Spurði hvort Katrín stæði á bak við stefnu VG eða Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum

Forsætisráðherra sagði þegar hún var spurð út í ólíkar stefnur ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum að það væri hlutverk þeirra að finna lausnir – líka þegar flokkarnir væru ekki fullkomlega sammála. „Það er bara eðli þess að sitja í ríkisstjórn.“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Vara­þing­maður Pírata, Lenya Rún Taha Karim, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna (VG), ræddu útlend­inga­mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Lenya Rún spurði Katrínu meðal ann­ars hvort hún stæði við stefnu eigin rík­is­stjórnar í útlend­inga­málum og hvort hún ætl­aði að láta Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra einum eftir að sjá um þau mál án þess að hún og aðrir ráð­herrar hennar flokks skiptu sér af.

Katrín sagði að þrír flokkar væru í rík­is­stjórn­inni og að þeir væru ekki með sömu stefnu í útlend­inga­mál­um. Að sjálf­sögðu stæði hún með stefnu VG í útlend­inga­mál­um. „Hins vegar er það hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir, líka þegar flokk­arnir við rík­is­stjórn­ar­borðið eru ekki full­kom­lega sam­mála. Það er bara eðli þess að sitja í rík­is­stjórn, að ég tali nú ekki um að leiða rík­is­stjórn,“ sagði ráð­herr­ann.

Auglýsing

Lenya Rún hóf fyr­ir­spurn sína á því að benda á að þegar for­sæt­is­ráð­herra kynnti núver­andi rík­is­stjórn á blaða­manna­fundi á Kjar­vals­stöðum hefði hún sagt að upp­stokkun ráðu­neyt­anna sýndi ein­beittan vilja til að láta Stjórn­ar­ráðið vinna saman sem sam­henta heild.

„Það gaf mér vonir um að hin mörgu ólíku sjón­ar­mið sem fyr­ir­finn­ast á stjórn­ar­heim­il­inu fengju aukið vægi í rík­is­stjórn­inni í stað þess að ráð­herrar yrðu ein­valdar í sínum ráðu­neytum eins og hefur tíðkast svo lengi. Það væri í anda þeirra sam­ræðu- og sátta­stjórn­mála sem rík­is­stjórnin seg­ist vilja stunda.

Annað hefur hins vegar komið á dag­inn, ekki síst þegar kemur að útlend­inga­mál­um, og við höfum fengið að fylgj­ast með tveimur ráð­herrum takast opin­ber­lega á í fjöl­miðlum þar sem ráð­herrar ýmist ljúga eða eru sak­aðir um að ljúga,“ sagði vara­þing­mað­ur­inn.

Frum­varpið verið rætt í 13 klukku­stundir og 15 mín­útur í þing­sal

Þá rifj­aði Lenya Rún upp að Katrín hefði talað um mik­il­vægi reglu­verks og þess að fara í heild­stæða stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Ráð­herr­ann hefði látið það hljóma eins og engin slík stefnu­mótun hefði farið fram. „Þvert á móti hefur stefnu­mótun rík­is­stjórn­ar­innar í útlend­inga­málum birst fjórum sinnum í frum­varpi sem bless­un­ar­lega hefur verið stöðvað þrisvar sinnum og verður von­andi stöðvað í það fjórða en umrætt frum­varp hefur verið rætt í 13 klukku­stundir og 15 mín­útur í þing­sal frá því að það var lagt fram árið 2020.“

Spurði hún Katrínu hvort hún hefði ekki sam­þykkt þetta frum­varp fjórum sinnum út úr rík­is­stjórn. „Er þetta frum­varp ekki einmitt stefnu­mót­unin sem for­sæt­is­ráð­herra seg­ist kalla eft­ir? Ég fæ nefni­lega ekki betur séð en að drauma­stefnu­mótun hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra í útlend­inga­málum liggi fyr­ir. Ann­ars hefði rík­is­stjórnin sem hún leiðir ekki sam­þykkt þetta frum­varp fjórum sinn­um.“

Lenya Rún spurði eins og áður segir hvort Katrín stæði við stefnu eigin rík­is­stjórnar í útlend­inga­málum og hvort hún ætl­aði að láta dóms­mála­ráð­herra einum eftir að sjá um þau mál án þess að hún og aðrir ráð­herrar hennar flokks skipti sér af.

Ekki á eitt sátt um fram­kvæmd og túlkun lag­anna

Katrín svar­aði og sagði að það hefði verið gæfu­spor þegar Alþingi Íslend­inga sam­þykkti lög um útlend­inga árið 2016 sem tóku gildi ári síð­ar. „Þau lög voru sam­þykkt í ótrú­lega breiðri sam­stöðu, ekki full­kominni sam­stöðu en ótrú­lega breiðri sam­stöðu. Ég man að þá var rætt um hversu mikið gæfu­spor þetta væri, að við værum ekki að stefna þessum málum í skot­grafir eins og við höfum séð hjá öðrum þjóð­um.

Síðan þá hefur hins vegar komið á dag­inn að við erum ekki á eitt sátt um fram­kvæmd þeirra laga og túlkun þeirra laga. Mín skoðun er sú að lögin sjálf stand­ist enn vel tím­ans tönn. Mín skoðun er sú að þær breyt­ingar sem gerðar hafa ver­ið, til að mynda hvað varðar tíma­fresti, sér­stak­lega hvað varðar mál­efni barna, og þeir tíma­frestir styttir þannig að börn og fjöl­skyldur þeirra njóti for­gangs þegar kemur að því að taka mál þeirra til með­ferð­ar, hafi verið skyn­sam­legar ráð­staf­an­ir. En mín skoðun er sú að þess­ari lög­gjöf hefði átt að fylgja eftir með ákveðnu sam­ráði um sýn og stefnu­mótun í mál­efnum útlend­inga,“ sagði ráð­herr­ann.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Það kynni að vera að aðrir þing­menn væru ósam­mála henni um það en Katrín bætti því við að íslensk stjórn­völd tækju á móti tölu­vert mörgu fólki á flótta sem fengi hér vernd. „Ég fór með tölur áðan sem ég ætla að gera þann fyr­ir­vara við að þær eru lík­lega frá upp­hafi árs 2017 en ekki frá upp­hafi síð­asta kjör­tíma­bils, bara svo öllu sé til haga haldið í þeim efn­um. Við erum líka með mik­inn fjölda útlend­inga sem ekki er fólk á flótta, fólk sem kemur hingað og vinn­ur. Mér finnst á það skorta að við sem stjórn­kerfi – og ég get tekið mína ábyrgð á því sem for­sæt­is­ráð­herra – vinnum nægj­an­lega vel saman í því að tryggja lífs­kjör og lífs­gæði allra þeirra sem hingað koma, hvort sem er til að leita ásjár í okkar vernd­ar­kerfi eða til að leita sér að tæki­fær­um. Það er sú stefnu­mótun sem mig langar að sjá fara fram í þverpóli­tísku sam­ráð­i.“

Sér ekki betur en að frum­varpið fari á skjön við stefnu VG

Lenya Rún þakk­aði ráð­herra í seinni fyr­ir­spurn sinni fyrir and­svar­ið. „Hún nefnir að útlend­inga­lögin hafi verið sam­þykkt árið 2016 og að ríkt hafi mikil ánægja um þau lög. En hver er til­gang­ur­inn með því að sam­þykkja þessi lög, sem voru sam­þykkt í mik­illi sam­stöðu, ef við erum með rík­is­stjórn sem túlkar lögin þeim í óhag sem hingað leita?“ spurði vara­þing­mað­ur­inn.

Hún spurði aftur hvort Katrín stæði á bak við stefnu síns eigin flokks í þessum mála­flokki eða stæði hún á bak við stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Væri Katrín ánægð með þá stefnu­mótun sem rík­is­stjórn hennar hefði staðið fyrir í útlend­inga­málum og end­ur­spegl­að­ist í þeim laga­breyt­ingum sem ítrekað hefðu verið lagðar til og hafnað og reynt á að fá sam­þykktar í fjórða skipt­ið? „Af því að ég get ekki séð betur en að þetta fari á skjön við stefnu VG í útlend­inga- og flótta­manna­mál­um, því mið­ur.“

Hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að þrír flokkar væru í rík­is­stjórn­inni og að þeir væru ekki með sömu stefnu í útlend­inga­mál­um. Að sjálf­sögðu stæði hún með stefnu Vinstri grænna í útlend­inga­mál­um.

„Hins vegar er það hlut­verk allra þeirra sem sitja við rík­is­stjórn­ar­borð að finna lausnir, líka þegar flokk­arnir við rík­is­stjórn­ar­borðið eru ekki full­kom­lega sam­mála. Það er bara eðli þess að sitja í rík­is­stjórn, að ég tali nú ekki um að leiða rík­is­stjórn,“ sagði hún.

Katrín sagði jafn­framt að mik­il­vægt væri að ræða stefnu­mótun í þessum efnum – meðal ann­ars sam­spil atvinnu- og dval­ar­leyfa.

„Þar þurfa tvö ráðu­neyti að vinna sam­an. Hátt­virtur þing­maður nefndi sam­starf ráðu­neyta í fyrri spurn­ingu sinni. Það getur oft reynst gríð­ar­legum erf­ið­leikum háð að ólíkar ein­ingar stjórn­kerf­is­ins vinni saman en þessi stóri mála­flokkur á það svo sann­ar­lega skilið að ekki bara þessi tvö ráðu­neyti heldur öll ráðu­neyti, ég nefni hér mennta­mála­ráðu­neyti og önnur ráðu­neyti, komi saman að því að tryggja heild­stæða stefnu í mál­efnum útlend­inga sem við sem sam­fé­lag höfum ekki mót­að. Ég get tekið það á mig að sú heild­stæða stefna hafi ekki verið mótuð á síð­asta kjör­tíma­bili, það hefði kannski betur verið gert. En verk­efnið núna er að ljúka þeirri stefnu­mótun þannig að við getum líka sann­ar­lega verið stolt af því sem við erum að gera, sem um margt er gott. En í sumu er tví­mæla­laust úrbóta þörf,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent