Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.

Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Auglýsing

Borg­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti í dag sex til­lög­ur, sem ætlað er að flýta inn­ritun barna á leik­skóla í borg­inni. Skúli Helga­son borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður stýri­hóps­ins Brúum bilið kynnti til­lög­urnar á fundi sem fram fór í Ráð­húsi Reykja­vík­ur.

Í máli hans kom fram að alls stefndi í að ný leik­skóla­pláss í borg­inni yrðu 553 tals­ins á þessu ári og 376 á næsta ári. Sam­kvæmt því sem Skúli sagði á fund­inum eru um 665 börn, sem verða orðin 12 mán­aða eða eldri þann 1. sept­em­ber, með umsóknir um leik­skóla­pláss í borg­inni – eða á hinum svo­kall­aða biðlista.

Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið. Mynd: Bára Huld Beck.

Skoða Korpu­skóla ef áhugi er hjá for­eldrum

Til­lög­urnar sex fel­ast í fyrsta lagi í því að flýta opnun leik­skóla, svo­kall­aðrar Ævin­týra­borgar í Naut­hóls­vík, strax í byrjun sept­em­ber. Skúli sagði að það lægi fyrir að það yrði hægt, eftir sam­töl við alla hlut­að­eig­andi. Aðlögun barna verður flýtt og á að klár­ast á einum mán­uði og kraftur verður settur í að klára hús­næði skól­ans, en fram­kvæmdir við úti­svæði munu ekki klár­ast strax. Úti­vera barn­anna verður því í nærum­hverfi skól­ans, í Öskju­hlíð­inni, til að byrja með.

Önnur aðgerðin er sú að laust hús­næði í eigu borg­ar­innar verði nýtt til að taka við börnum strax í haust. Meðal ann­ars er hafin könnun á því hvort taka megi við börnum í Korpu­skóla í Graf­ar­vogi. Þar eigi að geta verið pláss fyrir 120-150 börn, að sögn Skúla. Einnig er til skoð­unar að opna tvær deildir til við­bótar á leik­skól­anum Bakka, sem er á svip­uðum slóðum í Graf­ar­vog­in­um.

Einnig hefur verið lagt til að skoða hvort hægt sé að nýta hús­næði frí­stunda­heim­ila og annað hús­næði á vegum borg­ar­innar og sam­starfs­að­ila tíma­bundið undir leik­skóla­starf. Skúli sagði að það yrði þá e.t.v. hægt að bjóða börnum að koma inn á frí­stunda­heim­ili fyrri hluta dags. Þessi önnur aðgerð er háð áhuga for­eldra á því að þiggja pláss sem standa til boða, og er einnig með fyr­ir­vara um mönn­un.

Auglýsing

Þriðja aðgerðin snýr að því að setja upp nýjan leik­skóla með 100 plássum í Foss­vogi, í Ævin­týra­borg­ar­hús­næði, á lóð sem er við hlið Rækt­un­ar­stöðvar Reykja­vík­ur. Skúli sagði að raun­hæfur tímara­mmi í þessum efnum væru 9 mán­uð­ir, og leik­skóli gæti því verið ris­inn um mitt næsta ár.

Fjórða aðgerðin sem sam­þykkt var er mögu­leg stækkun leik­skól­ans Steina­hlíðar við Suð­ur­lands­braut. Skúli sagði að á leik­skól­anum væru 55 börn í dag, en að vilji hefði verið hjá Barna­vina­fé­lag­inu Sum­ar­gjöf, sem á lóð­ina og hús­næði skól­ans, til að stækka leik­skól­ann. Ekki hefur verið ráð­ist í form­legar við­ræður um stækk­un­ina, en til stendur að gera það.

Í fimmta lagi var sam­þykkt að hækka nið­ur­greiðslu vegna þjón­ustu dag­for­eldra til þess að fjölga dag­for­eldrum, styrkja starfs­grund­völl þeirra og lækka útgjöld for­eldra sem nýta sér þjón­ustu dag­for­eldra. Stofn­styrkir verði hækk­aðir og fleiri leiðir til úrbóta kann­að­ar, s.s. hús­næð­is­stuðn­ingur og fræðslu­styrk­ir.

Sjötta og sein­asta aðgerðin er svo sú að taka verk­lag leik­skóla­inn­rit­unar til skoð­un­ar. End­ur­skoða á verk­lagið með til­liti til bættrar upp­lýs­inga­gjafar til for­eldra, ein­föld­unar umsókn­ar­fer­ils og meira gagn­sæ­is. Skúli sagði að draum­ur­inn væri sá að for­eldrar gætu farið inn á vef borg­ar­innar og séð hvar laus pláss stæðu til boða. Hann sagði einnig lyk­il­at­riði að sjálf­stætt starf­andi leik­skólar verði hluti af sama inn­rit­un­ar­kerfi og þeir borg­ar­reknu, til að eyða tví­taln­ingu í kerf­inu.

Áætl­anir stóð­ust ekki

Meiri­hluti borg­ar­stjórnar hefur verið harð­lega gagn­rýndur und­an­farnar vik­ur, eftir að úthlutun plássa á leik­skóla í haust lá fyr­ir. Ljóst er að þvert á það sem sumir borg­ar­full­trúar boð­uðu fyrir kosn­ing­ar, og raunar emb­ætt­is­menn borg­ar­innar líka, verður ekki hægt að taka á móti 12 mán­aða gömlum börnum inn á leik­skóla í haust.

Er Kjarn­inn spurð­ist fyrir um þessi mál, í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga, feng­ust þau svör frá upp­lýs­inga­full­trúa borg­ar­innar að Reykja­vík­ur­borg væri að vinna eftir áætl­unum sem gerðu ráð fyrir því að hefja inn­töku 12 mán­aða barna strax í haust.

Á dag­inn hefur komið að ekki mun raun­ger­ast að 12 mán­aða börn fái pláss á leik­skóla í haust, fjölda plássa skeikar þar um nokkur hund­ruð. Þetta hefur sett áætl­anir margra for­eldra í upp­nám, enda höfðu stjórn­mála­menn talað með þeim hætti að hægt yrði að koma börnum inn á leik­skóla ef þau yrðu orðin 12 mán­aða gömul í upp­hafi nýs skóla­vetr­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent