Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar

Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Auglýsing

Face­book ætlar gera ákveðnar breyt­ingar á þjón­ustu sinni í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um, í því skyni að draga úr upp­lýs­inga­óreiðu og reyna að koma böndum yfir til­raunir til þess að hafa letj­andi áhrif á kosn­inga­þátt­töku. ­Mark Zucker­berg stofn­andi Face­book greindi frá þessu, í færslu á Face­book. 

Á meðal þess sem Face­book ætlar að gera er að hætta að taka á móti nýjum póli­tískum aug­lýs­ingum í birt­ingu síð­ustu vik­una fyrir kosn­ing­ar, frá 27. októ­ber og til kjör­dags­ins 3. nóv­em­ber. Zucker­berg segir í færslu sinni um málið að til­gang­ur­inn með þessu sé að tryggja að hægt verði að sann­reyna það sem fram kemur í aug­lýs­ing­unum fyrir kjör­dag, en ef aug­lýs­ingar yrðu birtar á Face­book með skemmri fyr­ir­vara yrði það mögu­lega erfitt. 

Einnig ætlar mið­ill­inn að fylgj­ast vel með til­raunum til þess að letja kjós­endur til þátt­töku og vinna með yfir­völdum til þess að fjar­lægja hverskyns mis­vísandi upp­lýs­ingar um kosn­ingar sem settar verða fram. Þá verða settar hömlur á hversu mörgum ein­stak­lingar geta áfram­sent ein­staka hlekki í gegnum Messen­ger. Hvern hlekk verður bara hægt að senda til eins ein­stak­lings í einu, í stað þess að hægt sé að deila hlekk með öllum vinum sín­um. 

Auglýsing

Segir Zucker­berg að þetta hafi áður verið gert á for­rit­inu WhatsApp á „við­kvæmum tíma­skeið­um“ og þetta hafi reynst vel í mörgum löndum til þess að koma í veg fyrir að lyga­sögur og fals­fréttir fari á flug.

Heims­far­ald­ur­inn setur líka mark sitt á aðgerðir Face­book: „Við erum að setja upp reglur gegn því að ógnir tengdar COVID-19 verði not­aðar til þess að letja fólk til kosn­inga­þát­töku. Við munum fjar­lægja færslur með full­yrð­ingum um að fólk muni fá COVID-19 ef það fer að kjósa. Við munum hengja skila­boð frá yfir­völdum um COVID-19 við færslur þar sem veiran er notuð til að letja fólk til þátt­töku í kosn­ingu og við munum ekki leyfa slík skila­boð í aug­lýs­ing­um,“ skrifar Zucker­berg. 

Mið­ill hans hefur þegar sett upp sér­stakan kosn­inga­upp­lýs­inga­vef þar sem kjós­endur geta leitað sér upp­lýs­ingar um hvernig eigi að skrá sig til að kjósa og hvernig eigi að bera sig að við það að póst­leggja atkvæði sín, svo eitt­hvað sé nefnt.

Sam­starf við Reuters og kosn­inga­yf­ir­völd um birt­ingu nið­ur­staðna

Ljóst er að í ljósi útbreiðslu COVID-19 í Banda­ríkj­unum munu mjög margir kjós­endur ákveða að bréf­leggja atkvæði sín. Við­búið er að þetta leiði til tafa á því að nið­ur­stöð­urnar verði kynntar og við því búast margir sér­fræð­ing­ar. Zucker­berg segir að fólk verði að vera und­ir­búið að nið­ur­stöður kosn­ing­anna verði vafa­mál, þar til atkvæða­taln­ingu lýk­ur, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur gefið í skyn að mögu­lega muni hann ekki sætta sig við nið­ur­stöðu kosn­ing­anna ef hann tap­ar, þar sem póst­at­kvæði auki hættu á að brögð séu í tafli. 

Ítrekað hefur komið fram að það er ekk­ert sem bendir til þess að þetta sé rétt hjá for­set­an­um, en Face­book ætlar að búa sig undir það að full­yrð­ingar um hver sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna sé muni ganga fram og til baka allt þar til loka­tölur liggja fyr­ir. 

Zucker­berg segir að Face­book muni miðla upp­lýs­ingum til not­enda til þess að „búa fólk undir mögu­leik­ann á því að það gæti tekið nokkurn tíma að fá opin­berar nið­ur­stöð­ur. Þessar upp­lýs­ingar munu hjálpa fólki að skilja að það er ekk­ert ólög­mætt við það að nið­ur­stöður verði ekki komnar á kosn­inga­nótt.“

Í þessu skyni ætlar Face­book í sam­starf við frétta­veit­una Reuters og kosn­inga­yf­ir­völd í Banda­rík­unum um upp­lýs­ingu­miðlun um nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Face­book ætlar að eiga frum­kvæði að því að láta fólk vita þegar nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir. 

„Ef ein­hver fram­bjóð­andi eða fylk­ing reynir að lýsa yfir sigri áður en nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir, munum við merkja færslur þeirra með upp­lýs­ingum um að opin­berar loka­nið­ur­stöður liggi ekki enn fyrir og vísa fólki á þær nið­ur­stöður sem liggja fyr­ir,“ skrifar Zucker­berg.

The US elect­ions are just two months away, and with Covid-19 affect­ing comm­unities across the country, I'm concer­ned...

Posted by Mark Zucker­berg on Thurs­day, Sept­em­ber 3, 2020Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent