Einkaskilaboð frá 81 þúsund Facebook-notendum til sölu

Einkasamtöl tugþúsunda notenda samfélagsmiðilsins víða um heim eru komin í hendur hakkara sem hyggjast selja þau á tólf krónur stykkið.

FAcebook
Auglýsing

Tölvu­þrjótar í Rúss­landi hyggj­ast selja einka­skila­boð frá meira en 80 þús­und Face­book-not­endum þar sem skila­boð frá hverjum not­anda muni kosta tólf krón­ur. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Sam­kvæmt frétt­inni kom umræddur leki fyrst í ljós í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar not­andi að nafni "FBSal­er" sagð­ist búa yfir upp­lýs­ingum um 120 millj­ónir Face­book-not­enda á ensku spjall­svæð­i. BBC lét rann­saka sann­leiks­gildi stað­hæf­ing­ar­innar og hefur stað­fest að einka­skila­boð meira en 81 þús­und aðganga séu í höndum tölvu­þrjót­anna.

Umræddir aðgangar eru frá fjöl­mörgum lönd­um, en flestir þeirra eru frá Rúss­landi og Úkra­ínu. Meðal ann­arra landa sem stolnu aðgang­arnir koma frá eru Banda­rík­in, Bret­land og Brasilía einnig nefnd. Skila­boðin hafa að geyma ýmsar per­sónu­upp­lýs­ing­ar, en meðal þeirra sem lekið hafa eru ferða­ljós­mynd­ir, spjall um nýlega Depeche Mode tón­leika og kvart­anir vegna tengda­son­ar.

Auglýsing

Hakk­ar­arn­ir virð­ast hafa teng­ingu við Rúss­land, en sam­kvæmt frétt­inni var ein vef­síða sem birti upp­lýs­ingar um aðgang­ana sett upp í Sankti Pét­urs­borg. Einnig birtu þeir aug­lýs­ingu sem dreift var um net­ið, en í henni buð­ust þrjót­arnir til að selja aðgang að skila­boðum hvers not­anda fyrir tíu sent, sem jafn­gildir tólf krón­um.

Sam­kvæmt Face­book hefur upp­lýs­ing­unum verið aflað í gegn­um vafra­við­bót (e. extension) sem not­end­urnir höfðu hlaðið nið­ur. Ekki hefur enn verið greint frá því hvaða vafra­við­bót er um að ræða en Gu­y Ros­en tals­mað­ur­ Face­book ­seg­ir  sam­fé­lags­mið­il­inn hafa séð fyrir því að hún væri ekki lengur aðgengi­leg á vefn­um. Ros­en bætir einnig við að mið­ill­inn vinni nú með lög­reglu auk rúss­neskra yfir­valda í því að síðan sem birti upp­lýs­ing­arnar yrði tekin nið­ur.

Face­book þver­tekur þó fyrir það að lek­inn sé vegna eigin mis­taka og bætir við að öryggi mið­ils­ins sé ekki í hætt­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent