Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts

Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.

Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Auglýsing

Kúvend­ing hefur orðið á við­horfi bresku rík­is­stjórn­ar­innar til hval­reka­skatts (e. wind­fall tax). Ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar voru áður mót­fallnir hug­myndum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um að leggja á sér­stakan hval­reka­skatt á orku­fyr­ir­tæki en nú hefur Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Breta, til­kynnt að slíkur skattur verði lagður á. Sunak gerir ráð fyrir að skatt­ur­inn muni skila fimm millj­örðum punda í rík­is­kass­ann næsta árið, eða sem nemur rúmum 800 millj­örðum króna. Sá pen­ingur verður nýttur til að greiða hluta kostn­aðar við fyr­ir­hug­aðan aðgerð­ar­pakka sem ætlað er að styðja við breskar fjöl­skyld­ur.

Pakk­inn felur í sér 400 punda nið­ur­greiðslu, um 65 þús­und krón­ur, á orku­kostn­aði allra heim­ila í Bret­landi en talið er að árleg útgjöld breskra heim­ila fyrir hita og raf­magn muni hækka um 800 pund í ár. Sú upp­hæð sam­svarar um 130 þús­und krón­um, hækk­unin nemur því rúmum tíu þús­und krónum á mán­uði að með­al­tali. Að auki munu þau sem búa við lak­ari kjör fá styrk frá rík­inu sem nemur 650 pund­um, rúmum 105 þús­und krón­um, í tveimur greiðslum til að standa straum af hækk­andi fram­færslu­kostn­aði. Alls munu um átta milljón fjöl­skyldur í Bret­landi fá slíkan styrk.

Mesta verð­bólga í 40 ár

Líkt og áður segir voru stjórn­ar­liðar í fyrstu and­snúnir hug­myndum stjórn­ar­and­stöðu um hval­reka­skatt. Haft er eftir Rishi Sunak í umfjöllun BBC að hans útfærsla á skatt­inum myndi „skatt­leggja óvæntan hagnað skyn­sam­lega og hvetja til fjár­fest­inga.“ Skatt­ur­inn myndi nýt­ast til að styðja breskan almenn­ing í bar­áttu sinni við hækk­andi verð­lag án þess að auka við skulda­byrði rík­is­ins. Verð­bólga í Bret­landi hefur ekki mælst hærri í 40 ár en í apríl var hún níu pró­sent og hefur mat­væla-, elds­neyt­is- og orku­verð hækkað umtals­vert á nýliðnum mán­uð­um. Á sama tíma skila þar­lend olíu- og gas­fyr­ir­tæki met­hagn­aði.

Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra hafði í upp­hafi sínar efa­semdir um hval­reka­skatt, líkt og Sunak, og sagði að slíkur skattur gæti hindrað fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja. Sunak hefur nú lagt til að 25 pró­senta skattur legg­ist tíma­bundið á hagnað olíu- og gas­fram­leið­enda. Aftur á móti stæði til að koma á ríf­legum skatta­af­slætti vegna fjár­fest­inga. Fyr­ir­tæki myndu því fá 90 pró­sent end­ur­greiðslu af fjár­fest­ingum sín­um, sam­kvæmt til­lögum fjár­mála­ráð­herr­ans.

Skiptar skoð­anir meðal bæði stjórn­ar- og stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna

„Ol­íu- og gas­iðn­að­ur­inn hagn­ast nú óvenju­lega mik­ið, ekki vegna nýlegra breyt­inga í áhættu­sækni eða nýsköpun eða skil­virkni, heldur vegna hækk­unar á hrá­vöru­verði sem er drifin áfram af inn­rás Rússa að stórum hluta og því er ég fylgj­andi því að koma á skyn­sam­legri skatt­lagn­ingu á þennan óvenju­lega hagn­að,“ sagði Sunak í þing­inu undir háværum frammíköllum þing­manna sem hafa skiptar skoð­anir á mál­inu.

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn gagn­rýna Sunak fyrir að ganga ekki lengra, sér­stak­lega þegar kemur að stuðn­ingi við tekju­lága. Sam­flokks­menn Sun­aks eru einnig sumir hverjir efins, segja það ekki í anda Íhalds­flokks­ins að auka skatt­byrði fyr­ir­tækja. Sumir hafa gengið svo langt að kalla hval­reka­skatt­inn sví­virði­leg­an. Fyrrum for­maður flokks­ins, Sir Iain Duncan Smith, hefur aftur á móti tekið vel í hug­myndir Sun­aks og sagt að meira þurfi að gera fyrir tekju­lága þar í landi.

For­dæmi til staðar í Evr­ópu

Nú þegar hafa nokkur ríki Evr­ópu ákveðið að fara svip­aða leið. Segja má að stjórn­völd á Spáni hafi tekið af skarið í sept­em­ber í fyrra þegar skattur var felldur niður af orku­reikn­ingum heim­ila vegna hækk­andi orku­verðs. Sú aðgerð hefur í för með sér mikið tekju­fall fyrir spænska ríkið en því er mætt með hval­reka­skatti sem lagður er á orku­fyr­ir­tæki sem hagn­ast á sífellt hækk­andi orku­verði.

Svip­aða sögu er að segja frá Ítalíu en for­sæt­is­ráð­herr­ann Mario Draghi hefur kynnt 14 millj­arða evra, eða um 2000 millj­arða króna, stuðn­ing­s­pakka til handa ítölskum fjöl­skyldum sem verður fjár­magn­aður með hækkun skatt­lagn­ingar á hagnað orku­fyr­ir­tækja. Í öðrum löndum álf­unnar á borð við Frakk­land, Þýska­land, Holland, Pól­land, Noreg og Sví­þjóð hafa stjórn­völd reynt að koma til móts við fjöl­skyldur vegna hækk­andi orku­verðs og verð­bólgu.

Hval­reka­skattur komið til tals hér á landi

Ekki hefur verið talin þörf á því að komið sé til móts við íslensk heim­ili vegna hækk­andi orku­verðs, enda hefur alþjóð­leg hækkun orku­verðs minni áhrif á íslensk heim­ili en þau í öðrum Evr­ópu­lönd­um, sam­kvæmt minn­is­blaði sem unnið var í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Það skýrist einkum af því að kynd­ing hér á landi er almennt ekki háð olíu og gasi.

Engu að síður hafa hug­myndir um hval­reka­skatt komið til tals hér á landi. Lilja Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sem jafn­framt á sæti í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, sagði í febr­úar að hún vildi mögu­lega láta leggja hval­reka­skatt á ofur­hagnað í sjáv­ar­út­vegi og í banka­kerf­inu. „Ég tel óá­­­­byrgt að rík­­­­is­­­­sjóður borgi all­an reikn­ing­inn fyr­ir far­ald­­­­ur­inn og tel að bank­­­­arn­ir eigi að styðja við þau heim­ili og fyr­ir­tæki, sér í lagi í ferða­­­þjón­ustu, sem koma einna verst út úr far­aldr­in­­­um,“ sagði Lilja í sam­tali við Morg­un­blaðið í febr­ú­ar.

Nokkrum dögum síðar nefndi hún á Sprengisandi á Bylgj­unni að hún vildi mögu­lega láta leggja á hval­reka­skatt. „Ef það er ofsa­gróði eða ofur­hagn­aður hjá ein­hverjum aðil­um, þá eigum við að gera það. Ég er líka á þeirri skoðun að þetta ætti að eiga sér stað varð­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­inn. Þar sem við sáum ofur­hagnað í ein­hverjum greinum þá á að skatt­­­leggja það,“ sagði Lilja í þætt­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent