Tommy Robin­son bannaður á Facebook og Instagram

Hinn umdeildi Tommy Robinson var á dögunum meinaður aðgangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðlanna um hatursorðræðu. Twitter-reikningi hans var auk þess lokað í mars í fyrra.

Tommy Robinson
Tommy Robinson
Auglýsing

Hinn umdeildi Tommy Robin­son, hefur verið bann­aður á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Instagram. Tommy Robin­son er öfga-hægri­s­inn­aður aðgerð­ar­sinni en hann stofn­aði meðal ann­ars sam­tökin Eng­lish Defence League árið 2009. Sam­tök­in hafa það að mark­miði að berj­­ast gegn „íslam­væð­ingu“ í Bret­landi en auk þess hefur hann tekið þátt í þróun hinna andíslömsku Peg­ida- sam­taka í Bret­landi. Aðgangi hans var eytt af sam­fé­lags­miðl­unum eftir að hann hafði ítrekað brotið reglur Face­book um hat­urs­orð­ræðu. Frá þessu er greint á The Guar­dian.  

Braut ítrekað reglur Face­book um hat­urs­orð­ræðu

Fyr­ir­tækið Face­book hefur sett sér þá stefnu að bannað er að nota hat­urs­orð­ræðu á miðlum fyr­ir­tæks­ins. Bannaið er er að ýta undir hatur og ofbeldi eða önnur form af umburð­ar­leysi sem ganga á rétt fólks og verði fyr­ir­tækið vart við slíkt efni er það fjar­lægt sam­stund­is. Auk þess er bannað að styðja opin­ber­lega eða vera hluti af skipu­lögðum hat­urs­hópum á sam­félas­g­miðl­in­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Face­book hefur Robin­son ítrekað hvatt til ofbeldis gagn­vart múslimum á Face­book-­síðu sinn­i. 

Robin­son var end­an­lega bann­aður af miðl­inum á dög­unum eftir að fyri­tækið hafði sent Robins­son loka­við­vörun þess efnis að hann yrði fjar­lægður af miðl­inum ef hann héldi áfram að brjóta reglur fyr­ir­tæk­is­ins um hat­urs­orð­ræðu. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu hélt Robin­son ítrekað áfram að ýta undir hatur gagn­vart múslimum og auk þess hafi hann deilt fjölda ein­elt­is­mynda­banda á síðu sinni. Aðgangi hans hefur því nú verið lokað til fram­tíðar bæði Face­book og Instagram.

Auglýsing

Í umfjöllun Guar­dian segir að nú þegar Robin­son hefur verið bann­aður á sam­fé­lags­miðlum gæti það haft veru­leg áhrif á mögu­leika hans að ná til fólk.  Hann er nú þegar bann­aðar á sam­félas­g­miðl­inum Twitter síðan í mars í fyrra en í kjöl­far banns­ins á Face­book og Instagram hefur Robin­son nú aðeins mið­il­inn Youtube til að ná til fylgj­enda sinna og breiða út hug­mynda­fræði sína.

Robin­son deildi mynd­bandi á Instagram rétt áður en aðgangi hans var lokað þar sem hann ásak­aði Face­book um að vinna með fjöl­miðlum með það að mark­miði að rit­skoða hann á sem flestum stöð­um. Robi­son hefur ítrekað gagn­rýnt fjöl­miðla í Bret­landi fyrir rit­skoðun og sagt þá í her­ferð gegn hon­um. Auk þess hefur hann birt vin­sæl mynd­bönd á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann sýnir fram á meinta tví­feldni almennra fjöl­miðla.

Átti að halda fyr­ir­lestur hér á landi

Til stóð að Robins­son héldi fyr­ir­lestur hér á landi á ráð­stefnu á Grand Hótel í fyrra en það voru sam­tökin Vakur sem stóðu að henni. Ekk­ert varð þó úr við­burð­unum og end­aði Robin­son á að koma ekki til lands­ins.

Þá kærði Sig­ur­freyr Jón­as­son blaða­mann­inn Sig­mar Guð­munds­son til Blaða­manna­fé­lags­ins fyrir hönd Robin­son. Ástæðan var við­tal Sig­mars við Viðar Þor­steins­son, heim­spek­ing, í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í febr­úar þar sem þeir ræddu Robin­son og fyrir hvað hann stæði. Kærunni var að lokum vísað frá en hún barst nefnd­inni of sein­t. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent