Mynd: Samsett modernanetflixmeta.png
Mynd: Samsett

Vonarstjörnur á hlutabréfamarkaði dofna

Áhugi fjárfesta á ýmsum fyrirtækjum sem hafa vaxið hratt í faraldrinum er byrjaður að dvína, en virði líftæknifyrirtækja, ásamt streymisveitum og samfélagsmiðlum, hefur minnkað hratt á síðustu vikum.

Síð­ustu tvö ár hafa verið gjöful fyrir ýmis líf­tækni­fyr­ir­tæki, streym­isveitur og sam­fé­lags­miðla, en vegna beinna og óbeinna áhrifa heims­far­ald­urs­ins hefur eft­ir­spurn eftir starf­semi þeirra auk­ist nokk­uð. Á sama tíma hafa lágir vextir á heims­vísu einnig aukið almennan áhuga á fjár­fest­ing­um, svo virði ýmissa fyr­ir­tækja á hluta­bréfa­mark­aði hefur auk­ist sömu­leið­is.

Á síð­ustu vikum hefur þessi þróun þó snú­ist við að nokkru leyti, en vísi­tölur á hluta­bréfa­mörk­uðum hafa lækkað víða um heim frá síð­ustu ára­mót­um. Lækk­unin hefur þó verið enn meiri hjá áður­nefndum fyr­ir­tækjum í tækni- og heil­brigð­is­geir­an­um. Að hluta til má rekja minni áhuga fjár­festa á þessum fyr­ir­tækjum til áætl­ana um að far­aldr­inum sé að ljúka, en einnig hefur harðn­andi sam­keppni og aukið aðhald stjórn­valda skipt þar máli.

Túristar flýja eftir útboð

Sam­kvæmt Fin­ancial Times hefur fjöldi líf­tækni­fyr­ir­tækja lent í lausa­fjár­vand­ræðum á síð­ustu vikum þar sem nýir fjár­festar hafa verið fljótir að selja sína hluti í þeim.

Mörg þeirra hafa nýtt sér auk­inn áhuga almenn­ings á þeim í kjöl­far far­ald­urs­ins og skráð sig á hluta­bréfa­mark­að, en á síð­ustu tveimur árum hafa þau náð að afla sér tæpa 33 millj­arða Banda­ríkja­dala í gegnum almenn hluta­fjár­út­boð. Hins vegar er hluta­bréfa­verðið hjá 83 pró­sent þess­ara nýskráðu líf­tækni­fyr­ir­tækja nú lægra en útboðs­verð­ið.

Vonir stóðu til um að nýskráðu fyr­ir­tæk­in, sem flest skila tapi af starf­semi sinni fyrstu árin, myndu geta náð að fjár­magna rekstur sinn með reglu­legum hluta­fjár­út­boðum framan af. Hins vegar hefur sú von dofnað núna, þar sem þessi fyr­ir­tæki hafa verið þau fyrstu sem fjár­festar hafa viljað selja nú þegar gustar um hluta­bréfa­mark­aði vest­an­hafs.

Við­mæl­endur Fin­ancial Times telja að flótti fjár­fest­anna frá líf­tækni­fyr­ir­tækjum sé einnig að hluta til vegna þess að þau hafi verið ofmetin á tímum far­ald­urs­ins, þegar jákvæðar fréttir um bólu­efni gegn COVID-19 voru tíð­ar. Sömu­leiðis nefna þeir að áhyggjur af auknum áhuga sam­keppn­is­yf­ir­valda á stóru lyfja­fyr­ir­tækin hafi einnig haft nei­kvæð áhrif.

Sér­fræð­ingar innan líf­tækni­geirans hafa skellt skuld­inni á „túrista­fjár­festa,“ sem höfðu litla fyrri reynslu af því að fjár­festa í þessum fyr­ir­tækjum en ákváðu að hoppa á vagn­inn á síð­ustu mán­uð­um. Þessir „túristar“ hafi svo verið fljótir að selja sína hluti þegar óvissa um hluta­bréfa­verð á fyr­ir­tækj­unum fór að aukast.

Hækkun hjá Net­flix gengin til baka

Sömu sögu er að segja um Net­fl­ix, sem hækk­aði tölu­vert í verði eftir að far­ald­ur­inn hófst og eft­ir­spurn eftir þjón­ust­unni jókst sam­hliða sótt­varn­ar­að­gerðum um allan heim. Líkt og sjá má á mynd hér að neðan hefur þessi hækkun þó gengið til baka að öllu leyti á síð­ustu tveimur mán­uð­um. Mesta lækk­unin átti sér stað í lok jan­ú­ar, eftir að fyr­ir­tækið til­kynnti að nýir áskrif­endur á árinu yrðu lík­lega helm­ingi færri en áður var talið.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Yahoo Finance

Net­flix segir þennan hæga vöxt að hluta til vera vegna fram­boðs­trufl­ana, en fresta hefur þurft birt­ingu ýmissa mynda og þáttar­aða sem voru fram­leiddar af streym­isveit­unni. Fyr­ir­tækið sagði þó und­ir­stöður fyr­ir­tæk­is­ins vera nokkuð stöðugar og að lang­tíma­horfur væru enn góð­ar.

Önnur ástæða verð­lækk­unar á hluta­bréfum í Net­flix gæti einnig aukin sam­keppni frá öðrum streym­isveit­um. Sam­kvæmt nýlegri frétt Reuters hefur streym­isveitan Dis­ney+ náð að laða til sín fjölda nýrra áskrif­enda á síð­ustu mán­uð­um, en hún býst við enn meiri vexti á síð­ari hluta árs­ins.

Not­endum Face­book fækkar

Önnur tækni­fyr­ir­tæki hafa einnig lækkað tölu­vert í verði í kjöl­far auk­innar sam­keppni og verri horfur um fram­tíð­ar­vöxt. Í síð­ustu viku hrundi verðið á hluta­bréfum í sam­fé­lags­miðl­aris­anum Meta um fimmt­ung á einum degi, eftir að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru undir vænt­ingum í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri.

Á síð­asta árs­fjórð­ungi fækk­aði dag­legum not­endum Face­book, sem er í eigu Meta, um 500 þús­und. Þetta er í fyrsta skiptið í 18 ára sögu mið­ils­ins sem not­endum fækk­ar, en aðrir miðlar í eigu Meta, líkt og WhatsApp, Messen­ger og Instagram, náðu heldur ekki að bæta við sig mörgum not­end­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Axios um málið sýnir lök rekstr­ar­nið­ur­staða Meta hversu við­kvæm sam­fé­lags­miðlar eru sem byggja tekjur sínar ein­göngu á aug­lýs­inga­tekj­um. Einnig hefur sam­keppnin auk­ist eftir því sem aðrir sam­fé­lags­miðl­ar, líkt og TikT­ok, hafa náð að festa sig í sessi.

Í til­kynn­ingu sinni með árs­hluta­upp­gjör­inu seg­ist Meta búast við áfram­hald­andi erf­ið­leikum í tekju­öflun vegna auk­innar sam­keppni og breyt­inga í neyt­enda­hegð­un. Einnig býst fyr­ir­tækið við erf­ið­leikum vegna nýrra laga­setn­inga sem gera fyr­ir­tæk­inu erf­ið­ara fyrir að safna upp­lýs­ingum um neyt­end­ur.

Bar­átta Meta við sam­keppn­is­yf­ir­völd í Evr­ópu hafa harðnað á síð­ustu dög­um, en í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins var mögu­leik­inn á að hætta allri starf­semi í álf­unni nefndur vegna strang­ari per­sónu­vernd­ar­reglna.

Stjórn­völd í Frakk­landi og Þýska­landi gerðu lítið úr þessum ummælum Meta í vik­unni og sögðu það vera vel mögu­legt að lifa án sam­fé­lags­mið­ils­ins. Efna­hags­ráð­herra Þýska­lands, Robert Habeck, sagði innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins ver nægi­lega stóran til að standa ekki ógn af slíkum hót­un­um, ef aðild­ar­ríki þess væru öll á sama máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar