„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu

Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
Auglýsing

Frum­varp um jöfnun atkvæða­vægis í kosn­ingum til Alþing­is, sem nú er til með­ferðar á Alþingi, virð­ist ná að jafna vægi atkvæða á milli bæði stjórn­mála­flokka og búsetu, sam­kvæmt umsögn Ólafs Þ. Harð­ar­son­ar, pró­fess­ors emer­ítus í stjórn­mála­fræði. Mælir hann með því að frum­varpið verði sam­þykkt á yfir­stand­andi þingi.

Sam­kvæmt frum­varp­inu, sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar mælti fyrir í sept­em­ber­mán­uði, yrði jöfn­un­ar­sætum fjölgað úr níu upp í 27 og kjör­dæm­is­sætin yrðu 36. Öll kjör­dæmi lands­ins myndu fá 6 kjör­dæma­kjörna þing­menn og svo jöfn­un­ar­þing­menn í sam­ræmi við fjölda kjós­enda á kjör­skrá.

Hér má sjá skiptingu sæta á milli kjördæma í hinu tillagða fyrirkomulagi. Í greinargerð með frumvarpinu er mælt með því að nota reiknireglu Adams.

Í umsögn sinni rekur Ólafur að í fernum síð­ustu kosn­ing­um, sem fram fóru árin 2013, 2016, 2017 og 2021, hafi vægi atkvæða á milli stjórn­mála­flokka ekki verið jafnt, heldur hafi einn flokkur ávallt fengið einum þing­manni of mikið miðað við atkvæða­tölu. Kosn­inga­lögum hefur ekki verið breytt til þess að lag­færa þessa skekkju, en Ólafur segir að slík breyt­ing sé „afar nauð­syn­leg“.

Eigum Norð­ur­landa­metið í misvægi atkvæða út frá búsetu

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er bent á að eina leiðin til þess að tryggja fullt atkvæða­vægi eftir búsetu væri að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi. Það er hins vegar ekki lagt til, heldur er jöfn­un­ar­sætum dreift á kjör­dæmin til þess að tryggja eins mik­inn jöfnuð eftir búsetu sem kostur er.

Í umsögn Ólafs segir að frá upp­hafi end­ur­reists Alþingis árið 1845 hafi verið deilt um slíkan jöfn­uð. „Á 20. öld leiddu tíðar breyt­ingar á kosn­inga­kerf­inu til þess að jöfn­uður milli flokka jókst í skrefum og náð­ist að fullu 1987, en gríð­ar­legu misvægi eftir búsetu var við hald­ið. Í fyrstu kosn­ingum til Alþingis 1844 voru kjós­endur í sex fjöl­menn­ustu ein­menn­ings­kjör­dæm­unum 10-13 sinnum fleiri en í því fámenn­asta. Í sum­ar­kosn­ingum 1959 var mesti munur á vægi atkvæða eftir kjör­dæmum 1:19,2. Í haust­kosn­ingum 1959 (eftir kjör­dæma­breyt­ingu) var mun­ur­inn kom­inn niður í 1:2,92 - en 1979 var hann orð­inn 1: 4,80. Með stjórn­ar­skrár­breyt­ingu 1999 var ákveðið að misvægi atkvæða eftir búsetu skyldi ávallt vera minna en 1:2,“ skrifar Ólaf­ur.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er fjallað um reglur sem Fen­eyja­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins gaf út um góða starfs­hætti í kosn­inga­málum árið 2002, en í þeim er fjallað um að misvægi atkvæða milli kjör­dæma skuli ekki vera meira en 10 pró­sent og alls ekki yfir 15 pró­sent, nema við sér­stakar aðstæð­ur. Ólafur bendir á að hér geti mun­ur­inn verið allt að 100 pró­sent.

„Ís­lend­ingar eiga langt í land með að ná þeim jöfn­uði atkvæða­vægis eftir búsetu sem þykir boð­legur í Evr­ópu. Við höfum ekki fylgt þeirri þróun í þessu efni sem hefur verið ráð­andi í Evr­ópu síð­ustu 100 árin. Það er löngu kom­inn tími til að gera það,“ skrifar Ólaf­ur.

Auglýsing

Hann bætir því þó við að það sé „frum­stæður töl­fræði­legur mæli­kvarði á misvægi atkvæða eftir búsetu að skoða ein­ungis mun­inn á fámenn­asta og fjöl­menn­asta kjör­dæmi“ og segir mik­il­væg­ara að athuga hvort stórum land­svæðum sé kerf­is­bundið mis­mun­að.

„Í kosn­ing­unum 1999 bjuggu 68% kjós­enda í Reykja­vík og Reykja­nes­kjör­dæmi. Þeir kusu 31 þing­mann. Í lands­byggð­ar­kjör­dæm­unum sex bjuggu 32% kjós­enda, en þeir kusu meiri­hluta Alþing­is­manna (32). Í kosn­ing­unum 2003 fékk höf­uð­borg­ar­svæðið í fyrsta skipti meiri­hluta þing­manna (33 af 63). Kerf­is­bundna misvægið var þó áfram mik­ið: um 38% kjós­enda bjuggu í þremur land­byggða­kjör­dæmum (Norð­vest­ur, Norð­aust­ur, Suð­ur), en þeir kusu 48% þing­manna. Í kosn­ing­unum 2021 bjuggu 35% kjós­enda í þessum kjör­dæmum - þeir kusu 45% þing­manna. Í þessum kosn­ingum bjuggu 20% kjós­enda í Norð­austur og Norð­vestur kjör­dæm­um, en þeir kusu 29% þing­manna,“ segir Ólafur og nefnir að kerf­is­bundin mis­munun eftir búsetu sé „miklu meiri hér en á hinum Norð­ur­lönd­unum - og því sem algeng­ast er í Vest­ur­-­Evr­ópu.“

Ólafur nefnir þó að í Nor­egi sé misvægi atkvæða vegna búsetu umtals­vert, og miklu meira en í Dan­mörku, Sví­þjóð og Finn­landi. Það sé þó mun minna en á Íslandi. „Ís­lend­ingar eiga núver­andi Norð­ur­landa­met í kerf­is­bundnu misvægi atkvæða eftir búset­u,“ skrifar Ólafur í umsögn sinni.

Tvær ástæður fyrir því að ekki ætti að bíða eftir stjórn­ar­skrár­breyt­ingum

Í umræðum um breyt­ingar á kosn­inga­lögum á und­an­förnum árum hefur gjarnan verið talað um að ráð­ast skuli í stjórn­ar­skrár­breyt­ingar til þess að breyta kosn­inga­kerf­inu enn frekar, en í stjórn­ar­skrá er meðal ann­ars fjallað um fjölda þing­manna og kjör­dæma og verður því ekki breytt nema með stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um.

Ólafur segir í umsögn sinni að þrátt fyrir að rök hnígi til þess að til­efni væri til að ráð­ast í end­ur­skoðun á ákvæðum stjórn­ar­skrár um kosn­ingar séu það ekki rök gegn því að sam­þykkja frum­varpið sem nú liggur fyrir þing­inu.

Fyrir því nefnir hann tvær ástæð­ur. Í fyrra lagi þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sam­þykki tveggja þinga með kosn­ingum á milli og ef jafna ætti atkvæða­vægi með stjórn­ar­skrár­breyt­ingu kæmi sú breyt­ing ekki til fram­kvæmda í næstu kosn­ing­um, sem ættu að verða 2025, heldur í kosn­ingum sem ættu að verða 2029.

„Hætta væri á að í næstu kosn­ingum tæk­ist ekki að upp­fylla skýr mark­mið stjórn­ar­skrár um jafnt atkvæða­vægi milli flokka fimmtu kosn­ing­arnar í röð. Og ekki heldur að nálg­ast mark­mið Fen­eyja­nefnd­ar­innar um jafn­ara vægi atkvæða eftir búset­u,“ skrifar Ólaf­ur.

Í öðru lagi segir hann að reynslan sýni að erfitt sé að koma stjórn­ar­skrár­breyt­ingum í gegn um Alþingi. „Verði þetta frum­varp ekki sam­þykkt (e.t.v. með ein­hverjum breyt­ing­um) er lík­legt að sú rétt­ar­bót sem þar er boðuð verði öll í upp­námi. Þess vegna er mik­il­vægt að þetta frum­varp fái þing­lega afgreiðslu og breytt kosn­inga­lög verði sam­þykkt - hvað sem líður hugs­an­legum breyt­ingum á stjórn­ar­skrá,“ segir Ólaf­ur.

For­seti Alþingis sagði frum­varpið betur útfært en fyrri til­lögur

Sem áður segir mælti Þor­gerður Katrín for­maður Við­reisnar fyrir frum­varp­inu í sept­em­ber­mán­uði. Á mæl­enda­skrá eru alls 16 þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka; Við­reisn­ar, Pírata, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins.

Í fyrstu umræðu um frum­varpið í þing­sal 22. sept­em­ber þakk­aði Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks Þor­gerði fyrir að flytja málið og sagði að í frum­varp­inu væri um að ræða „kannski betur útfærða hug­mynd“ en áður hefði komið frá þing­flokki Við­reisnar um lausnir á misvægi atkvæða.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis. Mynd: Bára Huld Beck.

Sagði hann að hvoru tveggja þyrfti að taka á misvægi atkvæða á milli flokka, sem kosn­inga­kerfið næði ekki lengur að tryggja, og misvægi atkvæða eftir búsetu. „Það er atriði sem þarf líka að taka á þannig að ég vildi þakka fyrir þetta og held að þetta sé gott inn­legg í þá umræðu sem þarf að eiga sér stað um þessi mál á kom­andi kjör­tíma­bil­i,“ sagði Birg­ir.

Þor­gerður Katrín svar­aði Birgi í and­svari og sagði tón ræðu hans hafa fyllt sig „ákveð­inni bjart­sýni“ um að hægt yrði að nota eitt­hvað sem fram kæmi í frum­varp­inu til að „þoka okkur fram á við“ í þessum efn­um.

„Ég vona að þetta verði til þess að við náum fram mik­illi, djúpri og mál­efna­legri umræðu um þetta rétt­læt­is­mál og að við náum þá að útfæra þetta þannig að bæði flokkar og þing­menn og síðan þjóðin geti gengið svo­lítið sátt frá borði, ég vona það og óska stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd alls hins besta í hennar vinn­u,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Birgir svar­aði Þor­gerði á ný og nefndi þá að hann myndi ekki úti­loka það að nota afmark­aðar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar til þess að ráð­ast í frek­ari upp­stokkun kosn­inga­kerf­is­ins og nefndi þá sér­stak­lega breyt­ingar á kjör­dæma­skip­an.

„Ég átta mig á því að það er auð­vitað mark­mið eða nálgun flutn­ings­manna frum­varps­ins að leggja hér til breyt­ingar sem hægt er að ná fram án þess að fara í allt það viða­mikla ferli sem teng­ist stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Og það er vissu­lega hægt að gera. En eins og við þekkjum þá hefur núver­andi kjör­dæma­skipan með þeim sex kjör­dæmum sem um er að ræða og það fyr­ir­komu­lag allt saman kannski aldrei verið óum­deilt þannig að það má skoða það líka. En það á hins vegar ekki að hindra okkur í því að reyna að lag­færa hlut­ina innan þess ramma sem við störfum núna. Ég held að það sé bara vert umræðu­efni og þakka hv. þing­manni fyrir að færa þetta mál inn í þing­ið,“ sagði Birg­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent