Einkaskilaboð frá 81 þúsund Facebook-notendum til sölu

Einkasamtöl tugþúsunda notenda samfélagsmiðilsins víða um heim eru komin í hendur hakkara sem hyggjast selja þau á tólf krónur stykkið.

FAcebook
Auglýsing

Tölvu­þrjótar í Rúss­landi hyggj­ast selja einka­skila­boð frá meira en 80 þús­und Face­book-not­endum þar sem skila­boð frá hverjum not­anda muni kosta tólf krón­ur. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Sam­kvæmt frétt­inni kom umræddur leki fyrst í ljós í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar not­andi að nafni "FBSal­er" sagð­ist búa yfir upp­lýs­ingum um 120 millj­ónir Face­book-not­enda á ensku spjall­svæð­i. BBC lét rann­saka sann­leiks­gildi stað­hæf­ing­ar­innar og hefur stað­fest að einka­skila­boð meira en 81 þús­und aðganga séu í höndum tölvu­þrjót­anna.

Umræddir aðgangar eru frá fjöl­mörgum lönd­um, en flestir þeirra eru frá Rúss­landi og Úkra­ínu. Meðal ann­arra landa sem stolnu aðgang­arnir koma frá eru Banda­rík­in, Bret­land og Brasilía einnig nefnd. Skila­boðin hafa að geyma ýmsar per­sónu­upp­lýs­ing­ar, en meðal þeirra sem lekið hafa eru ferða­ljós­mynd­ir, spjall um nýlega Depeche Mode tón­leika og kvart­anir vegna tengda­son­ar.

Auglýsing

Hakk­ar­arn­ir virð­ast hafa teng­ingu við Rúss­land, en sam­kvæmt frétt­inni var ein vef­síða sem birti upp­lýs­ingar um aðgang­ana sett upp í Sankti Pét­urs­borg. Einnig birtu þeir aug­lýs­ingu sem dreift var um net­ið, en í henni buð­ust þrjót­arnir til að selja aðgang að skila­boðum hvers not­anda fyrir tíu sent, sem jafn­gildir tólf krón­um.

Sam­kvæmt Face­book hefur upp­lýs­ing­unum verið aflað í gegn­um vafra­við­bót (e. extension) sem not­end­urnir höfðu hlaðið nið­ur. Ekki hefur enn verið greint frá því hvaða vafra­við­bót er um að ræða en Gu­y Ros­en tals­mað­ur­ Face­book ­seg­ir  sam­fé­lags­mið­il­inn hafa séð fyrir því að hún væri ekki lengur aðgengi­leg á vefn­um. Ros­en bætir einnig við að mið­ill­inn vinni nú með lög­reglu auk rúss­neskra yfir­valda í því að síðan sem birti upp­lýs­ing­arnar yrði tekin nið­ur.

Face­book þver­tekur þó fyrir það að lek­inn sé vegna eigin mis­taka og bætir við að öryggi mið­ils­ins sé ekki í hætt­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent