Andrés Ingi: Elsku Noregur, hættu þessu rugli!

Þingmaður Pírata segir að vegna Noregs þurfi Ísland að banna olíuleit innan íslenskrar lögsögu. „Það er vegna Noregs og annarra slíkra ríkja sem við þurfum að ganga í alþjóðlegt samband ríkja sem hafa snúið baki við olíu- og gasleit.“

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Við þurfum aðeins að ræða Nor­eg.“ Þannig hóf þing­maður Pírata, Andrés Ingi Jóns­son, mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Hann sagði að Nor­egur væri eins og önnur ríki Norð­ur­land­anna for­ystu­ríki í lofts­lags­málum en á sama tíma eitt ágeng­asta olíu­leit­ar­ríki Evr­ópu, ekki bara eitt ágeng­asta heldur það allra ágeng­asta.

Benti hann á að þetta hefði komið fram í skýrslu, gefin út af Oil Change International, þar sem farið hefði verið yfir tölu­legar stað­reyndir í Nor­egi.

Auglýsing

Norsk stjórn­völd gefið út 700 leyfi til leitar að olíu og gasi í norskri lög­sögu síð­ustu 10 ár

„Síð­ustu tíu árin hafa norsk stjórn­völd gefið út 700 leyfi til leitar að olíu og gasi í norskri lög­sögu sem er meira en 47 árin þar áður. Þau olíu- og gas­svæði sem þegar hefur verið gefið leyfi til að vinna úr myndu losa þrjú gígatonn af koltví­sýr­ingi sem er sex­tíu­föld losun Nor­egs sjálfs.

Og nú eru norsk stjórn­völd að veita leyfi fyrir tíma­sprengju nyrst í Barents­hafi, svo­kallað Wist­ing-­svæði sem gæti losað 200 milljón tonn af koltví­sýr­ingi ef sú olía myndi öll líta dags­ins ljós og henni yrði brennt,“ sagði hann.

Andrés Ingi sagði að það væri vegna Nor­egs sem Ísland þyrfti að banna olíu­leit innan íslenskrar lög­sögu og það væri vegna Nor­egs og ann­arra slíkra ríkja sem Íslend­ingar þyrftu að ganga í alþjóð­legt sam­band ríkja sem hafa snúið baki við olíu- og gasleit. Hann benti á að Ísland hefði ekki getað gengið í sam­bandið á síð­ustu lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna vegna þess að rík­is­stjórnin hefði ekki fengið sig til að sam­þykkja frum­varp hans um olíu­leit­ar­bann síð­ast­liðið vor.

„Þannig og aðeins þannig geta íslensk stjórn­völd mætt á fundi ásamt Dan­mörku og Sví­þjóð, sem hafa gengið í þetta banda­lag, og sagt: Elsku Nor­eg­ur, hættu þessu rugli.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent