Hagvöxtur 8,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins

Stóraukin einkaneysla, aðallega vegna eyðslu landsmanna í ferðalög og neyslu erlendis, endurkoma ferðaþjónustunnar og aukin vöruútflutningur eftir að hömlum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt knýja áfram mikinn hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 fóru tólf þúsund ferðamenn um Keflavíkurflugvöll. Á sama tímabili í ár voru þeir 245 þúsund.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 fóru tólf þúsund ferðamenn um Keflavíkurflugvöll. Á sama tímabili í ár voru þeir 245 þúsund.
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla Íslands jókst um 8,6 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2022 borið saman við sama tíma­bil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stofu Íslands sem birtir voru í dag. Hag­vöxtur mæld­ist 4,3 pró­sent allt árið í fyrra eftir 7,1 pró­ent sam­drátt á árinu 2020. 

Í til­kynn­ingu á vef Hag­stof­unnar segir að þjóð­ar­út­gjöld hafi auk­ist um 11,2 pró­sent að raun­gildi, einka­neysla um 8,8 pró­sent, sam­neysla um 1,5 pró­sent og fjár­muna­myndun um 20,3 pró­sent. 

Sú mikla aukn­ing sem er í einka­neyslu skýrist að umtals­verðu leyti af auknum ferða­lögum og neyslu­út­gjöldum Íslend­inga erlendis á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022, eftir að tak­mörk­unum sem settar voru á ferða­lög vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins var aflétt. Þá mæld­ist einnig umtals­verð aukn­ing í kaupum heim­ila á nýjum bílum á tíma­bil­inu en sam­dráttur varð í kaupum á áfengi, hús­bún­aði og inn­rétt­ing­um. 

Auglýsing

Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að aukn­ing í þjón­ustu­við­skiptum við útlönd, sem er aðal­lega vegna mik­illar fjölg­unar á komu ferða­manna hingað til lands, sé sögu­leg. Alls jókst útflutt þjón­usta um 80,8 pró­sent borið saman við fyrstu þrjá mán­uði árs­ins í fyrra þegar ferða­þjón­ustan var í lama­sessi vegna far­ald­urs­ins. Alls fóru 245 þús­und erlendir far­þegar um Kefla­vík­ur­flug­völl nú sam­an­borið við tæp­lega tólf þús­und á sama tíma­bili 2021. 

Á móti jókst þjón­ustu­út­flutn­ingur um 68,7 pró­sent, sem skýrist aftur af auknum ferða­lögum Íslend­inga erlendis „Vöxtur í inn- og útflutn­ingi þjón­ustu hefur ekki mælst meiri frá því að árs­fjórð­ungs­legar mæl­ingar lands­fram­leiðslu hófust hér á land­i,“ segir í umfjöllun Hag­stof­unn­ar.

Auglýsing
Vöruútflutningur jókst um 8,9 pró­sent milli ára en vöru­inn­flutn­ingur mun meira, eða um 21,4 pró­sent. Sam­an­lagður halli af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum er því áætl­aður 25,4 millj­arðar króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þar af er halli af vöru­við­skiptum 20 millj­arðar króna en hall af þjón­ustu­við­skiptum 5,4 millj­arðar króna. Vert er að taka fram að háanna­tími í ferða­þjón­ustu er á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins og því má búast við að þjón­ustu­út­flutn­ingur skili mun fleiri millj­örðum króna í þjóð­ar­kass­ann á því tíma­bili en hann gerði á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Starf­andi fjölg­aði um 8,2 pró­sent

Heild­ar­fjár­muna­eign jókst um 20,3 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi. Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að þar hafi mest munað um aukna fjár­muna­myndun atvinnu­vega, sem mæld­ist 38,3 pró­sent, en án fjár­fest­inga í skip­um, flug­vélum og stór­iðju­tengdri starf­semi mæld­ist vöxt­ur­inn 19,4 pró­sent. „Skýrist mun­ur­inn einkum af umtals­verðum fjár­fest­ingum í flug­vélum á tíma­bil­inu en sam­dráttur mæld­ist í fjár­muna­myndun stór­iðju og tengdra greina borið saman við sama tíma­bil fyrra árs. Inn- og útflutn­ingur skipa og flug­véla kemur með beinum hætti fram í fjár­fest­ingu ýmist til hækk­unar eða lækk­un­ar. Þessi stærð skiptir oft sköpum varð­andi heild­ar­fjár­hæðir í fjár­fest­ingu og utan­rík­is­við­skiptum en áhrif á lands­fram­leiðslu eru aftur á móti minni­háttar þar sem fjár­fest­ing­ar­á­hrifin vega á móti áhrifum á utan­rík­is­við­skipt­i.“

Áætlað er að fjár­muna­myndun í íbúð­ar­hús­næði hafi numið um 40,8 millj­örðum króna á tíma­bil­inu og hafi dreg­ist saman um 6,8 pró­sent að raun­gildi borið saman við fyrsta árs­fjórð­ung 2021. Áætlað er að fjár­muna­myndun hins opin­bera hafi auk­ist um 1,4 pró­sent að raun­gildi á sama tíma­bili.

Atvinna hélt áfram að aukast á fyrsta árs­fjórð­ungi sam­hliða því að efna­hags­lífið tók við sér þegar tak­mörk­unum vegna far­ald­urs­ins var aflétt. Áætlað er að heild­ar­fjöldi unn­ina stunda hafi auk­ist um 7,5 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi en þeim hefur fjölgað á hverjum árs­fjórð­ungi frá því í lok mars í fyrra. Starf­andi ein­stak­lingum fjölg­aði um 8,2 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins borið saman við sama tíma­bil 2021. Skráð atvinnu­leysi hjá Vinnu­mála­stofnun var 4,5 pró­sent í apr­íl­mán­uði. Almennt atvinnu­leysi í far­aldr­inum mæld­ist mest í jan­úar 2021, 11,6 pró­­sent, og heild­­ar­at­vinn­u­­leysi að með­­­töldum þeim sem enn voru á hluta­bótum í þeim mán­uði var 12,8 pró­­sent. 

Mestur var sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi 2020 þegar fjöldi vinnu­stunda dróst saman um 11,3 pró­sent fyrstu mán­uð­ina eftir að far­ald­ur­inn skall á. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent