Fátt bendir til þess að hugmyndir Lilju um bankaskatt hafi stuðning innan ríkisstjórnar

Hækkun á bankaskatti var síðast lögð til í desember síðastliðnum á Alþingi. Þá lá þegar fyrir að bankar landsins myndu skila miklum hagnaði á síðasta ári. Tillögunni var hafnað. Vaxtamunur banka er enn hár í alþjóðlegum samanburði.

Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki sýnilegur vilji til að hækka bankaskatt á ný.
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki sýnilegur vilji til að hækka bankaskatt á ný.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­­mála-, við­­skipta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra sem situr í ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál, sagði við Morg­un­blaðið í gær að ef bankar lands­ins myndu ekki sjálfir mæta heim­ilum lands­ins í vaxta­verð­lagn­ingu gæti þurft að „end­­­ur­vekja banka­skatt, eins og við gerðum á sín­um tíma, til að dreifa þess­um byrð­u­m.“ Til­efnið var það sem hún kall­aði „of­ur­hagn­að“ kerf­is­lega mik­il­vægu bank­ana hér­lend­is. Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn högn­uð­ust sam­tals um 81,2 millj­arða króna á síð­asta ári. Það er 170 pró­sent meiri hagn­aður en þeir skil­uðu árið 2020.

Banka­skatt­ur­inn er reyndar enn við lýði, þótt hann hafi verið lækk­aður úr 0,376 í 0,145 pró­sent í fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þetta rýrði tekjur rík­­is­­sjóðs vegna skatts­ins um meira en sex millj­­arða króna á ári. ­Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur verið opin­skár með þá skoðun sína á und­an­förnum árum að banka­skatt­ur­inn þyrfti að lækka. Í kjöl­far þess að hann kynnti frum­varp um að lækka skatt­inn í skrefum haustið 2019 sagði Bjarni í stöðu­upp­færslu á Twitter að banka­skatt­ur­inn þyrfti að fara.

Eng­inn annar ráð­herra í rík­is­stjórn­inni hefur opin­ber­lega tekið undir hug­myndir Lilju um frek­ari skatt­lagn­ingu á banka vegna „of­ur­hagn­að­ar“ þeirra og þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Óli Björn Kára­son, sagði við vef Frétta­blaðs­ins í gær að hann væri vond hug­mynd. „Ég ætla að full­yrða það að það er eng­inn hljóm­grunnur fyrir slíkri skatt­heimtu í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“ ­Bjarni sagði svo sjálfur við sama vef í dag að hann væri alfarið á móti hug­mynd­inni um banka­skatt.

Hækkun banka­skatts lögð til í des­em­ber en til­lög­unni hafnað

Við­mæl­endur Kjarn­ans inn­an, úr stjórn­málum og fjár­mála­geir­an­um, telja engar líkur á því að rík­is­stjórnin muni standa að hækkun banka­skatts á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Hún sé að ein­beita sé að því að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­sent hlut í Íslands­banka og að hærri banka­skattur gæti haft áhrif á þá sölu. 

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra minnt­ist til að mynda ekk­ert á banka­skatt þegar rætt var við hana um hlut­verk bank­anna í end­ur­upp­bygg­ingu hér­lendis eftir far­aldur í hádeg­is­fréttum RÚV í dag. Hún sagði það mik­il­vægt að þeir sýndu við­skipta­vinum sínum svig­rúm og að arð­greiðslur út úr Lands­bank­an­um, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, og Íslands­banka, sem er enn í 65 pró­sent eigu rík­is­ins, yrðu að hluta nýttar í mik­il­vægar félags­legar aðgerðir að loknum far­aldri. Hún sagði enn fremur við vef Frétta­blaðs­ins að Lilja hefði ekki rætt hug­myndir sínar um banka­skatt í rík­is­stjórn.

Það við­mót fær stuðn­ing í því að stutt er síðan að lögð var fram til­laga innan þings um að hækka banka­skatt­inn, sem fékk ekki fram að ganga. Um er að ræða breyt­ing­­ar­til­lögu við band­orm vegna fjár­­laga­frum­varps 2022 sem Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­maður Flokks fólks­ins, lagði fram í des­em­ber. Á þeim tíma lá þegar fyrir að kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir myndu hagn­ast gríð­ar­lega á síð­asta ári. Hagn­aður þeirra á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 var enda 60 millj­arðar króna. 

Ást­hildur Lóa vís­aði í grein­ar­gerð sinn í að lækkun banka­skatts hafi ekki skilað þeim árangri sem stjórn­völd hefðu von­ast eft­ir, þ.e. að vaxta­munur myndi lækka skarpt. Það hefur ekki gerst. Árið 2020 var vaxta­munur banka 2,5-2,9 pró­sent en í fyrra 2,3-2,8 pró­sent. Til sam­an­­­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­­­sent á árinu 2020. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­­­­senti, sam­­­­kvæmt því sem fram kom í árs­­­­riti Sam­­­­taka fjár­­­­­­­mála­­­­fyr­ir­tækja fyrir það ár.

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar gerði þrátt fyrir það ekk­ert með til­lögu Ást­hildar Lóu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar