Skattfrjáls niðurgreiðsla á húsnæði sem „gagnast fyrst og fremst millitekjuhópum“

Frá 2014 hafa stjórnvöld fyrst og síðast miðlað beinum húsnæðisstuðningi með því að veita skattfrelsi á notkun séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán. Frá miðju ári 2014 og til byrjun þessa árs nam stuðningurinn um 27 milljörðum króna.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Í frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um líf­eyr­is­greiðslur sem til stendur að afgreiða fyrir þing­lok er gert ráð fyrir að nýr hóp­ur, sá sem hefur ekki átt fast­eign í fimm ár, megi nota sér­eign­ar­sparnað skatt­frjálst til að kaupa sér hús­næði. Þá fel­ast í frum­varp­inu auknar heim­ildir til að ráð­stafa líf­eyr­is­sparn­aði til að kaupa fyrstu fast­eign. Þær fel­ast í því að fólk má nota svo­kall­aða til­greinda sér­eign í þessum til­gangi, ef nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar nær ekki hámarks­heim­ild­inni.

Í grein­ar­gerð sem fylgir með frum­varp­inu kemur fram að heim­ild­irnar sem frum­varpið mun heim­ila muni „gagn­ast fyrst og fremst milli­tekju­hópum en hafa að öllum lík­indum lítil áhrif á heild­ar­um­fang úrræð­is­ins um skatt­frjálsa nýt­ingu líf­eyr­is­sparn­aðar til fyrstu kaupa á íbúð eða íbúða­mark­að­inn.“ 

Engin grein­ing var þó gerð á mögu­legum áhrifum á íbúða­mark­að­inn við vinnslu frum­varps­ins. Í grein­ar­gerð­inni segir að skatt­frjáls úttekt líf­eyr­is­sparn­aðar gæti auk­ist um 0,5–1 millj­arð króna á ári sem jafn­gildir 20 pró­sent  af árlegri nýt­ingu úrræð­is­ins til fyrstu kaupa. Skatt­frjáls ráð­stöfun líf­eyr­is­sparn­aðar inn á íbúða­lán gæti einnig auk­ist um 0,5–1 millj­arða króna árlega. „Alls gæti skatt­frjáls nýt­ing líf­eyr­is­sparn­aðar til íbúð­ar­kaupa því auk­ist um 1–2 millj­arða króna á ári.“

Skipt um kúrs 2014

Stjórn­völd hafa frá miðju ári 2014 heim­ilað þeim hluta lands­manna sem spara í sér­eign að nota þann sparnað til að greiða skatt­frjálst niður hús­næð­is­lán sín. Engin tekju- eða eign­ar­há­mörk eru á þess­ari heim­ild. Eina þakið á slíkri ráð­­stöfun er að ein­stak­l­ingar mega mest nýta allt að 500 þús­und krónum á ári í að nið­­ur­greiða hús­næð­is­lánið sitt skatt­frjálst með þessum hætti og hjón eða sam­­búð­­ar­­fólk um 750 þús­und krón­­ur. Því hærri sem tekjur eru, því meiri líkur eru á því að sú heim­ild verði full­nýtt. 

Auglýsing
Kjarn­inn hefur fjallað ítar­­lega um nýt­ingu skatt­frjálsa nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar til að borga niður hús­næð­is­lán allt fá því að hún varð fyrst heimil árið 2014. Í umfjöllun hans um málið sem birt­ist í febr­­úar síð­­ast­liðnum kom farm að alls 79.747 ein­stak­l­ingar hefðu nýtt sér skatt­frjálsa ráð­­stöfun sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán frá miðju ári 2014 og fram til jan­úar síð­­ast­lið­ins. Um er að ræða 38 pró­­­sent allra sem eru á vinn­u­­­mark­aði, eða 21 pró­­­sent þjóð­­­ar­innar í heild.

Þessi hópur hefur alls ráð­stafað 109,9 millj­­­örðum krónum af sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði inn á hús­næð­is­lánin sín frá árinu 2014. Í sam­an­­­tekt­inni sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta kemur fram að hóp­­­ur­inn sem hefur nýtt sér úrræðið hafi alls fengið skatt­­af­­slátt upp á sam­tals 26,8 millj­­­arða króna fyrir að nýta sér­­­­­eign­­­ar­­­sparnað sinn á þennan hátt.

Mest fer til tekju­hæstu hópanna

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) lét Hag­stofu Íslands keyra sér­keyrslu til að sjá hvernig þessi skatt­frjálsa nýt­ing sér­eign­ar­sparn­aðar skipt­ist á milli tekju­hópa. Þar kom í ljós að alls 72 pró­­sent þess skatta­af­­sláttar sem veittur var vegna nýt­ingu á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði árið 2020 lenti hjá þeim fimmt­ungi sem hafði mestar tekj­­ur.

­Sami hópur fékk tæp­­lega helm­ing, 47,1 pró­­sent, af öllum beinum hús­næð­is­­stuðn­­ingi rík­­is­ins á árinu 2020 þegar búið er að gera ráð fyrir vaxta­­bóta­greiðslum líka, en auk sér­eign­ar­sparn­aðar telj­ast vaxta­bætur sem beinn hús­næð­is­stuðn­ing­ur. Vaxta­bóta­kerfið skilar stuðn­ingi frekar til tekju­lægri heim­ila og ungs fólks, enda vaxta­bætur tekju- og eigna­tengd­ar.  Sú upp­­hæð sem miðlað er í gegnum vaxta­­bóta­­kerfið dróst saman um 75 pró­­sent frá 2013 til 2020. 

Um 85 pró­­sent af skatta­af­slætt­in­um fór til þeirra 30 pró­­sent heim­ila sem voru með mestar tekjur og um 57 pró­­sent alls beins hús­næð­is­­stuðn­­ings lenti þar.

Miðað við skipt­ingu á skattafslætt­inum á árinu 2020, sam­­kvæmt sam­an­­tekt ASÍ, má ætla að um 8,3 millj­­arðar króna af skatta­af­slætt­inum sem miðlað hefur verið frá 2014 og fram í jan­úar 2022 hafi farið til rík­­­ustu tíu pró­­senta þjóð­­ar­inn­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent