15 milljónir úr ríkissjóði til Forlagsins vegna bóka Arnaldar á síðustu tveimur árum

Ríkið hefur styrkt íslenska bókaútgáfu með endurgreiðslu á fjórðungi kostnaðar frá árinu 2019. Sá titill sem hefur fengið hæstu endurgreiðsluna fékk tæpar 11 milljónir. Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku verða endurskoðuðu fyrir lok næsta árs.

Bækur Arnaldar Indriðasonar raða sér í tvö af þremur efstu sætunum yfir þá bókatitla sem fengið hafa hæstu endurgreiðslurnar á kostnaði úr ríkissjóði.
Bækur Arnaldar Indriðasonar raða sér í tvö af þremur efstu sætunum yfir þá bókatitla sem fengið hafa hæstu endurgreiðslurnar á kostnaði úr ríkissjóði.
Auglýsing

Bóka­út­gef­endur fengu 374 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá rík­is­sjóði vegna kostn­aðar við bóka­út­gáfu á síð­asta ári. End­ur­greiðsl­urnar voru enn meiri árið á undan þegar þær námu alls 398 millj­ón­um. Slíkar end­ur­greiðslur voru festar í lög árið 2019 en end­ur­greiðslur það ár námu alls 78 millj­ón­um. Það skýrist af því að bóka­út­gef­endur hafa níu mán­uði frá útgáfu bókar til þess að sækja um end­ur­greiðslu. End­ur­greiðslur vegna fyrsta jóla­bóka­flóðs­ins eftir að stuðn­ing­ur­inn var sam­þykktur er þar af leið­andi að lang­mestu leyti inni í tölum árs­ins 2020 um end­ur­greiðsl­ur.

Lög um stuðn­ing við útgáfu bóka á íslensku voru sam­þykkt á Alþingi í des­em­ber árið 2018. Mark­mið lag­anna „er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bóka­út­gef­endum tíma­bund­inn stuðn­ing í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.“ Þau tóku gildi strax í upp­hafi árs 2019 en þau koma til end­ur­skoð­unar fyrir lok árs 2023. Þá skal ráð­herra láta gera úttekt á árangri þessa stuðn­ings við íslenska bóka­út­gáfu fyrir lok þessa árs.

Auglýsing

Prentun dýr­asti kostn­að­ar­lið­ur­inn

Á heima­síðu Rannís má sjá nið­ur­brot á end­ur­greiðslum eftir kostn­að­ar­lið­um. Á síð­asta ári vó prentun þyngst í end­ur­greiðsl­unni af ein­stökum kostn­að­ar­lið­um, eða 28,1 pró­sent. Kostn­aður vegna prent­unar á þeim bókum sem fengu stuðn­ing á síð­asta ári nam rúmum 420 millj­ónum og því voru rúm­lega 105 millj­ónir end­ur­greiddar vegna prent­kostn­að­ar. Þar á eftir koma höf­und­ar­laun, sem voru 20,2 pró­sent af kostn­aði og aug­lýs­ingar en 12,9 pró­sent af útgáfu­kostn­aði féll til vegna þeirra.

Það for­lag sem fékk hæstu end­ur­greiðsl­una í fyrra var For­lag­ið, rúma 91 milljón af þeim tæpu 374 millj­ónum sem end­ur­greiddar voru. Frá árinu 2019 hefur for­lagið fengið 240 millj­ónir end­ur­greiddar vegna kostn­aðar við bóka­út­gáfu félags­ins. Næst á eftir For­lag­inu kemur for­lagið Bjartur og Ver­öld, end­ur­greiðslan til þess for­lags nam rúmum 37 millj­ónum í fyrra.

Þegar end­ur­greiðslur vegna ein­stakra titla eru skoð­aðar sést hversu umfangs­mikið For­lagið er í íslenskri bóka­út­gáfu. Þeir þrír tillar sem hæstar end­ur­greiðslur hafa fengið voru gefnir út af For­lag­inu en það á alls fjóra titla á lista þeirra tíu titla sem hæstar end­ur­greiðslu hafa feng­ið.

Hæsta end­ur­greiðslan nemur ell­efu millj­ónum

Sá tit­ill sem fengið hefur hæsta end­ur­greiðslu er bókin Síld­ar­árin 1867-1969 eftir Pál Bald­vin Bald­vins­son. For­lagið fékk rétt um ell­efu millj­ónir end­ur­greiddar vegna kostn­aðar sem féll til við útgáfu þeirrar bók­ar, það þýðir að end­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður við útgáfu bók­ar­innar nam rúmum 43,8 millj­ón­um.

Næstu tvær bækur á list­anum yfir þær sem hafa fengið hæstu end­ur­greiðsl­urnar eru bækur eftir Arn­ald Ind­riða­son. Bók Arn­ald­ar, Treg­a­steinn, kom út árið 2019 og árið 2020 fékk For­lagið tæpar 7,7 millj­ónir end­ur­greiddar vegna kostn­aðar við útgáf­una. Ári síðar kom bókin Þagn­ar­múr út. End­ur­greiðslur vegna hennar nema rúmum 7,4 millj­ónum króna.

Á meðal þeirra bóka sem fengið hafa hæsta end­ur­greiðslu eru einnig bækur sem gefnar eru út af öðrum en stóru for­lög­un­um. Þar má til dæmis finna Árbækur Ferða­fé­lags Íslands, þar má finna eina prjóna­bók sem gefin er út af Sögum útgáfu. Ofar­lega á lista er bókin Skipu­lag eftir Sól­rúnu Diego en hana gefur for­lagið Fullt tungl út, for­lag Björns Braga Arn­ars­son­ar. Allir þessir titlar skil­uðu for­lögum sínum yfir þremur millj­ónum í end­ur­greiðsl­ur.

Gert ráð fyrir að verð bóka myndi lækka

End­ur­greiðslur síð­ustu tveggja ára nema, líkt og áður seg­ir, 374 millj­ónum og 398 millj­ón­um. Það er nokkuð í takt við það sem gert var ráð fyrir í frum­varpi til laga um stuðn­ing við útgáfu bóka á íslensku. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kom það meðal ann­ars fram í kafl­anum um mat á áhrifum að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna stuðn­ings­ins væri áætl­aður um 300 til 400 millj­ónir á ári.

Í sama kafla var einnig sagt að meg­in­mark­mið frum­varps­ins væri að efla og styðja bóka­út­gáfu á íslensku til að vernda íslensku sem ætti undir högg að sækja og að efla læsi. Þar kom einnig fram að stuðn­ing­ur­inn ætti að gera bóka­út­gef­endum kleift að lækka verð á bókum um að lág­marki 10 pró­sent, eða gagn­ast þeim á annan hátt, til að mynda til frek­ari fjár­fest­ingar vegna útgáfu á raf- og hljóð­bók­um.

„Gera má ráð fyrir því að ábati neyt­enda muni fel­ast í verð­lækkun bóka og fjöl­breytt­ara úrvali bóka, m.a. á raf­rænum miðl­um. Hvort tveggja er til þess fallið að hvetja til lestrar á íslensku og styðja þannig við íslenska tungu og menn­ingu sem stuðlar að auk­inni hag­sæld fyrir allan almenn­ing,“ segir í frum­varp­inu.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin hefur verið upp­færð og fyr­ir­sögn hennar breytt eftir að ábend­ingar frá starfs­fólki Rannís bár­ust Kjarn­anum þess efnis að end­ur­greiddur kostn­aður ein­stakra titla var ofmet­inn. Á gagna­torgi þar sem sjá má yfir­lit yfir úthlut­anir fyrir hvern titil er tala fyrir kostnað við útgáfu hvers titil birt í stað úthlut­un­ar. Gagna­torgið hefur nú verið upp­fært.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent