Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra

Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Auglýsing

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, trónir á toppnum á lista Frjálsrar versl­unar yfir þá starfs­menn hags­muna­sam­taka sem þiggja hæstu launin fyrir vinnu­fram­lag sitt. Heiðrún Lind var með um 3,9 millj­ónir króna í laun á mán­uði á síð­asta ári. 

Það er aðeins meira en Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Iðn­að­ar­ins, tók með sér heim að með­al­tali um hver mán­að­ar­mót á síð­asta ári, en hann fékk rúm­lega 3,8 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. Sig­urður er hins vegar í fleiri en einu starfi því hann er líka stjórn­ar­for­maður Kviku banka. Á árinu 2021 fékk hann alls tæp­lega 1,5 millj­ónir króna í laun og líf­eyr­is­greiðslur fyrir að sinna því starfi. Sam­an­lögð laun Sig­urðar hækk­uðu um hálfa milljón króna á með­al­tali í fyrra. 

Í þriðja sæti kemur Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins (SA), sem var með rúm­lega 3,8 millj­­ónir í tekjur á mán­uði á síð­­asta ári. Það er um hálfri milljón krónum minna en á árinu 2020 sem bendir til þess að tekjur hans á því ári hafi komið víðar að en ein­vörð­ungu vegna starfa Hall­dórs Benja­míns fyrir SA. 

Við útreikn­ing tekna er miðað við útsvar­s­­stofn sam­­kvæmt álagn­ing­­ar­­skrá. Í töl­unum eru ekki fjár­­­magnstekj­­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Sleppt er skatt­frjálsum dag­pen­ing­um, bíla­­styrkjum og greiðslum úr líf­eyr­is­­sjóði. Þá verður að hafa í huga að inni í tekj­unum getur líka verið ein­­skipt­is­greiðsla vegna úttektar á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði hjá líf­eyr­is­­sjóð­i.

Nokkrir með um og yfir tvær millj­ónir á mán­uði

Aðrir fyr­ir­ferða­miklir stjórn­endur hags­muna­sam­taka með há laun voru Pétur Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­stofu, sem var með tæp­lega 2,6 millj­ónir króna á mán­uði. Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, og Frið­bert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, voru bæði með um tvær millj­ónir króna á mán­uði.

Pétur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Samáls, var með 1,9 millj­ónir króna á mán­uði og Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, var með 1,8 milljón króna á mán­uði. Páll Erland Land­ry, fram­kvæmda­stjóri Sam­orku, var svo með 1,7 millj­ónir króna í laun á mán­uði á árinu 2021. 

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu, tók rúm­lega 1,6 millj­ónir króna með heim um hver mán­aða­mót að með­al­tali og Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, var með tæp­lega 1,5 millj­ónir króna í laun á mán­uð­i. ­Skammt á hæla hans, með sam­bæri­leg laun, kom Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kævmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, með 1,4 millj­ónir króna.

Rúm­lega 100 með yfir milljón á mán­uði

Ýmsir aðrir starfs­menn hags­muna­sam­taka, utan þeirra sem eru efstir í skipu­riti þeirra, voru með góð laun á síð­asta ári. Má þar nefna Finn Geir Beck, for­stöðu­mann hjá Sam­orku, sem var með rúm­lega tvær millj­ónir króna í tekjur á mán­uði og Yngva Örn Krist­ins­son, hag­fræð­ing hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem var með nán­ast sömu upp­hæð í laun. Sömu sögu er að segja af Sig­ríði Mog­en­sen, sviðs­stjóra hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins. Laun hennar voru rétt um tvær millj­ónir króna á mán­uði sam­kvæmt Tekju­blað­inu.

Auglýsing
Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, núver­andi bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, var áður aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri SA og fékk fyrir það rúm­lega 1,8 millj­ónir króna á mán­uð­i. Hannes Gunnr Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri SA, var með 1,7 millj­ónir króna í laun á mán­uði í fyrra.

Í tekju­flokknum „Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins“ í Tekju­blaði Frjálsrar versl­unnar eru tólf tekju­hæstu með meira en tvær millj­ónir króna á mán­uði og fjölgar um tvo í þeim hópi milli ára. Þá eru 101 með yfir milljón krónur á mán­uði sem eru 19 fleiri en á árinu 2020.

For­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar allir undir tveimur millj­ónum

Þegar horft er til þeirra sem vinna innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, með hæstu mán­að­ar­launin sam­kvæmt Frjálsri verslun eða 2,2 millj­ónir króna. Stefán er 71 árs gam­all og því má ganga út frá því að hluti launa hans séu eft­ir­launa­greiðsl­ur. Hann var pró­fessor í félags­fræði hjá Háskóla Íslands um margra ára skeið en lét af störfum þar í lok árs 2020 eftir 40 ára starf innan skól­ans. 

Björn Snæ­björns­son, sem hætti sem for­maður Starfs­greina­sam­bands Íslands fyrr á þessu ári, var með um tvær millj­ónir króna í laun á síð­asta ári. Árni Bjarna­son, for­maður félags skip­stjórn­ar­manna, var með 1,9 millj­ónir króna í laun.

og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags á Íslandi, var með rúm­lega 1,8 millj­ónir króna í laun og Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR, var með rúm­lega 1,7 millj­ónir króna í laun. Hilmar Harð­ar­son, for­maður Samiðn­ar, var einnig með um 1,8 millj­ónir króna í laun.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd: Bára Huld Beck

Þá var Krist­ján Þórður Snæ­björns­son, for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands­ins og starf­andi for­seti ASÍ, með um 1,6 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. Það eru svipuð laun og Val­mundur Val­munds­son, for­maður Sjó­manna­sam­bands­ins, og Guð­björg Páls­dótt­ir, for­maður Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga, voru með á síð­asta ári.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, var með rúm­lega 1,5 millj­ónir króna í laun á mán­uði á árinu 2021, Þór­ar­inn Eyfjörð, for­maður Sam­eyk­is, var með 1,4 millj­ónir króna í laun líkt og Ragnar Þór Pét­urs­son, þáver­andi for­maður Kenn­ara­sam­bands Íslands, og Vil­hjálmur Birg­is­son, núver­andi for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins og for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness var með tæp­lega þá upp­hæð. Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags­ins, var svo með rúm­lega 1,3 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun að með­al­tali, sem er nán­ast það sama og Sandra Franks, for­maður Sjúkra­liða­fé­lags Íslands, fékk á mán­uði.

Drífa Snædal, sem nýverið sagði af sér emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands, var með 1,2 millj­ónir króna á mán­uði og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, næst stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, með tæp­lega 1,1 milljón króna.

For­maður Fjöl­skyldu­hjálpar með næstum 1,8 milljón á mán­uði

Perla Ösp Ásgeirs­dótt­ir, sem var ráðin fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar í maí síð­ast­liðn­um, var með rúm­lega 2,7 millj­ónir króna í laun í fyrra þegar hún starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ingar hjá Lands­bank­an­um. Þá var Karl Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, með um 2,6 millj­ónir króna á mán­uði og Þórey Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða, með rúm­lega 2,4 millj­ónir króna í laun.

Önnur athygl­is­verð nöfn sem Frjáls verslun setur undir flokk­inn „Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins“ eru til að mynda Guð­mundur Hrafn Arn­gríms­son, for­maður Félags leigj­enda á Íslandi, sem var með tæp­lega 1,8 millj­ónir króna í tekjur í fyrra sam­kvæmt blað­inu og Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, for­maður Fjöl­skyldu­hjálpar Íslands, sem var með um 1,7 millj­ónir króna í laun á mán­uði á árinu 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent