Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag

Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.

Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Auglýsing

Full­lestaður flutn­inga­bíll spænir upp vegum á við um 10 þús­und fólks­bíla. Ef farnar yrðu 164 ferðir á dag með vikur frá fyr­ir­hug­aðri námu á Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar, þar af um helm­ing ferð­anna með fullan farm, má ætla að slitið á veg­unum þessa 170 kíló­metra leið jafn­ist á við, var­lega áætl­að, milljón fólks­bíla. Allan árs­ins hring.

Um þetta gríð­ar­lega við­bót­ar­á­lag á vega­kerf­ið, sem veikt er fyrir og myndi þarfn­ast veru­legrar styrk­ingar á kostnað skatt­greið­enda, er m.a. fjallað í umsögn Vega­gerð­ar­innar um umhverf­is­mats­skýrslu um hið áform­aða vik­ur­nám við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi. Skýrslan er unnin af verk­fræði­stof­unni Eflu fyrir fram­kvæmda­að­il­ann EP Power Miner­als. Vik­ur­inn stendur til að nota sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent í Evr­ópu.

Auglýsing

Umhverf­is­stofnun segir í sinni umsögn, sem Kjarn­inn fjall­aði tjum í gær, að ef flutn­inga­bíl­arnir verði sex öxla, þ.e. með tengi­vagn, slíti hver og einn þeirra full­lestaður burð­ar­lagi á við 20-30 þús­und fólks­bíla. Miðað við það blasa við enn skugga­legri töl­ur: Slit á vegum sem jafn­ast á við 2-3 millj­ónir fólks­bíla á degi hverj­um. Allan árs­ins hring.

Því gert er ráð fyrir að eftir að fullum afköstum við vik­ur­flutn­ing­ana verður náð verði farnar 164 ferðir á dag að með­al­tali yfir árið eftir þjóð­veg­inum milli námu og hafn­ar. Í helm­ingi þeirra ferða yrði um tóman bíl að ræða, en vissu­lega risa­stóran og þungan bíl. Flutn­inga­bílar færu um leið­ina á sjö mín­útna fresti eða þar um bil, ýmist tómir eða með vik­ur­farm. Á vegi sem fer í gegnum fjóra þétt­býl­is­staði, vin­sæla ferða­manna­staði og frið­sælar sveit­ir.

„Aukn­ing þunga­um­ferðar af þeirri stærð­argráðu sem hér um ræðir getur haft áhrif á sam­fé­lags­lega þætti svo sem meng­un, hávaða og ferða­mennsku auk umferð­ar­ör­yggis og nið­ur­brots vega,“ segir í umsögn Vega­gerð­ar­innar um umhverf­is­mats­skýrsl­una. Þunga­um­ferð hér á landi sé oft nærri 10 pró­sentum af heild­ar­um­ferð á þjóð­veg­in­um. Sé gengið út frá því að svo sé á umræddum vegum í dag megi gera ráð fyrir að hlut­fall þetta hækki í 15-20 pró­sent.

Óásætt­an­legt að umferðin fari í gegnum þétt­býli

Yrði vik­ur­námið að veru­leika með öllum þessum þunga­flutn­ingum myndi því umferðin á hring­veg­inum gjör­breyt­ast og verða hættu­legri. Ákveðin hætta fylgir ávallt blöndun á þunga­um­ferð og umferð óvar­inna veg­far­enda þó svo að hraða­tak­mörk séu virt, bendir Vega­gerðin á. Nefnir hún sér­stak­lega þétt­býlin í Vík, Hvols­velli, Hellu og Sel­fossi í þessu sam­bandi. Til langs tíma telur Vega­gerðin „ekki ásætt­an­legt að svo umfangs­mikil þunga­um­ferð sem hér um ræðir fari í gegnum þétt­býl­i“.

Því hér er ekki tjaldað til einnar næt­ur, líkt og Umhverf­is­stofnun kemst að orði í sinni umsögn. Miðað er við að vik­ur­námið standi í heila öld. Verið er að tala um hund­rað ár af marg­falt meiri umferð.

Vegagerðin telur þungaflutninga um leiðina sem merkt er með bláum lit ekki koma til greina. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Á skipu­lags­á­ætl­unum er gert ráð fyrir að hring­veg­ur­inn verði færður út fyrir þétt­býlið í Vík og á Sel­fossi og leggur Vega­gerðin áherslu á að hring­vegur muni í fram­tíð­inni liggja utan við þétt­býlið á Hvols­velli. Erf­ið­ara er um vik að sögn stofn­un­ar­innar að færa veg­inn út fyrir þétt­býlið á Hellu. Í Vík og á Sel­fossi þverar þjóð­veg­ur­inn í dag göngu­leiðir skóla­barna, er bent á í umsögn­inni.

Þá bendir Vega­gerðin á að hring­veg­ur­inn austan Mark­ar­fljóts er um 6,5-7 metrar að breidd á köflum og því mjórri en veg­hönn­un­ar­reglur fyrir nýja vegi segja fyrir um. Einnig er nefnt að veg­ur­inn um Gatna­brún í nágrenni Víkur geti verið erf­ið­ur. Hann liggur í allt að 119 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, á honum eru krappar beygjur og um 12 pró­sent halli. Þar hafa orðið alvar­leg slys, m.a. þar sem flutn­inga­bílar hafa farið út af vegi.

Myndi fjölga umferð­ar­slysum um 6-9 á ári

Veru­leg við­bót­ar­um­ferð þungra öku­tækja á þessum hluta Hring­veg­ar­ins mun hafa nei­kvæð áhrif á umferð­ar­ör­yggi. „Ætla má að sú aukn­ing þunga­um­ferðar sem til­greind er í umhverf­is­mats­skýrslu geti valdið því að umferð­ar­slysum fjölgi um 6-9 á ári næstu ár. Búast má við sam­fé­lags­legum kostn­aði við fjölgun slysa sem því nem­ur,“ segir Vega­gerðin í umsögn sinni.

Þunga­um­ferð brýt­ur, eðli máls­ins sam­kvæmt, vegi hraðar niður en umferð fólks­bíla. Við sam­an­burð á öku­tækjum með til­liti til áhrifa á nið­ur­brot vega má vísa til þess að nið­ur­brot vegar af full­lest­uðum flutn­inga­bíl sam­svari nið­ur­broti af um 10 þús­und fólks­bíl­um. „Ljóst er að sú aukn­ing á þunga­um­ferð sem hér um ræðir mun hafa umtals­verð áhrif á nið­ur­brot vega og flýta þyrfti bæði við­halds­að­gerð­um, end­ur­bygg­ingu vega og fram­kvæmdum sem nú þegar eru á áætl­un,“ segir í umsögn­inni. „Jafn­framt geta end­ur­bætur orðið dýr­ari en gert er ráð fyrir sam­kvæmt gild­andi áætl­unum þar sem mögu­lega þarf að gera auknar kröfur til breiddar burð­ar­vega og slitlaga vegna auk­innar þunga­um­ferð­ar.“

Auglýsing

Sam­kvæmt reynslu Vega­gerð­ar­innar er æski­legt að end­ur­nýja klæð­ing­ar­slit­lög á stofn­vegum á 6-7 ára fresti og mal­biks­slit­lög á 10-14 ára fresti. Þá er miðað við að þunga­um­ferð sé undir 10 pró­sent­um. Aukin þunga­um­ferð muni því valda því að nið­ur­brot veg­anna verður hrað­ara og við­halds­þörf eykst. Bendir stofn­unin á að umfang við­halds á slit­lögum sé háð fjár­veit­ingum hverju sinni.

Sam­kvæmt sam­göngu­á­ætlun eru á umræddri leið milli áform­aðrar námu og hafnar gert ráð fyrir nokkrum stórum fram­kvæmd­um, m.a. nýrri brú yfir Ölf­usá, styrk­ingum og end­ur­bótum á Þor­láks­hafn­ar­vegi, kafla frá Sel­fossi að Skeiða­vega­mótum og frá Skeiða­vega­mótum að Hellu.

„Fyr­ir­huguð aukn­ing í þunga­flutn­ingum mun lík­lega hafa áhrif á ofan­greindar áætl­anir hvað varðar val á breidd vega, upp­bygg­ingu og val á slit­lag­i,“ segir Vega­gerðin og bendir á að þessir þættir muni valda því að fram­kvæmda­kostn­aður verður hærri en nú er gert ráð fyr­ir. Mögu­lega þurfi að flýta fram­kvæmdum á sam­göngu­á­ætlun og end­ur­byggja kafla á hring­vegi sem ekki eru komnir á áætl­un.

Millj­arðar í aukin útgjöld rík­is­ins

Ætla má að kostn­aður við end­ur­bygg­ingu núver­andi veg­kafla í 9 metra breiðan veg með mal­biki geti verið á bil­inu 80-200 millj­ónir króna á hvern kíló­metra af vegi. „Áætluð heild­ar­upp­hæð gæti því numið allt að 7 millj­örðum króna miðað við verð­lag árs­ins,“ segir Vega­gerð­in. Kostn­að­ar­auki vegna fyr­ir­hug­aðrar auk­innar þunga­um­ferðar gæti numið 30-50 pró­sentum af heild­ar­upp­hæð­inni.

Og þá er ótal­inn sá auka­legi við­halds­kostn­aður sem myndi falla á rík­ið.

Kostn­aður vegna við­halds slitlaga á hvern kíló­metra er við núver­andi aðstæður áætl­aður 1-1,5 millj­ónir á ári. „Æski­legt væri að mal­bika lengri kafla fyrr en áætl­anir gera ráð fyrir gangi áætl­anir um þunga­flutn­inga vegna námu­vinnsl­unnar eft­ir,“ segir Vega­gerðin í umsögn sinni. Gera megi ráð fyrir að kostn­aður vegna við­halds á slit­lagi auk­ist þar sem við­hald á mal­biki sé kostn­að­ar­sam­ara en við­hald á klæðn­ingu. „Við­halds­kostn­aður á umræddri leið getur orðið 2,5-3,5 millj­ónir á ári á hvern kíló­metra af veg­i.“

Flutningabílar í tugatali myndu aka um vegi Suðurlands yrði námuvinnslan að veruleika. Mynd: Pexels

Vega­gerðin minnir á mik­il­vægi þess að ástand vega verði ásætt­an­legt fyrir fyr­ir­hugað við­bót­ar­á­lag sem vik­ur­flutn­ing­arnir myndu skapa. „Til að tryggja við­un­andi ástand vega­kerf­is­ins þyrfti að flýta fram­kvæmdum sem lagðar hafa verið til á sam­göngu­á­ætl­un, end­ur­byggja stærri hluta Hring­vegar og auka fjár­magn til við­halds.“

Það er nið­ur­staða Vega­gerð­ar­innar að áhrif fram­kvæmd­ar­innar á umferð verði veru­lega nei­kvæð en ekki nokkuð nei­kvæð eins og fram­kvæmda­að­ili heldur fram í mats­skýrslu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent