Spurði hvort Katrín stæði á bak við stefnu VG eða Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum

Forsætisráðherra sagði þegar hún var spurð út í ólíkar stefnur ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum að það væri hlutverk þeirra að finna lausnir – líka þegar flokkarnir væru ekki fullkomlega sammála. „Það er bara eðli þess að sitja í ríkisstjórn.“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Vara­þing­maður Pírata, Lenya Rún Taha Karim, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna (VG), ræddu útlend­inga­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Lenya Rún spurði Katrínu meðal ann­ars hvort hún stæði við stefnu eigin rík­is­stjórnar í útlend­inga­málum og hvort hún ætl­aði að láta Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra einum eftir að sjá um þau mál án þess að hún og aðrir ráð­herrar hennar flokks skiptu sér af.

Katrín sagði að þrír flokkar væru í rík­is­stjórn­inni og að þeir væru ekki með sömu stefnu í útlend­inga­mál­um. Að sjálf­sögðu stæði hún með stefnu VG í útlend­inga­mál­um. „Hins vegar er það hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir, líka þegar flokk­arnir við rík­is­stjórn­ar­borðið eru ekki full­kom­lega sam­mála. Það er bara eðli þess að sitja í rík­is­stjórn, að ég tali nú ekki um að leiða rík­is­stjórn,“ sagði ráð­herr­ann.

Auglýsing

Lenya Rún hóf fyr­ir­spurn sína á því að benda á að þegar for­sæt­is­ráð­herra kynnti núver­andi rík­is­stjórn á blaða­manna­fundi á Kjar­vals­stöðum hefði hún sagt að upp­stokkun ráðu­neyt­anna sýndi ein­beittan vilja til að láta Stjórn­ar­ráðið vinna saman sem sam­henta heild.

„Það gaf mér vonir um að hin mörgu ólíku sjón­ar­mið sem fyr­ir­finn­ast á stjórn­ar­heim­il­inu fengju aukið vægi í rík­is­stjórn­inni í stað þess að ráð­herrar yrðu ein­valdar í sínum ráðu­neytum eins og hefur tíðkast svo lengi. Það væri í anda þeirra sam­ræðu- og sátta­stjórn­mála sem rík­is­stjórnin seg­ist vilja stunda.

Annað hefur hins vegar komið á dag­inn, ekki síst þegar kemur að útlend­inga­mál­um, og við höfum fengið að fylgj­ast með tveimur ráð­herrum takast opin­ber­lega á í fjöl­miðlum þar sem ráð­herrar ýmist ljúga eða eru sak­aðir um að ljúga,“ sagði vara­þing­mað­ur­inn.

Frum­varpið verið rætt í 13 klukku­stundir og 15 mín­útur í þing­sal

Þá rifj­aði Lenya Rún upp að Katrín hefði talað um mik­il­vægi reglu­verks og þess að fara í heild­stæða stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Ráð­herr­ann hefði látið það hljóma eins og engin slík stefnu­mótun hefði farið fram. „Þvert á móti hefur stefnu­mótun rík­is­stjórn­ar­innar í útlend­inga­málum birst fjórum sinnum í frum­varpi sem bless­un­ar­lega hefur verið stöðvað þrisvar sinnum og verður von­andi stöðvað í það fjórða en umrætt frum­varp hefur verið rætt í 13 klukku­stundir og 15 mín­útur í þing­sal frá því að það var lagt fram árið 2020.“

Spurði hún Katrínu hvort hún hefði ekki sam­þykkt þetta frum­varp fjórum sinnum út úr rík­is­stjórn. „Er þetta frum­varp ekki einmitt stefnu­mót­unin sem for­sæt­is­ráð­herra seg­ist kalla eft­ir? Ég fæ nefni­lega ekki betur séð en að drauma­stefnu­mótun hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra í útlend­inga­málum liggi fyr­ir. Ann­ars hefði rík­is­stjórnin sem hún leiðir ekki sam­þykkt þetta frum­varp fjórum sinn­um.“

Lenya Rún spurði eins og áður segir hvort Katrín stæði við stefnu eigin rík­is­stjórnar í útlend­inga­málum og hvort hún ætl­aði að láta dóms­mála­ráð­herra einum eftir að sjá um þau mál án þess að hún og aðrir ráð­herrar hennar flokks skipti sér af.

Ekki á eitt sátt um fram­kvæmd og túlkun lag­anna

Katrín svar­aði og sagði að það hefði verið gæfu­spor þegar Alþingi Íslend­inga sam­þykkti lög um útlend­inga árið 2016 sem tóku gildi ári síð­ar. „Þau lög voru sam­þykkt í ótrú­lega breiðri sam­stöðu, ekki full­kominni sam­stöðu en ótrú­lega breiðri sam­stöðu. Ég man að þá var rætt um hversu mikið gæfu­spor þetta væri, að við værum ekki að stefna þessum málum í skot­grafir eins og við höfum séð hjá öðrum þjóð­um.

Síðan þá hefur hins vegar komið á dag­inn að við erum ekki á eitt sátt um fram­kvæmd þeirra laga og túlkun þeirra laga. Mín skoðun er sú að lögin sjálf stand­ist enn vel tím­ans tönn. Mín skoðun er sú að þær breyt­ingar sem gerðar hafa ver­ið, til að mynda hvað varðar tíma­fresti, sér­stak­lega hvað varðar mál­efni barna, og þeir tíma­frestir styttir þannig að börn og fjöl­skyldur þeirra njóti for­gangs þegar kemur að því að taka mál þeirra til með­ferð­ar, hafi verið skyn­sam­legar ráð­staf­an­ir. En mín skoðun er sú að þess­ari lög­gjöf hefði átt að fylgja eftir með ákveðnu sam­ráði um sýn og stefnu­mótun í mál­efnum útlend­inga,“ sagði ráð­herr­ann.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Það kynni að vera að aðrir þing­menn væru ósam­mála henni um það en Katrín bætti því við að íslensk stjórn­völd tækju á móti tölu­vert mörgu fólki á flótta sem fengi hér vernd. „Ég fór með tölur áðan sem ég ætla að gera þann fyr­ir­vara við að þær eru lík­lega frá upp­hafi árs 2017 en ekki frá upp­hafi síð­asta kjör­tíma­bils, bara svo öllu sé til haga haldið í þeim efn­um. Við erum líka með mik­inn fjölda útlend­inga sem ekki er fólk á flótta, fólk sem kemur hingað og vinn­ur. Mér finnst á það skorta að við sem stjórn­kerfi – og ég get tekið mína ábyrgð á því sem for­sæt­is­ráð­herra – vinnum nægj­an­lega vel saman í því að tryggja lífs­kjör og lífs­gæði allra þeirra sem hingað koma, hvort sem er til að leita ásjár í okkar vernd­ar­kerfi eða til að leita sér að tæki­fær­um. Það er sú stefnu­mótun sem mig langar að sjá fara fram í þverpóli­tísku sam­ráð­i.“

Sér ekki betur en að frum­varpið fari á skjön við stefnu VG

Lenya Rún þakk­aði ráð­herra í seinni fyr­ir­spurn sinni fyrir and­svar­ið. „Hún nefnir að útlend­inga­lögin hafi verið sam­þykkt árið 2016 og að ríkt hafi mikil ánægja um þau lög. En hver er til­gang­ur­inn með því að sam­þykkja þessi lög, sem voru sam­þykkt í mik­illi sam­stöðu, ef við erum með rík­is­stjórn sem túlkar lögin þeim í óhag sem hingað leita?“ spurði vara­þing­mað­ur­inn.

Hún spurði aftur hvort Katrín stæði á bak við stefnu síns eigin flokks í þessum mála­flokki eða stæði hún á bak við stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Væri Katrín ánægð með þá stefnu­mótun sem rík­is­stjórn hennar hefði staðið fyrir í útlend­inga­málum og end­ur­spegl­að­ist í þeim laga­breyt­ingum sem ítrekað hefðu verið lagðar til og hafnað og reynt á að fá sam­þykktar í fjórða skipt­ið? „Af því að ég get ekki séð betur en að þetta fari á skjön við stefnu VG í útlend­inga- og flótta­manna­mál­um, því mið­ur.“

Hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að þrír flokkar væru í rík­is­stjórn­inni og að þeir væru ekki með sömu stefnu í útlend­inga­mál­um. Að sjálf­sögðu stæði hún með stefnu Vinstri grænna í útlend­inga­mál­um.

„Hins vegar er það hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir, líka þegar flokk­arnir við rík­is­stjórn­ar­borðið eru ekki full­kom­lega sam­mála. Það er bara eðli þess að sitja í rík­is­stjórn, að ég tali nú ekki um að leiða rík­is­stjórn,“ sagði hún.

Katrín sagði jafn­framt að mik­il­vægt væri að ræða stefnu­mótun í þessum efnum – meðal ann­ars sam­spil atvinnu- og dval­ar­leyfa.

„Þar þurfa tvö ráðu­neyti að vinna sam­an. Hátt­virtur þing­maður nefndi sam­starf ráðu­neyta í fyrri spurn­ingu sinni. Það getur oft reynst gríð­ar­legum erf­ið­leikum háð að ólíkar ein­ingar stjórn­kerf­is­ins vinni saman en þessi stóri mála­flokkur á það svo sann­ar­lega skilið að ekki bara þessi tvö ráðu­neyti heldur öll ráðu­neyti, ég nefni hér mennta­mála­ráðu­neyti og önnur ráðu­neyti, komi saman að því að tryggja heild­stæða stefnu í mál­efnum útlend­inga sem við sem sam­fé­lag höfum ekki mót­að. Ég get tekið það á mig að sú heild­stæða stefna hafi ekki verið mótuð á síð­asta kjör­tíma­bili, það hefði kannski betur verið gert. En verk­efnið núna er að ljúka þeirri stefnu­mótun þannig að við getum líka sann­ar­lega verið stolt af því sem við erum að gera, sem um margt er gott. En í sumu er tví­mæla­laust úrbóta þörf,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent