Tíu staðreyndir um banka sem græddu mjög mikið af peningum í fyrra

Hagnaður þriggja stærstu banka landsins jókst um 170 prósent milli ára. Stjórnvöld og Seðlabankinn gripu til aðgerða við upphaf faraldurs sem leiddu til þess að hagnaðartækifæri þeirra jukust mikið. Bankarnir ætla að skila tugum milljarða til hluthafa.

Bankarnir
Auglýsing

Hagn­að­ur: 81,2 millj­arðar króna

Allir stóru bank­­arnir þrír; Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki, hafa nú birt árs­­reikn­inga sína vegna árs­ins 2021. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra á því ári var 81,2 millj­­arðar króna. Það er um 170 pró­sent meiri hagn­aður en þeir skil­uðu árið 2020. Bank­arnir þrír urðu allir til á grund­velli neyð­ar­laga sem sett voru haustið 2008, í kjöl­far banka­hruns­ins. Þá voru eignir fall­inna banka fluttar með handafli yfir á nýjar kenni­töl­ur. Sam­an­lagður hagn­aður stóru bank­anna frá hruni er 750,2 millj­arðar króna. Mestur var hann árið 2015, en þá lit­aði umfangs­mikil eigna­sala upp­gjör­ið.

Virði útlána­safns jókst og íbúð­ar­lánum fjölg­aði

Hinn mikli hagn­aður bank­anna er að stóru leyti til­kom­inn vegna þess að virð­is­mat á útlána­safni þeirra hefur auk­ist. Þeir færðu þau söfn niður um 25,8 millj­arða króna árið 2020 en sömu söfn voru færð aftur upp um 13,2 millj­arða króna í fyrra. Það þýðir að líkur á því að útlán, aðal­lega til fyr­ir­tækja, inn­heimt­ist hafa auk­ist veru­lega.

Húsnæðisverð hefur hækkað skarpt í faraldrinum og mikill skortur er á íbúðum. Mynd: Bára Huld Beck

Þá hafa útlána­söfn allra bank­anna þriggja stækkað mik­ið, aðal­lega vegna þess að þeir hafa aukið við lán­veit­ingar til íbúð­ar­kaupa. Hlut­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­­­sent en var 55 pró­­­sent í byrjun árs 2020.

Vaxta­munur enn umtals­verður

Vaxta­munur bank­anna þriggja var á bil­inu 2,3-2,8 pró­­sent á síð­asta ári, sem er mjög svipað og hann var á árinu 2020, þegar hann var 2,7 pró­­sent að með­­al­tali. Mestur var hann hjá Arion banka en minnstur hjá Lands­bank­an­um. Til sam­an­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­sent í fyrra. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­­senti, sam­­kvæmt því sem fram kemur í árs­­riti Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja.

Vaxta­mun­­ur­inn myndar hreinar vaxta­­tekj­­ur. Á árinu 2021 var hann sam­an­lagt 105 millj­arðar króna hjá kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­unum þremur og jókst um 2,3 pró­sent milli ára.  

Hreinar þókn­ana­tekjur miklu hærri en 2020

Annar stór póstur í tekju­­mó­d­eli banka eru þókn­ana­­tekj­­ur, stundum líka kall­aðar þjón­ust­u­­tekj­­ur. Þar er um að ræða þókn­­anir fyrir t.d. eigna­­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf. Þessar tekjur uxu gríð­­ar­­lega á síð­asta ári. Hjá Lands­bank­anum fóru þær úr 7,6 í 9,5 millj­­arða króna og juk­ust því um 25 pró­­sent milli ára. Þar skipti meðal ann­­ars máli að samn­ingum um eigna­­stýr­ingu fjölg­aði um fjórð­ung milli ára. Þókn­ana­­tekjur Íslands­banka hækk­­uðu um 22,1 pró­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­arðar króna. Hreinar þókn­ana­tekjur Arion juk­ust um 26,7 pró­sent og voru 14,7 millj­arðar króna. Sam­tals voru því hreinar þókn­ana­tekjur bank­anna þriggja 37,1 millj­arður króna.

Arð­semi eig­in­fjár rauk upp milli ára ...

Bankar halda á miklu magni af eigin fé. Það magn sem þeir þurfa að halda á, til að geta til dæmis tek­ist á við áföll og virð­is­rýrnun lána, var aukið veru­lega eftir banka­hrunið til að koma í veg fyrir að sama staða kæmi upp á ný. Eigið fé við­skipta­bank­anna þriggja var sam­an­lagt 681 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. 

Auglýsing
Sá mæli­kvarði sem stjórn­endur banka nota til að mæla árangur sinn er ekki endi­lega hversu mik­ill hagn­aður er í krónum talið, heldur hver hlut­falls­leg arð­semi þessa eigin fjár er. Stjórnir við­skipta­banka á Íslandi gera kröfu um að arð­semi eigin fjár sé að minnsta kosti tíu pró­sent. Sögu­lega þá náði hún að vera sam­eig­in­lega rúm­lega ell­efu pró­sent að með­al­tali hjá bönk­unum þremur á árunum 2009 til 2018, en þar vigtar inn í að ein­skiptis­tekjur vegna t.d. sölu eigna voru umtals­verðar á fyrri hluta þess tíma­bils. Arð­semi eigin fjár Lands­bank­ans hækk­aði úr 4,3 pró­sent 2020 í 10,8 pró­sent í fyrra. Hjá Íslands­banka hækk­aði hún úr 7,6 pró­sent í 14,2 pró­sent og hjá Arion banka úr 6,5 pró­sent í 14,7 pró­sent.

... enn kostn­að­ar­hlut­fallið hélt áfram að lækka

Önnur leið til að auka hagnað er að spara í kostn­aði. Þar snýst allt um að ná niður hinu svo­kall­aða kostn­að­ar­hlut­falli, sem mælir hvað kostn­að­ur­inn er stórt hlut­fall af tekj­um. Yfir­lýst mark­mið íslensku bank­anna er að ná því hlut­falli niður fyrir 45-50 pró­sent og þeir eru að ná þeim mark­mið­um. Ein­faldasta leiðin til að ná kostn­að­­ar­hlut­­falli niður er að fækka starfs­­fólki. ­Kostn­að­­ar­hlut­­fall Lands­­bank­ans var 43,2 pró­­sent á árinu 2021 og lækk­­aði mynd­­ar­­lega mill ára, en það var 47,4 pró­sent árið 2020. Kostn­að­­ar­hlut­­fall Arion banka var 44,4 pró­­sent og lækk­­aði úr 48,1 pró­­sent milli ára. Kostn­að­­ar­hlut­­fall Íslands­banka lækk­­aði úr 54,3 pró­­sent í 46,2 pró­­sent milli ára.

Á annað hund­rað millj­örðum skilað til hlut­hafa á nokkrum árum

Ein skil­virkasta leiðin til að auka arð­semi eigin fjár er að minnka ein­fald­lega eigið féð með því að greiða það eigið fé sem þeir halda á umfram kröfur eft­ir­lits­að­ila út til hlut­hafa. Bæði Arion banki og Íslands­banki hafa það sem yfir­lýst mark­mið að gera það, í gegnum arð­greiðslur og end­ur­kaup á bréf­um. Minna eigið fé þýðir að hlut­falls­leg arð­semi eig­in­fjár í ann­ars óbreyttum rekstri eykst.

Arion banki, eini stóri bank­inn sem er ekki að neinu leyti í opin­berri eigu, hefur verið allra banka dug­leg­astur í þess­ari veg­ferð. Til stendur að greiða 79 pró­­sent af hagn­aði árs­ins út sem arð, alls 22,5 millj­­arða króna, og kaupa eigin bréf fyrir að minnsta kosti 4,3 millj­­arða króna á kom­andi ári. Gangi þessi áform eftir mun Arion banki vera búinn að skila hlut­höfum sínum 58,3 millj­­örðum króna frá byrjun síð­­asta árs. Bank­inn hefur áform um að greiða um 30 millj­­arða króna ofan á það til hlut­hafa í nán­­ustu fram­­tíð þannig að heildar útgreiðslur nemi allt að 88 millj­­örðum króna.

Auglýsing
Íslands­banki ætlar að greiða hlut­höfum sínum 11,9 millj­­arða króna í arð. Þar af fer 65 pró­­sent til stærsta ein­staka eig­and­ans, íslenska rík­­is­ins, eða rúm­­lega 7,7 millj­­arðar króna. Auk þess stefnir stjórn bank­ans að því að greiða út 40 millj­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­um. Sú veg­­ferð mun hefj­­ast með því að stjórn Íslands­­­banka mun leggja til við aðal­­fund bank­ans að hefja end­­ur­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­arða króna á næstu mán­uð­­um.

Banka­ráð Lands­­bank­ans ætlar að leggja til við aðal­­fund að greiddur verði út 14,4 millj­­arðar króna í arð vegna árs­ins 2021. Banka­ráð er jafn­­framt með til skoð­unar að leggja til að greiddur verði út sér­­stakur arður á árinu 2022. Ekki er til­­­greint hversu há sú greiðsla gæti orð­ið. Þessi upp­hæð fer nær öll í rík­is­sjóð.

Bónus­arnir snúa aftur

Allir banka­­stjórar stóru bank­anna fengu hærri greiðslur frá atvinn­u­rek­anda sínum í fyrra en á árinu 2020. Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, var með 69,8 millj­­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­­sjóð í fyrra, eða 5,8 millj­­ónir króna að með­­al­tali á mán­uði. Arion banki hefur einn stóru bank­anna inn­­­leitt kaupauka- og kaup­rétt­­ar­­kerfi sem umb­unar starfs­­fólki umtals­vert. 

Kaupauka­kerfið gengur meðal ann­­ars þannig fyrir sig að ef bank­inn nær því mark­miði að vera með meiri arð­­semi en helstu sam­keppn­is­að­ilar sínar þá fá stjórn­­­­­­­endur og það starfs­­­­­­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans allt að 25 pró­­­­­­­sent af föstum árs­­­­­­­launum í kaupauka­greiðslu, en í formi hluta­bréfa í bank­­­­­­­anum sem verða ekki laus til ráð­­­­­­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­­­­­­­­­­­um. Í til­­­­­felli Bene­dikts þýðir það kaupauka upp á 17,5 millj­­­ónir króna en hann var með 69,8 millj­­­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­­­sjóð á síð­­­asta ári. Sam­­kvæmt kaup­rétt­­ar­á­ætlun Arion banka geta allir fast­ráðnir starfs­­menn keypt hluta­bréf í bank­­anum fyrir 1,5 milljón króna einu sinni ári í fimm ár. Þau kaup fara fram á geng­inu 95,5 krón­­ur, en mark­aðsvirði Arion banka er 98 pró­­sent yfir því gengi í dag. Það þýðir að bréfin sem starfs­­maður kaupir á 1,5 millj­­ónir króna eru þriggja milljón króna virð­i. 

Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir. Mynd: Skjáskot

Birna Ein­­ar­s­dótt­ir, banka­­stjóri Íslands­­­banka, fékk sam­tals 68,6 millj­­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­­sjóð í fyrra, eða 5,7 millj­­ónir króna að með­­al­tali á mán­uði. Á árinu 2020 fékk hún 60,3 millj­­ónir króna í laun eða um fimm millj­­ónir króna á mán­uð­i. Mun­­ur­inn á launum milli ára skýrist af sér­­stakri 10,9 milljón króna greiðslu vegna yfir­­vinnu sem Birna fékk í tengslum við und­ir­­bún­­ing hluta­fjár­­út­­­boðs og skrán­ingar Íslands­­­banka á markað í fyrra­sum­­­ar. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­­­stjóri Lands­­­bank­ans, fékk 54,4 millj­­­ónir króna í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­­­sjóðs á síð­­­asta ári, eða rúm­­­lega 4,5 millj­­­ónir króna á mán­uði.

Fjölgar hjá Arion en fækkar hjá Íslands­banka

Lands­bank­inn er að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins þótt nokkur fjöldi starfs­manna eigi lít­inn hlut. Arion banki hefur verið skráður á markað frá sumr­inu 2018. Fjöldi hlut­hafa hans óx úr 7.400 í 11.300 í fyrra, eða um 53 pró­sent. Hluta­bréfa­verð í bank­anum tvö­fald­að­ist í fyrra. 

Auglýsing
Íslandsbanki var einka­væddur að hluta í fyrra þegar íslenska ríkið seldi 35 pró­sent hlut í bank­anum fyrir 55,3 millj­arða króna. Þegar hluta­fjár­út­boð Íslands­banka fór fram í fyrra­sumar tók 24 þús­und fjár­festar þátt í því. Fjöldi hlut­hafa Íslands­banka var kom­inn niður í 15.900 um síð­ustu ára­mót. Því liggur fyrir að yfir sjö þús­und fjár­festar hafa selt hlut­inn sem þeir keyptu rúmum átta mán­uðum eftir að útboðið fór fram. Síðan þá hefur mark­aðsvirði bank­ans auk­ist um 63 pró­sent, eða 97,3 millj­arða króna. Alls hafa 34 af þeim millj­örðum fallið nýjum eig­endum bank­ans í skaut. Sá sem keypti hluti fyrir eina milljón króna í júní 2021 getur selt þá með 630 þús­und króna hagn­aði í dag.

Framundan er frek­ari einka­væð­ing á banka­kerf­inu

Rík­­­is­­­stjórnin ætlar að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­­­sent eign­­­ar­hlut sinn í Íslands­­­­­banka að fullu á næstu tveimur árum. Til stendur að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­­­is­ins í sumar og ríkið reiknar með að fá um 75 millj­­­arða króna fyrir hann, sam­­­kvæmt því sem fram kom í fjár­­laga­frum­varpi yfir­­stand­andi árs. Það sem eftir stæði yrði svo selt 2023 ef mark­aðs­að­­­stæður yrðu ákjós­­­an­­­leg­­­ar.

Í grein­­ar­­gerð Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, um frek­­ari sölu á Íslands­­­banka sem birt­ist á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins í gær kom fram að hann Banka­sýsla rík­is­ins teldi skyn­sam­leg­ast að næsta skref í sölu Íslands­­­banka væri með útboði á hluta­bréfa­­mark­aði, þar sem hæfir fag­fjár­­­festar fengju mög­u­­leika á að kaupa hluti í bank­­anum á afslætti. Bjarni hefur sam­þykkt til­lög­una.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt lögum verða fjár­festar sem hyggj­ast fara með virkan eign­ar­hlut í banka að stand­ast hæf­is­mat sem bygg­ist á ítar­legri grein­ingu og gagna­öfl­un. Þeir þurfa að hafa gott orð­spor og búa við sterka fjár­hags­stöðu, en auk þess ætti eign­ar­haldið ekki að tor­velda eft­ir­liti eða leiða til pen­inga­þvættis eða aðra ólög­lega starf­semi.

Heim­ild er til staðar í fjár­lögum til að selja allt að 30 pró­sent í Lands­bank­anum líka. Stjórn­ar­flokk­arnir hafa hins vegar náð saman um að ekki verið haf­ist handa við þá sölu fyrr en að búið verður að selja Íslands­banka. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar