Segir það fáránlegt að stjórnin þurfi þetta langan tíma til að „endurnýja heitin“

Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum og segir allt vera óeðlilegt við ástandið. Sigríður Á. Andersen tekur undir með þingmanninum en bendir á að það þurfi ekki ræðustól Alþingis til að tjá sig um hin ýmsu málefni.

Þorbjörg Sigríður
Þorbjörg Sigríður
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar gerir stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna að umræðu­efni á Twitter í dag.

„Þingi var frestað 13. júní. Tæpar sjö vikur eru frá kosn­ing­um, þing hefur ekki verið að störfum mán­uðum saman og stór mál fá ekki umræðu á þingi. Það er allt óeðli­legt við þetta ástand. Og fárán­legt að stjórnin þurfi þennan langa tíma til að end­ur­nýja heitin í þessu hjóna­band­i,“ skrifar Þor­björg.

Sig­ríður Á. And­er­sen fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ráð­herra seg­ist í svari á Twitter vera sam­mála Þor­björgu. „En liggur þing­mönnum eitt­hvað á hjarta? Þeir eru varla múl­bundn­ir. Hvar heyr­ist í þeim um helstu mál, sótt­varna­að­gerð­ir, efna­hags­lífið framundan ...? Það þarf nú ekki ræðu­stól­inn til að tjá sig,“ segir hún.

Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar tekur þátt í sam­ræð­unni á Twitter og segir að allan þennan tíma hafi for­menn­irnir þrír hafnað sam­tölum við aðra flokka því við­ræð­urnar gangi svo vel.

Hæg­lega hefur gengið að mynda nýja rík­is­stjórn en í dag eru 47 dagar frá kosn­­­ing­­un­um. Einu stjórn­­­­­ar­­­mynd­un­­­ar­við­ræð­­­urnar sem átt hafa sér stað eru á milli þeirra þriggja flokka sem störf­uðu saman í rík­­­is­­­stjórn á síð­­­asta kjör­­­tíma­bili. Við­ræður þeirra hafa nú staðið yfir í lengri tíma en það tók að mynda rík­­­is­­­stjórn eftir kosn­­­ing­­­arnar 2017, þrátt fyrir að reynt hafi verið við tvö mis­mun­andi form þá.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­­maður VG benti á í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að flokk­­arnir þrír væru ólíkir og auð­vitað ekki með sömu stefn­u­­­skrá. „Það er krefj­andi verk­efni að búa til stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála þó að við séum búin að vinna lengi sam­­­an. Svo þekkj­umst við nátt­úru­­­lega miklu betur en fyrir fjórum árum. Við vitum hvar pytt­irnir eru,“ sagði Katrín.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent