Skýrslan uppfyllir ekki „eðlilega kröfu um valkostagreiningu“

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að EP Power Minerals, sem áformar námuvinnslu á Mýrdalssandi, skoði að skipa vikrinum upp af ströndinni við Vík. Sveitarstjórinn segir að eftir eigi að skoða hvernig höfn á þessum slóðum þyrfti að vera.

Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Auglýsing

Umhverf­is­mats­skýrsla EP Power Miner­als um áform­aða námu­vinnslu á Mýr­dals­sandi „upp­fyllir að mínu mati ekki eðli­lega kröfu um val­kosta­grein­ing­u,“ segir Einar Freyr Elín­ar­son, sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps, við Kjarn­ann. Í umsögn við skýrsl­una sagði að sveit­ar­stjórnin setti sig ekki upp á móti efn­is­töku á Mýr­dals­sandi, en eigi hún að verða að veru­leika „er þó ljóst að skipu­lag hennar getur ekki orðið eins og því er lýst í umhverf­is­mats­skýrsl­unn­i“.

Sveit­ar­stjórnin sagð­ist mæl­ast til þess að fyr­ir­komu­lag starf­sem­innar yrði end­ur­skoðað og ráð gert fyrir því að vikrinum verði skipað af strönd­inni sunnan við námu­svæð­ið. Sveit­ar­fé­lagið lýsti sig enn­fremur reiðu­búið til við­ræðna um hafn­ar­gerð sem gæti, að því er fram kom í umsögn­inni, opnað á mögu­leika fyrir ann­ars konar atvinnu­starf­semi.

Auglýsing

Einar Freyr segir við Kjarn­ann að sveit­ar­fé­lagið hafi nú fundað með full­trúum EP Power Miner­als vegna máls­ins og komið því á fram­færi sem fram kom í umsögn sveit­ar­fé­lags­ins. „Í því felst ekki að óform­legar eða form­legar við­ræður um höfn í Vík séu hafn­ar,“ tekur hann fram.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

Það sé því ekki tíma­bært að ræða mögu­lega kostn­að­ar­skipt­ingu vegna hafn­ar­gerðar „en það sem sveit­ar­fé­lagið mun þrýsta á um er að raun­veru­leg val­kosta­grein­ing fari fram í umhverf­is­mat­i“.

Í umhverf­is­skýrslu fram­kvæmda­að­ila, sem kynnt var á vef Skipu­lags­stofn­unar í haust, kom fram að til stæði að vinna vikur við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi, jafn­vel til næstu hund­rað ára. Efnið yrði flutt um 170 kíló­metra leið til Þor­láks­hafnar þar sem það yrði sett um borð í skip og flutt til Evr­ópu og notað sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent.

Svo mikil yrði vinnslan að gert er ráð fyrir því að full­fermdir flutn­inga­bílar þyrftu að aka frá námunni og til Þor­láks­hafnar á fimmtán mín­útna fresti allan sól­ar­hring­inn. Og svo tómir sömu leið til baka.

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps var meðal þeirra fjöl­mörgu sem lýstu áhyggjum af þessum miklu flutn­ingum sem þyrftu að fara um þorpið á vík og nokkra aðra þétt­býl­iskjarna til við­bótar áður en að skips­hlið í Þor­láks­höfn yrði kom­ið.

Rangar álykt­anir dregnar

„Sú ályktun að starf­semin hafi óveru­lega áhrif á úti­vist og ferða­mennsku eins og hún er skipu­lögð er röng,“ benti Einar Freyr á í umsögn Mýr­dals­hrepps. „Þjóð­veg­ur­inn er lífæð ferða­mennsku á Íslandi og því er ljóst að sú umferð sem starf­semin gerir ráð fyrir mun hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á ferða­mennsku og almenna umferð á þjóð­veg­in­um.“

Eins væri það mat sveit­ar­stjórnar að áhrif á umferð væru veru­lega nei­kvæð og „að þær álykt­anir sem dregnar séu í skýrsl­unni lýsi miklu skiln­ings­leysi á aðstæðum á þjóð­veg­inum á Suð­ur­land­i“. Áhrif svo umfangs­mik­illa land­flutn­inga á hljóð­vist í þétt­býli væru enn fremur veru­lega nei­kvæð.

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps telur eðli­legt að horft sé til mögu­legra áhrifa starf­sem­innar á atvinnu­líf og nær­sam­fé­lagið í ljósi þess rasks sem verður á umhverfi. „Skipu­lag starf­sem­innar sem umhverf­is­mats­skýrslan gerir ráð fyrir býður upp á að fá, ef nokk­ur, störf verði raun­veru­lega stað­sett á svæð­in­u.“

Með því að skipa vikrinum upp af strönd­inni við Vík mætti styðja við atvinnu­lífið á svæð­inu en einnig koma í veg fyrir veru­leg nei­kvæð áhrif á umferð, hljóð­vist og ferða­mennsku með því að flytja vik­ur­inn stystu leið með und­ir­göngum þar sem þvera þyrfti þjóð­veg­inn. „Með slíku fyr­ir­komu­lagi væri tryggt að starf­semin skil­aði sér í atvinnu­upp­bygg­ingu í heima­byggð og verð­mæta­sköpun á efn­is­töku­svæð­in­u,“ sagði í umsögn Mýr­dals­hrepps. Enn fremur væri slíkt fyr­ir­komu­lag mun frekar í sam­ræmi við til­gang starf­sem­innar um að gera ferlið sem umhverf­is­væn­ast.

Spurður um hvers konar höfn kæmi til greina á þessum slóðum segir Einar Freyr að ekki hafi verið aflað upp­lýs­inga um hvernig höfn þyrfti að gera eða hver kostn­að­ur­inn yrði. „Það eru atriði sem eðli­legt væri að kafa dýpra í við val­kosta­grein­ing­u,“ segir hann við Kjarn­ann.

Auglýsing

Er það skýr afstaða sveit­ar­stjórnar að ef efn­inu verður ekki skipað af strönd­inni sunnan námu­svæð­is­ins þá verði ekk­ert fram­kvæmda­leyfi gefið út?

„Hvað varðar afstöðu sveit­ar­stjórnar um mögu­lega útgáfu fram­kvæmda­leyfis þá er í mínum huga ekki tíma­bært að ræða það fyrr en álit Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­mats­skýrsl­unni liggur fyr­ir,“ svarar Einar Freyr.

Nú þegar allar umsagnir um skýrsl­una eru komnar til Skipu­lags­stofn­unar þarf fram­kvæmda­að­ili, EP Power Miner­als, að svara þeim og bregð­ast við þeim í end­an­legri mats­skýrslu. Síðan mun Skipu­lags­stofnun gefa út álit sitt á fram­kvæmd­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent