Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar

Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Auglýsing

Face­book ætlar gera ákveðnar breyt­ingar á þjón­ustu sinni í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um, í því skyni að draga úr upp­lýs­inga­óreiðu og reyna að koma böndum yfir til­raunir til þess að hafa letj­andi áhrif á kosn­inga­þátt­töku. ­Mark Zucker­berg stofn­andi Face­book greindi frá þessu, í færslu á Face­book. 

Á meðal þess sem Face­book ætlar að gera er að hætta að taka á móti nýjum póli­tískum aug­lýs­ingum í birt­ingu síð­ustu vik­una fyrir kosn­ing­ar, frá 27. októ­ber og til kjör­dags­ins 3. nóv­em­ber. Zucker­berg segir í færslu sinni um málið að til­gang­ur­inn með þessu sé að tryggja að hægt verði að sann­reyna það sem fram kemur í aug­lýs­ing­unum fyrir kjör­dag, en ef aug­lýs­ingar yrðu birtar á Face­book með skemmri fyr­ir­vara yrði það mögu­lega erfitt. 

Einnig ætlar mið­ill­inn að fylgj­ast vel með til­raunum til þess að letja kjós­endur til þátt­töku og vinna með yfir­völdum til þess að fjar­lægja hverskyns mis­vísandi upp­lýs­ingar um kosn­ingar sem settar verða fram. Þá verða settar hömlur á hversu mörgum ein­stak­lingar geta áfram­sent ein­staka hlekki í gegnum Messen­ger. Hvern hlekk verður bara hægt að senda til eins ein­stak­lings í einu, í stað þess að hægt sé að deila hlekk með öllum vinum sín­um. 

Auglýsing

Segir Zucker­berg að þetta hafi áður verið gert á for­rit­inu WhatsApp á „við­kvæmum tíma­skeið­um“ og þetta hafi reynst vel í mörgum löndum til þess að koma í veg fyrir að lyga­sögur og fals­fréttir fari á flug.

Heims­far­ald­ur­inn setur líka mark sitt á aðgerðir Face­book: „Við erum að setja upp reglur gegn því að ógnir tengdar COVID-19 verði not­aðar til þess að letja fólk til kosn­inga­þát­töku. Við munum fjar­lægja færslur með full­yrð­ingum um að fólk muni fá COVID-19 ef það fer að kjósa. Við munum hengja skila­boð frá yfir­völdum um COVID-19 við færslur þar sem veiran er notuð til að letja fólk til þátt­töku í kosn­ingu og við munum ekki leyfa slík skila­boð í aug­lýs­ing­um,“ skrifar Zucker­berg. 

Mið­ill hans hefur þegar sett upp sér­stakan kosn­inga­upp­lýs­inga­vef þar sem kjós­endur geta leitað sér upp­lýs­ingar um hvernig eigi að skrá sig til að kjósa og hvernig eigi að bera sig að við það að póst­leggja atkvæði sín, svo eitt­hvað sé nefnt.

Sam­starf við Reuters og kosn­inga­yf­ir­völd um birt­ingu nið­ur­staðna

Ljóst er að í ljósi útbreiðslu COVID-19 í Banda­ríkj­unum munu mjög margir kjós­endur ákveða að bréf­leggja atkvæði sín. Við­búið er að þetta leiði til tafa á því að nið­ur­stöð­urnar verði kynntar og við því búast margir sér­fræð­ing­ar. Zucker­berg segir að fólk verði að vera und­ir­búið að nið­ur­stöður kosn­ing­anna verði vafa­mál, þar til atkvæða­taln­ingu lýk­ur, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur gefið í skyn að mögu­lega muni hann ekki sætta sig við nið­ur­stöðu kosn­ing­anna ef hann tap­ar, þar sem póst­at­kvæði auki hættu á að brögð séu í tafli. 

Ítrekað hefur komið fram að það er ekk­ert sem bendir til þess að þetta sé rétt hjá for­set­an­um, en Face­book ætlar að búa sig undir það að full­yrð­ingar um hver sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna sé muni ganga fram og til baka allt þar til loka­tölur liggja fyr­ir. 

Zucker­berg segir að Face­book muni miðla upp­lýs­ingum til not­enda til þess að „búa fólk undir mögu­leik­ann á því að það gæti tekið nokkurn tíma að fá opin­berar nið­ur­stöð­ur. Þessar upp­lýs­ingar munu hjálpa fólki að skilja að það er ekk­ert ólög­mætt við það að nið­ur­stöður verði ekki komnar á kosn­inga­nótt.“

Í þessu skyni ætlar Face­book í sam­starf við frétta­veit­una Reuters og kosn­inga­yf­ir­völd í Banda­rík­unum um upp­lýs­ingu­miðlun um nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Face­book ætlar að eiga frum­kvæði að því að láta fólk vita þegar nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir. 

„Ef ein­hver fram­bjóð­andi eða fylk­ing reynir að lýsa yfir sigri áður en nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir, munum við merkja færslur þeirra með upp­lýs­ingum um að opin­berar loka­nið­ur­stöður liggi ekki enn fyrir og vísa fólki á þær nið­ur­stöður sem liggja fyr­ir,“ skrifar Zucker­berg.

The US elect­ions are just two months away, and with Covid-19 affect­ing comm­unities across the country, I'm concer­ned...

Posted by Mark Zucker­berg on Thurs­day, Sept­em­ber 3, 2020Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent