Metamates: Töff gælunafn eða endalok krúttlegrar hefðar tæknigeirans?

Mark Zuckerberg vill að starfsmenn Meta kalli sig Metamates. Ákveðin gælunafnamenning hefur verið ríkjandi í tæknigeiranum vestanhafs en starfsfólk Meta hefur skiptar skoðanir. „Við erum alltaf að breyta nafninu á öllu og það er ruglandi.“

„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
Auglýsing

Ný gildi sam­fé­lags­miðl­aris­ans Meta, eins verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, voru kynnt af Mark Zucker­berg, stofn­anda Face­book og for­stjóra Meta, í vik­unni. Í leið­inni svipti hann hul­unni af því sem hann hvetur starfs­fólk hér eftir til að kalla sig: Meta­mates.

Gælu­nöfn yfir starfs­fólk tækni­fyr­ir­tækja er eitt­hvað sem tíðkast hefur í Banda­ríkj­unum frá því að þau fyrstu urðu til í Kís­ildaln­um. Þannig gengur starfs­fólk Google undir nafn­inu „Googler­s“, „Amazon­i­ans“ starfa hjá Amazon og starfs­fólk Yahoo gengur ein­fald­lega undir nafn­inu „Ya­hoos“. Það var því bara tíma­spurs­mál hvenær starfs­fólk Meta fengi nýtt nafn eftir að fyr­ir­tækið sagði skilið við Face­book-­nafnið og „Face­bookers“ á síð­asta ári.

Auglýsing

Svo það fari ekki milli mála þá fól nafn­breyt­ingin í októ­ber í sér breyt­ingu á nafni móð­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Face­book. Sam­­­fé­lags­mið­ill­inn Face­­book eins og við þekkjum hann hefur ekki breyt­­­ast mik­ið, ef eitt­hvað. Face­book varð Meta en sam­­­fé­lags­mið­ill­inn Face­­book fór undir hatt fyr­ir­tæk­is­ins líkt og Instagram, Whatsapp og Oculus, smá­­­for­­rit og sam­­­fé­lags­miðlar sem eru í eigu fyr­ir­tæk­is­ins.

Nýr kafli Meta haf­inn

Við nafn­breyt­ing­una sagði Zucker­berg að Face­­book-­­nafnið fang­aði ekki lengur allt sem fyr­ir­tækið gerir og heildin væri of tengd við eina vöru, þ.e. sam­fé­lags­mið­il­inn Face­­book. Hann sagð­ist von­a að með tíð og tíma yrði litið á Meta sem „meta­ver­­se“ fyr­ir­tæki, þar sem raun­veru­leiki og sýnd­ar­leiki sam­ein­ast í einni ver­öld þar sem not­endum er nán­ast ekk­ert óvið­kom­andi.

Zucker­berg segir í færslu á Face­book að nú sé nýr kafli fyr­ir­tæk­is­ins haf­inn, sem Meta, og því sé kom­inn tími til end­ur­skoða gildi þess og því hafi þau verið upp­færð. „Við munum halda áfram að ráða fólk út um allan heim og það er gagn­legt fyrir fólk að vita hvernig það er að vinna hjá Meta og hvað aðskilur okkur frá öðrum fyr­ir­tækj­u­m,“ segir Zucker­berg í færsl­unni, en í henni deilir hann einnig bréfi til starfs­manna sem hann sendi í vik­unni.

Zucker­berg segir að verk­efni Meta sem meta­ver­se-­fyr­ir­tækis sé að leggja grunn að fram­tíð félags­legra tengsla. „Nú er rétti tím­inn til að upp­færa gildi okkar og menn­ing­ar­legt stýri­kerf­i,“ segir hann í færslu sinni.

As we build the next chapter of our company as Meta, we just updated the values that guide our work. I wrote the not­e...

Posted by Mark Zucker­berg on Tues­day, Febru­ary 15, 2022

Áhersla á sam­vinnu og sam­stöðu

Meðal gilda og slag­orða sem Face­book hefur unnið með frá stofnun þess árið 2004 eru „move fast and break things“, sem síðar var tónað niður í „move fast“ þannig að í stað­inn fyrir að „vinna hratt og brjóta hluti“ voru skila­boðin ein­fald­lega að vinna hratt. Nú beinir Zucker­berg skila­boðum sínum til starfs­fólks­ins að halda áfram að vinna hratt, en gera það sam­an: „Move fast together“. „Þetta snýst um að vinna hratt í sam­ein­ingu - í eina átt sem fyr­ir­tæki, ekki bara sem ein­stak­ling­ar.“

Á ýmsu hefur gengið hjá Meta síð­asta ár. Face­book-skjölin, þar sem fyrr­ver­andi starfs­maður Face­book lak gögnum til Wall Street Journal, komu upp um vafa­sama hegðun Face­book, svo sem að ein­blína á gróða frekar en öryggi not­enda sinna og að hylma yfir sönn­un­­ar­­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­­urs í gróða­­skyni. Bil­anir plög­uðu einnig fyr­ir­tækið á síð­asta ári þar sem Face­book og fleiri sam­fé­lags­miðlar fyr­ir­tæk­is­ins lágu niðri í margar klukku­stund­ir.

Mark Zuckerberg kynnti nafnbreytingu Facebook í Meta í lok október á síðasta ári.

Dag­legum not­endum fækkar í fyrsta skipti í sögu Face­book

Nafn­breyt­ingin var ekki síst gerð til að breyta, og í leið bæta, ímynd Face­book. Stað­reyndin er hins vegar sú að Face­book, eða Meta, er enn í vand­ræð­um.

Á síð­­asta árs­fjórð­ungi fækk­­aði dag­­legum not­endum Face­­book um 500 þús­und og er það í fyrsta skipti í 18 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins sem dag­legum not­endum fækk­ar. Aðrir miðlar í eigu Meta, líkt og WhatsApp, Messen­­ger og Instagram, náðu heldur ekki að bæta við sig mörgum not­end­­um.

Eftir kynn­ingu síð­asta árs­hluta­upp­gjörs hrundi verðið á hluta­bréfum í Meta um fimmt­ung á einum degi, eftir að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru undir vænt­ingum í nýbirtu árs­fjórð­ungs­­upp­­­gjöri. Mark­aðsvirði Meta féll því um rúma 200 millj­arða doll­ara á sól­ar­hring.

Í til­­kynn­ingu sinni með árs­hluta­­upp­­­gjör­inu seg­ist Meta búast við áfram­hald­andi erf­ið­­leikum í tekju­öflun vegna auk­innar sam­keppni og breyt­inga í neyt­enda­hegð­un. Einnig býst fyr­ir­tækið við erf­ið­­leikum vegna nýrra laga­­setn­inga sem gera fyr­ir­tæk­inu erf­ið­­ara fyrir að safna upp­­lýs­ingum um neyt­end­­ur.

„Meta­mates“ upp­á­stunga frá manni sem notar ekki Face­book

Ímynd­ar­upp­bygg­ing Meta heldur hins vegar áfram og virð­ist hluti af henni, ef marka má orð Zucker­berg, að efla starfs­manna­and­ann og sýna í leið­inni hvað það er gaman að vinna hjá Meta. Á starfs­manna­fund­inum í vik­unni kynnti Zucker­berg ný ein­kunn­ar­orð fyr­ir­tæk­is­ins: Meta, Meta­mates, Me. „Þetta snýst um að vera góðir full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins okkar og mark­miða þess. Þetta snýst um ábyrgð­ar­kennd okkar gagn­vart sam­eig­in­legri vel­gengni okkar sem liðs­fé­lag­ar. Þetta snýst um að hugsa vel um fyr­ir­tækið okkar og hvort ann­að,“ segir Zucker­berg í færslu sinni.

Meta­mates er í raun vísun í banda­ríska sjó­her­inn og kemur hug­myndin frá Dou­glas Hof­stadter, pró­fessor í hug­rænum vís­indum við Indi­ana Uni­versity. Hof­stadter, sem hlaut Pulitz­er-verð­launin fyrir bók sína „Gödel, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid“, stakk upp á Meta­mates í tölvu­pósti frá yfir­manni tækni­mála hjá Meta, sem leit­aði eftir upp­á­stungum frá honum í tölvu­pósti.

Túlka má ein­kunn­ar­orðin „Meta, Meta­mates, Me“ sem vísun í banda­ríska sjó­her­inn sem hefur stuðst við ein­kunn­ar­orðin „Ship, Ship­mates, Sel­f“, sem Instagram hefur reyndar líka gert. Hof­stadter stakk upp­runa­lega upp á „teamma­te“ til að lýsa starfs­fólki Meta en „Meta­ma­te“ var nefnt sem annar mögu­legur kost­ur. Aðspurður seg­ist Hof­stader ekki hafa hug­mynd um að Meta hafi tekið upp „Meta­mates“ fyrir starfs­fólk sitt. „Á meðan ég man, ég nota ekki Face­book og hef aldrei gert,“ skrifar hann í tölvu­pósti til blaða­manns New York Times. „Ég forð­ast alla sam­fé­lags­miðla, þeir eru ekki minn stíll. En tölvu­póst nota ég!“

Fyr­ir­tækja­menn­ing tækni­geirans ekki jafn krútt­leg og áður

En mun starfs­­fólk Meta koma til með að tala um sig og sam­­starfs­­fé­lag­ana sem Meta­mates?

Hund­ruð starfs­manna brugð­ust við tíð­ind­unum á innri vef Meta með hjarta-­lynd­is­tákni (e. emoji) en efa­semd­ar­tón má greina í einka­skila­boðum sem New York Times hefur undir hönd­um. „Hvernig er þetta að fara að breyta fyr­ir­tæk­inu? Ég skil ekki skila­boð­in,“ skrifar verk­fræð­ingur hjá Meta í skila­boðum til sam­starfs­manns. „Við erum alltaf að breyta nafn­inu á öllu og það er rugl­and­i.“ Þá nefna nokkrir starfs­menn að þeim finn­ist vísun í her­inn óþægi­leg til­hugs­un.

Blaða­maður New York Times spyr hvort ekki sé kom­inn tími á að tækni­fyr­ir­tækin segi skilið við gælu­nöfn­in. Þau hafi kannski þótt töff þegar fyr­ir­tækin voru að stíga sín fyrstu skref. Tækni sé hins vegar eðli­legur hluti af lífi fólks í dag og „krútt­leg tækni­fyr­ir­tækja­menn­ing“ heyri því sög­unni til, svo sem gælu­nöfn yfir starfs­fólk­ið.

Zucker­berg virð­ist hins vegar sann­færður um ágæti Meta­mates og brýnir fyrir starfs­fólki sínu að hugsa til lengri tíma. „Við eigum að takast á við þær áskor­anir sem munu hafa hvað mest áhrif, jafn­vel þótt árang­ur­inn verði ekki sýni­legur fyrr en eftir nokkur ár.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar