Aldrei fleiri drepnir af lögreglu í Bandaríkjunum

Frá árinu 2015 hefur lögreglan í Bandaríkjunum skotið 7.082 manns til bana. Í fyrra voru dauðsföllin 1.055 og hafa aldrei verið fleiri. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar eru svartir en þeir eru nær fjórðungur þeirra sem lögregla skýtur til bana.

Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Auglýsing

Lög­reglan í Banda­ríkj­unum skaut að minnsta kosti 1.055 manns til bana á síð­asta ári og hafa ekki verið fleiri frá því að Was­hington Post hóf árið 2015 að taka saman töl­fræði um fólk sem lög­regla skýtur til bana.

Það sem af er þessu ári hefur lög­reglan skotið 80 manns til bana. Meðal þeirra er Amir Locke, 22 ára svartur karl­mað­ur, sem var skot­inn til bana í heima­húsi í Minn­ea­polis á mið­viku­dags­kvöld. Lög­reglan var að rann­saka morð og nýtti sér heim­ild til að fara inn á heim­ili án þess að banka. Náms­fólk í borg­inni efndu til mót­mæla þar sem þau for­dæma morðið og krefj­ast þess að heim­ild lög­reglu til að fara inn á heim­ili án þess að banka verði end­ur­köll­uð.

Auglýsing
Lögregluofbeldi hefur verið umfangs­mikið í umræð­unni vest­an­hafs síð­ustu ár. Mann­rétt­inda­hreyf­ingin Black lives Matter var stofnuð árið 2013 og fékk byr undir báða vængi vorið 2020 eftir að Geor­ge Floyd, sem var svart­­ur, var myrt­ur af hvít­um lög­­­reglu­­manni, Þrátt fyrir vit­und­ar­vakn­ingu og mót­mæla­öldu gegn lög­reglu­of­beldi hafa lög­reglu­menn á vakt aldrei skotið jafn marga til bana.

FBI vantaldi þau sem lög­regla skaut til bana

Árið 2014 skaut lög­regla Mich­ael Brown, óvopn­aðan svartan mann, til bana. Í umfjöllun sinni um málið komst blaða­maður Was­hington Post að því að alrík­is­lög­reglan (FBI) vantaldi dauðs­föll af völdum lög­reglu um meira en helm­ing. Skýrist það einna helst af því að lög­reglu er val­kvætt að greina frá þegar almennir borg­arar láta lífið og kjósa fæstar lög­reglu­stöðvar að til­kynna slík dauðs­föll.

­Fjöl­mið­ill­inn ákvað því að taka saman og halda utan um töl­fræði yfir fjölda fólks sem lög­regla skýtur til bana. Tölur Was­hington Post byggja aðal­lega á frétta­flutn­ingi, sam­fé­lags­miðla­færslum og lög­reglu­skýrsl­um.

Frá því að Was­hington Post hóf að taka töl­fræð­ina saman hefur lög­regla skotið um þús­und manns til bana árlega, alls 7.082. Fæst voru þau árið 2016, 958 tals­ins en árið 2020 fór talan í fyrsta sinn yfir þús­und.

Heimild: Washington Post

Svartir 13 pró­sent þjóð­ar­innar en nær fjórð­ungur þeirra sem lög­regla skýtur til bana

Meðal þess sem lesa má úr gagna­grunn­inum er að þrátt fyrir að um helm­ingur þeirra sem lög­regla skýtur til bana eru hvítir eru hlut­fall svartra sem láta lífið að völdum lög­reglu yfir tvö­falt meira ef miðað er við sam­setn­ingu íbúa. 13 pró­sent Banda­ríkja­manna eru svartir en 22,3 pró­sent þeirra sem lög­regla hefur skotið til bana síð­ustu sjö ár eru svart­ir. Ef miðað er við óvopn­aða sem láta lífið af völdum lög­reglu er þriðj­ungur þeirra svart­ur.

Langstærstur hluti þeirra sem lög­regla skýtur til bana eru karl­menn eða 95 pró­sent og meira en helm­ingur þeirra er á aldr­inum 20 til 40 ára. Lög­regla hefur skotið fólk til bana í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna en eru algeng­ari í fjöl­mennum borg­um. Hæsta dán­ar­tíðnin er í Nýju Mexíkó, Alaska og Okla­homa.

Þrátt fyrir að talan hafi aldrei verið jafn há og nú segja sér­fræð­ingar að talan sé innan þeirra marka sem búist var við. Andrew Wheel­er, afbrota­fræð­ingur og töl­fræð­ing­ur, segir gögnin í sam­ræmi við þá stað­reynd að litlar breyt­ingar hafi verið gerðar á lög­gæslu í Banda­ríkj­unum síð­ustu ár. „Að minnsta kosti hvað varðar til­felli þar sem lög­reglu­menn skjóta fólk til bana,“ segir Wheel­er.

Morðið á George Floyd breytti í raun litlu

Dauði George Floayd í lok maí 2020 var drop­inn sem fyllti mæl­inn hjá fjölda fólks í Banda­ríkj­un­um. Eld­fimi drop­inn sem kveikti neista og gerði millj­­ónir manna bál­reið­­ar. Og vik­­urnar og mán­uð­ina á eftir log­uðu Banda­­ríkin stranda á milli.

Floyd bjó í Minn­ea­polis, einni þeirra borga þar sem ójöfn­uður milli svartra og hvítra íbúa er mik­ill. Þann 25. maí gekk hann inn í verslun og borg­aði fyrir sígar­ett­u­­pakka með pen­inga­­seðli sem afgreiðslu­­mann­inn grun­aði að væri fals­að­­ur. Hann hringdi því í lög­­regl­una sem kom skömmu síðar á vett­vang. Floyd var hand­­tek­inn og einn lög­­­reglu­­mann­anna setti hné sitt að hálsi hans. Floyd, liggj­andi á jörð­inni í hand­­járn­um, sagð­ist ekki ná and­­anum en það breytti engu, áfram var hnénu haldið að hálsi hans. Í átta mín­útur og 46 sek­únd­­ur. 

Þar til Floyd hætti að anda. 

Derek Chauvin, lög­reglu­mað­ur­inn sem kraup á hálsi hans, var dæmdur í 22 ára fang­elsi. En gögn sýna að dauði Floyd hefur í reun breytt litlu. Að vísu hafa yfir 400 frum­vörp verið lögð frá á rík­is­þingum sem snúa að vald­beit­ingu lög­reglu. Þá hafa sál­fræð­ingar veitt lög­reglu­mönnum á ákveðnum lög­reglu­stöðum veitt aðstoð sína og ráð um hvernig ber að nálg­ast fólk sem glímir við and­leg veik­indi. Það virð­ist ekki hafa skilað sér, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.

Wheeler segir að þó dauðs­föllum af völdum lög­reglu fari fjölg­andi milli ára þurfi að fara var­lega í að draga álykt­anir út frá töl­un­um. Frank­lin Zimr­ing, laga­pró­fessor og afbrota­fræð­ingur við Berkely háskól­ann í Kali­forn­íu, tekur í sama streng og bendir á að pró­sentu­aukn­ingin milli ára, þrjú pró­sent, sé lít­il.

„Góðu frétt­irnar eru þær að hlut­irnir eru ekki að versna mjög mik­ið. En slæmu frétt­irnar eru að þeir eru heldur ekki að verða betri,“ segir Zimr­ing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar