Vilja auðvelda aðflutning sérfræðinga utan EES til Íslands strax með lagabreytingu

Mörg þúsund sérfræðinga vantar erlendis frá til starfa í íslenskum vaxtafyrirtækjum. Samtök atvinnulífsins kalla eftir lagabreytingum til að mæta þessu. „Ísland hefur ekki mörg ár til stefnu til að bíða eftir grænbók, hvítbók og víðtæku samráði.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lagði fram tillöguna um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lagði fram tillöguna um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) segja að breyta þurfi lögum til þess að auð­velda aðflutn­ing sér­fræð­inga frá ríkjum utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES) og vinna að öðru leyti með virkum hætti að því að afnema hindr­anir í reglu­verki til þess að gera umhverfið meira aðlað­andi fyrir erlenda sér­fræð­inga. „Ís­land hefur ekki mörg ár til stefnu til að bíða eftir græn­bók, hvít­bók og víð­tæku sam­ráði, sem hugs­an­lega leiða síðar meir til laga­breyt­inga, heldur þarf að bregð­ast hratt við.“

Þetta kemur fram í umsögn SA um til­lögu þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­innar um fram­kvæmda­á­ætlun í mál­efnum inn­flytj­enda fyrir árin 2022 til 2025 sem skilað var inn til þings­ins í gær. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra er flutn­ings­maður til­lög­unn­ar. 

Fyrsta og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda 17,1 pró­sent íbúa

Fram­kvæmda­á­ætlun um mál­efni inn­flytj­enda er ætlað að kynna aðgerðir sem end­ur­spegla þau meg­in­markið laga um mál­efni inn­flytj­enda að stuðla að sam­fé­lagi þar sem öll geta verið virkir þátt­tak­endur óháð þjóð­erni og upp­runa.

Við mótun fram­kvæmda­á­ætl­unar var leitað til fjölda aðila sem hafa þekk­ingu á mál­efnum inn­flytj­enda. Alls var óskað eftir til­lögum frá 106 aðilum og bár­ust svör frá 23. Unnið var úr inn­sendum hug­myndum og til­lögum og í kjöl­farið var fundað með fjölda fag- og hags­muna­að­ilum hjá sam­tök­um, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum og fengnar umsagnir og frek­ari ábend­ing­ar. Líkt og fram­kvæmda­á­ætlun í mál­efnum inn­flytj­enda fyrir árin 2016 til 2019, bygg­ist fram­kvæmda­á­ætl­unin á fimm stoð­um, þ.e. sam­fé­lagi, fjöl­skyldu, mennt­un, atvinnu­mark­aði og fólki á flótta.

Auglýsing
Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að 1. jan­úar 2021 hafi 57.126 inn­flytj­endur búið á Íslandi, eða 15,5 pró­sent mann­fjöld­ans. Árið 2012 voru þeir átta pró­sent mann­fjöld­ans. Inn­flytj­endum af annarri kyn­slóð hefur einnig fjölg­aði mikið en þeir voru 6.117 árið 2021. Sam­an­lagt er fyrsta og önnur kyn­slóð inn­flytj­enda 17,1 pró­sent af mann­fjöld­anum og hefur það hlut­fall aldrei verið hærra.

Í nið­ur­stöðum félags­vísa Hag­stofu Íslands frá 2019 kemur fram að það sem meðal ann­ars ein­kennir inn­flytj­endur á Íslandi er að flestir eru á vinnu­aldri, hafa dvalið hér í stuttan tíma og eru að meiri hluta karl­menn. „Flestir inn­flytj­endur á Íslandi koma frá löndum þar sem heilsa, menntun og fjár­hagur er góð­ur. Almennt eru færri inn­flytj­endur en inn­lendir með mjög háar heild­ar­tekjur og þrátt fyrir að hafa gott aðgengi að íslenskum vinnu­mark­aði eru inn­flytj­endur lík­legri en inn­lendir til þess að vinna störf þar sem menntun þeirra nýt­ist ekki.“

Tekur ekki á skorti á sér­hæfðu starfs­fólki

Ein þeirra aðgerða sem til­tekin er í fram­kvæmda­á­ætl­un­inni er end­ur­skoðun laga um atvinnu­rétt­indi útlend­inga. Sú end­ur­skoðun á að eiga sér stað í ár, 2022. Mark­mið breyt­ing­anna er að rýmka ákvæð er varða útgáfu dval­ar­leyfa á grund­velli atvinnu­þátt­töku og að skil­virkni verði aukin með ein­földun ferla. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni seg­ir:„Um­sókn­ar­ferli um dval­ar- og atvinnu­leyfi fyrir ein­stak­linga sem sinna störfum sem krefj­ast sér­fræði­þekk­ingar verði ein­fald­að. Tryggt verði að fólk sem fær dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða eða sér­stakra tengsla við landið fái sam­hliða óbundið atvinnu­leyf­i.“

Auglýsing
Í umsögn sinni segir SA að sam­tökin taki undir þörf fyrir skýra og heild­stæða stefnu sem eflir fólk af erlendum upp­runa til þátt­töku í sam­fé­lag­inu. „Enn brýnna er þó að móta stefnu sem stuðlar að aðflutn­ingi lang­skóla­geng­inna sér­fræð­inga og sér­hæfðs starfs­fólk sem atvinnu­líf­ið, bæði einka­geiri og opin­beri geiri, þarfn­ast nú og á allra næstu árum.“

Fyr­ir­liggj­andi þings­á­lykt­un­ar­til­laga taki ekki á ríkj­andi skorti á sér­hæfðu og lang­skóla­gengnu starfs­fólki. „Starfs­fólki sem öll þróuð ríki kepp­ast nú um að laða til sín. Þannig þarf að móta fram­sækna stefnu í inn­flytj­enda­málum til að auka nýsköp­un, manna laus störf bæði í einka- og opin­bera geir­anum og auka þar með útflutn­ings­tekjur og vöxt, bæta opin­bera þjón­ustu og styrkja vel­ferð­ar­kerf­ið. Slík stefna þarf að standa vörð um og styrkja alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni Íslands.“

Vantar níu þús­und í hug­verka­iðnað

Að mati SA þarf strax að ráð­ast í aðgerðir til að mæta þessum brýna vanda. Útlend­inga­lögin heim­ili frjálst flæði fólks innan EES en inn­flutn­ingur frá öðrum heims­álfum en Evr­ópu sé háður miklum tak­mörk­un­um. 

Sam­tökin vilja að lögum verði breytt til þess að auð­velda aðflutn­ing sér­fræð­inga frá ríkjum utan EES og vinna að öðru leyti með virkum hætti að því að afnema hindr­anir í reglu­verki til þess að gera umhverfið meira aðlað­andi fyrir erlenda sér­fræð­inga. „auð­velda aðflutn­ing sér­fræð­inga frá ríkjum utan EES og vinna að öðru leyti með virkum hætti að því að afnema hindr­anir í reglu­verki til þess að gera umhverfið meira aðlað­andi fyrir erlenda sér­fræð­inga.“

Sam­tök iðn­að­ar­ins, sem til­heyra SA, birtu grein­ingu fyrr í þessum mán­uði þar sem þau sögðu að níu þús­und sér­fræð­inga þurfi til vaxta í hug­verka­iðn­aði á næstu fimm árum. Það mat er byggt á nið­ur­stöðum könn­unar meðal stjórn­enda fyr­ir­tækja í hug­verka­iðn­aði innan sam­tak­anna. Um er að ræða um 1.800 manns að með­al­tali á ári. Í könn­un­inni kom fram að í kringum 80 pró­sent fyr­ir­tækj­anna sem voru undir í henni vanti í dag starfs­fólk til að við­halda starf­semi sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent