Óheimilt að synja hælisleitanda um endurupptöku vegna ásakana um tafir

Stjórnvöldum var óheimilt að synja palestínskum hælisleitanda um endurupptöku máls á grundvelli þess að hafa sjálfur tafið málið. Lögmaður segir stjórnvöld verða að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar.

Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völd hafi rang­lega kennt Suleiman Al Mas­ri, palest­ínskum hæl­is­leit­anda, um tafir í máli sínu og var því óheim­ilt að synja honum um end­ur­upp­töku máls.

Su­leiman Al Masri er í hópi þeirra Palest­ín­u­­manna sem ekki fengu efn­is­­lega máls­­með­­­ferð þrátt fyrir að hafa dvalið hér í heilt ár. Hann telur sig og nokkra aðra sem sviptir voru ólög­­lega þjón­­ustu Útlend­inga­­stofn­unar í fyrra­vor og end­uðu á göt­unni hafi fengið aðra og verri með­­­ferð en aðr­­ir. Þeir hafi verið teknir út fyrir sviga þrátt fyrir að mál þeirra séu sam­­bæri­­leg málum ann­­arra sem fengu jákvæða nið­­ur­­stöðu hjá kæru­­nefnd­inni.

Magnús Davíð Norð­dahl lög­maður segir um stór­tíð­indi að ræða og að dóm­ur­inn sé for­dæm­is­gef­andi fyrir fjöl­mennan hóp hæl­is­leit­enda sem strand­aði hér á landi á tíma­bili kór­ónu­veirunnar og ekki tókst að flytja úr landi. „Í dómnum er stað­fest með afger­andi hætti að stjórn­völd hafi rang­lega kennt við­kom­andi um tafir í máli sínu og því hafi verið órétt­mætt með öllu að synja við­kom­andi um end­ur­upp­töku máls,“ segir Magnús í sam­tali við Kjarn­ann. Magnús hefur sinnt málum fjölda hæl­is­leit­enda sem til­heyra þessum hópi ásamt með­eig­endum sínum á lög­manns­stof­unni Norð­da­hl, Narfi & Silva. Helgi Þor­steins­son Silva er lög­maður Suleim­an.

Auglýsing

Í vor var greint frá því að flóð­bylgja brott­vís­ana væri fram und­an. Í fyrstu var greint frá því að um 300 manns væri að ræða, meðal ann­­ars börn, og að stærstur hluti þeirra ætti að fara til Grikk­lands. Síðar greindi Útlend­ingastfnun frá því að um 197 manns væru á lista stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra sem vísa ætti úr landi á næst­unni

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði að sam­staða ríkti innan rík­is­stjórn­ar­innar um að fram­kvæma brott­vísun fólks­ins, reglur væru skýrar og engar breyt­ingar væru fyr­ir­sjá­an­legar á þeirri ákvörð­un. Guð­­mundur ingi Guð­brands­­son, félags- og vinn­u­­mark­aðs­ráð­herra, var á öðru máli og sagði það rangt að sam­­staða væri um máli. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­legar athuga­­semd­ir“ við þá veg­­ferð sem Jón væri og að hann væri ekki ánægður með það hvernig ráð­herra hafi haldið á mál­inu.

Frum­varp sem komst aldrei á dag­skrá

Þing­flokkar Sam­fylk­ing­ar, Flokks fólks­ins, Pírata og Við­reisnar lögðu fram sam­eig­in­legt frum­varp til að bregð­ast við fyr­ir­hug­uðum fjölda­brott­vís­un­um. Í frum­varp­inu er að finna nýtt bráða­birgða­á­kvæði sem felur í sér að dráttur á máls­­með­­­ferð umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, sem varð vegna heims­far­ald­­urs COVID-19, verði ekki tal­inn á ábyrgð umsækj­end­anna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efn­is­­legrar með­­­ferðar hafi þeir verið hér í 12 mán­uði eða leng­­ur. Frum­varpið komst hins vegar aldrei á dag­skrá.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður.

Suleiman til­­heyrir hópi umsækj­enda sem hafa náð tíma­­mörkum en verið synjað um end­­ur­­upp­­­töku og efn­is­­með­­­ferð vegna ásak­ana stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra um taf­­ir.

„Mörgum ein­stak­lingum í hópnum hafði á sínum tíma verið synjað um end­ur­upp­töku og efn­is­með­ferð í málum sínum vegna hæp­inna ásak­ana stjórn­valda um að við­kom­andi ein­stak­lingar hefðu sjálfir tafið mál sín,“ segir Magn­ús.

Stjórn­völd verði að koma í veg fyrir mestu fjölda­brott­vís­anir Íslands­sög­unnar

Í nið­ur­stöðu dóms­ins segir að ekki hafi „verið rétt­mætt að leggja til grund­vallar að stefn­andi bæri ábyrgð á þeirri töf sem varð á með­ferð máls hans og leiddi til þess að ekki varð af flutn­ingi hans innan 12 mán­aða frests­ins. Var úrskurður kæru­nefndar útlend­inga­mála að þessu leyti byggður á efn­isann­marka sem telst veru­leg­ur.“ Dóm­ur­inn ógilti því úrskurð kæru­nefndar útlend­inga­mála þar sem kröfu Suleiman um end­ur­upp­töku á máli sínu var synj­að.

Magnús segir dóm­inn for­dæm­is­gef­andi fyrir þann fjöl­menna hóp hæl­is­leit­enda sem ílengd­ist hér á landi vegna far­ald­urs kór­ónu­veiru þar sem aðstæður eru sam­bæri­legar frá máli til máls og verk­lag stjórn­valda í grunn­inn það sama.

„Að fengnum dómnum er ljóst að stjórn­völdum er ekki stætt á öðru en að bregð­ast við og koma í veg fyrir mestu fjölda­brott­vís­anir Íslands­sög­unn­ar,“ segir Magn­ús.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent