Enn ein námuáformin – Vilja vinna sand við Hjörleifshöfða

Sömu íslensku aðilarnir og eiga aðkomu að áformaðri vikurvinnslu á Mýrdalssandi hafa kynnt áform um að taka sand úr fjörunni syðst á Kötlutanga, skola hann og sigta og flytja svo til Þorlákshafnar í skip. Vörubílar færu fullhlaðnir sex ferðir á dag.

Horft yfir vinnslusvæði Lavaconcept ofan af Fagradalshamri. Myndin er tekin á framkvæmdatíma þegar unnið var að jarðvinnu. Svæðið er rétt við þjóðveg 1 í lúpínubreiðu austan við Vík, Reynisdrangar sjást í fjarska.
Horft yfir vinnslusvæði Lavaconcept ofan af Fagradalshamri. Myndin er tekin á framkvæmdatíma þegar unnið var að jarðvinnu. Svæðið er rétt við þjóðveg 1 í lúpínubreiðu austan við Vík, Reynisdrangar sjást í fjarska.
Auglýsing

Vik­ur. Móberg. Sand­ur.

Íslensk jarð­efni eiga upp á pall­borðið á mörk­uðum í Evr­ópu þessi miss­erin ef marka má ásókn í vinnslu þeirra og útflutn­ings­á­form. Fyr­ir­tækið LavaConcept Iceland ehf. hefur kynnt mats­á­ætlun sína um efn­is­töku í Höfða­fjöru, fjör­unni rétt sunnan Hjör­leifs­höfða og bæt­ist þar með í hóp tveggja ann­arra aðila sem áforma mikla námu­vinnslu, ann­ars vegar EP Power Miner­als, sem vill vinna vikur skammt frá Haf­ursey á Mýr­dals­sandi, og hins vegar Eden Mining sem vill vinna móberg úr Litla-Sand­felli í Þrengslum þar til það verður að engu orð­ið. Öll þessi þrjú verk­efni eiga það sam­eig­in­legt að flytja á jarð­efnin úr landi að mestu og að þeim fylgja flutn­ing­ar, mis­miklir þó, milli námu og Þor­láks­hafn­ar.

Auglýsing

Reyndar er það svo að verk­efnin tvö við Vík tengj­ast því for­svars­menn LavaConcept Iceland ehf., þeir Victor Berg Guð­munds­son, Páll Tóm­as­son og Jóhann Vignir Hró­bjarts­son, eru eig­endur að jörð­inni Hjör­leifs­höfða. Jörðin er hins vegar í meiri­hluta eigu (90 pró­sent) tékk­neska fyr­ir­tæk­is­ins EP Power Miner­als sem hefur uppi áform um vik­ur­námið við Haf­urs­ey. Bæði Haf­ursey og Hjör­leifs­höfði eru innan þess­arar jarð­ar.

Sand­vinnsla LavaConcept Iceland ehf. yrði þó miklum mun minni í sniðum en áformað vik­ur­nám. Við Haf­ursey stendur til að vinna hálfa milljón tonna á ári næstu hund­rað árin eða svo og flytja beint til Þor­láks­hafn­ar. Úr Höfða­fjöru er ætl­unin að vinna 50 þús­und tonn á ári í fimmtán ár. Sand­inn, sem kom upp í Kötlu­gos­inu árið 1918, á að flytja til Þýska­lands þar sem hann yrði not­aður til sand­blást­urs. Samn­ingar við kaup­anda liggja þegar fyr­ir, að því er segir í mats­á­ætl­un­inni, sem verk­fræði­stofan Efla vinnur fyrir LavaConcept Iceland ehf.

Efnistakan verður í fjöruborðinu neðst til hægri á myndinni (rauðmerkt). Vinnslusvæði LavaConcept er iðnaðarsvæði I6, auðkennt með gulum hring austan við þéttbýlissvæðið í Vík. Mynd: Úr matsáætlun

Mats­á­ætlun er með fyrstu skrefum sem tekin eru við mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda. Í mats­á­ætlun er gerð grein fyrir hvernig mati á umhverf­is­á­hrifum verður hátt­að. Allir geta sent inn athuga­semdir við mats­á­ætl­un­ina og það er einnig hægt á síð­ari stigum er umhverf­is­mats­skýrsla er kynnt.

Fólk í Mýr­dals­hreppi hefur lengi haft áform um að nýta sand­inn, sem þar er að finna mjög víða, til atvinnu­upp­bygg­ing­ar. Á heima­síðu LavaConsept er rakin sagan á bak við þetta til­tekna verk­efni sem rekja má allt aftur til árs­ins 2008. Þá varð lítið úr hug­mynd­unum vegna banka­hruns en tím­inn hefur síð­ustu ár verið nýttur til að rann­saka efnið og koma á við­skipta­sam­bönd­um.

Skolað og sigtað

Sand­inn á að taka í fjöru­borði Höfða­fjöru syðst á Kötlutanga. Hann yrði svo skol­aður og sigtaður á vinnslu­svæði LavaConcept við Uxa­fót­ar­læk við Vík­ur­fjöru, áður en hann yrði fluttur land­leið­ina til Þor­láks­hafn­ar. Þaðan færi hann svo með skipi til meg­in­lands Evr­ópu. Sand­ur­inn í fjör­unni er talin henta mjög vel í verk­efn­ið, það segir fram­kvæmda­að­ili margra ára rann­sóknir hafa sýnt.

„Efnið er tekið úr fjöru­borð­inu og sjór­inn fyllir því fljótt upp í þær holur sem mynd­ast við efn­is­tök­una, en sand­ur­inn með­fram strönd­inni er á stöðugri hreyf­ing­u,“ segir í mats­á­ætl­un­inni. Í heild­ina yrði efn­is­töku­svæðið 30 hekt­arar að stærð en ein­ungis yrði unnið á litlum hluta þess í einu.

Hjör­leifs­höfði er rétt við þjóð­veg 1 og vin­sæll við­komu­staður ferða­manna. Efn­istakan yrði í um 2,5-3 kíló­metra fjar­lægð frá hon­um. Fram­kvæmda­að­ili segir sjald­gæft að ferða­menn fari í fjör­una sjálfa, ekki nema þá helst til að aka utan vega í sand­in­um. Almennt sé ekki mikil úti­vist í Höfða­fjöru en þó er þar stundað mót­or­sport og í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps er gert ráð fyrir því að á sand­inum verði svokölluð end­ur­obraut fyrir mót­or­hjól og skotæf­ing­ar­svæði.

Horft frá syðsta odda Hjörleifshöfða í átt að sjónum efnistökusvæðinu. Sjá má ummerki um utanvegaakstur ferðamanna sem leika sér mikið í sandinum. Mynd: Úr matsáætlun

Í vinnu­lotum yrði ein grafa/hjóla­skófla á staðn­um. Áætlað er að 2-4 vöru­bílar (búkoll­ur) flytji efni úr fjör­unni á vinnslu­svæðið jafn­óð­um.

Eftir að efnið er gróf­harp­að, skolað og sigtað á vinnslu­svæð­inu yrði því ekið um 160 kíló­metra leið á vöru­bílum í gamla grjót­námu í landi Hrauns, skammt utan Þor­láks­hafnar þar sem það yrði geymt fram að útskip­un.

Miðað við að hver vöru­bíll taki um 27,5 tonn af efni í hverri ferð, og efni yrði flutt 300 daga á ári, þá yrðu farnar um sex ferðir á dag með full­fermi frá Vík til Þor­láks­hafn­ar. „Þessi umferð er mun minni í sniðum en umferð tengd ferða­þjón­ustu og hefð­bundnum vöru­flutn­ingum sem fer sömu leið,“ segir fram­kvæmda­að­ili og telur því ekki sér­staka þörf á að skoða hljóð­vist og loft­gæði í þétt­býli á leið­inni.

Horft eftir Höfðafjöru til vesturs í átt að Vík sem er í um 11 km fjarlægð. Mynd: Úr matsáætlun

Kötlutangi mynd­að­ist í Kötlu­hlaupi árið 1918 en síðan þá hefur hann stöðugt verið að ganga til baka. Hyggst fram­kvæmda­að­ili „nýta sand­inn og gera verð­mæti úr honum áður en hann hverfur end­an­lega,“ segir í mats­á­ætl­un­inni.

En af hverju að taka sand­inn á nákvæm­lega þessum stað – í Höfða­fjöru?

Í skýrsl­unni kemur fram að ekki sé hægt að fara lengra til vest­urs með efn­is­töku af þess­ari stærð­argráðu þó að aðgengi sé betra þar sökum hættu á auknu land­rofi í nágrenni þétt­býl­is­ins í Vík. Sér­fræð­ingar Vega­gerð­ar­innar hafi sagt að ef farið væri a.m.k. 4-5 km austur fyrir Vík þá myndi efn­istaka hafa óveru­leg áhrif á land­rof. Höfða­fjara er um 11 kíló­metra austan við Vík.

Auglýsing

Í umhverf­is­mat­inu er reiknað með að allt að 850.000 rúmmetrar af sandi verði fjar­lægðir á 15 árum. „Það er þó ein­ungis brot af jarð­mynd­un­inni, en Kötlu­hlaupið 1918 er eitt og sér talið hafa borið fram allt að 1.200.000.000 m3 af efn­i,“ segir í mats­á­ætl­un­inni. Berggrunn­ur­inn á Mýr­dals­sandi er á um 10-25 metra dýpi undir sjáv­ar­máli „og því liggur ofan á honum allt að 100 metra þykkt lag af sandi, vikri og öðrum fram­burð­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent