„Er hægt að gera betur? Alveg örugglega“

Katrín Jakobsdóttir var spurð á þingi í dag hvort hægt væri að gera betur varðandi móttöku flóttafólks eða umsækjenda um alþjóðlega vernd en gert er hér á landi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herrann, Katrín Jak­obs­dótt­ir, segir að eðli­legt sé að „við leggjum okkur öll fram um að bæta mót­töku fólks og gerum betur í þeim efn­um“. Áskor­anir séu margar en að mik­ill vilji sé fyrir hendi til að leysa úr þeim. „Þannig að ég vil segja já, við höfum verið að taka á móti fleir­um. Er hægt að gera bet­ur? Alveg örugg­lega.“

Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spyrði hana meðal ann­ars hvort hún væri sam­mála and­stöðu Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar félags­mála­ráð­herra við áform dóms­mála­ráð­herra um stór­felldan brott­flutn­ing fólks héð­an. „Og ef svo er, fylgja ein­hver verk?“ spurði hann. Katrín svar­aði því ekki í fyr­ir­spurn­inni.

Logi benti í upp­hafi á að nú biðu margir flótta­menn „milli vonar og ótta“ og fylgd­ust með skeyta­send­ingum á milli ein­stakra ráð­herra. Hann rifj­aði upp að Guð­mundur Ingi hefði lýst sig ósam­mála stefnu­mótun og aðferðum Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra og sagði Logi það vissu­lega vera gott en hann lang­aði að vita hvað það tákn­aði í raun.

Auglýsing

Hann sagði að Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra, gæti ekki skor­ast undan ábyrgð á störfum dóms­mála­ráð­herra og að félags­mála­ráð­herra bæri sem slíkur líka ábyrgð á aðbún­aði og aðstæðum flótta­manna hér á landi. Þar mætti „nú heldur betur ýmis­legt betur fara“.

„Maður blygð­ist sín örlítið yfir því að vera Íslend­ing­ur“

Vís­aði Logi í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um síð­ast­liðna helgi þar sem úkra­ínska konu sagði að aðstæður fjöl­skyldu hennar væru ömur­leg­ar. Henni hefði verið gert að flytja með skömmum fyr­ir­vara upp á Ásbrú en for­eldrar hennar hefðu verið sendir að Bif­röst.

„Það fer ekki hjá því að maður blygð­ist sín örlítið yfir því að vera Íslend­ingur við að lesa um mót­tök­urnar sem þessi úkra­ínska fjöl­skylda úr stríðs­hrjáðu landi fær. Konan lýsir óboð­legri fram­komu Útlend­inga­stofn­unar og segir frá því hvernig fjöl­skyldan fékk ekki rúm­föt, engin eld­hús­á­höld, ekki potta eða pönnur en eitt glas til að deila, auk þess sem langt er í alla þjón­ustu. Þess er auð­vitað varla að vænta að flótta­fólk úr öðrum heims­hornum mæti sér­stak­lega betra atlæti en hér er lýst,“ sagði Logi.

Hann sagð­ist jafn­framt gera sér grein fyrir því að ráð­herrar gætu ekki sjálfir staðið í að útvega fólki lág­marks­eld­hús­á­höld. en spurði í fram­hald­inu hvort Katrín væri sam­mála honum um að betur mætti gera en lýst hefði verið í við­tal­inu í Frétta­blað­inu. „Er hún ekki sam­mála því að stjórn­völd setja tón­inn í sam­skiptum við fólk sem hingað leit­ar?“ Hann spurði einnig hvort hún væri sam­mála and­stöðu Guð­mundar Inga við áform dóms­mála­ráð­herra um stór­felldan brott­flutn­ing fólks héð­an. „Og ef svo er, fylgja ein­hver verk?“ spurði hann.

Gera mætti betur í sér­tækum málum

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir fyr­ir­spurn­ina sem hefði bæði fjallað um hið sér­tæka og hið almenna. Hún sagði að hægt væri að lesa stefnu úr töl­unum því að það lægi „al­ger­lega fyrir að þeim hefur fjölgað umtals­vert sem hafa fengið vernd hér á landi frá því að núver­andi rík­is­stjórn tók við í lok árs 2017“.

„Ef við tökum bara fjöld­ann síðan þá, þá hafa tæp­lega 3.400 ein­stak­lingar fengið vernd hér á Íslandi. Þetta má líka lesa út úr alþjóð­legum sam­an­burði. Þegar við berum saman hvað við tökum á móti mörgum hér á Íslandi miðað við til að mynda önnur Norð­ur­lönd þá held ég að við getum sann­ast sagna sagt að við Íslend­ingar stöndum okkur í því að taka á móti fleirum en við höfum áður gert,“ sagði hún.

Ráð­herr­ann sagði jafn­framt að vafa­laust mætti ýmis­legt gera betur í sér­tækum mál­um. „Ég las líka þetta við­tal sem síðan hefur verið rætt um af hálfu Útlend­inga­stofn­un­ar. Ég vil um það segja að mér þykir mjög leitt að heyra af upp­lifun þess­arar fjöl­skyldu sem rætt var við í Frétta­blað­inu um helg­ina. Mér finnst liggja alger­lega ljóst fyrir að við eigum að taka það alvar­lega þegar slíkar ábend­ingar ber­ast. Það hefur verið ákveðið að bæði fram­kvæmda­hópur og stýri­hópur um mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu muni heim­sækja þessi búsetu­úr­ræði til að ganga úr skugga um að við­eig­andi lag­fær­ingar hafi verið gerðar sem bent var á að þyrfti að gera í úttekt Rauða kross­ins frá 18. maí síð­ast­liðn­um.

Það er auð­vitað eðli­legt að við leggjum okkur öll fram um að bæta mót­töku fólks og gerum betur í þeim efn­um. Það eru margar áskor­anir en mik­ill vilji til að leysa úr því. Þannig að ég vil segja já, við höfum verið að taka á móti fleir­um. Er hægt að gera bet­ur? Alveg örugg­lega og við eigum að taka það alvar­lega þegar við lesum svona frá­sagnir og brugð­ist hefur verið við með þessum hætt­i,“ sagði Katrín.

Hvar er heild­ar­skoð­un­in?

Logi steig aftur í pontu og sagði að það væri mjög sér­stakt ástand uppi í heim­in­um.

„Það er stríð víða, í Sýr­landi til dæm­is. Engu að síður sjáum við að fólk frá ein­stökum löndum á af ein­hverjum ástæðum greiða leið hingað inn, frá Venes­ú­ela til dæmis miðað við Sýr­land,“ sagði hann og spurði hversu mörgum kvótaflótta­mönnum íslensk stjórn­völd hefðu boðið hingað til lands. „Ég held að á síð­asta ári hafi þeir ekki verið nema 34.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Benti hann á að for­sæt­is­ráð­herra hefði talað á síð­ustu dögum um að það vant­aði heild­ar­stefnu­mótun í mál­efnum flótta­manna. „Hún hefur verið for­sæt­is­ráð­herra þess­arar rík­is­stjórnar fimm síð­ustu ár. Og hvar er sú heild­ar­stefnu­mót­un? Ég þekki þó að haustið 2017 tók hún, ásamt for­mönnum allra flokka á þingi nema Sjálf­stæð­is­flokks, þátt í að skrifa undir plagg um að end­ur­skoðun og heild­ar­stefnu­mótun þess­ara hluta yrði sett á dag­skrá. En hvað ger­ist?“ spurði hann og bætti því við að Katrín hefði í tvígang myndað rík­is­stjórn þar sem dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins færi með öll völd.

Vill ekki ein­ungis taka á móti fleirum heldur að það sé gert vel

„Þá komum við að því hvað varðar heild­ar­stefn­una,“ sagði Katrín í seinna svari sínu. „Nú er það svo á Íslandi, og ég bendi á, að hér hefur mik­ill fjöldi fólks fengið alþjóð­lega vernd á und­an­förnum árum. Ég get líka bent á að inn­flytj­endur eru hér fjöl­menn­ir. Hlut­fall útlend­inga er hátt í 20 pró­sent á Íslandi og atvinnu­þátt­taka þeirra er há. Það eru hins vegar ýmsar aðrar áskor­an­ir, ég get nefnt til að mynda menntun þeirra sem hingað koma. Við þurfum að huga miklu betur að þeim málum og það er það sem ég hef kallað eftir í ræðu um heild­ar­stefnu­mót­un, að við séum ekki bara að horfa á vernd­ar­kerf­ið, sem er mjög mik­il­vægt, heldur að við ræðum líka mál­efni útlend­inga almennt.“

For­sæt­is­ráð­herra sagði að í stjórn­ar­sátt­mál­anum væri sér­stak­lega fjallað um sam­spil atvinnu- og dval­ar­leyfa og að vissu­lega hefði meira mátt ger­ast í þeim málum fyrr.

„En ég legg á það mjög mikla áherslu að félags­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráðu­neyti vinni saman að því, ásamt aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og öðrum aðilum úr háskóla­sam­fé­lag­inu, að setja af stað vinnu sem greiðir fyrir því að hér verði hægt að sækja um atvinnu­leyfi, eins og ég hef þóst lesa úr orðum fólks að sé mik­ill vilji til að gera hér á þingi, að það verði gert í sátt við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og að við mörkum þá stefnu að við séum ekki bara að taka á móti fleirum heldur að við séum að gera það vel og tryggja um leið góðar aðstæður fyrir öll þau sem hingað kom­a,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent