Frumvarpi til að koma í veg fyrir fjöldabrottvísun dreift á Alþingi

Frumvarpi fjögurra stjórnarandstöðuflokka um breytingu á útlendingalögum sem koma á í veg fyrir brottvísun tæplega 200 flóttamanna úr landi hefur verið dreift á Alþingi. Óljóst er hvort frumvarpið komist á dagskrá fyrir sumarfrí.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps fjögurra stjórnarandstöðuflokka um breytingu á lögum um útlendinga.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps fjögurra stjórnarandstöðuflokka um breytingu á lögum um útlendinga.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka um breyt­ingu á lögum um útlend­inga. Frum­varp­inu hefur nú verið dreift á Alþingi.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins eru 23 tals­ins og koma úr fjórum af fimm flokkum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar: Sam­fylk­ingu, Flokki fólks­ins, Pírötum og Við­reisn. Mið­flokk­ur­inn á ekki aðild að frum­varp­inu.

Tvö ný bráða­birgða­á­kvæði á lögum um útlend­inga eru í frum­varp­inu sem taka til umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem urðu fyrir því að máls­með­ferð umsókna þeirra dróst af ástæðum sem rekja má til heims­far­ald­urs COVID-19. Breyt­ing­arnar eiga að gera tæp­lega 200 flótta­mönnum sem til stendur að vísa úr landi kleift að dvelja hér áfram.

Tafir á máls­með­ferð ekki á ábyrgð umsækj­enda

Í fyrra ákvæð­inu er lagt til að tafir sem rekja má til heims­far­ald­urs COVID-19 verða ekki lengur taldar á ábyrgð umsækj­anda og taka skal umsókn til efn­is­legrar með­ferðar ef liðnir eru meira en 12 mán­uðir frá því að umsókn barst íslenskum stjórn­völdum um umsækj­andi hefur ekki yfir­gefið land­ið.

Auglýsing
Í síð­ara ákvæð­inu segir að útlend­ingi, sem fékk end­an­lega synjun á umsókn sinni um alþjóð­lega vernd á tíma­bil­inu 1. mars 2020 til 1. febr­úar 2022 og er enn hér á landi 18 mán­uðum eftir að hann sótti fyrst um alþjóð­lega vernd hér á landi, skuli veitt dval­ar­leyfi á á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Mun á máls­með­ferð megi rekja til verk­lags lög­reglu

Flutn­ings­menn frum­varps­ins telja nauð­syn­legt að bregð­ast við þeim sér­stöku aðstæðum sem uppi hafa verið í heim­inum vegna COVID-19 og komið hafa niður á umsækj­endum um alþjóð­lega vernd. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins benda flutn­ings­menn frum­varps­ins á að fram hefur komið að stjórn­völd hafi metið það svo að ein­hverjir umsækj­enda hafi sjálfir vorið ábyrgð á töfum á máli sínu vegna þess að þeir hafi ekki orðið við beiðni um að und­ir­gang­ast PCR-­próf.

Í grein­ar­gerð­inni segir að svo virð­ist sem ekki hafi verið fullt sam­ræmi í mati stjórn­valda varð­andi þetta og að dæmi séu um að umsækj­endur hafi ekki orðið við beiðni um að mæta í PCR-­próf en hafi, þrátt fyrir það, ekki verið taldir bera ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls, en aðrir í mjög svip­aðri stöðu hafi verið taldir bera ábyrgð á slíkum töfum af sömu ástæðu.

„Flutn­ings­menn frum­varps­ins telja í ljósi jafn­ræð­is­reglu og með­al­hófs að óeðli­legt sé að gera slíkan grein­ar­mun enda sé afar óljóst í hverju mun­ur­inn felst og hefur því verið haldið fram að mun­inn megi helst rekja til verk­lags lög­reglu í ein­staka mál­u­m,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Fárán­legt að láta aðstæður sem tengj­ast heims­far­aldri bitna á flótta­fólki

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, einn flutn­ings­manna frum­varps­ins, sagði undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær að það væri fárán­legt að láta aðstæður sem tengj­ast heims­far­aldr­inum bitna á flótta­fólki, aðstæður sem fólk beri aug­ljós­lega enga ábyrgð á. „Fólkið sem vísa á úr landi hefur margt verið talið bera ábyrgð á töfum á máli sínu vegna þess að það hafi ekki sinnt beiðni um að mæta í svo­kallað PCR-­próf til að kom­ast í flug. Það sem fylgir ekki sög­unni er hvernig lög­regla og Útlend­inga­stofnun fram­kvæmdu þessar beiðnir sín­ar,“ sagði Arn­dís.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Lýsti hún ferl­inu þegar fólki er til­kynnt að vísa eigi því úr landi með eft­ir­far­andi hætti: „ Lög­reglan mætir óboðin á heim­ili umsækj­enda og þylur upp texta á eyðu­blaði á ensku. Eng­inn túlkur eða lög­maður er við­staddur og við­kom­andi er ekki boð­inn slíkur og ekki er orðið við beiðni hans um neitt slíkt. Algengt er að fólk skilji ekki hvað er í gangi. Hafa margir þess­ara ein­stak­linga t.d. sagst ekki hafa skilið hvort málið sner­ist um skimun eða bólu­setn­ingu eða eitt­hvað allt ann­að, og því síður hverjar afleið­ing­arnar af því að mæta ekki gætu orð­ið. Skilji fólk ekki rull­una er því boðið að svara ját­andi eða neit­andi, hvort þau ætli að vera sam­vinnu­fús. Skilji þau það ekki heldur eru þau spurð hvort þau vilji fara eða ekki og auð­vitað vilja þau ekki fara, en þorra þessa fólks átti að vísa til Grikk­lands og Ung­verja­lands eins og fram hefur kom­ið. Berst svo nið­ur­staða að nokkrum vikum liðnum þess efnis að við­kom­andi hafi tafið mál sitt sjálfur og því sé ekki um það að ræða að hann fái að vera. “

Arn­dís sagði að þó að engar laga­breyt­ingar sé þörf til að leysa þessi mál sé með frum­varp­inu verið að bjóða Alþingi að taka í taumana og „stöðva þessa óboð­legu fram­kvæmd,“ sagði Arn­dís, sem hvatti þing­heim allan til að skoða frum­varpið og sam­þykkja.

Dóms­mála­ráð­herra segir sam­stöðu innan rík­is­stjórn­ar­innar um málið

Ekki er sam­staða um brott­vís­un­ina innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Frá því að Frétta­blaðið greindi frá því 20. maí síð­ast­lið­inn að flóð­bylgja brott­vís­ana væri fram undan. Í fyrstu var greint frá því að um 300 manns væri að ræða, meðal ann­ars börn, og að stærstur hluti þeirra ætti að fara til Grikk­lands.

Stjórn­mála­um­ræða síð­ustu viku var und­ir­lögð af umræðu um til­von­andi brott­vís­an­ir. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði í Kast­ljósi á þriðju­dag að sam­staða ríkti innan rík­is­stjórn­ar­innar um að fram­kvæma brott­vísun fólks­ins, reglur væru skýrar og engar breyt­ingar væru fyr­ir­sjá­an­lega á þeirri ákvörð­un.

Guð­mundur ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, bar það til baka í tíu­fréttum RÚV sama kvöld og sagði það rangt að sam­staða væri um máli. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­legar athuga­semd­ir“ við þá veg­ferð sem Jón væri og að hann væri ekki ánægður með það hvernig ráð­herra hafi haldið á mál­inu. Guð­mundur Ingi sagði fleiri ráð­herra hafa gert athuga­semdir við veg­ferð Jóns á rík­is­stjórn­ar­fund­inum en vildi ekki segja hverjir það voru, þeir þyrftu sjálfir að greina frá því.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra svar­aði ekki beint hvort hún hafi verið meðal þeirra en sagði ráð­herra hafa reifað ólík sjón­ar­mið um fjölda­brott­vís­un­ina. „Ég get stað­fest það að það voru ýmis sjón­ar­mið reifuð frá hendi ólíkra ráð­herra,“ sagði Katrín í sam­tali við RÚV.

Óljóst hvort frum­varpið kom­ist á dag­skrá fyrir sum­ar­frí

Dóms­mála­ráð­herra ítrek­aði sam­stöðu í rík­is­stjórn­inni um brott­vís­anir á föstu­dag og full­yrti að eng­inn ráð­herra í rík­is­stjórn­inni hafi farið fram á að staðið verði af brott­flutn­ingi með öðrum hætti en til stend­ur. Sama dag sendi Útlend­inga­stofnun frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að hóp­ur­inn sem til stendur að vísa úr landi hafi tekið tals­verðum breyt­ing­um. 197 manns eru á lista stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra sem vísa á úr landi á næst­unni, ekki tæp­lega 300 líkt og greint var frá í fyrstu. Vísa á 44 til Grikk­lands, þar sem aðstæður telj­ast ekki boð­legar að mati Rauða kross­ins, en barna­fjöl­skyldum verður ekki vísað úr landi.

Ekki liggur fyrir hvort frum­varpið kom­ist á dag­skrá Alþingis fyrir sum­ar­frí en sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins verður þing­fundum frestað föstu­dag­inn 10. júní. Enn á eftir að semja um afgreiðslu þing­mála en auk fjár­mála­á­ætl­unar fjár­mála­ráð­herra 2023 til 2027 auk fjár­auka­laga á enn eftir afgreiða mál eins og frum­varp dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­lög og ramma­á­ætl­un. Málin eru enn í þing­nefndum og frestur til að skila inn umsögn um útlend­inga­frum­varp rennur út í dag. Auk þing­fund­ar­ins í dag eru þrír þing­fundir á dag­skrá fram að þing­frest­un, auk eld­hús­dags­um­ræða sem fram fara eftir viku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokki