Vísa á 197 manns úr landi á næstu dögum – Barnafjölskyldur verða um kyrrt

197 manns eru á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra sem vísa á úr landi á næstunni. 44 verður vísað til Grikklands en barnafjölskyldum verður ekki vísað úr landi.

Vísa á 197 manns ú landi á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Barnafjölskyldum verður ekki vísað úr landi.
Vísa á 197 manns ú landi á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Barnafjölskyldum verður ekki vísað úr landi.
Auglýsing

Hópur flótta­fólks sem vísa á úr landi á næstu dögum hefur tekið tölu­verðum breyt­ing­um. Fyrir helgi var greint frá því á for­­síðu Frétta­­blaðs­ins að flóð­­bylgja brott­vís­ana þeirra sem sótt hafa hér um vernd sé framund­­an. Þá var hóp­ur­inn sagður telja tæp­­lega 300 manns. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Útlend­inga­stofnun telur hóp­ur­inn nú 197 manns, þar af 37 börn, 18 ára og yngri.

Flestir eru frá Níger­íu, 48 tals­ins. 34 eru frá Írak, 15 frá Palest­ínu, 8 frá Afganistan, 7 frá Sómalíu og 7 frá Alban­íu. Vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða miða upp­lýs­ingar frá Útlend­inga­stofnun við nið­ur­brot á ríki með minnst fimm ein­stak­linga en heild­ar­fjöldi kemur fram, alls 197.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofnun kemur fram að listi stoð­deildar með verk­beiðnum frá Útlend­ingstofnun hefur tekið þó nokkrum breyt­ingum að und­an­förnu þar sem tölu­verður fjöldi fólks hefur fengið mál sitt end­ur­upp­tekið hjá Útlend­inga­stofnun vegna langrar veru í land­inu

Heild­ar­fjöldi á verk­beiðna­lista miðað við núver­andi stöðu er 197 manns. Þar af hefur 102 ein­stak­lingum verið synjað um vernd við efn­is­lega með­ferð umsóknar og bíða þess að vera fylgt til heima­lands. 29 bíða end­ur­send­ingar til ann­ars Evr­ópu­ríkis á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 51 bíður end­ur­send­ingar til ann­ars Evr­ópu­ríkis á grund­velli þess að njóta þar þegar alþjóð­legrar vernd­ar. Þá hefur 15 ein­stak­lingum á list­anum verið gert að yfir­gefa landið „eftir að hafa fund­ist hér í ólög­mætri dvöl“ líkt og segir í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­un­ar.

Vísa á flestum til Grikk­lands

Í til­kynn­ing­unni er það einnig rakið að und­an­farin tvö ár hefur fram­kvæmd frá­vís­ana frá land­inu verið háð miklum tak­mörk­unum vegna sótt­varna­reglna á landa­mærum mót­töku­ríkja. Þær reglur hafa nú verið afnumdar í Grikk­land og til stendur að vísa 44 flótta­mönnum þang­að.

T­vær fjöl­skyldur með börn eru í þeim hópi en ljóst er að þeim verður ekki fylgt úr landi þar sem réttur til efn­is­legrar með­ferðar stofn­ast á næstu dögum vegna langrar dvalar þeirra í land­inu. „Stoð­deild er því á þess­ari stundu ekki að und­ir­búa neinn flutn­ing á börnum eða fjöl­skyldum þeirra til Grikk­lands,“ segir í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­un­ar.

Tak­mark­anir eru enn í gildi á Ítalíu og stendur því ekki til að hefja und­ir­bún­ing fylgda til Ítalíu eins og stendur en sam­kvæmt lista stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra á að vísa 23 flótta­mönnum til Ítal­íu. Þá stendur ekki heldur til að fylgja fólki sem hér dvelur til Ung­verja­lands nema í sam­ráði við stjórn­völd þar í landi en Ung­verja­land hefur opin­ber­lega lýst yfir neyð­ar­á­standi í mál­efnum flótta­manna sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Dóms­mála­ráð­herra segir rík­is­stjórn­ina sam­stíga

Yfir­vof­andi brott­vís­anir hafa verið umtal­aðar í vik­unni. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði í hádeg­is­fréttum RÚV að eng­inn ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands hafi farið fram á að staðið yrði að fyr­ir­hug­aðri brott­vísun flótta­­manna úr landi með öðrum hætti en hann hefur boð­að. Það kalli hann sam­­stöðu um mál­ið.

Jón sagði í Kast­­ljósi á þriðju­dag að sam­­staða væri í rík­­is­­stjórn um mál­ið, að reglur væru skýrar og að engar breyt­ingar væru fyr­ir­­sjá­an­­legar á þeirri ákvörð­un. Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­­son, félags- og vinn­u­­­mark­aðs­ráð­herra og vara­­for­­maður Vinstri grænna, bar það til baka í tíu­fréttum RÚV sama kvöld og sagði það rangt að sam­­­staða væri um mál­ið. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­­­legar athuga­­­­semd­ir“ við þá veg­­­­ferð sem Jón væri á og að hann væri ekki ánægður með það hvernig Jón hafi haldið á mál­inu. Guð­­­mundur Ingi sagði að fleiri ráð­herrar hafi gert athuga­­­semdir við veg­­­ferð Jóns á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fund­inum en vildi ekki segja hverjir það voru. Þeir þyrftu sjálfir að greina frá því.

Frum­varpi stjórn­ar­and­stöðu­flokka dreift á Alþingi eftir helgi

Þing­­­flokkar Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, Flokks fólks­ins, Pírata og Við­reisnar greindu frá því í morgun að þeir ætli að leggja sam­eig­in­­­lega fram frum­varp til að bregð­­­ast við stöðu þeirra tæp­­­lega ein­stak­l­inga sem nú stendur til að senda úr landi með fjölda­brott­vís­un.

Í til­­­kynn­ingu frá þeim sagði að flokk­­­arnir leggi til að nýtt ákvæði verði sett til bráða­birgða sem felur í sér að dráttur á máls­­­með­­­­­ferð umsækj­enda um alþjóð­­­lega vernd, sem varð vegna heims­far­ald­­­urs COVID-19, verði ekki tal­inn á ábyrgð umsækj­end­anna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efn­is­­­legrar með­­­­­ferðar hafi þeir verið hér í 12 mán­uði eða leng­­­ur. „Þing­­­flokk­­­arnir leggja einnig til að umsækj­endur sem sóttu um vernd á meðan heims­far­aldur COVID-19 stóð sem hæst og hafa verið hér á landi í 18 mán­uði eða leng­­­ur, fái dval­­­ar­­­leyfi á grund­velli mann­úð­­­ar­­­sjón­­­ar­miða.“

Frum­varpið er í yfir­­­­­lestri verður dreift á Alþingi á mán­u­dag­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent