Ráðherra segir banka eiga að nota „ofurhagnað“ til að lækka vexti

Lilja Alfreðsdóttir segir að ef bankarnir útfæri ekki sjálfir leið til að nota mikinn hagnað sinn til að styðja við heimili og fyrirtæki í landinu komi til greina að hækka bankaskatt að nýju.

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sem situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, segir að vaxta­munur sé orð­inn of mik­ill á Íslandi, að bankar lands­ins eigi að lækka vexti á lánum heim­ila og fyr­ir­tækja í ljósi þess sem hún kallar ofur­hagnað þeirra. „ Ég tel óá­­byrgt að rík­­is­­sjóður borgi all­an reikn­ing­inn fyr­ir far­ald­­ur­inn og tel að bank­­arn­ir eigi að styðja við þau heim­ili og fyr­ir­tæki, sér í lagi í ferða­þjón­ustu, sem koma einna verst út úr far­aldr­in­­um. Þá vísa ég í þá sam­­fé­lags­­legu ábyrgð sem fjár­­­mála­­stofn­an­ir í land­inu þurfa að sýna þegar vaxta­stigið er farið að hækk­a.“ Geri bank­arnir það ekki sjálfir gæti þurft að „end­­ur­vekja banka­skatt, eins og við gerðum á sín­um tíma, til að dreifa þess­um byrð­u­m.“ 

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Hagn­að­ur­inn verður nálægt 80 millj­örðum

Tveir af þremur kerf­is­lega mik­il­vægum bönkum lands­ins, Arion banki og Lands­bank­inn, hafa birt upp­gjör sín fyrir árið 2021 og sá þriðji, Íslands­banki, gerir það í dag. Arion Banki hagn­að­ist um 28,6 millj­arða króna á síð­asta ári og ætlar sér að greiða 79 pró­sent þess hagn­aðar út í arð til hlut­hafa. Til við­bótar ætlar bank­inn að kaupa eigin bréf fyrir að minnsta kosti 3,4 millj­arða króna á árinu 2022. Hann skil­aði alls 31,5 millj­arði króna til hlut­hafa sinna í gegnum arð­greiðslur eða end­ur­kaup á bréfum í fyrra og hefur áform um að greiða þeim um 30 millj­arða króna til við­bótar í nán­ustu fram­tíð. Gangi þau áform eftir munu hlut­hafar bank­ans hafa fengið allt að 88 millj­arða króna greidda út úr honum frá byrjun árs 2021. Arion banki hefur líka tekið upp kaupauka- og kaup­rétt­ar­kerfi fyrir starfs­menn. Bank­inn bók­færði tæp­lega 1,6 millj­arða króna kostnað vegna kaupauka­greiðslna í fyrra. 

Auglýsing
Landsbankinn hagn­að­ist um 29 millj­arða króna í fyrra og ætlar að greiða eig­anda sín­um, rík­is­sjóði, 14,4 millj­arða króna í arð hið minnsta. Bank­inn heldur því opnu að ráð­ast í sér­staka arð­greiðslu til við­bót­ar. 

Íslands­banki birtir sitt árs­upp­gjör í dag. Hann hagn­að­ist um 16,6 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og því er sam­an­lagður hagn­aður þess­ara þriggja banka kom­inn upp í 74,1 millj­arða króna áður en að hagn­aður Íslands­banka á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2021 er tal­inn með, en hann mun alltaf hlaupa á millj­örðum króna. Til sam­an­burðar högn­uð­ust allir bank­arnir þrír sam­an­lagt um 29,8 millj­arða króna á árinu 2020. Í fyrra högn­uð­ust bæði Arion banki og Lands­bank­inn um þá upp­hæð hvor. 

Vaxta­munur miklu hærri en á Norð­ur­lönd­unum

Vaxta­munur banka er mun­­ur­inn á þeim vöxtum sem bank­­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán. Sam­an­­dregið þá borgar bank­inn lægri upp­­hæð fyrir að fá pen­inga á láni og rukkar álag fyrir að taka þá pen­inga og end­­ur­lána á hærri vöxt­­um. Það álag stendur undir rekstr­­ar­­kostn­aði bank­ans og myndar hluta hagn­aðar hans, en almennt hafa um 70 pró­­sent tekna kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna á Íslandi verið hreinar vaxta­­tekj­­ur. 

Vert er að taka fram að bankar fjár­­­magna sig líka með skulda­bréfa­út­­­gáfu sem fag­fjár­­­festar kaupa, ekki ein­ungis með inn­­lánum almenn­ings, líf­eyr­is­­sjóða og fyr­ir­tækja. 

Þeir sem greiða þá vexti eru að uppi­stöðu íslensk heim­ili og fyr­ir­tæki. 

­Bank­arnir kvört­uðu lengi yfir því að hinn svo­kall­aði banka­skattur gerði það að verkum að vaxta­munur þyrfti að vera hár. Með því gáfu þeir til kynna að heim­ilin og fyr­ir­tækin í land­inu væru látin greiða skatt­inn. Banka­skatt­ur­inn var lækk­aður úr 0,376 í 0,145 pró­­sent árið 2020 sem hluti af fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Þetta rýrði tekjur rík­is­sjóðs vegna skatts­ins um meira en sex millj­arða króna á ári. Skörp lækkun banka­skatts­ins, hefur ekki skilað því að vaxta­munur banka hafi lækkað sem neinu nem­ur. Vaxta­munur Arion banka á síð­asta ári var 2,8 pró­sent og lækk­aði úr 2,9 pró­sent árið 2020. Vaxta­munur Lands­bank­ans var 2,3 pró­sent. Til sam­an­­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­­sent á árinu 2020. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­­­senti, sam­­­kvæmt því sem fram kom í árs­­­riti Sam­­­taka fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja fyrir það ár.

Lækkun banka­skatts­ins hefur hins vegar spilað inn í miklar hækk­­­anir á virði hluta­bréfa í þeim bönkum sem skráðir eru á mark­að. Arion banki tvö­fald­að­ist til að mynda í mark­aðsvirði í fyrra.

Kemur til greina að end­ur­vekja banka­skatt­inn

Lilja segir í við­tal­inu við Morg­un­blaðið að eigna­verð hafi  hækkað mikið í far­aldr­in­um, bæði hluta­bréf og fast­­eign­ir, og við þær aðstæður sé ekki óeðli­­legt að bank­ar skili mikl­um hagn­aði. „Þetta er hins veg­ar of­­ur­hagn­aður og til þess að við öll, sam­­fé­lag­ið, kom­um vel út úr far­aldr­in­um þurf­um við að jafna byrð­ar­n­­ar.“ 

Hækkun á hús­næð­is­verði drífi áfram verð­bólgu og það muni skila vaxta­hækk­un­um. „Ég tel því mjög mik­il­vægt að ákveðin heim­ili, sér­­stak­­lega ungs fólks og tekju­lágra, sitji ekki eft­ir með svarta pét­­ur. Það er því betra að bank­­arn­ir komi strax inn í þetta og fari að huga að heim­il­un­um í land­inu og ef bank­­arn­ir finna ekki ein­hverja lausn á því tel ég að við ætt­­um að end­­ur­vekja banka­skatt­inn.“

Níu þing­menn frá Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Flokki fólks­ins og Pírötum hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að stjórn­völd greini þann vanda sem hafi skap­ast á hús­næð­is­mark­aði og grípi í kjöl­farið inn í stöð­una með mót­væg­is­að­gerð­u­m. 

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í Frétta­blað­inu í dag að hringl með hag­stjórn, sem birt­ist í því að vextir voru lækk­aðir hratt en síðan hækk­aðir hratt skömmu síð­ar, hafi skapað ójafn­vægi. Um þriðj­ungur þeirra sem keypti fast­eign í þessu ástandi séu fyrstu kaup­end­ur, að stærstum hluta ungt fólk sem er í fyrsta sinn að kom­ast í gegnum greiðslu­mat. „Hættan er sú að neyð­ar­á­stand geti skap­ast hjá þeim sem hafa skuld­sett sig hátt á dýrum fast­eigna­mark­aði [...] Við höfum sér­tækar leiðir til að koma pen­ingum til þeirra sem þess þurfa, svo sem vaxta­bæt­ur, barna­bætur og húsa­leigu­bæt­ur. Ef ástand­inu er leyft að grass­era er hættan sú að það komi miklu almenn­ari krafa um launa­hækk­anir sem verða mun dýr­ari fyrir fyr­ir­tæki og rík­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent