Tommy Robin­son bannaður á Facebook og Instagram

Hinn umdeildi Tommy Robinson var á dögunum meinaður aðgangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðlanna um hatursorðræðu. Twitter-reikningi hans var auk þess lokað í mars í fyrra.

Tommy Robinson
Tommy Robinson
Auglýsing

Hinn umdeildi Tommy Robin­son, hefur verið bann­aður á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Instagram. Tommy Robin­son er öfga-hægri­s­inn­aður aðgerð­ar­sinni en hann stofn­aði meðal ann­ars sam­tökin Eng­lish Defence League árið 2009. Sam­tök­in hafa það að mark­miði að berj­­ast gegn „íslam­væð­ingu“ í Bret­landi en auk þess hefur hann tekið þátt í þróun hinna andíslömsku Peg­ida- sam­taka í Bret­landi. Aðgangi hans var eytt af sam­fé­lags­miðl­unum eftir að hann hafði ítrekað brotið reglur Face­book um hat­urs­orð­ræðu. Frá þessu er greint á The Guar­dian.  

Braut ítrekað reglur Face­book um hat­urs­orð­ræðu

Fyr­ir­tækið Face­book hefur sett sér þá stefnu að bannað er að nota hat­urs­orð­ræðu á miðlum fyr­ir­tæks­ins. Bannaið er er að ýta undir hatur og ofbeldi eða önnur form af umburð­ar­leysi sem ganga á rétt fólks og verði fyr­ir­tækið vart við slíkt efni er það fjar­lægt sam­stund­is. Auk þess er bannað að styðja opin­ber­lega eða vera hluti af skipu­lögðum hat­urs­hópum á sam­félas­g­miðl­in­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Face­book hefur Robin­son ítrekað hvatt til ofbeldis gagn­vart múslimum á Face­book-­síðu sinn­i. 

Robin­son var end­an­lega bann­aður af miðl­inum á dög­unum eftir að fyri­tækið hafði sent Robins­son loka­við­vörun þess efnis að hann yrði fjar­lægður af miðl­inum ef hann héldi áfram að brjóta reglur fyr­ir­tæk­is­ins um hat­urs­orð­ræðu. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu hélt Robin­son ítrekað áfram að ýta undir hatur gagn­vart múslimum og auk þess hafi hann deilt fjölda ein­elt­is­mynda­banda á síðu sinni. Aðgangi hans hefur því nú verið lokað til fram­tíðar bæði Face­book og Instagram.

Auglýsing

Í umfjöllun Guar­dian segir að nú þegar Robin­son hefur verið bann­aður á sam­fé­lags­miðlum gæti það haft veru­leg áhrif á mögu­leika hans að ná til fólk.  Hann er nú þegar bann­aðar á sam­félas­g­miðl­inum Twitter síðan í mars í fyrra en í kjöl­far banns­ins á Face­book og Instagram hefur Robin­son nú aðeins mið­il­inn Youtube til að ná til fylgj­enda sinna og breiða út hug­mynda­fræði sína.

Robin­son deildi mynd­bandi á Instagram rétt áður en aðgangi hans var lokað þar sem hann ásak­aði Face­book um að vinna með fjöl­miðlum með það að mark­miði að rit­skoða hann á sem flestum stöð­um. Robi­son hefur ítrekað gagn­rýnt fjöl­miðla í Bret­landi fyrir rit­skoðun og sagt þá í her­ferð gegn hon­um. Auk þess hefur hann birt vin­sæl mynd­bönd á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann sýnir fram á meinta tví­feldni almennra fjöl­miðla.

Átti að halda fyr­ir­lestur hér á landi

Til stóð að Robins­son héldi fyr­ir­lestur hér á landi á ráð­stefnu á Grand Hótel í fyrra en það voru sam­tökin Vakur sem stóðu að henni. Ekk­ert varð þó úr við­burð­unum og end­aði Robin­son á að koma ekki til lands­ins.

Þá kærði Sig­ur­freyr Jón­as­son blaða­mann­inn Sig­mar Guð­munds­son til Blaða­manna­fé­lags­ins fyrir hönd Robin­son. Ástæðan var við­tal Sig­mars við Viðar Þor­steins­son, heim­spek­ing, í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í febr­úar þar sem þeir ræddu Robin­son og fyrir hvað hann stæði. Kærunni var að lokum vísað frá en hún barst nefnd­inni of sein­t. 

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent