslum frá Init til félaga í eigu hlut­hafa og starfs­manna. Í gær til­kynnti RL að líf­eyr­is­sjóðir hygg­ist taka yfir rekstur á hug­bún­að­ar­kerf­inu úr höndum Init, vegna brota félags­ins á samn­ingi þess við RL.

Hvað þarf til að vera „fram­úr­skar­andi“ hjá Credit­In­fo?

Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki er vottun sem félagið Credit­Info býður íslenskum fyr­ir­tækjum upp á að kaupa, meðal ann­ars til þess að „nýta hana í mark­aðs­efni og ásýnd fyr­ir­tæk­is­ins.“ „Þannig sjá bæði við­skipta­vin­ir, starfs­fólk og sam­starfs­að­ilar að þú ert með heil­brigða starf­semi í hraustum rekstri,“ segir á vef Credit­Info – og fyrir neðan er hnappur sem á stendur „Já takk kaupa vott­un“.

Auglýsing

Ef fyr­ir­tæki kaupir vott­un, sem kostar 99.000 kr. án vsk. fær félag­ið, að því gefnu að það upp­fylli ákveðin skil­yrði, við­ur­kenn­ing­ar­skjal, bæði í ramma og á raf­rænu formi, og leyfi til að nota merki Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja í kynn­ing­ar­efni.

„Til þess að telj­ast fram­úr­skar­andi þurfa fyr­ir­tæki að upp­fylla ströng skil­yrði. Aðeins afreks­fólk atvinnu­lífs­ins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja og þær gefa vís­bend­ingar um að þau séu lík­legri til að ná árangri og stand­ast álag en önn­ur,“ segir í kynn­ing­ar­efni á vef Credit­In­fo. Þar fyrir neðan eru skil­yrðin þulin upp:

  • Fyr­ir­tækið er í láns­hæf­is­flokki 1-3
  • Árs­reikn­ingi skal skilað á réttum tíma lögum sam­kvæmt
  • Hefur skilað árs­reikn­ingi til RSK síð­ustu þrjú ár
  • Fyr­ir­tækið er virkt sam­kvæmt skil­grein­ingu Credit­info
  • Rekstr­ar­tekjur að lág­marki 50 millj­ónir króna síð­ustu þrjú ár
  • Fram­kvæmd­ar­stjóri skráður í fyr­ir­tækja­skrá RSK
  • Rekstr­ar­hagn­aður (EBIT) jákvæður síð­ustu þrjú ár
  • Ársnið­ur­staða jákvæð síð­ustu þrjú ár
  • Eig­in­fjár­hlut­fall a.m.k. 20% síð­ustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 millj­ónir króna síð­ustu þrjú ár

Alls eru 878 fyr­ir­tæki á lista Credit­Info yfir fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki í ár. Í fyrra voru þau 842 tals­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent