Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland

Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.

Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Auglýsing

Gísli Hall­dór Hall­dórs­son bæj­ar­stjóri í Árborg segir fyr­ir­sjá­an­legt að vöru­flutn­ingar úr austri og til Þor­láks­hafnar muni aukast stór­kost­lega á næstu árum, jafn­vel þrátt fyrir að ekki kæmi til þeirra stór­felldu vik­ur­flutn­inga úr landi Hjör­leifs­höfða á Mýr­dals­sandi sem áætl­anir eru uppi um að ráð­ast í af hálfu þýska fyr­ir­tæk­is­ins STEAG Power Miner­als.

Bæj­ar­stjór­inn segir í svari til Kjarn­ans að hann og póli­tísk for­ysta bæj­ar­stjórnar hafi vakið athygli á því að útlit sé fyrir mjög aukna flutn­inga í gegnum Sel­foss og að þessi mál hafi verið rædd margoft á fundum með Vega­gerð­inni og einnig við alþing­is­menn og ráð­herra, er þeir hafi rekið á fjörur Árborg­ara.

Hann segir að sveit­ar­fé­lagið hafi þegar gripið til aðgerða til að leysa fyr­ir­sjá­an­legan vanda til næstu örfárra ára, en það hafi reyndar ekki verið gert með þá stór­felldu vik­ur­flutn­inga sem fyr­ir­hug­aðir eru um Suð­ur­landið til hlið­sjón­ar.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.

Við­brögðin fólust í því að leggja veg­bút sem lengir göt­una Suð­ur­hóla, sem liggur í jaðri byggðar á Sel­fossi, yfir á Gaul­verja­bæj­ar­veg. Þessi ráð­stöfun kemur í veg fyrir að allir vöru­flutn­ingar frá austri til vest­urs þurfi að fara um Aust­ur­veg, sem kalla má aðal­göt­una í bænum og er hluti af þjóð­vegi 1 í dag.

„Suð­ur­hól­arnir í Árborg liggja hins­vegar í gegnum íbúa­byggðir á Sel­fossi og henta engan veg­inn fyrir stór­aukna flutn­inga fram­tíð­ar­inn­ar, með eða án vik­ur­flutn­ing­anna frá Mýr­dals­sandi. Þetta höfum við bent Vega­gerð­inni og stjórn­mála­mönnum á,“ segir Gísli Hall­dór.

Nýr vegur suður af Sel­fossi eða um Ölf­usið

Sel­fyss­ingar munu losna við þjóð­veg 1 út úr bænum þegar ný brú yfir Ölf­usá verður til­bú­in, en þegar hún verður komin í notkun mun þó áfram liggja bein­ast við að beina þeim vöru­flutn­ingum sem koma að austan og til Þor­láks­hafnar eða áfram út á Reykja­nes í gegnum þétt­býli bæj­ar­ins.

Bæj­ar­stjór­inn segir að með eða án þeirra miklu vik­ur­flutn­inga sem fyr­ir­hug­aðir eru frá Mýr­dals­sandi sé fyr­ir­sjá­an­legt að vöru­flutn­ingar þessa leið­ina auk­ist stór­kost­lega. Áhrifa­þætti í því segir hann vera stór­aukið fisk­eldi á Aust­fjörðum og sömu­leiðis aukna mat­væla­fram­leiðslu á Suð­ur­landi.

Auglýsing

Gísli Hall­dór bendir á tvær leið­ir, sem hann segir hugs­an­legar til lausn­ar. Önnur væri sú að byggja upp nýjan veg nokkuð suður af Sel­fossi. Segir hann bæj­ar­yf­ir­völd hafa bent á stað­setn­ingu Vot­múla­vegar í því sam­bandi, en að ef til vill ætti slíkur vegur að vera enn sunn­ar.

„Hin leiðin er að fara að Hvera­gerði og þaðan suður Ölf­usið til Þor­láks­hafn­ar, sem er sú leið sem Vega­gerðin horfir mest til. Í báðum til­vikum þarf að byggja upp nýjan veg. Ég læt aðra um að dæma hvor leiðin er heppi­legri. Bein­asta leiðin austan að til Þor­láks­hafnar liggur auð­vitað í gegnum Árborg, en okkur er síst af öllu kapps­mál að fá alla þessa þunga­um­ferð í gegnum sveit­ar­fé­lag­ið. Umfram allt viljum við þó leggja okkar af mörkum til að stuðla að far­sælli lausn,“ segir Gísli Hall­dór.

Áhugi hjá Rang­æ­ingum á að nýta Land­eyja­höfn meira

Lilja Ein­ars­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Rangár­þings eystra, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að fyr­ir­hug­aðir vik­ur­flutn­ingar frá Mýr­dals­sandi hafi til umræðu á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar.

„Vissu­lega höfum við velt þessu fyrir okkur og bent á þessa gríð­ar­legu umferð sem þessu myndi fylgja. Und­an­far­inn ára­tug hefur verið sívax­andi álag á Þjóð­veg 1 og myndi þetta síður en svo draga úr því álag­i,“ segir Lilja.

Land­eyja­höfn er í Rangár­þingi ytra, en eins og rakið var í umfjöllun Kjarn­ans í gær var viðrað í umsögn um til­lögu að mats­á­ætlun vegna vik­ur­náms­ins á Mýr­dals­sandi að skoðað yrði hvort hægt væri að skipa vikrinum upp í Land­eyja­höfn, en ekki í Þor­láks­höfn.

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt Antoni Kára Halldórssyni fyrrverandi sveitarstjóra. Mynd: Rangárþing eystra

Í athuga­semdum sem verk­fræði­stofan Efla sendi Skipu­lags­stofnun fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­ans sagði að það hefði verið skoðað á fyrri stig­um, en í ljós hefði komið að sam­kvæmt lögum og reglu­gerðum um Land­eyja­höfn megi ein­ungis nýta höfn­ina undir sigl­ingar með far­þega til og frá Vest­manna­eyj­um.

Lilja segir þó að það hafi verið áhugi hjá sveit­ar­stjórn­inni um að „nýta Land­eyja­höfn meira en gert er í dag,“ en full­ljóst sé að það til þess þyrfti að koma til end­ur­bóta og upp­bygg­ingar á höfn­inni sjálfri og svæð­inu umhverfis hana. „En Land­eyja­höfn er á höndum rík­is­ins sem er afar óvenju­leg­t,“ bætir sveit­ar­stjór­inn við.

Hún segir hlut­að­eig­andi aðila hafa viðrað þessa umræðu við fyrri sveit­ar­stjóra í Rangár­þingi eystra og að sveit­ar­stjórnin hafi alltaf verið opin fyrir umræðu um hvers konar upp­bygg­ingu og ný tæki­færi sem varði Land­eyja­höfn.

Á Hellu er fólk hugsi

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangarþingi ytra.

Ágúst Sig­urðs­son, sveit­ar­stjóri í Rangár­þingi ytra, segir í svari til Kjarn­ans að sveit­ar­stjórnin þar hafi ekki fengið neina kynn­ingu á mál­inu né beiðni frá Skipu­lags­stofnun um að veita umsögn um það.

„Höfum bara séð þetta í frétt­u­m,“ segir Ágúst, um fyr­ir­ætl­anir STEAG Power Miner­als og fyr­ir­hugað umfang vik­ur­flutn­inga, sem leið liggur um Suð­ur­landið og þar með í gegnum þétt­býlið á Hellu.

Hann segir bæj­ar­yf­ir­völd „að sjálf­sögðu hugsi yfir mál­inu“ en að sér­stök umræða hafi ekki verið tekin um það, enn sem komið er.

Kötluvikur á ferðinni um Suðurland

Fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als ætlar sér að moka vikri upp úr Mýr­dals­sandi og er með fyr­ir­ætl­anir sínar í umhverf­is­mats­ferli. Í til­lögu að mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins sagði að þegar vinnslan yrði komin á full afköst yrðu farnar 120 ferðir með vik­ur­inn um það bil 180 kíló­­metra leið frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­­ar, 249 daga árs­ins.

Þetta þýðir að ef ekið yrði lát­­laust með vik­­ur­inn til Þor­láks­hafnar og með tóma bíla til baka allan sól­­­ar­hring­inn færi vöru­bíll í aðra hvora átt­ina á 6 mín­útna fresti að með­­al­tali þá daga sem flutn­ingar færu fram. Gert er ráð fyrir því að nægt efni sé á staðnum til að halda vik­­ur­­nám­inu gang­andi á þessum hraða í rúma öld.

Eins og vega­­kerfið á Suð­­ur­landi er í dag liggur bein­­ast við að þessir flutn­ingar fari í gegnum fjóra þétt­býl­is­­staði á leið­inni frá Mýr­dals­sandi vestur í Þor­láks­höfn; Vík í Mýr­dal, Hvols­­völl, Hellu og Sel­­foss.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent