Tommy Robin­son bannaður á Facebook og Instagram

Hinn umdeildi Tommy Robinson var á dögunum meinaður aðgangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðlanna um hatursorðræðu. Twitter-reikningi hans var auk þess lokað í mars í fyrra.

Tommy Robinson
Tommy Robinson
Auglýsing

Hinn umdeildi Tommy Robinson, hefur verið bannaður á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Tommy Robinson er öfga-hægrisinnaður aðgerðarsinni en hann stofnaði meðal annars samtökin English Defence League árið 2009. Sam­tök­in hafa það að mark­miði að berj­ast gegn „íslam­væðingu“ í Bretlandi en auk þess hefur hann tekið þátt í þróun hinna andíslömsku Pegida- samtaka í Bretlandi. Aðgangi hans var eytt af samfélagsmiðlunum eftir að hann hafði ítrekað brotið reglur Facebook um hatursorðræðu. Frá þessu er greint á The Guardian.  

Braut ítrekað reglur Facebook um hatursorðræðu

Fyrirtækið Facebook hefur sett sér þá stefnu að bannað er að nota hatursorðræðu á miðlum fyrirtæksins. Bannaið er er að ýta undir hatur og ofbeldi eða önnur form af umburðarleysi sem ganga á rétt fólks og verði fyrirtækið vart við slíkt efni er það fjarlægt samstundis. Auk þess er bannað að styðja opinberlega eða vera hluti af skipulögðum haturshópum á samfélasgmiðlinum. Samkvæmt tilkynningu frá Facebook hefur Robinson ítrekað hvatt til ofbeldis gagnvart múslimum á Facebook-síðu sinni. 

Robinson var endanlega bannaður af miðlinum á dögunum eftir að fyritækið hafði sent Robinsson lokaviðvörun þess efnis að hann yrði fjarlægður af miðlinum ef hann héldi áfram að brjóta reglur fyrirtækisins um hatursorðræðu. Samkvæmt fyrirtækinu hélt Robinson ítrekað áfram að ýta undir hatur gagnvart múslimum og auk þess hafi hann deilt fjölda eineltismyndabanda á síðu sinni. Aðgangi hans hefur því nú verið lokað til framtíðar bæði Facebook og Instagram.

Auglýsing

Í umfjöllun Guardian segir að nú þegar Robinson hefur verið bannaður á samfélagsmiðlum gæti það haft veruleg áhrif á möguleika hans að ná til fólk.  Hann er nú þegar bannaðar á samfélasgmiðlinum Twitter síðan í mars í fyrra en í kjölfar bannsins á Facebook og Instagram hefur Robinson nú aðeins miðilinn Youtube til að ná til fylgjenda sinna og breiða út hugmyndafræði sína.

Robinson deildi myndbandi á Instagram rétt áður en aðgangi hans var lokað þar sem hann ásakaði Facebook um að vinna með fjölmiðlum með það að markmiði að ritskoða hann á sem flestum stöðum. Robison hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla í Bretlandi fyrir ritskoðun og sagt þá í herferð gegn honum. Auk þess hefur hann birt vinsæl myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir fram á meinta tvífeldni almennra fjölmiðla.

Átti að halda fyrirlestur hér á landi

Til stóð að Robinsson héldi fyrirlestur hér á landi á ráðstefnu á Grand Hótel í fyrra en það voru samtökin Vakur sem stóðu að henni. Ekkert varð þó úr viðburðunum og endaði Robinson á að koma ekki til landsins.

Þá kærði Sigurfreyr Jónasson blaðamanninn Sigmar Guðmundsson til Blaðamannafélagsins fyrir hönd Robinson. Ástæðan var viðtal Sigmars við Viðar Þorsteinsson, heimspeking, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í febrúar þar sem þeir ræddu Robinson og fyrir hvað hann stæði. Kærunni var að lokum vísað frá en hún barst nefndinni of seint. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent