Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir

Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.

Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar segja „áhuga­vert“ að við umhverf­is­mat áform­aðrar námu­vinnslu á Mýr­dals­sandi virð­ist ein­göngu miðað við að gestir sjái sem minnst af námunni sjálfri en lítið til­lit tekið til þess að eitt helsta aðdrátt­ar­afl ferða­manna sem velja Ísland sem áfanga­stað er ósnortin nátt­úra, fámenni og víð­átta. „Óhætt er að segja að ryk og stöðug umferð vöru­bíla sé algjör and­stæða við þá upp­lif­un.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í harð­orðri umsögn sam­tak­anna við umhverf­is­mats­skýrslu EP Power Miner­als, þýska fyr­ir­tæk­is­ins sem vill vinna Kötlu­vikur undir Haf­ursey á Mýr­dals­sand­inn næstu öld­ina eða svo.

Auglýsing

Miðað við áætl­anir um efn­is­töku, sem fram eru settar í skýrsl­unni sem verk­fræði­stofan EFLA vann, er ætl­unin að 30 flutn­inga­bíl­ar, hver um sig um 30-35 tonn að þyngd, keyri milli Mýr­dals­sands og Þor­láks­hafnar 280 daga á ári. Um 170 kíló­metrar eru milli þess­ara staða.

Ætl­unin er að keyra efni allan sól­ar­hring­inn á korters fresti, en ein ferð er skil­greind sem fullur bíll til Þor­láks­hafnar og tómur til baka. Því munu stórir flutn­inga­bílar fara um veg­inn á 7-8 mín­útna fresti og bæt­ast við þann fjölda flutn­inga­bíla sem fer um þjóð­veg­inn í að flytja fisk og aðrar vör­ur.

„Ef horft er til áætl­aðar efn­iskeyrslu, fjölda og þyngd bíla, ástand vega­kerf­is­ins og fjár­fest­ingu rík­is­ins í við­haldi á vega­kerf­inu er aug­ljóst að áhrif efn­is­tök­unnar á vega­kerfið eiga eftir að verða veru­lega nei­kvæð,“ skrifar Ágúst Elvar Bjarna­son, verk­efn­is­stjóri hjá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar, í umsögn­inni. „Vega­kerfi sem nú þegar er í döpru ástandi og fjár­magnað tölu­vert undir áætl­aðri fjár­mögn­un­ar­þörf.“

Sam­kvæmt umhverf­is­mats­skýrslu Eflu mun efn­is­flutn­ingur hafa „nokkuð nei­kvæð“ áhrif á umferð. SAF bendir á að flutn­ingnum fylgi aukið álag á vegi, auk­inn umferð­ar­þungi og nei­kvæð áhrif á umferð­ar­ör­yggi sem nú þegar sé ekki nægi­lega gott á þess­ari leið. „Leiðin er nú þegar einn vin­sæl­asti ferða­manna­vegur lands­ins enda nokkrir af vin­sæl­ustu áfanga­stöðum lands­ins á leið­inni. Í dag annar vega­kerfið milli Sel­foss og Mýr­dals­hrepps varla þeirri umferð sem um hann fer.“

Akst­ursleið flutn­inga­bíl­anna mun liggja í gegnum sjö sveit­ar­fé­lög og fjóra þétt­býl­iskjarna. Í öllum þessum þétt­býl­is­kjörn­um, líkt og í dreif­býl­inu við akst­ursleið­ina, hefur öflug ferða­þjón­usta byggst upp síð­asta ára­tug­inn, segir í umsögn SAF: Meðal ann­ars sé fjöldi gisti­staða þétt við þjóð­veg­inn. „Óvíst er hver áhrif efn­is­flutn­inga munu verða á þessa upp­bygg­ingu, önnur en nei­kvæð.“

Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þá segja sam­tökin ljóst að íbúar og gestir við flutn­ings­leið­ina alla, frá gatna­mótum á Mýr­dals­sandi að Þor­láks­höfn, geti búist við truflun í hvert sinn sem vöru­bíll fer hjá. „Jafn­vel þó að keyrt verði hægt í gegnum þétt­býli eru vöru­bílar af þess­ari stærð fyr­ir­ferð­ar­miklir í umferð­inni og valda bíl­stjórum minni bíla óör­ygg­i.“

Í dag fara nokkur hund­ruð gestir á dag í skipu­lagðar ferðir í íshella við Kötlu­jök­ul. Sam­kvæmt umhverf­is­mats­skýrslu EPPM er „ólík­legt“ að þessir gestir muni verða fyrir áhrifum af efn­is­tök­unni enda yrði námu­svæðið ekki sýni­legt frá jökl­in­um.

„Þá er aug­ljóst að höf­undar umhverf­is­mats­skýrsl­unnar þekkja lítið til stað­hátta á svæð­in­u,“ segir SAF. Þegar gengið er upp á Kötlu­jökul við Mold­heiði blasi fyr­ir­hugað námu­svæði við. Svæðið mun einnig sjást vel frá Þjóð­vegi 1, frá ánni Skálm, ofan af Höfða­brekku­heiðum á leið inn í Þak­gil og ofan af Hjör­leifs­höfða. Hluti land­eig­enda hyggi einmitt á upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu, m.a. við og á Hjör­leifs­höfða og allar líkur á að gestir þeirra horfi beint yfir efn­is­vinnsl­una. „Að þessu sögðu draga sam­tökin í efa þau orð [fram­kvæmda­að­ila] að áhrif efn­is­tök­unnar á ferða­þjón­ustu á svæð­inu yrðu óveru­leg.“

Skógafoss er skammt frá Hringveginum um Suðurland. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar eru svo allt annað en ánægð með það hvernig fjallað er um atvinnu­grein­ina í umhverf­is­mats­skýrsl­unni. Í henni er því haldið fram að ferða­þjón­usta á svæð­inu sé ekki heils­ársat­vinnu­grein. „Sam­tökin vilja biðja skýrslu­höf­unda um að kynna sér málin betur áður en slíku er haldið fram enda er hún fyrir margt löngu orðin að heils­ársat­vinnu­grein“ og sé stærsta atvinnu­greinin í Mýr­dals­hreppi.

„Ferða­þjón­usta í Vík mun sann­ar­lega finna fyrir áhrifum af flutn­ing­unum enda flutn­ings­leiðin í gegnum bæinn,“ benda sam­tökin ná. Tvö hótel séu þétt við veg­inn og það þriðja í ein­ungis 150 metra fjar­lægð. Svip­aða sögu sé að segja af öðrum þétt­býl­is­stöðum sem flutn­ings­leiðin liggur um.

Ljóst er að mati SAF að efn­istakan sjálf muni hafa nei­kvæð áhrif á land­náms­jörð­ina Hjör­leifs­höfða og þá ferða­þjón­ustu sem þar er stund­uð. „Nei­kvæð­ust verða þó áhrif af flutn­ingum en þeir fara í gegnum sjö sveit­ar­fé­lög og 4 þétt­býl­iskjarna, fram­hjá fjölda gisti- og veit­inga­staða með til­heyr­andi trufl­un, sliti á vega­kerfi og nei­kvæðum áhrifum á umferð­ar­ör­ygg­i.“

Erum við til­búin í veð­mál?

Suð­ur­land er eitt mest heim­sótta svæði lands­ins meðal ferða­manna og hefur ferða­þjón­usta vaxið gríð­ar­lega á svæð­inu síð­asta ára­tug­inn. Heild­ar­skatt­tekjur þess­ara sjö sveit­ar­fé­laga sem akst­ursleiðin liggur í gegnum af ferða­þjón­ustu árið 2019 voru um einn og hálfur millj­arð­ur.

Áætlað er að 20 störf skap­ist við efn­is­töku á Mýr­dals­sandi, 10 störf í Þor­láks­höfn og 105 störf tengd akstri og flutn­ing­um. „Erum við sem áfanga­staður til­búin að veðja þeim góða árangri í ferða­þjón­ustu á svæð­inu á að nei­kvæð áhrif efn­is­tök­unnar verði svo lítil að þau komi ekki niður á öðrum atvinnu­grein­um?“ spyr Ágúst Elvar í lok umsagnar SAF. „Erum við til­búin að veðja óveru­legum tekjum tveggja sveit­ar­fé­laga fyrir atvinnu­upp­bygg­ingu síð­ustu ára í öllum sjö sveit­ar­fé­lög­un­um?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent