Óléttar konur vestanhafs tregar til að fá bólusetningu

Falsfréttir eru ein helsta ástæða þess að bandarískar konur sem von eiga á barni neita að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Fleiri þeirra eru að veikjast alvarlega nú en nokkru sinni áður í faraldrinum.

Aðeins um 25 prósent óléttra kvenna í Bandaríkjunum eru bólusettar.
Aðeins um 25 prósent óléttra kvenna í Bandaríkjunum eru bólusettar.
Auglýsing

Bólu­setn­ing­ar­hlut­fall meðal óléttra kvenna í Banda­ríkj­unum er með því lægsta sem finnst í land­inu. Læknar telja nokkrar ástæður vera fyrir því að óléttar konur láti ekki bólu­setja sig en að rangar eða vill­andi upp­lýs­ingar um auka­verk­anir spili þar hlut­verk. Læknar í Texas segja að fjöldi óléttra kvenna sem lagðar hafi verið inn á sjúkra­hús í rík­inu með COVID-19 upp á síðkastið sé meiri en nokkru sinni áður í far­aldr­in­um.

Í byrjun sept­em­ber höfðu um 25 pró­sent barns­haf­andi kvenna á aldr­inum 18-49 ára fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. Bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið í þessum ald­urs­hópi almennt er hins vegar um 60 pró­sent.

Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna hefur um hríð mælt með því að óléttar konur og konur með börn á brjósti láti bólu­setja sig og studdi þá ákvörðun sína með vís­inda­gögn­um. En heil­brigð­is­starfs­fólk segir tregðu til bólu­setn­ingar í hópnum enn mikla.

Auglýsing

Í grein Texas Tri­bune, þar sem fjallað er um þessi mál, segir að óléttar konur og konur með börn á brjósti séu sjaldan hafðar með í klínískum rann­sóknum á bólu­efn­um. Hins vegar hafa nú komið fram gögn sem sýna að bólu­setn­ing veldur ekki auk­inni hættu á fóst­ur­missi eða á fóst­ur­skaða.

„Við erum að sjá sífellt fleiri þeirra veikj­ast alvar­lega,“ hefur Texas Tri­bune eftir Man­ishu Gand­hi, yfir­lækni á kvenna­deild Pavilion-­sjúkra­húss­ins og pró­fessor við Baylor-lækna­há­skól­ann í Hou­ston.

Í ágúst í fyrra voru meira en fimmtán óléttar konur lagðar inn á sjúkra­húsið með COVID-19. Í sama mán­uði í ár var fjöld­inn næstum því tvö­falt meiri.

Gandhi segir að skýr­ingin felist m.a. í útbreiðslu delta-af­brigð­is­ins, sem legg­ist þyngra á óléttar konur „svo þær veikj­ast miklu hrað­ar“.

Fals­fréttir á sam­fé­lags­miðlum eru að sögn Jer­ald Gold­stein, læknis og frjó­sem­is­sér­fræð­ings í Texas, á sveimi. Í þeim er því m.a. haldið fram að bólu­setn­ing gegn COVID-19 geti valdið ófrjó­semi. Þetta hafi áhrif, margir taki þessu sem heilögum sann­leik og neiti að láta bólu­setja sig. Nið­ur­staða nýlegrar rann­sókn­ar, sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Amer­ican Soci­ety for Reprod­uct­ive Med­icine journal, er sú að hvorki það að veikj­ast af COVID-19 eða bólu­setn­ing gegn sjúk­dómnum valdi ófrjó­semi.

Banda­rísk yfir­völd hafa lent á vegg í bólu­setn­ing­ar­átaki sínu. Stefnt var að því að um 75 pró­sent full­orð­inna væru búnir að fá að minnsta kosti annan skammt bólu­efnis í júlí. Hlut­fallið er hins vegar enn langt undir því mark­miði. Um 54 pró­sent þeirra eru full­bólu­sett­ir.

Biden breytir um tón

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti, sem reynt hefur að nota föð­ur­legan tón og hvatn­ingu til að fá fólk til að láta bólu­setja sig, skipti hressi­lega um gír í síð­ustu viku og sagði nóg kom­ið. Þær 80 millj­ónir manna sem ekki hefðu látið bólu­setja sig væru að skapa hættu fyrir þjóð­ina; bæði heilsu­fars­lega og efna­hags­lega. Því hefði hann ákveðið að skylda fólk sem starfar fyrir hið opin­bera að vera bólu­sett. Einnig setti hann á allt að því sam­bæri­lega skyldu fyrir fyr­ir­tæki þar sem vinna 100 manns eða fleiri.

Biden til­kynnti nokkru áður að allir sem fengið hefðu tvo skammta af bólu­efni stæði til boða að fá þann þriðja. Mjög skiptar skoð­anir eru um þörf­ina á slíkri örvun á þessum tíma­punkti og hvorki Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, Sótt­varna­stofnun Evr­ópu né Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna hafa mælt með slíku.

Pfizer segir mótefnasvar minnka eftir 6-8 mánuði frá bólusetningu. Mynd: EPA

Sér­fræð­inga­nefnd á vegum þeirrar síð­ast­nefndu mun fjalla um áform Bidens á fundi sínum í dag og meta hvort til­efni sé til að breyta ráð­legg­ing­um, m.a. út frá gögnum frá Pfiz­er, lyfja­fyr­ir­tæk­inu sem fram­leiðir bólu­efnið sem einna mest hefur verið notað í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt þeim gögnum minnkar mótefna­svar lík­am­ans nokkrum mán­uðum eftir bólu­setn­ingu, sem er ekki óvænt, en spurn­ingin er: Mun það minnka þá vörn sem bólu­efnið veit­ir?

Svo umdeilt er málið innan stofn­un­ar­innar að í það minnsta tveir hennar helstu sér­fræð­ingar hafa sagt upp störfum eftir að Biden til­kynnti um örv­un­ar­her­ferð­ina sem á að hefj­ast í næstu viku.

FDA hefur sam­þykkt örvun bólu­setn­inga hjá þeim sem vegna sjúk­dóma eða ald­urs eru með veiklað ónæm­is­kerfi. En hvort örv­un­ar­bólu­setn­ingar sé þörf og hvort hún sé örugg fyrir hraust fólk undir sex­tugu er mjög umdeilt.

Til að hámarka virkni hvers skammts af bólu­efni sem er tak­mörkuð auð­lind á heims­vísu ætti að gefa hann óbólu­settum ein­stak­lingi. Áskor­unin vest­an­hafs fellst aðal­lega í því að vinda ofan af fals­frétt­unum og bólu­setja allar þær millj­ónir sem engan skammt hafa þeg­ið. Að örva þegar bólu­setta með þeim þriðja kann að verða nauð­syn­legt á ein­hverjum tíma­punkti en ætti ekki að vera for­gangs­mál í augna­blik­inu.

Komið var að miður ánægju­legum tíma­mótum í far­aldr­inum í Banda­ríkj­unum í gær. Þá var svo komið að einn af hverjum 500 Banda­ríkja­mönnum hefði lát­ist úr COVID-19. „Við erum eig­in­lega á þeim stað sem spár gerðu ráð fyrir ef við hefðum leyft far­aldr­inum að ganga yfir hind­r­ana­laust,“ hefur Was­hington Post eftir Jef­frey D. Klausner, pró­fessor í lækn­is­fræði og lýð­heilsu­fræðum við Háskóla í Suð­ur­-Kali­forn­íu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent