Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur

„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.

Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Auglýsing

Yrði vik­ur­náma við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi að veru­leika og vinnslan næmi um 1 milljón tonna á ári, líkt og þýska fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als (SPM) áform­ar, þyrftu vöru­bílar að aka tæp­lega 30 þús­und ferðir á ári um 180 kíló­metra leið til Þor­láks­hafnar með vik­ur­inn. Miðað við 249 vinnu­daga á ári eins og áætl­anir gera ráð fyrir, yrðu ferðir vöru­bíl­anna 120 á hverjum þeirra. „Svo má tvö­falda þessar tölur til að fá ferð­irnar fram og til bak­a.“

Þetta segir Guð­mundur Odd­geirs­son, bæj­ar­full­trúi O-lista fram­fara­sinna og félags­hyggju­fólks í Ölf­usi. Hann hefur ýmis­legt við hina fyr­ir­hug­uðu námu­vinnslu að athuga, vinnslu sem yrðu sú langstærsta sinnar teg­undar hér á landi – segir verið að reyna „að slá ryki í augu fólks“ – en bendir enn­fremur á að önnur stór vik­ur­vinnsla sé í kort­un­um. Þau áform eru á vegum Eign­ar­halds­fé­lags­ins Horn­steins ehf. og efnið yrði fengið úr Litla-Sand­felli í Þrengsl­un­um. Félagið og Ölfus und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu vegna verk­efn­is­ins fyrir tæpu ári.

Að mati Guð­mundar þarf að ræða þessi áform í sam­hengi, m.a. með til­liti til mik­illa þunga­flutn­inga um vega­kerfi sem þegar er tæpt vegna álags, en einnig út frá áhrif­unum á umhverfið og íbúa. „Þetta er ekk­ert smá­ræði og ég held að menn átti sig engan veg­inn á því hvað þetta er mikið umfang.“

Auglýsing

Til­laga SPM að mats­á­ætlun vegna vik­ur­vinnsl­unnar á Mýr­dals­sandi var aug­lýst í sum­ar. Sjö lög­bundnar umsagnir bár­ust frá stofn­unum en eina athuga­semdin sem barst að öðru leyti var frá Land­vernd. Mats­á­ætlun er eitt skref í umhverf­is­mats­ferli fram­kvæmda sem lýkur með áliti Skipu­lags­stofn­un­ar.

SPM stofn­aði fyr­ir­tækið Power Miner­als Iceland ehf. hér á landi og festi það kaup á jörð­inni Hjör­leifs­höfða, sem hin fyr­ir­hug­aða náma er inn­an, og á í henni 90 pró­sent á móti 10 pró­senta eign­ar­hlut Lása­stígs ehf.

Efnið yrði tekið úr vik­ur­lagi úr Kötlu­gosum austan og suð­austan Haf­urs­eyjar á Mýr­dals­sandi. Til að byrja með myndi vinnslan nema um 200 þús­und tonnum á ári en að fimm árum liðnum um einni milljón tonna. Vikrin­um, sem ætl­aður er sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent, yrði svo ekið á geymslu­svæði í Þor­láks­höfn og þaðan sett um borð í skip sem flytti hann til Evr­ópu og mögu­lega Norð­ur­-Am­er­íku.

Kort sem sýnir hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði og helstu kennileiti í nágrenninu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Til­lagan var til umræðu á síð­asta fundi skipu­lags- og umhverf­is­nefndar Ölfus og setur hún spurn­ing­ar­merki við áhrif verk­efn­is­ins á lífs­gæði íbúa m.a. vegna foks á efni og mik­illar umferð­ar. Einnig er í afgreiðslu nefnd­ar­innar lögð áhersla á að ef af verk­efn­inu verður verði að gera ráð­staf­anir til að hindra efn­is­fok og að efni verði ekki haug­sett á hafn­ar­svæði.

Guð­mundur lagði á þessum fundi framítar­lega bókun þar sem m.a. sagði að efn­is­flutn­ing­arnir frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar, haug­setn­ingin og akstur til skips og frá, myndu „vissu­lega hafa marg­vís­leg áhrif til lak­ari lífs­gæði íbúa Þor­láks­hafn­ar“.

Bæj­ar­ráðið áhuga­samt

Sama dag og skipu­lags- og umhverf­is­nefnd fjall­aði um málið var það einnig til umfjöll­unar í bæj­ar­ráði. Þar var tekið fyrir minn­is­blað frá SPM þar sem fyr­ir­tækið lýsir þeim vilja sínum að fá að koma upp aðstöðu til að geyma því sem nemur um það bil tveimur skips­förm­um, um 18 þús­und tonn­um, af jarð­efnum nærri Þor­láks­höfn. Sér­stak­lega lýsa þeir áhuga á þremur lóðum við Óseyr­ar­braut.

„Bæj­ar­ráð lýsir sig áhuga­samt fyrir fram­gangi þessa máls og [er] jákvætt fyrir því að finna starf­sem­inni hent­uga lóð innan sveit­ar­fé­lags­ins svo fremi sem tryggt sé að allt jarð­efni verði geymt í lok­uðum húsum þannig að ekki sé sjón-, ryk- eða hávaða­mengun af starf­sem­inn­i,“ segir í sam­þykkt ráðs­ins um mál­ið. Var bæj­ar­stjóra falið að upp­lýsa fyr­ir­tækið um þessa afstöðu og vinna því áfram far­veg.

Einfaldað flæðirit af nauðsynlegum framkvæmdaþáttum vikurnámsins á Mýrdalssandi. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

„Við höfum hist til að fara yfir hlut­ina en málin eru á frum­stigi hvað okkur varð­ar,“ segir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölf­us, við Kjarn­ann. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi sagst þurfa lóð sem næst hafn­ar­svæð­inu sem og skipa­lægi. „Við höfum á sama hátt útskýrt áherslur okkar hvað varðar skipu­lag og gert félag­inu grein fyrir því að ríkar kröfur verði gerðar til allrar starf­semi sem liggur nærri íbúða­svæð­um. Þannig komi ekki til greina að um verði að ræða opnar efn­is­geymslur né nokkra starf­semi sem leiðir til ryk- eða hljóð­meng­unar svo dæmi sé tek­ið.“

Guð­mundur bendir á að hafn­ar­svæðið sé nálægt byggð­inni og „ef vik­ur­inn af Mýr­dals­sandi yrði fluttur til Þor­láks­hafnar yrði unnið með hann allan sól­ar­hring­inn“ og því myndi fylgja hávaði, hvort sem haug­arnir yrðu yfir­byggðir eða ekki. Flytja þurfi efnið frá geymslu­svæði til skips – hvort sem það yrði með færi­bandi, eins og nefnt er í skýrsl­unni, eða á vöru­bíl­um.

Á myndina hefur SPM rauðmerkt mögulegar lóðir undir efnislager í Þorlákshöfn. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Hann bendir enn fremur á að byggðin í Þor­láks­höfn fær­ist sífellt nær þeim vegi sem vöru­bílar aka að hafn­ar­svæð­inu. „Fram­kvæmda­að­ilar eru svo tví­saga í því, sam­kvæmt skýrsl­unni, hvar haug­setn­ingin á að ver­a.“ Ýmist sé talað um að hún yrði í 2,5 kíló­metra fjar­lægð frá höfn­inni eða fimm. Þá megi einnig skilja, við lestur skýrsl­unn­ar, að hún yrði á hafn­ar­bakk­an­um.

Að mati Guð­mundar verður að gera rík­ari kröfu á fram­kvæmda­að­ila í nákvæmni í skýrslum sem þessum – enda séu þær grund­vall­arplagg fyrir eft­ir­lits­að­ila, sveit­ar­fé­lög og aðra til að gera upp hug sinn varð­andi áform­aðar fram­kvæmd­ir. Í skýrslu SPM sé bæði magn og fyr­ir­hug­aðar stað­setn­ingar starf­sem­innar á reiki. Á einum stað sé t.d. talað um 200 millj­óna tonna vinnslu á ári „sem er aug­ljós­lega villa,“ segir Guð­mund­ur. „Menn eru almennt alltof gin­keyptir fyrir að stökkva á eitt­hvað án þess að skoða málin til enda.“ Í þessu til­viki sé verið að tala um 200 þús­und tonna fram­leiðslu í byrj­un, „en við eigum að horfa á enda­punkt­inn, það sem þeir stefna á að gera, sem er um milljón tonna árs­fram­leiðsla“.

Félagið í sölu­ferli

SPM er í sölu­ferli. Fyr­ir­tækið EP Power Europe (EPP­E), sem er hluti af tékk­nesku Ener­get­ický a prů­myslový hold­ing (EPH) sam­steypunni, er að kaupa það af STEAG. Um þetta er fjallað í mats­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins. EPPE mun með kaup­unum eign­ast SPM að fullu og allar eignir þess á Íslandi, þ.m.t. jörð­ina Hjör­leifs­höfða og Power Miner­als Iceland ehf. Guð­mundur kall­aði þetta „brask“ í bókun sinni í skipu­lags- og umhverf­is­nefnd. Spurður nánar út í hvað hann eigi við segir hann söl­una vekja spurn­ingar um ávinn­ing verk­efn­is­ins. „Er þetta raun­veru­lega að fara að skila ein­hverju fyrir lofts­lagið og hag­kerfið eins og þeir vilja vera láta?“

STEAG er einn af stærstu orku­fram­leið­endum Þýska­lands og sér­hæfir sig í kola­verum og hin síð­ari ár einnig í öðrum orku­gjöf­um. SPM, dótt­ur­fé­lag þess, heldur utan um við­skipti með hlið­ar­af­urðir kola­brennsl­unn­ar, m.a. sölu á svo­kall­aðri flug­ösku sem notuð er sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent. Meg­in­mark­miðið með því að vinna vikur á Mýr­dals­sandi er að sögn SPM að draga úr kolefn­islosun tengdri sem­ents­fram­leiðslu með því að nota vikur í stað ösk­unn­ar. „Með auk­inni umhverf­is­vit­und hefur kola­verum í Vest­ur­-­Evr­ópu fækkað mikið og fram­boð á kola­ösku dreg­ist sam­an,“ segir í mats­á­ætlun SPM. Í Þýska­landi sé stefnt að því að árið 2038 verði búið að loka öllum kola­ver­um. „Í stað þess að útvega kola­ösku ann­ars staðar frá ætlar SPM sér að nota vikur til að bjóða við­skipta­vinum sínum umhverf­is­vænt hrá­efn­i.“

Hafursey á Mýrdalssandi. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

En hver yrði hin raun­veru­lega kolefn­islosun frá vik­ur­fram­leiðsl­unni, með þessum mikla akstri lands­hluta á milli sem og skipa­flutn­inga til Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku? Á þetta benda bæði Land­vernd og Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands í athuga­semdum sínum við til­lögu að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­innar og vilja að kolefn­is­spor hinnar fyr­ir­hug­uðu starf­semi verði reiknað út.

„Svo er það nátt­úru­verndin í þessu,“ segir Guð­mundur sem furðar sig á þeirri stað­hæf­ingu sem sett er fram í skýrslu SPM að hin áform­aða náma sé „vissu­lega end­ur­nýj­an­leg“ – líkt og það er orð­að. Katla muni gjósa aftur „og það munu koma jök­ul­hlaup niður á Mýr­dals­sand sem bera með sér óhemju af vikri og öðrum jarð­efn­um“.

Ef þetta væru gild rök, segir Guð­mund­ur, „væri þá ekki hægt að heim­færa þau á allt? Hverja ein­ustu fram­kvæmd sem hér hefur verið gerð? Þetta er ein­kenni­leg rétt­læt­ing á raski á nátt­úr­unni og allt eins mætti þá segja: Að öllum lík­indum má búast við ísöld og að mann­anna verk muni afmást. Eru það gild rök fyrir að raska land­i?“

Auglýsing

Elliði bæj­ar­stjóri segir að fundir með fram­kvæmda­að­ilum hafi verið „með ágæt­u­m“, enda fyr­ir­tækið ekki að „fara fram á neitt annað af okkur en lóð og hafn­ar­að­stöðu. Eitt­hvað sem við erum svo sem að vinna að alla daga. Staðan núna er sú að við erum að lenda í þröngri stöðu með lóðir undir atvinnu­starf­semi og fjöl­margar fyr­ir­spurnir frá fyr­ir­tækjum sem sjá fram­tíð­ina í Þor­láks­höfn“.

Hann segir ein­göngu hafa verið rætt við fyr­ir­tækið um að koma starf­semi þeirra fyrir annað hvort utan þétt­býl­is­ins í Þor­láks­höfn eða innan iðn­að­ar- og hafn­ar­svæð­is. „Í báðum til­vikum með aðkomu beint að höfn­inni án umferðar um íbúða­byggð­ina.“

Segir aðkomu íbúa verða tryggða

Við­ræð­urnar séu enn á frum­stigi og of snemmt sé að full­yrða nokkuð um hvert þær leiði. Spurður hvort að til greina komi að íbúar fái að kjósa um málið segir hann það ekki hafa verið rætt sér­stak­lega „en það er þó hverjum degi ljós­ara að ef til dæmis þarf að breyta skipu­lagi þá verður aðkoma íbúa tryggð“.

Guð­mundi hugn­ast hins vegar hug­myndin alls ekki. Starf­semin yrði af þeirri stærð­argráðu að hún myndi hafa mikil áhrif, ekki síst í litlu sam­fé­lagi eins og Þor­láks­höfn. „Þó að þetta myndi skila tekjum með hafn­ar­gjöldum og fleiru þá verðum við að hugsa um hverju við erum að fórn­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent